Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa
Ár 2023, fimmtudaginn 9. mars kl. 09:30, hélt skipulagsfulltrúi Reykjavíkur 907. embættisafgreiðslufund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar umhverfis- og skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn á skrifstofu skipulagsfulltrúa Borgartúni 12 - 14, 2. hæð, Stardalur.
Fundinn sátu: Björn Axelsson og Helena Stefánsdóttir. Eftirtaldir embættismenn kynntu mál á fundinum: Lilja Grétarsdóttir, Olga Guðrún B. Sigfúsdóttir, Sigríður Lára Gunnarsdóttir, Sigríður Maack, Sólveig Sigurðardóttir, Hrafnhildur Sverrisdóttir, Þórður Már Sigfússon og Ingvar Jón Bates Gíslason. Fundarritari var Erna Hrönn Geirsdóttir.
Þetta gerðist:
-
Gjúkabryggja 10 - (fsp) uppbygging - USK23020204
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 23. febrúar 2023 var lögð fram fyrirspurn Sedrus ehf., ódags., ásamt bréfi hönnuðar f.h. Sedrus ehf., dags. 3. janúar 2023, um uppbyggingu á lóð nr. 10 við Gjúkabryggju, samkvæmt aðaluppdráttum og skilmálateikningu Archus, dags. 3. janúar 2023. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 9. mars 2023.
Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 9. mars 2023, samþykkt.
Fylgigögn
-
Norðlingabraut 6 - bygging staðsteyptrar verkstæðisbyggingu - USK23020209
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 7. mars 2023 þar sem sótt er um leyfi til að byggja staðsteypta verkstæðisbyggingu á einni hæð fyrir réttinga og bílasprautun, byggingin er skipt upp í tvo hluta, verkstæði og skrifstofu ásamt stoðrýmum, hús á lóð nr. 6 við Norðlingabraut.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.
-
Sigtún 28 (áður 38) og 40A - breyting á deiliskipulagi - USK23020332
Lögð fram umsókn Íslandshótela, dags. 26. febrúar 2023, um breytingu á deiliskipulagi Sigtúnsreits vegna lóðarinnar nr. 28 (38) og 40A við Sigtún. Í breytingunni sem lögð er til felst að flytja lóð fyrir spennistöð og breyta skilmálum þannig að hún verði neðanjarðar með aðkomu um aksturs skábraut, samkvæmt uppdr. Atelier arkitekta dags. 25. febrúar 2023.
Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu að óverulegri breytingu á deiliskipulagi fyrir hagsmunaaðilum að Engjateigi 1, 3, 5 og 7 og Sigtúni 30. Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir grenndarkynningu áður en kynning fer fram samkv. 7. 6. gr. gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1051/2022.
-
Almannadalur 9 - breyting á deiliskipulagi - USK23020066
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 23. febrúar 2023 var lögð fram umsókn Guðjóns Magnússonar arkitekts, dags. 3. febrúar 2023, um breytingu á deiliskipulagi Hesthúsabyggðar á Hólmsheiði vegna lóðarinnar nr. 9 við Almannadal. Í breytingunni sem lögð er til felst hækkun á mæni hússins og að gluggar og svalir snúi í suðurátt, samkvæmt uppdr. Guðjóns Magnússonar arkitekts, dags. 31. janúar 2023. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.
Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu að óverulegri breytingu á deiliskipulagi fyrir hagsmunaaðilum að Almannadal 1-29. Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir grenndarkynningu áður en kynning fer fram samkv. 7.6. gr. gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1051/2022.
-
Búagrund 8A - (fsp) stækkun húss - USK23030029
Lögð fram fyrirspurn Hildar Mósesdóttur, dags. 2. mars 2023, um stækkun hússins á lóð nr. 8A við Búagrund, samkvæmt skissu, ódags.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.
-
Gelgjutangi - framkvæmdaleyfi - SN200128
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 2. mars 2023 var lagt fram erindi skrifstofu framkvæmda og viðhalds, deildar gatna, lóða og opinna svæða, dags. 28. febrúar 2023, um endurnýjun á framkvæmdaleyfi að Gelgjutanga vegna fyrirhugaðrar dýpkunar á innsiglingarrennu að smábátahöfn Snarfara. Einnig er lagt fram áður útgefð framkvæmdleyfi, dags. 13. mars 2020, yfirlitsmynd HNIT verkfræðistofu, dags. árið 2022 og leyfisbréf Umhverfisstofnunar, dags. 23 febrúar 2023. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 9. mars 2023.
