Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa
Ár 2023, fimmtudaginn 2. mars kl. 09:13, hélt skipulagsfulltrúi Reykjavíkur 906. embættisafgreiðslufund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar umhverfis- og skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn á skrifstofu skipulagsfulltrúa Borgartúni 12 - 14, 2. hæð, Stardalur.
Fundinn sátu: Björn Axelsson, Borghildur Sölvey Sturludóttir og Helena Stefánsdóttir.
Eftirtaldir embættismenn kynntu mál á fundinum: Ingvar Jón Bates Gíslason, Þórður Már Sigfússon, Ævar Harðarson, Britta Magdalena Ágústsdóttir, Ólafur Ingibergsson, Laufey Björg Sigurðardóttir, Sólveig Sigurðardóttir, Sigríður Lára Gunnarsdóttir, Sigríður Maack, Lilja Grétarsdóttir, Olga Guðrún B. Sigfússon og Hrafnhildur Sverrisdóttir. Fundarritari var Erna Hrönn Geirsdóttir.
Þetta gerðist:
-
Bergstaðastræti 18, flutningshús - áður Bergstaðastræti 7 - BN061841
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 23. febrúar 2023 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 21. febrúar 2023 þar sem sótt er um leyfi til að koma fyrir flutningshúsi á steyptum kjallara, áður Bergstaðastræti 7, húsið verður lengt og hækkað, viðbygging á bakhlið stækkuð og byggð ný á austurgafli og til að innrétta fjórar íbúðir á lóð nr. 18 við Bergstaðastræti. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 2. mars 2023.
Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 2. mars 2023, samþykkt.
Fylgigögn
-
Bólstaðarhlíð 20 - breyting á deiliskipulagi - SN220002
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 16. febrúar 2023 var lögð fram umsókn Hermanns Georgs Gunnlaugssonar, dags. 31. desember 202,1 ásamt bréfi, dags. 21. desember 2021, varðandi breytingu á deiliskipulagi fyrir lóð nr. 20 við Bólstaðarhlíð, Ísaksskóli. Í breytingunni felst að byggingarreitur er stækkaður fyrir færanlegar kennslustofur, samkvæmt uppdr. Teiknistofunnar Storð ehf., dags. 31. desember 2021. Einnig var lögð fram greinargerð Teiknistofunnar Storð, dags. 3. febrúar 2022, og minnisblaði Teiknistofunnar Storð, dags. 3. febrúar 2022. Umsækjandi var beðin um að hafa samband við embætti skipulagsfulltrúa og er erindi nú lagt fram að nýju ásamt bréfi Hermanns Georgs Gunnlaugssonar f.h. Skóla Ísaks Jónssonar ses., dags. 27. febrúar 2023 og uppdrætti Teiknistofunnar storð ehf., dags. 27. febrúar 2023.
Vísað til meðferðar verkefnastjóra.
-
Hólaland - (fsp) færanlegt húsnæði - USK23020139
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 16. febrúar 2023 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 14. febrúar 2023 þar sem óskað er eftir leyfi til að setja niður færanlegt húsnæði (gámar frá Terra) sem verður æfingaraðstaða fyrir vinnuþjálfum og líkamsrækt. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 2. mars 2023.
Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 2. mars 2023, samþykkt.
Fylgigögn
-
Kalkslétta 1 - (fsp) breyting á deiliskipulagi - USK23010282
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 9. febrúar 2023 var lögð fram fyrirspurn Kristjáns Ásgeirssonar f.h. Íslenska gámafélagsins, dags. 24. janúar 2023, ásamt bréfi, dags. 24. janúar 2023, um breytingu á deiliskipulagi Esjumela vegna lóðarinnar nr. 1 við Kalksléttu sem felst í að stækka lóðina til norðvesturs og nýta grænan ás á milli Járnsléttu og norðausturenda lóða við Koparsléttu sem almenn bílastæði, samkvæmt uppdr. Alark arkitekta dags. 24. janúar 2023. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 2. mars 2023.
Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 2. mars 2023, samþykkt með þeim skilyrðum og leiðbeiningum sem fram koma í umsögn
Fylgigögn
-
Kjalarnes, Prestshús - ósk um umsögn vegna beiðni um undanþágu frá skipulagsreglugerð - USK23020336
Lagt fram erindi Innviðarráðuneytisins, dags. 22. febrúar 2023, þar sem óskað er eftir umsögn vegna beiðni LEX lögmannsþjónustu fyrir hönd Unnarstígs ehf., dags. 21. febrúar 2023, um undanþágu frá skipulagsreglugerð. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 2. mars 2023.
Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 2. mars 2023, samþykkt.
Fylgigögn
-
Skógarhlíð - Litlahlíð - breyting á deiliskipulagi - USK23020357
Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að breytingu á deiliskipulagi Skógarhlíðar. Í breytingunni sem lögð er til felst að afmörkum deiliskipulagssvæðis er stækkuð til norðausturs til þess að ná utan um breytingar á lóðum í tengslum við uppbyggingu nýs göngu- og hjólastígs, skv. uppdrætti Arkþings Nordic, dags. 27. febrúar 2023. Þá er lóðarmörkum breytt í samræmi við gildandi lóðauppdrætti og mæliblöð. Jafnframt er bílastæðum fækkað á lóðum Skógarhlíðar nr. 24, 26 og 28 og fyrirkomulagi bílastæða á bílastæðalóð við enda Skógarhlíðar, austan við Skógarhlíð nr. 20, breytt og stæðum fjölgað.
Vísað til meðferðar verkefnastjóra.
-
Gaukshólar 2 - (fsp) breyting á hverfisskipulagi - USK22122893
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 23. febrúar 2023 var lögð fram fyrirspurn húsfélagsins að Gaukshólum 2, dags. 13. desember 2022, um breytingu á hverfisskipulagi Breiðholts, hverfi 6.3 Efra Breiðholt, vegna lóðarinnar nr. 2 við Gaukshóla sem felst í að heimilt verði að koma fyrir djúpgámum á lóð, samkvæmt tillögu, ódags. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 2. mars 2023.
Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 2. mars 2023, samþykkt. Ekki eru gerðar athugasemdir við að umsækjandi láti vinna tillögu að breytingu á hverfisskipulagi í samræmi við erindið, á eigin kostnað.
Fylgigögn
-
Hraunberg 5 - (fsp) breyting á hverfisskipulagi - USK23020097
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 16. febrúar 2023 var lögð fram fyrirspurn Icecard ehf., dags. 7. febrúar 2023, um breytingu á deiliskipulagi hverfisskipulagi Breiðholts, hverfi 6.3 Efra Breiðholt, vegna lóðarinnar nr. 5 við Hraunberg sem felst í að skipta lóðinni upp í tvær jafnstórar lóðir, breyta bílageymslu/vinnustofu í íbúðarhúsnæði og að heimilt verði að byggja 40 fm. við húsin á hvorri lóð, samkvæmt uppdr. Studio F arkitekta dags. 2. febrúar 2023. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 2. mars 2023.
Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 2. mars 2023, samþykkt. Ekki eru gerðar athugasemdir við að umsækjandi láti vinna tillögu að breytingu á hverfisskipulagi í samræmi við erindið, á eigin kostnað.
Fylgigögn
-
Tunguvegur 24 - viðbygging, hækkun á þaki o.fl. - USK23020007
Lagt fram erindi rá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 28. febrúar 2023 þar sem sótt er um að byggja 65 m2 viðbyggingu og hækka þak á núverandi húsi. Sótt er um leyfi til að hækka ris og byggja kvisti, gera viðbyggingu við norðvesturhlið, lækka gólf kjallara og breyta innra skipulagi í einbýlishúsi á lóð nr. 24 við Tunguveg.
