Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa - Fundur nr. 905

Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa

Ár 2023, fimmtudaginn 23. febrúar kl. 09:15, hélt skipulagsfulltrúi Reykjavíkur 905. embættisafgreiðslufund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar umhverfis- og skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn á skrifstofu skipulagsfulltrúa Borgartúni 12 - 14, 2. hæð, Stardalur.
Fundinn sátu: Björn Axelsson, Borghildur Sölvey Sturludóttir og Helena Stefánsdóttir. Eftirtaldir embættismenn kynntu mál á fundinum: Sólveig Sigurðardóttir, Sigríður Maack, Ævar Harðarson, Ólafur Ingibergsson, Britta Magdalena Ágústsdóttir, Laufey Björg Sigurðardóttir, Lilja Grétarsdóttir, Olga Guðrún B. Sigfúsdóttir, Ingvar Jón Bates Gíslason og Hrafnhildur Sverrisdóttir. Fundarritari var Jóhanna Guðjónsdóttir.

Þetta gerðist:

 1. Almannadalur 9 - breyting á deiliskipulagi - USK23020066
  Lögð fram umsókn Guðjóns Magnússonar arkitekts, dags. 3. febrúar 2023, um breytingu á deiliskipulagi Hesthúsabyggðar á Hólmsheiði vegna lóðarinnar nr. 9 við Almannadal. Í breytingunni sem lögð er til felst hækkun á mæni hússins og að gluggar og svalir snúi í suðurátt, samkvæmt uppdr. Guðjóns Magnússonar arkitekts, dags. 31. janúar 2023.
  Vísað til meðferðar verkefnisstjóra.

 2. Skarfagarðar 4 - breyting á deiliskipulagi - USK23010260
  Lögð fram umsókn Hampiðjunnar, dags. 23. janúar 2023, ásamt bréfi Arkís arkitekta, dags. 18. janúar 2023, um breytingu á deiliskipulagi Skarfabakka, Klettasvæðis vegna lóðarinnar nr. 4 við Skarfabakka. Í breytingunni sem lögð er til felst að sameina byggingarreiti og stækka byggingarreit til suðausturs í átt að Skarfagörðum 6. Byggingarreitur norðvestan við núverandi byggingu er minnkaður og er aðlagaður að núverandi byggingu, samkvæmt uppdr. Arkís arkitekta, dags. 12. janúar 2023.
  Vísað til meðferðar verkefnisstjóra.

 3. Vindás-Brekknaás - (fsp) breyting á skilmálum deiliskipulags - USK23020263
  Lagt fram bréf Þrastar Bjarnasonar f.h. Bjargs íbúðarfélags hses, dags. 14. febrúar 2022, um breytingu á skilmálum deiliskiplags Vindáss-Brekknaáss sem felst í breytingu á stærðum húsa og hvort breyta þurfi orðalagi vegna sameiginlegra djúpgáma, samkvæmt breytingaruppdr./skissu á gildandi deiliskipulagsuppdr., ódags.
  Vísað til meðferðar verkefnisstjóra.

 4. Depluhólar 4 - síkka glugga og bæta við hurðum - BN061601
  Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 16. febrúar 2023 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 18. október 2022 þar sem sótt er um leyfi til að breyta útliti á húsi og skipulagi lóðar, þ.e. tröppur upp á svalir felldar út, gluggar síkkaðir og komið fyrir hurð í stað glugga á suðausturhlið, gluggar síkkaðir og komið fyrir hurð á suðvesturhlið, lóð lækkuð neðan við botnplötu, bætt aðgengi og umferðarleiðir innan lóðar og að húsi, steypt setlaug og stoðveggir á lóðarmörkum húss á lóð nr. 4 við Depluhóla. Einnig var lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 20. október 2022. Erindi er nú lagt fram að nýju ásamt uppfærðum uppdráttum, dags. 22. nóvember 2022. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 23. febrúar 2023.
  Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 23. febrúar 2023.

  Fylgigögn

 5. Gaukshólar 2 - breyting á hverfisskipulagi - USK22122893
  Lögð fram umsókn húsfélagsins að Gaukshólum 2, dags. 13. desember 2022, um breytingu á hverfisskipulagi Breiðholts, hverfi 6.3 Efra Breiðholt, vegna lóðarinnar nr. 2 við Gaukshóla. Í breytingunni sem lögð er til felst að heimilt verði að koma fyrir djúpgámum á lóð, samkvæmt tillögu, ódags.
  Vísað til meðferðar verkefnisstjóra.