Samþykkt að gefa út framkvæmdaleyfi með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 9. mars 2023. Vísað til skrifstofu stjórnsýslu og gæða til útgáfu framkvæmdaleyfis. Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir útgáfu framkvæmdaleyfis skv. gr. 5.2 í gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1051/2022.
Fylgigögn
-
Horn og Smábýli 2 - breyting á deiliskipulagi - USK23030027
Lögð fram umsókn Adams Hoffritz, dags. 1. mars 2023, um breytingu á deiliskipulagi Móa, Skrauthóla og Sjávarhóla vegna lóðanna Horns og Smábýlis nr. 2. Í breytingunni sem lögð er til felst að gera þrjár nýjar lóðir fyrir íbúðarhús, samkvæmt uppdr. Adams Hoffritz, ódags.
Vísað til meðferðar verkefnastjóra.
-
Hólmsheiðarvegur 151 - (fsp) breyting á deiliskipulagi - USK23020070
Lögð fram fyrirspurn ásamt bréfi Landsnets hf., dags. 6. febrúar 2023, um breytingu á deiliskipulagi Hólmsheiði Landsnet, vegna lóðarinnar nr. 151 við Hólmsheiðarveg sem felst í nýbyggingu, samkvæmt uppdr. Joda arkitekta dags. 26. janúar 2023.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.
-
Kjalarnes, Saltvík - breyting á deiliskipulagi - SN220797
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 19. janúar 2023 var lögð fram umsókn Skurnar ehf., dags. 7. desember 2022, um breytingu á deiliskipulagi Saltvíkur á Kjalarnesi. Í breytingunni sem lögð er til felst í að færa reit C og D til að koma reitunum nær núverandi vegi og koma jafnframt reit C fjær reit B, samkvæmt uppdr. TAG teiknistofu ehf. dags. 9. febrúar 2023. Einnig er lögð fram fornleifaskráning Fornleifastofnunar Íslands frá 2020. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, dags. 1. mars 2023.
Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs til afgreiðslu.
-
Laugardalur - Þjóðarhöll - breyting á deiliskipulagi - USK23020087
Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að breytingu á deiliskipulagi Laugardals. Í breytingunni sem lögð er til felst að lóð F og byggingarreitur Laugardalshallar stækka en innan byggingarreitsins er gert ráð fyrir þjóðarhöll fyrir innanhúsíþróttir og viðburði. Hámarks byggingarmagn nýrrar þjóðarhallar er 19.000 m2. Jafnframt minnka lóðir G og H og framlengdur Vegmúli inn í Laugardal og lóð fyrir bílakjallara sunnan byggingar ÍSÍ og ÍBR eru felld út úr skipulagi. Bætt er við undirgöngum undir Reykjavík við gatnamót Reykjavegar og Suðurlandsbrautar, samkvæmt uppdr. Landslags, dags. 1. febrúar 2023.
Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs til afgreiðslu.
-
Sörlaskjól og Faxaskjól - nýtt deiliskipulag - SN210784
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að nýju deiliskipulagi fyrir göngu- og hjólastíg við Sörlaskjól og Faxaskjól. Í tillögunni felst aðskilið stígakerfi meðfram strandlengjunni og núverandi götukassa og skilgreindur er áningarstaður á gatnamótum Faxaskjól og Ægissíðu. Með framkvæmdinni er stígakerfi svæðisins styrkt til muna og umferðaröryggi bætt með fyrrnefndum aðskilnaði á göngu- og hjólastíg. Við tillögugerðina var tekið tillit til forskráningar á fornleifum og minjum innan skipulagssvæðisins. samkvæmt uppdr. Landmótunar dags. 25. nóvember 2021, br. 29. nóvember 2022. Tillagan var auglýst frá 21. janúar 2022 til og með 4. mars 2022. Eftirtaldir sendu athugasemdir/ábendingu: Matthías Ásgeirsson dags. 14. janúar 2022, 28. febrúar 2022 og 3. mars 2022, Katrín Lilja dags. 5. febrúar 2022, Þórhallur Ólafsson dags. 7. febrúar 2022, Ragna Rögnvaldsdóttir dags. 