Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa - Fundur nr. 909

Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa

Ár 2023, fimmtudaginn 23. mars 2023 kl. 09:06, hélt skipulagsfulltrúi Reykjavíkur 909. embættisafgreiðslufund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar umhverfis- og skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn á skrifstofu skipulagsfulltrúa Borgartúni 12-14, 2. hæð, Stardalur. Fundinn sátu: Björn Axelsson, Borghildur Sölvey Sturludóttir og Helena Stefánsdóttir. Eftirtaldir embættismenn kynntu mál á fundinum: Hrafnhildur Sverrisdóttir, Ingvar Jón Bates Gíslason, Lilja Grétarsdóttir, Olga Guðrún B. Sigfúsdóttir, Sigríður Lára Gunnarsdóttir, Sigríður Maack, Sólveig Sigurðardóttir, Þórður Már Sigfússon, Laufey Björg Sigurðardóttir, Ólafur Ingibergsson og Britta Magdalena Ágústsdóttir. Fundarritari var Erna Hrönn Geirsdóttir.

Þetta gerðist:

 1. Drafnarstígur 9 - (fsp) uppbygging - SN220571

  Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 9. mars 2023 var lögð fram fyrirspurn Stólpa ehf., dags. 15. september 2022, ásamt bréfi Trípólí arkitekta dags. 15. september 2022 um uppbyggingu á lóð nr. 9 við Drafnarstíg, samkvæmt tillögu Trípólí arkitekta dags 15. september 2022. Einnig var lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 1. desember 2022. Fyrirspurn er nú lögð fram að nýju ásamt uppfærðri tillögu Trípólí arkitekta, dags. 2. mars 2023 og umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 23. mars 2023.

  Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 23. mars 2023.

  Fylgigögn

 2. Laugarásvegur 1 - (fsp) breyta atvinnuhúsnæði í íbúðarhúsnæði. - USK23020026

  Lögð fram fyrirspurn og bréf Halls Kristvinssonar, dags. 31. janúar 2023, um að breyta atvinnuhúsnæði á lóð nr. 1 við Laugarásveg í íbúðarhúsnæði, samkvæmt uppdr. Arkinn ehf., dags. 31. janúar 2023.

  Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

 3. Grensásvegur 48 - (fsp) breyting á notkun á 2. hæð - USK23030119

  Lögð fram fyrirspurn Karius ehf., dags. 7. mars 2023, ásamt bréfi Guðmundar Gunnlaugssonar arkitekts, dags. 7. mars 2023, um að gera þrjár litlar íbúðir í atvinnurými á 2. hæð hússins á lóð nr. 48 við Grensásveg.

  Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

 4. Nökkvavogur 42 - breyting á deiliskipulagi - USK23030052

  Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 16. mars 2023 var lögð fram umsókn Sigurðar Sigurbjörnssonar, dags. 3. mars 2023, um breytingu á deiliskipulagi Vogahverfis vegna lóðarinnar nr 42. við Nökkvavog. Í breytingunni sem lögð er til felst að heimilt verði að setja svalir á húsið  með tröppum niður í garð, 1.8 metra út fyrir byggingarreit, samkvæmt uppdr. Plús arkitekta, ódags. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju.

  Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum að Nökkvavogi  38, 40, 44 og 46. Erindið verður grenndarkynnt þegar umsækjandi hefur greitt fyrir grenndarkynningu sbr. 7.6. gr. og  12. gr., sjá gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1051/2022.

 5. Gufunesvegur 32 - (fsp) uppbygging - USK23020274

  Lögð fram fyrirspurn Yrki arkitekta f.h. Þorpsins , dags. 14. febrúar 2023, um uppbyggingu á lóð nr. 32 við Gufunesveg, samkvæmt uppdr. Yrki arkitekta ehf. dags. 14. febrúar 2023. Einnig er lagt fram minnisblað Pure north um úrgangslausnir, dags. 22. desember 2022.

  Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

 6. Jöfursbás 11B - breyting á erindi BN057456 - USK23020089

  Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 21. mars 2023 þar sem sótt er um leyfi til að breyta erindi BN057456, hjólaskýli og skráningar uppfærðar, hús á lóð nr. 11 við Jöfursbás.

  Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

 7. Ásvallagata 21 - breytingar á BN033899 - Stofn breytingar á BN052739 - BN061410

  Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 29. nóvember 2022 þar sem sótt er um leyfi til að breyta erindi BN033899 m.s.br., salerni breytt í geymslu, svalir stækkaðar og hámarkshæð þaks hækkar frá fyrri grenndarkynningu, á húsi á lóð nr. 21 við Ásvallagötu. Tillagan var grenndarkynnt frá 23. janúar 2023 til og með 20. febrúar 2023. Eftirtaldir sendu athugasemdir: Brynja Cortes Andrésdóttir f.h. eigendur íbúða að Ásvallagötu 23, dags. 19. febrúar 2023. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 23. febrúar 2023 og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 23. mars 2023.

  Samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 23. mars 2023, og með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa sbr. viðauka um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar. Vísað til fullnaðarafgreiðslu byggingarfulltrúa.

  Fylgigögn

 8. Grettisgata 71 - (fsp) svalir - USK23020021

  Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 2. mars 2023 var lögð fram fyrispurn Gunnlaugs Ingvarssonar og Guðrúnar Eddu Andradóttur, dags. 23. janúar 2023, um að setja svalir á rishæð á norðurhlið hússins á lóð nr. 71 við Grettisgötu, samkvæmt uppdr. Ólafar Flygering, dags. 23. janúar 2023. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn Minjastofnunar Íslands, dags. 13. mars 2023  og umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 23. mars 2023.

  Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 23. mars 2023, samþykkt.

  Fylgigögn

 9. Hávallagata 9 - breyting á deiliskipulagi - USK23020356

  Lögð fram umsókn Kanon arkitekta ehf., dags. 28. febrúar 2023, ásamt bréfi, dags. 28. febrúar 2023, um breytingu á deiliskipulagi Hólatorgsreits vegna lóðarinnar nr. 9 við Hólatorg. Í breytingunni sem lögð er til felst breyting á notkun bílskúrs í vinnustofu, samkvæmt uppdr. Kanon arkitekta, dags. 27. febrúar 2023.

  Vísað til meðferðar verkefnastjóra.

 10. Laugavegur 74 - (fsp) breytingar á innra skipulagi og notkun - USK23030160

  Lögð fram fyrirspurn Laugar ehf, dags. 10. mars 2023,  ásamt bréfi Ernu Geirlaugar Árnadóttur f.h. Lauga ehf., ódags. um breytingar á innra skipulagi hússins á lóð nr. 72 við Laugaveg ásamt breytingu á notkun á jarðhæðar, samkvæmt tillögu, ódags. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 23. mars 2023.

  Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 23. mars 2023, samþykkt.

  Fylgigögn

 11. Skipasund 49 - (fsp) rífa og byggja skúr - USK23020024

  Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 2. mars 2023 var lögð fram fyrirspurn Guðmundar K. Guðmundssonar, dags. 30. janúar 2023, um að rífa skúr á lóð nr. 49 við Skipasund og byggja nýjan og stærri á sama stað. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 23. mars 2023.

  Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 23. mars 2023, samþykkt.

  Fylgigögn

 12. Hraunbær 143 - breytingar á þegar samþykktu erindi - USK23020144

  Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 2. mars 2023 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 28. febrúar 2023 þar sem sótt er um leyfi til þess að breyta erindi BN058735 með síðari breytingu BN059583 þannig að sorpskýli ,mhl.04, er breytt í opið sorpskýli auk þess sem bætt er við tveimur nýjum sorpskýlum, sorpgeymsla í kjallara mhl.01 er fjarlægð og í staðinn gerðar sérgeymslur fyrir íbúðir, rýmisnúmerum er breytt og skráningartafla uppfærð til samræmis fyrir fjölbýlishús, mhl.01, jafnframt er skipt um utanhússklæðningu á mhl.01 og mhl.02 á lóð nr. 143 við Hraunbæ. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju.