Samþykkt að grenndarkynna byggingarleyfisumsókn fyrir Tunguvegi 19A, 21, 22, 23 og 26, Skógargerði 2, Langagerði 29 og 128 og Sogavegi 206.
Byggingarleyfisumsókn verður grenndarkynnt þegar umsækjandi hefur greitt fyrir grenndarkynningu, sbr. 8.1. gr. í gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1051/2022.
-
Grjótháls 7-11 - (fsp) breyting á deiliskipulagi - USK23020232
Lögð fram fyrirspurn Ölgerðarinnar Egils Skallagrímssonar ehf., dags. 20. febrúar 2023, um breytingu á deiliskipulagi Hálsahverfis vegna lóðarinnar nr. 7-11 við Grjótháls, sem felst í breytingum á frárennsli samkvæmt ódags. tillögum.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.
-
Stálhöfði 2, (fsp) uppbygging - USK23010077
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 19. janúar 2023 var lögð fram fyrirspurn Dverghamra ehf., dags. 3. janúar 2023, ásamt bréf hönnuðar, dags. 3. janúar 2023, um uppbyggingu á lóð nr. 2 við Stálhöfða, samkvæmt aðalteikningum ARCHUS arkitekta, dags. 3. janúar 2023. Einnig eru lagðar fram skilmálateikningar ARCHUS arkitekta, dags. 3. janúar 2023. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 2. mars 2023.
Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 2. mars 2023, samþykkt.
Fylgigögn
-
Grjótháls 1-11 - (fsp) breyting á deiliskipulagi - USK22123000
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 26. janúar 2023 var lögð fram fyrirspurn T.ark arkitekta, dags. 23. desember 2022, ásamt bréfi, dags. 22. desember 2022, um breytingu á deiliskipulagi Hálsahverfis vegna lóðarinnar nr. 1-11 við Grjótháls sem felst í að gera bílastæði samsíða akbraut norðan megin við Fossháls, samkvæmt uppdr. T.ark arkitekta, dags. 22. desember 2022. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 2. mars 2023.
Neikvætt er tekið í erindið með vísan í umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 2. mars 2023.
Fylgigögn
-
Hraunbær 143 - breytingar á þegar samþykktu erindi - USK23020144
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 28. febrúar 2023 þar sem Sótt er um leyfi til þess að breyta erindi BN058735 með síðari breytingu BN059583 þannig að sorpskýli, mhl.04, er breytt í opið sorpskýli auk þess sem bætt er við tveimur nýjum sorpskýlum, sorpgeymsla í kjallara mhl.01 er fjarlægð og í staðinn gerðar sérgeymslur fyrir íbúðir, rýmisnúmerum er breytt og skráningartafla uppfærð til samræmis fyrir fjölbýlishús, mhl.01, jafnframt er skipt um utanhússklæðningu á mhl.01 og mhl.02 á lóð nr. 143 við Hraunbæ.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.
-
Njarðargata 61 - (fsp) breyting á deiliskipulagi - USK23020056
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 16. febrúar 2023 var lögð fram fyrirspurn Hjalta Brynjarssonar, dags. 3. febrúar 2023, um breytingu á deiliskipulagi Lokastígsreits 4 vegna lóðarinnar nr. 61 við Njarðargötu sem felst í að rífa núverandi hús og byggja þess í stað þriggja hæða hús ásamt risi og kjallara, samkvæmt tillögu. Nordic Office of Architecture, dags. 1. febrúar 2023. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 2. mars 2023.
Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 2. mars 2023, samþykkt.
Fylgigögn
-
Vatnsstigur 9A - (fsp) breytt notkun - USK23020201
Lögð fram fyrirspurn Umberto Tinti, dags. 15. febrúar 2023, um að breyta notkun húsnæðis á lóð nr. 9A við Vatnsstíg úr íbúðarhúsnæði í gistihús.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.