10. febrúar 2022, Jón Ólafur Ísberg dags. 25. febrúar 2022, Sesselja Thorberg dags. 1. mars 2022, Oddný Yngvadóttir dags. 1. mars 2022, Ragnheiður Ásta Valgeirsdóttir dags. 28. febrúar 2022, Björn Már Jónsson dags. 1. mars 2022, Salvör Ísberg dags. 2. mars 2022, Alexía Björg Jóhannesdóttir dags. 2. mars 2022, Helga Erlendsdóttir og Sigurður Árnason dags. 3. mars 2022, Melkorka Gunnarsdóttir dags. 3. mars 2022, Svava María Þórðardóttir dags. 3. mars 2022, Kristín Bergsdóttir dags. 4. mars 2022, Hlín Bjarnadóttir f.h. íbúa Vesturbæjar (listi yfir 160 íbúa Vesturbæjar) dags. 4. mars 2022, Helgi Felixson dags. 4. mars 2022, Samúel Jón Samúelsson dags. 4. mars 2022, Inga R. Bachmann dags. 4. mars 2022 (2 póstar), Titti Johnson dags. 4. mars 2022 (2 póstar), Inga Rós Ingólfsdóttir og Hörður Áskelsson dags. 4. mars 2022, Árni Maríasson og Guðrún Oddsdóttir dags. 4. mars 2022, Ingibjörg Hilmarsdóttir dags. 4. mars 2022 og íbúaráð Vesturbæjar dags. 4. mars 2022. Að loknum athugasemdafresti barst athugasemd frá Gísla Erni og Nínu Dögg dags. 11. mars 2022. Einnig er lagt fram bréf íbúaráðs Vesturbæjar dags. 24. janúar 2022, umsögn Veitna dags. 1. mars 2022, umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 3. mars 2022 og fornleifaskrá Borgarsögusafns Reykjavíkur, skýrsla 218. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 11. mars 2022 og er nú lagt fram að nýju.
Mál fellt niður þar sem auglýsing um gildistöku deiliskipulagsins var ekki birt í B-deild Stjórnartíðinda innan árs frá því að athugasemdafresti við deiliskipulagstillögu lauk, sbr. 2. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
-
Drafnarstígur 9 - (fsp) uppbygging - SN220571
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 1. desember 2022 var lögð fram fyrirspurn Stólpa ehf., dags. 15. september 2022, ásamt bréfi Trípólí arkitekta dags. 15. september 2022 um uppbyggingu á lóð nr. 9 við Drafnarstíg, samkvæmt tillögu Trípólí arkitekta dags 15. september 2022. Einnig var lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 1. desember 2022. Fyrirspurn er nú lögð fram að nýju ásamt uppfærðri tillögu Trípólí arkitekta, dags. 2. mars 2023.
Vísa til umsagnar verkefnastjóra.
-
Leifsgata 16 - (fsp) hækkun á þaki o.fl. - USK23010319
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 9. febrúar 2023 var lögð fram fyrirspurn Sonju Þóreyjar Þórsdóttur, dags. 26. janúar 2023, um að hækka þak hússins á lóð nr. 16 við Leifsgötu og setja kvisti og þakglugga á húsið, samkvæmt skissu, ódags. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 9. mars 2023.
Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 9. mars 2023.
Fylgigögn
-
Silfratjörn 1 - breyting á deiliskipulagi - USK23020350
Lögð fram umsókn VR Blæs leigufélags slhf, dags. 27. febrúar 2023, um breytingu á deiliskipulagi Úlfarsárdals vegna lóðarinnar nr. 1 við Silfratjörn. Í breytingunni sem lögð er til felst að stækka byggingarreit líttillega vestan við húsið, skilgreindir eru þrír nýir byggingarreitir, byggingarreitur B1, B2 og B3, sem allir hafa skilyrta notkun, eitt bílastæði verði fyrir hverja íbúð óháð stærð, auk þriggja bílastæða fyrir hreyfihamlaða, svalir megi ná 160 cm út fyrir byggingarreit, en þó megi þær ekki fara yfir lóðarmörk, heimilt verði að færa byggingarmagn á milli byggingarreita og staðfanga og að sami aðili megi hanna fleiri en eitt hús á lóðinni, samkvæmt uppdr. Glámu-Kím, dags. 27. febrúar 2023.
Vísað til meðferðar verkefnastjóra.