 6. Hlaðbær 10 - (fsp) stækkun húss - USK23020019
  Lögð fram fyrirspurn Víðis Starra Vilbergssonar, dags. 23. janúar 2023, um stækkun hússins á lóð nr. 10 við Hlaðbæ, samkvæmt skissu ódags. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 23. febrúar 2023.
  Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 23. febrúar 2023.

  Fylgigögn

 7. Hólastekkur 8 -  (fsp) stækkun - USK23010186
  Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 16. febrúar 2023 var lögð fram fyrirspurn Ívars Haukssonar, dags. 16. janúar 2023, ásamt greinargerð, ódags, um stækkun hússins á lóð nr. 8 við Hólastekk sem felst í að loka að hluta yfirbyggðu porti og breyta því í geymslu og að stofa á 1 hæð verði stækkuð þannig að byggt verði í innskoti sem er til staðar í dag, samkvæmt uppdr. dags. 30. desember 2021. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 23. febrúar 2023.
  Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 23. febrúar 2023, samþykkt. Samræmist heimildum í hverfisskipulagi.

  Fylgigögn

 8. Rituhólar 13 - (fsp) þakkvistur - USK23010334
  Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 9. febrúar 2023 var lögð fram fyrirspurn Ellerts Björns Ómarssonar, dags. 30. janúar 2023, um að bæta við kvisti á þak á húsinu á lóð nr. 13 við Rituhóla. Einnig er lögð fram skissa ódags. og greinargerð hönnuðar dags. 27. janúar 2023. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 23. febrúar 2023.
  Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 23. febrúar 2023, samþykkt. Samræmist heimildum í hverfisskipulagi.

  Fylgigögn

 9. Tunguvegur 24 - hækkun á risi o.fl. - USK23020007
  Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 9. febrúar 2023 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 7. febrúar 2023 þar sem sótt er um leyfi til að hækka ris og byggja kvisti, gera viðbyggingu við norðvesturhlið, lækka gólf kjallara og breyta innra skipulagi í einbýlishúsi á lóð nr. 24 við Tunguveg. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 23. febrúar 2023.
  Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 23. febrúar 2023, samþykkt.

  Fylgigögn

 10. Breiðagerði 4 - breyting á deiliskipulagi - SN210405
  Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn Vigfúsar Halldórssonar dags. 31. maí 2021 ásamt greinargerð Stefáns Auðuns Stefánssonar dags. 7 janúar 2021 varðandi breytingu á deiliskipulagi Teigagerðisreits vegna lóðarinnar nr. 4 við Breiðagerði. Í breytingunni felst að í stað hangandi stálsvala utan á kvistvegg komi verönd sem hvílir á burðavirkjum þaks yfir stofu, samkvæmt uppdr. Vigfúsar Halldórssonar, dags. 13. desember 2022. Tillagan var grenndarkynnt frá 16. janúar 2023 til og með 13. febrúar 2023. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Gísli Einarsson og Sigrún Benediktsdóttir, dags. 12. febrúar 2023. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 16. febrúar 2023 og er nú lagt fram að nýju.
  Samþykkt, sbr. umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 23. febrúar 2023, með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa sbr. viðauka um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.

 11. Grjótháls 7-11 - tímabundin afnot af borgarlandi - umsagnarbeiðni - USK23020123
  Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 16. febrúar 2023 var lagt fram erindi skrifstofu borgarlandsins, dags. 6. febrúar 2023, þar sem óskað er eftir umsögn vegna umsóknar G7-11 fasteignafélags ehf. um tímabundin afnot af borgarlandi á grasfleti milli Grjóthálsar og Vesturlandsvegar undir bílastæði fyrir lóð nr. 7-11 við Grjótháls. Einnig er lögð fram greinargerð, ódags., og uppdráttur T.ark arkitekta dags. 15. desember 2022. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 23. febrúar 2023.
  Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 23. febrúar 2023.