-
Laugavegur 168 - fjölbýlishús - USK23010019
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 21. febrúar 2023 þar sem sótt er um leyfi til að byggja steinsteypt 3-8 hæða fjölbýlishús á tveimur kjallarahæðum með 65 bílastæðum og verður samtengdur lóð nr. 170, verslunarrými á götuhæð við Laugaveg og 83 íbúðum á efri hæðum á lóð nr. 168 við Laugaveg. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 2. mars 2023.
Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 2. mars 2023, samþykkt.
Fylgigögn
-
Vogabyggð svæði 3 - nýtt deiliskipulag - SN220729
Að lokinni auglýsingu er lagður fram að nýju skipulagsuppdráttur og leiðbeiningar frá JVST og Teiknistofunni Tröð, dags. 9. desember 2022, fyrir svæði 3 í Vogabyggð sem afmarkast af Dugguvogi til vestur, Tranavogi til norðurs, Súðarvogi og strandsvæði Elliðaárvogs frá austurs til suðurs. Skipulagssvæði Vogabyggðar er eitt af þeim svæðum sem skilgreint er sem þróunarsvæði með breyttri landnotkun, iðnaðar- og athafnasvæði verður miðsvæði og íbúðarbyggð. Þar er stefnt að blöndun byggðar, íbúðar og atvinnustarfsemi með heimildum fyrir atvinnustarfsemi í íbúðarbyggð og íbúðum á miðsvæði. Lögð er rík áhersla á fjölbreytta byggð í manneskjulegum mælikvarða, góð almenningsrými og tengsl við aðliggjandi útivistarsvæði. Þannig verður hverfið eftirsóttur valkostur fyrir fólk sem kýs að búa og starfa í umhverfi sem einkennist af hvoru tveggja í senn, borgarbrag og nálægð við náttúru. Skipulagssvæði Vogabyggðar er hluti af stærra þróunarsvæði við Elliðaárvogs og Ártúnshöfða. Markmið skipulagstillögu: Varðveita og styrkja hið heildstæða yfirbragð sem byggðin býr yfir í dag og stuðla að manneskjuvænu umhverfi innan svæðisins í Kænuvogi, með áherslu á aukinn gróður og vandaðri hönnun þegar byggt er við eða ofan á byggingar. Tillagan var auglýst frá 22. desember 2022 til og með 28. febrúar 2023. Eftirtaldir sendu athugasemdir/umsögn: Stefán Vilbergsson dags. 22. desember 2022, Guðbjörg Anna Jónsdóttir f.h. F.S. verka ehf.. dags. 6. febrúar 2023, Veitur, dags. 20. febrúar 2023, Þórhildur Bryndís Guðmundsdóttir, dags. 22. febrúar 2023, Guðrún Lilja Gunnlaugsdóttir og Þorbergur Halldórsson f.h. Kænuvogs 51-69, dags. 22. febrúar 2023, Andri Snær Magnason f.h. eigenda Dugguvogi 23, dags. 27. febrúar 2023, Jón Gunnar Björnsson og Arnar Matthíasson, dags. 27. febrúar 2023, Kísiliðjan ehf., SE-plast ehf., Rafsveinn ehf. og Glerísetningaþjónustan ehf., dags. 28. febrúar 2023 og Ólafur Fannberg stjórnarmaður í Arnarós hf. f.h. eiganda Súðarvogs 28-30, dags. 28. febrúar 2023.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.
-
Grettisgata 71 - (fsp) svalir - USK23020021
Lögð fram fyrirspurn Gunnlaugs Ingvarssonar og Guðrúnar Eddu Andradóttur, dags. 23. janúar 2023, um að setja svalir á rishæð á norðurhlið hússins á lóð nr. 71 við Grettisgötu, samkvæmt uppdr. Ólafar Flygenring, dags. 23. janúar 2023.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra
-
Hestháls 14 - auglýsingastandur - BN061293
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 11. ágúst 2022 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 26. júlí 2022 þar sem sótt er um leyfi fyrir 12 auglýsingastöndum með led-skjá, 1,40 m breidd og 2,36 m á hæð á 12 stöðum í borginni sem eru þessir: Bæjarháls, Höfðabakki, Jónsgeisli, Skógarsel, Stekkjarbakki, Þúsöld, Vonarstræti, Kalkofnsvegur, Njarðargata, Gamla Hringbraut, Strandvegur og Laugavegur, öll skráð á lóð nr. 14 við Hestháls. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 2. mars 2023.
Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 2. mars 2023, samþykkt með þeim skilyrðum og leiðbeiningum sem koma fram í umsögn.
Fylgigögn
-
Ránargata 24 - (fsp) áðurgerð viðbygging - USK23020212
Lögð fram fyrirspurn Ragnheiðar Bogadóttur, dags. 17. febrúar 2023, um áðurgerða viðbyggingu við skúr á lóð nr. 24 við Ránargötu. Einnig lögð fram skissa ódags.
Vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.
-
Skipasund 49 - (fsp) rífa og byggja skúr - USK23020024
Lögð fram fyrirspurn Guðmundar K. Guðmundssonar, dags. 30. janúar 2023, um að rífa skúr á lóð nr. 49 við Skipasund og byggja nýjan og stærri á sama stað.
Vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.
-
Egilsgata 14 - breytingar á innra skipulagi kjallara og jarðhæðar og bygging bílskúrs - BN060948
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 16. febrúar 2023 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 14. febrúar 2023 þar sem sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi íbúða, hæðarlegu lóðar við hús með þremur íbúðum og byggingu stakstæðrar bílgeymslu í vesturhorni lóðar sem tilheyra mun íbúð 01-0201 í húsi á lóð nr. 14 við Egilsgötu, samkvæmt uppdr. Arkþings, dags. 12. september 2018, br. 9. og 13. febrúar 2023. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt afstöðumynd og skuggavarpi Arkþings, dags. 13. febrúar 2023.
Samþykkt að grenndarkynna framlagða byggingarleyfisumsókn fyrir hagsmunaaðilum að Egilsgötu 12 og 16, Leifsgötu 7 og 9 og Barónsstíg 47.
Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir grenndarkynningu áður en kynning fer fram samkv. 8.1. gr. gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1051/2022.
-
Fellsmúli 28 - breyting á húsnæði - USK23020090
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 23. febrúar 2023 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 21. febrúar 2023 þar sem sótt er um leyfi til að breyta húsnæði, mhl 03, þar sem áður var verslun og lager Góða hirðisins í áfengislager og skrifstofu með samtengdu mötuneyti starfsmanna og veitingastaðar í flokki II, tegund a) sem er hluti af skrifstofustarfsemi en ekki opin almenningi ásamt því að breyta útliti norðurhliðs með stærri gluggum, nýju anddyri, stórum skjólveggi og gróðurbeð verður sett í staðinn fyrir núverandi bílastæði meðfram norðurhlið í húsi nr. 28 á lóð nr. 24-30 við Fellsmúla. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 2. mars 2023.
Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 2. mars 2023, samþykkt.
Fylgigögn
-
Grensásvegur 1 - (fsp) breyting á deiliskipulagi - USK23020180
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 23. febrúar 2023 var lögð fram fyrirspurn Fasteignafélagsins G1 ehf., dags. 15. febrúar 2023, ásamt bréfi Archus slf. f.h. Fasteignafélagsins G1 ehf., dags. 14. febrúar 2023, um breytingu á deiliskipulagi Skeifunnar vegna lóðarinnar nr. 1 við Grensásveg. Í breytingunni sem lögð er til felst að heimilt verði að vera með eina íbúð á jarðhæð hússins sem snýr inn að garði. Einnig eru lagðir fram uppdr. Archus slf., dags. 12. maí 2021. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 2. mars 2023.
Neikvætt, sbr. umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 2. mars 2023.