-
Úlfarsbraut 24 - breyting á erindi BN034895 - USK23020244
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 7. mars 2023 þar sem sótt er um leyfi til að breyta erindi BN034895, óuppfyllt rými í kjallara breytt í geymslu og þvottahús, komið fyrir opnanlegu fagi á vesturhlið á nýju rými, innra skipulag kjallara og útlit uppfært á húsi nr. 24 á lóð nr. 22-24 við Úlfarsbraut. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 9. mars 2023.
Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 9. mars 2023, samþykkt.
Fylgigögn
-
Grettisgata 87 - Tryggingarstofnunarreitur - (fsp) breyting á deiliskipulagi - USK23020110
Lögð fram fyrirspurn Þórarins Þórarinssonar, dags. 9. febrúar 2023, um breytingu á deiliskipulagi Tryggingastofnunarreits vegna lóðarinnar nr. 87 við Grettisgötu sem felst í að byggja hús samkvæmt uppdr. Arkiteó, dags. 8. febrúar 2023.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra
-
Hrísateigur 9 - breyting á deiliskipulagi - USK23020083
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 16. febrúar 2023 var lögð fram umsókn Jóns Bjarna Baldvinssonar, dags. 6. febrúar 2023, um breytingu á deiliskipulagi Teigahverfis vegna lóðarinnar nr. 9 við Hrísateig. Í breytingunni sem lögð er til felst að byggingarreit bílskúrs er stækkaður og mun bílskúr fylgja sömu hæð og bílaskúrar að Hrísateig 11, samkvæmt uppdr. Arkþing Nordic ódags. Fyrirspurninni var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju.
Samþykkt að grenndarkynna fyrir hagsmunaaðilum að Hrísateigi 7 og 11, Laugarnesvegi 42 og 44.
Erindið verður grenndarkynnt þegar umsækjandi hefur greitt fyrir grenndarkynningu sbr.7.6. gr. sbr. 12. gr. sjá gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1051/2022.
-
Sólvallagata 47 - (fsp) niðurrif og nýbygging - USK23020012
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 16. febrúar 2023 var lögð fram fyrirspurn Jakobs Líndals, dags. 31. janúar 2023, ásamt bréfi, dags. 1. febrúar 2023, um að rífa eða flytja núverandi íbúðarhús á lóð nr. 47 við Sólvallagötu og byggja nýtt fjölbýlishús þess í stað. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 9. mars 2023.
Neikvætt sbr. umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 9. mars 2023.
Fylgigögn
-
Hestháls 14 - auglýsingaskilti á fimm stöðum i borgarlandi - BN061753
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 24. nóvember 2022 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 22. nóvember 2022 þar sem sótt er um leyfi til að reisa fimm skilti á borgarlandi sem reist verður á steyptri undirstöðu, auglýsingar sýndar beggja megin skiltis, annarsvegar í ljósakassa og hinsvegar með LED-skjá, staðsetning skilta eru, (1) milli Gullinbrú og Lokinhamra, (2) austan við Gullinbrú norðan við lóð nr. 1 við Fjallkonuveg, (3) austan við lóð nr. 1 við Lækjartorg, (4) norðvestur við lóð nr. 19 við Tryggvagötu og (5) við aðrein að Miklabraut vestan við lóð nr. 100 við Miklubraut, skilti tengd lóð nr. 14 við Hestháls. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 9. mars 2023.
Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 9. mars 2023, samþykkt.
Fylgigögn
-
Laufásvegur 10 - Svalir - 0402 - BN061229
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 23. febrúar 2023 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 21. febrúar 2023 þar sem sótt er um leyfi til að gera léttar stálsvalir á íbúð 0402 ásamt því að stækka og fjölga þakgluggum í sömu íbúð í fjölbýlishúsi á lóð nr. 10 við Laufásveg skv. uppdráttum nr. A-101, A-102 og A-103, dags. 18. nóvember 2021. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 9. mars 2023.
Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 9. mars 2023, samþykkt.
Fylgigögn
-
Skipholt 21 - (fsp) breyting á rými á 1. hæð - USK23020259
Lögð fram fyrirspurn Noland arkitekta, dags. 21. febrúar 2023, um að gera þrjú auka herbergi á 1 hæð norðurhliðar hússins á lóð nr. 21 við Skipholt og nýta sem gistirými, samkvæmt tillögu Noland arkitekta, ódags., en herbergin yrðu hluti af gististað sem er á efri hæðum hússins.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.