  Samþykkt að veita undanþágu frá skipulagsmeðferð með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborga, sbr.  3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 13. Háteigsvegur 2 - (fsp) stækkun húss - USK23030220

  Lögð fram fyrirspurn Hárlausna ehf., dags. 15. mars 2023, um stækkun hússins á lóð nr. 2 við Háteigsveg sem felst í að gera einnar hæðar viðbyggingu úr gleri til norðurs, samkvæmt uppdr. M11 arkitekta, dags. 13. mars 2023.

  Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

 14. Laugavegur 1 - (fsp) breyting á deiliskipulagi - USK22122908

  Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 5. janúar 2023 var lögð fram fyrirspurn Eignarhaldsfélagsins Arctic ehf., dags. 14. desember 2022, um breytingu á deiliskipulagi reits 1.171.0 vegna lóðarinnar nr. 1 við Laugaveg sem felst í að heimilt verði að setja ris á bakbyggingar við framhús (nýbygging) en núverandi bakbyggingar og byggingarmagn verður óbreytt, samkvæmt tillögu dkpitt, ódags. Einnig er lögð fram umsögn Minjastofnunar Íslands, dags. 19. maí 2022. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 23. mars 2023.

  Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 23. mars 2023, samþykkt.

  Fylgigögn

 15. Laugavegur 11 - gluggar, svalir og breyting á notkun - USK23020032

  Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 9. mars 2023 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 7. mars 2023 þar sem sótt er um leyfi til að síkka glugga og setja svalir á austurhlið og breyta notkun úr lager í skrifstofu í rými 0301, í húsi á lóð nr. 11 við Laugaveg. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju.

  Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið.

 16. Laugavegur 159A - (fsp) þegar byggður inngangur - USK23030153

  Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 16. mars 2023 var lögð fram fyrirspurn Jeannot A. Tsirenge, dags. 9. mars 2023, ásamt bréfi, ódags., um þegar byggðan inngang í húsi á lóð nr. 159A við Laugaveg. Einnig eru lagðir fram uppdr. JAT21 arkitekta, dags. 11. desember 2023. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 23. mars 2023.

  Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir sbr. umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 23. mars 2023.

  Fylgigögn

 17. Smiðjustígur 13 - viðbygging við núverandi hús á lóð - USK23010141

  Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 2. febrúar 2023 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 31. janúar 2023 þar sem sótt er um leyfi til að rífa bílskúr og byggja tveggja hæða hús í gömum stíl ofan á kjallara sem fyrir er, ásamt tengibyggingu yfir í mhl. 01 með sameiginlegu anddyri fyrir bæði húsin og innrétta fjögur, tveggja manna herbergi í gististað í flokki II, teg. C í nýja húsinu, þannig að samtals verða sjö herbergi fyrir 14 gesti á lóð nr. 13 við Smiðjustíg. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 23. mars 2023.

  Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 23. mars 2023.

  Fylgigögn

 18. Vatnsstígur 9A - (fsp) breytt notkun - USK23020201

  Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 2. mars 2023 var lögð fram fyrirspurn Umberto Tinti, dags. 15. febrúar 2023, um að breyta notkun húsnæðis á lóð nr. 9A við Vatnsstíg úr íbúðarhúsnæði í gistihús. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefasstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 23. mars 2023.

  Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 23. mars 2023.

  Fylgigögn

 19. Vatnsstígur 4 - breyting á erindi BN059362 - USK23030084

  Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 21. mars 2023 þar sem sótt er um leyfi til að breyta erindi BN059362 þannig að þakformi suðurhluta húss er breytt úr valma- í mansard þakhæð dregin inn til suðurs og hús klætt mismunandi álklæðningum á lóð nr. 4 við Vatnsstíg.

  Vísað til umsagnar verkefnastjóra. 