  Fylgigögn

 12. Holtsgata 23 - breyting á deiliskipulagi - USK23020010
  Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 9. febrúar 2023 var lögð fram umsókn Magneu Þ. Guðmundsdóttur, dags. 30. janúar 2023, ásamt greinargerð, dags. 30. janúar 2023, um breytingu á deiliskipulagi Vesturvallareits vegna lóðarinnar nr. 23 við Holtsgötu. Í breytingunni sem lögð er til felst að heimilt verði að hækka mæni hússins, samkvæmt uppdr. Teiknistofunnar Stiku, dags. 21. febrúar 2023. Einnig eru lagðir fram skuggavarpsuppdr. Teiknistofunnar Stiku, dags. 11. og 12. janúar 2023. Erindinu var vísað til meðferðar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.
  Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu að óverulegri breytingu á deiliskipulagi fyrir hagsmunaaðilum að Holtsgötu 21, 22, 24 og 25, Framnesvegi 27, 29, 31, 31a, 31b, 40 og 42 og Sólvallagötu 68.
  Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir grenndarkynningu áður en kynning fer fram samkv. 7.6. gr. og 12. gr. gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1051/2022.

 13. Urðarstígur 4 - garðskáli - BN061755
  Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 9. febrúar 2023 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 7. febrúar 2023 þar sem sótt er um leyfi til að byggja tveggja hæða viðbyggingu með steyptum kjallara, timbur milliplata, útveggir og þak, við suðurhlið húss á lóð nr. 4 við Urðarstíg. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 23. febrúar 2023. 
  Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 23. febrúar 2023, samþykkt.

  Fylgigögn

 14. Háteigsvegur 44 - (fsp) breyting á húsnæði - USK23020018
  Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 21. febrúar 2023 þar sem sótt er um að skipta húsnæðinu í tvær íbúðir, breyta fyrirkomulagi stiga á milli fyrstu og annarrar hæðar, saga fyrir nýjum gluggum á norðurhlið hússins, skipta um glugga (í stíl við upprunalegt útlit hússins) ásamt því að sækja um ósamþykkta viðbyggingu sem þegar hefur verið byggð yfir svölum á þriðju hæð hússins. Viðbyggingin er í slæmu ástandi, því vilja nýir eigendur hússins sækja um samþykki fyrir uppfærðri viðbyggingu þ.e. á sama stað. Einnig eru tvö ósamþykkt rými á 1.hæð.
  Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

 15. Laugavegur 176 - (fsp) breyting á deiliskipulagi - USK23010245
  Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 26. janúar 2023 var lögð fram fyrirspurn Yrkis arkitekta ehf., dags. 18. janúar 2023, um breytingu á deiliskipulagi Laugavegar, Bolholts, Skipuholts vegna lóðarinnar nr. 176 við Laugaveg sem felst í stækkun á þakhæð hússins samkvæmt tillögu Yrkis arkitekta, dags. 17. janúar 2023. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra  og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 16. febrúar 2023.
  Neikvætt með vísan í umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 16. febrúar 2023.

  Fylgigögn

 16. Vatnsstígur 4 - (fsp) breyting á deiliskipulagi - USK23020206
  Lögð fram fyrirspurn Leiguíbúða ehf, dags. 2. febrúar 2023, ásamt bréfi Zeppelin arkitekta, dags. 2. febrúar 2023, um breytingu á deiliskipulagi reits 1.172.1, Frakkastigsreits, vegna lóðarinnar nr. 4 við Vatnsstíg sem felst í breytingu á þakformi byggingar. Einnig eru lagðar fram þrjár breytingartillögur í formi þrívíddamynda ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 23. febrúar 2023.
  Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 23. febrúar 2023, samþykkt.

  Fylgigögn

 17. Ásvallagata 21 - Breytingar á BN033899 - Stofn  Breytingar á BN052739 - BN061410
  Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 29. nóvember 2022 þar sem sótt er um leyfi til að breyta erindi BN033899 m.s.br., salerni breytt í geymslu, svalir stækkaðar og hámarkshæð þaks hækkar frá fyrri grenndarkynningu, á húsi á lóð nr. 21 við Ásvallagötu. Tillagan var grenndarkynnt frá 23. janúar 2023 til og með 20. febrúar 2023. Eftirtaldir sendu athugasemdir: Brynja Cortes Andrésdóttir f.h. eigendur íbúða að Ásvallagötu 23, dags. 19. febrúar 2023.
  Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

 18. Hraunteigur 30 - breyting á deiliskipulagi - USK22122878
  Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 5. janúar 2023 var lögð fram umsókn Jakobs Emils Líndals dags. 12. desember 2022 ásamt bréfi, dags. 12. desember 2022, um breytingu á deiliskipulagi Teigahverfis vegna lóðarinnar nr. 30 við Hraunteig. Í breytingunni sem lögð er til felst að byggja tvöfaldan bílskúr, samkvæmt uppdr. Alark, dags. 12. desember 2022. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.
  Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs til afgreiðslu.