-
Skipholt 43-47 - (fsp) fjölgun bílastæða - USK23020211
Lögð fram fyrirspurn Friðriks Atlasonar, dags. 17. febrúar 2023, um fjölgun bílastæða á lóð nr. 43-47 við Skipholt.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.
-
Skólavörðustígur 15 - útiveitingasvæði - USK23020082
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 23. febrúar 2023 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 21. febrúar 2023 þar sem sótt er um leyfi til að koma fyrir útiveitingasvæði fyrir 40 gesti, veitingastaðs í flokki II, tegund e. kaffihús í fjöleign, á vesturhluta lóðar, við húsi á lóð nr. 15 við Skólavörðustíg. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 9. mars 2023.
Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 9. mars 2023, samþykkt.
Fylgigögn
-
Laugavegur 37 - breyting á skráningu - USK23010012
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 2. febrúar 2023 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa 31. janúar 2023 þar sem sótt er um að breyta skráningu þannig að þar verði ein verslun á 1. hæð með lager í kjallara og íbúð á 1. hæð, þrjár íbúðir á 2. hæð og ein í risi. Einnig að setja tvennar flóttasvalir á suðurhlið. Einnig eru lagðir fram uppdrættir, dags. 30. desember 2022. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 9. mars 2023.
Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 9. mars 2023, samþykkt.
Fylgigögn
-
Básendi 6 - (fsp) rekstur gististaðar - USK23010207
Lögð fram fyrirspurn Casper Vilhelmsen, dags. 16. janúar 2023, um rekstur gististaðar í flokki II í húsinu á lóð nr. 6 við Básenda.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.
-
Fossvogsblettur 2 - niðurrif MHL. 01 og 70 - BN061622
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 27. október 2022 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 25. október 2022 þar sótt er um leyfi til að rífa einbýlishús, mhl. 01, rýmisnúmer 0101, og geymslu, mhl. 70, rýmisnúmer 0101 á lóð nr. 2 við Fossvogsblett. Erindinu var vísað til umsanar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 9. mars 2023.
Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 9. mars 2023, samþykkt.
Fylgigögn
-
Fossvogsblettur 2A - niðurrif - BN061621
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 27. október 2022 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 25. október 2022 þar sótt er um leyfi til niðurrifs húss, sem er skráð með tvær íbúðir, 02. 0101, og 02 0102 og geymslu 71.0101, á lóð nr. 2A við Fossvogsblett. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 9. mars 2023.
Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 9. mars 2023, samþykkt.
Fylgigögn
-
Hjallavegur 30 - (fsp) breyting á deiliskipulagi - USK23010326
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 16. febrúar 2023 var lögð fram fyrirspurn Axels Benediktssonar, dags. 28. janúar 2023, um breytingu á deiliskipulagi Sundanna reita 1.3 og 1.4 vegna lóðarinnar nr. 30 við Hjallaveg sem felst í stækkun hússins, samkvæmt tillögu, ódags. Einnig var lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 16. febrúar 2023. Fyrirspurn er nú lögð fram að nýju ásamt leiðréttri umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 9. mars 2023.
Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 9. mars 2023, samþykkt.
Fylgigögn
-
Háteigsvegur 44 - (fsp) breyting á húsnæði - USK23020018
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 23. febrúar 2023 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 21. febrúar 2023 þar sem sótt er um að skipta húsnæðinu í tvær íbúðir, breyta fyrirkomulagi stiga á milli fyrstu og annarrar hæðar, saga fyrir nýjum gluggum á norðurhlið hússins, skipta um glugga (í stíl við upprunalegt útlit hússins) ásamt því að sækja um ósamþykkta viðbyggingu sem þegar hefur verið byggð yfir svölum á þriðju hæð hússins. Viðbyggingin er í slæmu ástandi, því vilja nýir eigendur hússins sækja um samþykki fyrir uppfærðri viðbyggingu þ.e. á sama stað. Einnig eru tvö ósamþykkt rými á 1.hæð. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.
Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið.
-
Langholtsvegur 42 - breyting á notkun bílskúrs - USK23020257
Lögð fram fyrirspurn Noland arkitekta ehf., dags. 21. febrúar 2023, ásamt bréfi, dags. 20. febrúar 2023, um breytingu á notkun bílskúrs á lóð nr. 42 við Langholtsveg í vinnustofu/tómstundarými.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.