 20. Dvergshöfði 4 - (fsp) uppbygging - USK23010335

  Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 9. febrúar 2023 var lögð fram fyrirspurn og bréf Freys Frostasonar, dags. 9. janúar 2023, um uppbyggingu á lóð nr. 4 við Dvergshöfða. Einnig lagðir fram uppdr. THG arkitekta dags. 3. janúar 2023. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 23. mars 2023.

  Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 23. mars 2023, samþykkt.

  Fylgigögn

 21. Hlaðhamrar 52 - (fsp) stækkun leikskóla - USK23030188

  Lögð fram fyrirspurn skrifstofu framkvæmda og viðhalds, dags. 13. mars 2023, ásamt bréfi Urban arkitekta, dags. 8. mars 2023, um stækkun núverandi leikskólabyggingar á lóð nr. 52 við Hlaðhamra, samkvæmt uppdr. Urban arkitekta 3. mars 2023.

  Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

 22. Laugateigur 40 - (fsp) Svalir - USK23010085

  Lögð fram fyrirspurn Þóru Jónsdóttur, dags. 6. janúar 2023, um að setja svalir fyrir framan kvist í risi hússins á lóð nr. 40 við Laugateig, samkvæmt skissu, ódags.

  Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

 23. Stórhöfði 33A - (fsp) breyting á deiliskipulagi - USK23030238

  Lögð fram fyrirspurn Halldórs Guðmundssonar, dags. 17. mars 2023, um breytingu á deiliskipulagi Ártúnshöfða eystri vegna lóðarinnar nr. 33A við Stórhöfða sem felst í að heimila uppbygging skrifstofuhúsnæðis á svæði við hlið Stórhöfða 33B, samkvæmt tillögu THG, dags. 16. mars 2023.

  Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

 24. Fitjar / Leiruvegur 7  - breyting á deiliskipulagi - USK23030011

  Lögð fram umsókn Guðjóns Halldórssonar, dags. 28. febrúar 2023, um breytingu á deiliskipulagi Fitja, Álfsnesi vegna lóðarinnar Fitja nr. 7 við Leiruveg. Í breytingunni sem lögð er til felst að stofna tvær sérbýlishúsalóðir í landi Fitja á Kjalarnesi, samkvæmt uppdr. Einars Ingimarssonar arkitekts dags. 27. febrúar 2023..

  Vísað til meðferðar verkefnisstjóra. Vakin er athygli á að erindið fellur undir gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1051/2022.

 25. Kalkslétta 1 - breyting á deiliskipulagi - USK23030126

  Lögð fram umsókn Kristjáns Ásgeirssonar, dags. 8. mars 2023, ásamt bréfi, dags. 8. mars 2023, um breytingu á deiliskipulagi Esjumela vegna lóðarinnar nr. 1 við Kalksléttu. Í breytingunni sem lögð er til felst stækkun lóðarinnar til norðvesturs, samkvæmt uppdr. Alark arkitekta ehf., dags. 8. mars 2023.

  Vísað til meðferðar verkefnisstjóra. Vakin er athygli á að erindið fellur undir gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1051/2022.

 26. Kjalarnes, Jörfi/Norðurgrund - breyting á deiliskipulagi - SN220294

  Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga  Arkþing/Nordic f.h. umhverfis- og skipulagssviðs dags. 14.júní 2022 er varðar breytingu á deiliskipulagi Grundarhverfis á Kjalarnesi. Í tillögunni felst uppbygging á íbúðarhúsnæði og nýjar lóðir skilgreindar innan íbúðarsvæðis ÍB57 skv. Aðalskipulagi Reykjavíkur 2040. Um er að ræða fyrsta áfanga af tveimur möguleikum með allt að 81 íbúðum. Einnig eru lagðir fram deiliskipulagsuppdrættir og skuggavarp dags. 14. júní 2022. Tillagan var auglýst frá 12. október 2022 til og með 23. nóvember 2022. Eftirtaldir sendu athugasemdir/umsögn: Guðfinna Ármannsdóttir dags. 14. nóvember 2022, íbúaráð Kjalarness dags. 11. nóvember 2022 og Veitur dags. 22. nóvember 2022. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 1. desember 2022 og er nú lagt fram að nýju.