 19. Laufásvegur 10 - Svalir - 0402 - BN061229
  Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 21. febrúar 2023 þar sem sótt er um leyfi til að gera léttar stálsvalir á íbúð 0402 ásamt því að stækka og fjölga þakgluggum í sömu íbúð í fjölbýlishúsi á lóð nr. 10 við Laufásveg skv. uppdráttum nr. A-101, A-102 og A-103, dags. 18. nóvember 2021.
  Vísað til meðferðar verkefnisstjóra.

 20. Skólavörðustígur 15 - útiveitingasvæði - USK23020082
  Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 21. febrúar 2023 þar sem sótt er um leyfi til að koma fyrir útiveitingasvæði fyrir 40 gesti, veitingastaðs í flokki II, tegund e. kaffihús í fjöleign, á vesturhluta lóðar, við húsi á lóð nr. 15 við Skólavörðustíg.
  Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

   

 21. Urðarstígur 16 - (fsp) rekstur gististaðar - USK23010083
  Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 9. febrúar 2023 var lögð fram fyrirspurn Landáss ehf., dags. 4. janúar 2023, um rekstur gististaðar, án veitinga, í húsinu á lóð nr. 16 við Urðarstíg. Einni var lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 9. febrúar 2023.Fyrirspurn er nú lögð fram að nýju ásamt endurskoðaðri umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 23. febrúar 2023.
  Endurskoðuð umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 23. febrúar 2023, samþykkt.

  Fylgigögn

 22. Grettisgata 87 og Laugavegur 114 og 116 - Tryggingarstofnunarreitur - SN220639
  Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 1. desember 2022 var lögð fram fyrirspurn Hallgríms Þórs Sigurðssonar, dags. 7. október 2022, um breytingu á deiliskipulagi Tryggingarstofnunarreits vegna uppbyggingar að Grettisgötu 87 samhliða endurgerð bygginga að Laugavegi 114 og 116, samkvæmt tillögu Nordic ódags. Einnig var lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 1. desember 2022. Fyrirspurn er nú lögð fram að nýju ásamt uppfærðri tillögu Nordic, dags. í febrúar 2023.
  Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

 23. Fellsmúli 28 - breyting á húsnæði - USK23020090
  Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 21. febrúar 2023 þar sem sótt er um leyfi til að breyta húsnæði, mhl 03, þar sem áður var verslun og lager Góða hirðisins í áfengislager og skrifstofu með samtengdu mötuneyti starfsmanna og veitingastaðar í flokki II, tegund a) sem er hluti af skrifstofustarfsemi en ekki opin almenningi ásamt því að breyta útliti norðurhliðs með stærri gluggum, nýju anddyri, stórum skjólveggi og gróðurbeð verður sett í staðinn fyrir núverandi bílastæði meðfram norðurhlið í húsi nr. 28 á lóð nr. 24-30 við Fellsmúla.
  Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

 24. Gjúkabryggja 10 - (fsp) uppbygging - USK23020204
  Lögð fram fyrirspurn Sedrus ehf., ódags., ásamt bréfi hönnuðar f.h. Sedrus ehf., dags. 3. janúar 2023, um uppbyggingu á lóð nr. 10 við Gjúkabryggju, samkvæmt aðaluppdráttum og skilmálateikningu Archus, dags. 3. janúar 2023.. USK23020204
  Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

 25. Grensásvegur 1 - (fsp) breyting á deiliskipulagi - USK23020180
  Lögð fram fyrirspurn Fasteignafélagsins G1 ehf., dags. 15. febrúar 2023, ásamt bréfi Archus slf. f.h. Fasteignafélagsins G1 ehf., dags. 14. febrúar 2023,  um breytingu á deiliskipulagi Skeifunnar vegna lóðarinnar nr. 1 við Grensásveg. Í breytingunni sem lögð er til felst að heimilt verði að vera með eina íbúð á jarðhæð hússins sem snýr inn að garði. Einnig eru lagðir fram uppdr. Archus slf., dags. 12. maí 2021.
  Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