Fylgigögn
-
Mjölnisholt 6-8 - (fsp) stigahús - USK23020265
Lögð fram fyrirspurn Arctic Tours ehf., dags. 22. febrúar 2023, um að setja stigahús á bakhlið hússins á lóð nr. 6-8 við Mjölnisholt. Einnig eru lagðir fram uppdrættir Trípólí arkitekta, dags. 21. ferbúar 2023, sem sýna þrjár útfærslur.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.
-
Ofanleiti 2 - LED skilti - USK23010267
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 16. febrúar 2023 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 14. febrúar 2023 þar sem sótt er um leyfi til að breyta tegund skiltis, þ.e. koma fyrir LED skilti, 6,6 m x 6,4 m að stærð, á vesturhlið húss, matshluta nr. 01, á lóð nr. 2 við Ofanleiti. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 2. mars 2023.
Neikvætt, sbr. umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 2. mars 2023.
Fylgigögn
-
Skúlagata 30 - (fsp) niðurrif húss og breyting á byggingarreit - SN220375
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 24. nóvember 2022 var lögð fram fyrirspurn Rauðsvíkur ehf, dags. 13. júní 2022, um niðurrif núverandi húss og smávægilegar breytingar á byggingarreit. Einnig var lögð fram tillaga Batterísins dags. 13. júní 2022, minnisblað Davíðs Arnars Baldurssonar, dags. 4. maí 2022, greinargerð skrifstofu framkvæmda og viðhalds um kolefnisspor vegna niðurris bygginga, dags. 23. nóvember 2022, og umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 23. nóvember 2022. Fyrirspurn er nú lögð fram að nýju ásamt bréfi Atla Kristjánssonar framkvæmdastjóra f.h. Rauðsvík ehf, dags. 14. febrúar 2023, þar sem óskað er eftir endurskoðun á umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 23. nóvember 2022.
Vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.
-
Síðumúli 10 - ofanábygging o.fl. - BN061873
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 9. febrúar 2023 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 7. febrúar 2023 þar sem sótt er um leyfi til að breyta erindi BN060857 þannig að byggð er hæð ofaná mhl. 01 úr timbri klætt læstri málmklæðningu og innrétta skrifstofur og fundarherbergi, endurnýja lyftu, framlengja stigahús og byggja flóttastiga á suðvesturhlið húss á lóð nr. 10 við Síðumúla. Erindinu var vísað til meðferðar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.
Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum að Síðumúla 7, 8, 9, 11, 12 og 13.
Byggingarleyfisumsókn verður grenndarkynnt þegar umsækjandi hefur greitt fyrir grenndarkynninguna,sbr. 8.1. gr. í gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1051/2022.
-
Gelgjutangi - framkvæmdaleyfi - SN200128
Lagt fram erindi skrifstofu framkvæmda og viðhalds, deildar gatna, lóða og opinna svæða, dags. 28. febrúar 2023, um endurnýjun á framkvæmdaleyfi að Gelgjutanga vegna fyrirhugaðrar dýpkunar á innsiglingarrennu að smábátahöfn Snarfara. Einnig er lagt fram áður útgefið framkvæmdaleyfi, dags. 13. mars 2020, yfirlitsmynd HNIT verkfræðistofu, dags. árið 2022 og leyfisbréf Umhverfisstofnunar, dags. 23 febrúar 2023.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
-
Lokastígur 28A - breyting á deiliskipulagi - USK22123004
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 2. febrúar 2023 var lögð fram fyrirspurn Hauks Björgvinssonar, dags. 23. desember 2022, um breytingu á deiliskipulagi Lokastígsreits 3 vegna lóðarinnar nr. 28A við Lokastíg sem felst í að breyta notkun íbúðar í gistirými. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 2. mars 2023.
Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 2. mars 2023, samþykkt.
Fylgigögn
Fundi slitið kl. 12:42
Björn Axelsson Borghildur Sölvey Sturludóttir
Helena Stefánsdóttir
PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa 2. mars 2023