  Vísað til afgreiðslu umhverfis- og skipulagsráðs.

 27. Lambhagavegur 33 - breyting á deiliskipulagi - USK23030121

  Lögð fram umsókn Byggingarfélag Gylfa/Gunnars hf., dags. 7. mars 2023, vegna breytinga á deiliskipulagi Vesturlandsvegar, Halla vegna lóðarinnar nr. 33 við Lambhagaveg. Í breytingunni sem lögð er til felst aukning á hámarks byggingarmagni neðanjarðar, samkvæmt uppdr. Archus arkitekta, dags. 13. desember 2022. Einnig eru lagðir fram uppdr. vegna lóðarhönnunar, dags. í nóvember og desember 2021 og í mars 2023.

  Vísað til meðferðar verkefnastjóra. Vakin er athygli á að erindið fellur undir gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1051/2022.

 28. Úlfarsfell II - breyting á innra skipulagi, viðbygging o.fl. - USK23030071

  Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 21. mars 2023 þar sem sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi, byggja við og endurbyggja íbúðarhús, hlöðu og fjós á lóð nr. L208499, staðfang Úlfarsfell II.

  Ekki eru gerðar skipulagslegar athugsemdir við erindið.

 29. Bogahlíð 11 - (fsp) bílskúrar - USK23030165

  Lögð fram fyrirspurn Sigríðar Hermannsdóttur, dags. 11. mars 2023, um breytingu á notkun tveggja bílskúra á lóð nr. 11 við Bogahlíð í íbúð.

  Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

 30. Hlíðargerði 6 - sólstofa - BN061466

  Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 9. mars 2023 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 7. mars 2023 þar sem sótt er um leyfi til að byggja létta timburbyggingu, sólstofu, byggða ofan á timburverönd austan við hús á lóð nr. 6 við Hlíðargerði. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.

  Samþykkt að grenndarkynna framlagða byggingarleyfisumsókn fyrir hagsmunaaðilum að Hlíðargerði 4 og 8 og Melgerði 9, 11 og 13. Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir grenndarkynningu áður en kynning fer fram samkv. 8.1. gr. gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1051/2022.

 31. Klapparberg 15 - viðbygging með þaksvölum - USK23030204

  Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 21. mars 2023 þar sem sótt er um leyfi til þess að byggja einnar hæðar timbur viðbyggingu með þaksvölum við austurhlið einbýlishúss, mhl.01,  á lóð nr. 15 við Klapparberg.

  Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

 32. Lambasel 46 - stækkun lóðar - USK23030169

  Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 16. mars 2023 var lögð fram fyrirspurn Arnar Arnarsonar, dags. 9. mars 2023, ásamt greinargerð, dags. 10. mars 2023, um stækkun lóðarinnar nr. 46 við Lambasel. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 23. mars 2023.

  Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 23. mars 2023.

  Fylgigögn

 33. Stangarhylur 3-3A - (fsp) stækkun húss og breyting á notkun - USK23030122

  Lögð fram fyrirspurn Alva Capital ehf., dags. 8. mars 2023, um stækkun hússins á lóð nr. 3-3A við Stangarhyl og breytta notkun, samkvæmt uppdr. Skipulags- arkitekta- og verkfræðistofunnar ehf., dags. 12. desember 2022.

  Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

 34. Vogasel 7 - (fsp) breyting á stiga, stoðveggir og kjallaragluggi - USK23020294

  Lögð fram fyrirspurn Kristjáns Gerhard, dags. 6. febrúar 2023, um breytingar á stiga fyrir aðalinngang hússins á lóð nr. 7 við Vogasel, minnka hæðarmun lóðarinnar og koma fyrir stoðveggjum við lóðarmörk ásamt því að setja auka glugga á kjallara hússins, samkvæmt tillögu/skissum, ódags.

  Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

   

Fundi slitið kl. 13:27

Björn Axelsson Borghildur Sölvey Sturludóttir

Helena Stefánsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa 23. mars 2023