 26. Grjótháls 8 - (fsp) breyting á deiliskipulagi - USK23020133
  Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 16. febrúar 2023 var lögð fram fyrirspurn Dap ehf., dags. 12. febrúar 2023, ásamt bréfi, dags. 13. febrúar 2023, um breytingu á deiliskipulagi Hálsahverfis vegna lóðarinnar nr. 8 við Grjótháls sem felst í uppsetningu spennistöðvar, samkvæmt tillögu/afstöðumynd, dags. 26. janúar 2023. Einnig er lagður fram séruppdr. Framkvæmda- og eignasviðs landsupplýsingadeildar, dags. 3. september 2009. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 23. febrúar 2023.
  Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 23. febrúar 2023, samþykkt.

  Fylgigögn

 27. Kleppsvegur 88 - (fsp) vinnustofa - USK23020014
  Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 16. febrúar 2023 var lögð fram fyrirspurn Ívars Haukssonar, dags. 1. febrúar 2023, um að koma fyrir vinnustofu á lóð nr. 88 við Kleppsveg, samkvæmt uppdr. Verkfræðistofu Ívars Haukssonar ehf. dags. september 2022. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 23. febrúar 2023.
  Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 23. febrúar 2023.

  Fylgigögn

 28. Bergstaðastræti 18, flutningshús - áður Bergstaðastræti 7 - BN061841
  Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 21. febrúar 2023 þar sem sótt er um leyfi til að koma fyrir flutningshúsi á steyptum kjallara, áður Bergstaðastræti 7, húsið verður lengt og hækkað, viðbygging á bakhlið stækkuð og byggð ný á austurgafli og til að innrétta fjórar íbúðir á lóð nr. 18 við Bergstaðastræti.
  Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

 29. Einimelur 12 - (fsp) stækkun húss - USK23020036
  Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 16. febrúar 2023 var lögð fram fyrirspurn Jóns Skaftasonar, dags. 1. febrúar 2023, ásamt bréfi hönnuðar, dags. 1. febrúar 2023, um stækkun hússins á lóð nr. 12 við Einimel, samkvæmt tillögu Grétars Arnar Guðmundssonar, dags. 1. febrúar 2023. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 23. febrúar 2023.
  Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 23. febrúar 2023.

  Fylgigögn

 30. Granaskjól 12 - bílskúr - BN061364
  Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 21. febrúar 2023 þar sem sótt er um leyfi til að reisa bílgeymslu úr forsteyptum einingum með einhalla hefðbundnu timburþaki í norðaustur horni lóðar við hús á lóð nr. 12 við Granaskjól.
  Vísað til meðferðar verkefnisstjóra.

 31. Friggjarbrunnur 24 - breyting á erindi BN035304 - USK23010266
  Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 21. febrúar 2023 þar sem sótt er um leyfi til að breyta erindi BN035304, vegna lokaúttekta matshluta nr. 01 og 02, þ.e. hús nr. 24, matshluti 01 verði klætt álklæðningu, matshluti 02 verði sléttmúraður og álklætt, svalahandrið 2. hæðar verði gler, á húsum á lóð nr. 24-26 við Friggjarbrunn. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 23. febrúar 2023.
  Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 23. febrúar 2023, samþykkt.

  Fylgigögn

 32. Þórsgata 6 - (fsp) uppbygging - SN220105
  Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 9. febrúar 2023 var lögð fram fyrirspurn Páls V. Bjarnasonar, dags. 18. febrúar 2022, ásamt bréfi ódags. um byggingu fjölbýlishúss á lóð nr. 6 við Þórsgötu, samkvæmt uppdr. P ARK teiknistofu, dags. 24. janúar 2022. Einnig var lögð fram umsögn Minjastofnunar Íslands, dags. 10. febrúar 2022, og umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 8. apríl 2022. Fyrirspurnin er lögð fram að nýju ásamt nýjum uppdr. P ark, dags. 1. nóvember 2022 og umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 23. febrúar 2023.
  Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 23. febrúar 2023, samþykkt með skilyrðingum og leiðbeiningum sem fram koma í umsögn.

  Fylgigögn

Fundi slitið kl. 14:01

Björn Axelsson Borghildur Sölvey Sturludóttir

Helena Stefánsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
Embættisafgreiðslufundur skipulagsfulltrúa 23.2.2023 - Prentvæn útgáfa