-
Laugavegur 11 - gluggar, svalir og breyting á notkun - USK23020032
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 7. mars 2023 þar sem sótt er um leyfi til að síkka glugga og setja svalir á austurhlið og breyta notkun úr lager í skrifstofu í rými 0301, í húsi á lóð nr. 11 við Laugaveg.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.
-
Lautarvegur 36 - bygging raðhúss - USK22122892
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 16. febrúar 2023 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa þar sem sótt er um leyfi til að byggja steinsteypt endaraðhús á tveimur hæðum auk kjallara, grafið er frá kjallara suðaustan megin og þar komið fyrir verönd sem tengd er með stiga meðfram vesturhlið bílgeymslu, á lóð nr. 36 við Lautarveg. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.
Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið.
-
Reynimelur 55 - grindverk og bílastæði - USK23020210
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 7. mars 2023 þar sem sótt er um leyfi til þess rjúfa og fjarlægja hluta af steyptu grindverki á lóðarmörkum að Hofsvallagötu og gera tvö bílastæði fyrir parhús á lóð nr. 55 við Reynimel.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.
-
Ásvallagata 22 - (fsp) breyting á þaki - SN210287
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 21. júlí 2021 var lögð fram fyrirspurn Einars Kristjánssonar, dags. 14. apríl 2021, um breytingu á þakformi hússins á lóð nr. 22 við Ásvallagötu þannig að risið nýtist sem íbúðarrými til viðbótar hæðinni fyrir neðan. Einnig var lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 21. júlí 2021. Fyrirspurn er nú lögð fram að nýju ásamt uppdr. Trípólí arkitekta, dags. 2. febrúar 2023 ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 9. mars 2023.
Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 9. mars 2023, samþykkt.
Fylgigögn
-
Einimelur 12 - (fsp) stækkun húss - USK23020036
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 23. febrúar 2023 var lögð fram fyrirspurn Jóns Skaftasonar, dags. 1. febrúar 2023, ásamt bréfi hönnuðar, dags. 1. febrúar 2023, um stækkun hússins á lóð nr. 12 við Einimel, samkvæmt tillögu Grétars Arnar Guðmundssonar, dags. 1. febrúar 2023. Einnig var lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 23. febrúar 2023. Fyrirspurn er lögð fram að nýju ásamt uppfærðri tillögu Grétars Arnar Guðmundssonar, dags. 2. mars 2023 og umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 9. mars 2023.
Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 9. mars 2023, samþykkt.
-
Granaskjól 12 - bílskúr - BN061364
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 23. febrúar 2023 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 21. febrúar 2023 þar sem sótt er um leyfi til að reisa bílgeymslu úr forsteyptum einingum með einhalla hefðbundnu timburþaki í norðaustur horni lóðar við hús á lóð nr. 12 við Granaskjól. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.
Samþykkt að grenndarkynna framlagða byggingarleyfisumsókn fyrir hagsmunaaðilum að Granaskjóli 10, 14, 16 og 18. Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir grenndarkynningu áður en kynning fer fram samkv. 8.1. gr. gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1051/2022.
-
Hlíðargerði 6 - sólstofa - BN061466
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 7. mars 2023 þar sem sótt er um leyfi til að byggja létta timburbyggingu, sólstofu, byggða ofan á timburverönd austan við hús á lóð nr. 6 við Hlíðargerði.
Vísað til meðferðar verkefnastjóra.
-
Skarfagarðar 4 - breyting á deiliskipulagi - USK23010260
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 23. febrúar 2023 var lögð fram umsókn Hampiðjunnar, dags. 23. janúar 2023, ásamt bréfi Arkís arkitekta, dags. 18. janúar 2023, um breytingu á deiliskipulagi Skarfabakka, Klettasvæðis vegna lóðarinnar nr. 4 við Skarfabakka. Í breytingunni sem lögð er til felst að sameina byggingarreiti suðaustan við núverandi byggingu í einn byggingarreit en byggingarreitur norðvestan við núverandi byggingu er aðlagaður núverandi byggingu, samkvæmt uppdr. Arkís arkitekta, dags. 12. janúar 2023. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.
Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu að óverulegri breytingu á deiliskipulagi fyrir hagsmunaaðilum að Skarfagörðum 2 og 8 og Klettagörðum 6 og 8-10. Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir grenndarkynningu áður en kynning fer fram samkv. 7.6. gr. gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1051/2022.
Fundi slitið kl. 14:32
Björn Axelsson Helena Stefánsdóttir
PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa 9. mars 2023