Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa - Fundur nr. 904

Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa

Ár 2023, fimmtudaginn 16. febrúar kl. 09:08, hélt skipulagsfulltrúi Reykjavíkur 904. embættisafgreiðslufund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar umhverfis- og skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn á skrifstofu skipulagsfulltrúa Borgartúni 12 - 14, 2. hæð, Stardalur. Fundinn sátu: Björn Axelsson og Helena Stefánsdóttir. Eftirtaldir embættismenn kynntu mál á fundinum: Sigríður Lára Gunnarsdóttir, Hrafnhildur Sverrisdóttir, Ingvar Jón Bates Gíslason, Lilja Grétarsdóttir, Sigríður Maack, Sólveig Sigurðardóttir, Ævar Harðarson, Ólafur Ingibergsson, Britta Magdalena Ágústsdóttir, Laufey Björg Sigurðardóttir og Þórður Már Sigfússon. Fundarritari var Jóhanna Guðjónsdóttir.

Þetta gerðist:

  1. Laufásvegur 19 - tímabundin breyting - búsetuúrræði - BN061842

    Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 6. desember 2022 þar sem sótt er um leyfi til að innrétta búsetuúrræði í mhl. 02 og mhl. 03 á lóð nr. 19 við Laufásveg. Erindi var grenndarkynnt frá 29. desember 2022 til og með 30. janúar 2023. Eftirtaldir sendu athugasemdir: Arnar Guðmundsson dags. 2. og 25. janúar 2023, eigendur og íbúar að Laufásvegu 19; Alda Björk Valdimarsdóttir, Dóra Haraldsdóttir, Einar Gunnlaugsson, Filippía Elísdóttir, Guðlaug Gísladóttir, f.h. Auðrún ehf., Guðni Elísson, Hafliði Þór Pétursson, Haraldur Þórarinsson, Hörður Arnarson og Snærós Vaka Magnúsdóttir, dags. 28. janúar 2023, Guðrún Erla Geirsdóttir, dags. 29. janúar 2023, Björn Harðarson, dags. 29. janúar 2023, og Elena K. Pétursdóttir og Þorvaldur Magnússon, dags. 29. janúar 2023. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 2. febrúar 2023 og er nú lagt fram að nýju.

    Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs til afgreiðslu.

  2. Laufásvegur 21-23 - tímabundin breyting - búsetuúrræði - BN061865

    Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 6. desember 2022 þar sem sótt er um leyfi til að innrétta búsetuúrræði í íbúðar- og skrifstofuhúsi á lóð nr. 21-23 við Laufásveg. Erindi var grenndarkynnt frá 29. desember 2022 til og með 30. janúar 2023. Eftirtaldir sendu athugasemdir: Arnar Guðmundsson dags. 2. og 25. janúar 2023, eigendur og íbúar að Laufásvegu 19; Alda Björk Valdimarsdóttir, Dóra Haraldsdóttir, Einar Gunnlaugsson, Filippía Elísdóttir, Guðlaug Gísladóttir, f.h. Auðrún ehf., Guðni Elísson, Hafliði Þór Pétursson, Haraldur Þórarinsson, Hörður Arnarson og Snærós Vaka Magnúsdóttir, dags. 28. janúar 2023, Guðrún Erla Geirsdóttir, dags. 29. janúar 2023, Björn Harðarson, dags. 29. janúar 2023, og Elena K. Pétursdóttir og Þorvaldur Magnússon, dags. 29. janúar 2023. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 2. febrúar 2023 og er nú lagt fram að nýju.

    Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs til afgreiðslu.

  3. Skyggnisbraut 21-23, Silfratjörn 1-3/ Gæfutjörn 18 - (fsp) breyting á deiliskipulagi - USK23010082

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 26. janúar 2023 var lögð fram fyrirspurn VR Blæs leigufélags slhf., dags. 3. janúar 2023, ásamt bréfi Glámu-Kím dags. 3. janúar 2023, og viðbótarupplýsingum, dags. 6. janúar 2023, um breytingu á deiliskipulagi Úlfarsárdals vegna lóðarinnar nr. 21-23 við Skyggnisbraut og nr. 1-3 við Silfratjörn/nr. 18 við Gæfutjörn sem felst í að heimilt verði að svalir skagi 160 cm út fyrir húshliðar í stað 60cm, stækka byggingarreiti beggja lóða og byggja einnar hæða anddyri við norðurhlið Skyggnisbrautar 21-23, gera útitröppur sem tengjast hjóla- og vagnageymslu á Gæfutjörn 18 og endurskoða uppgefna hæðarkóta bygginga, samkvæmt uppdr. Glámu-Kím, dags. 30. desember 2022. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra  og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 16. febrúar 2023.

    Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 16. febrúar 2023, samþykkt.

    Fylgigögn

  4. Suðurlandsbraut 34/Ár - fjölbýlishús o.fl. - BN061572

    Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 7. febrúar 2023 þar sem sótt er um leyfi til byggingar á staðsteyptu fjölbýlishúsi, byggingin er sjö hæðir auk kjallara með 69 íbúðum, verslun og þjónustu á 1. hæð til norðurs, í norðurhorni lóðar, sorplausn íbúða í sjö djúpgámum norðvestan A reits orkureits, matshluti nr. 02, á lóð Suðurlandsbraut 34/Ár. Einnig er lagður fram tölvupóstur embættis byggingarfulltrúa, dags. 13. febrúar 2023 þar sem umsagnarbeiðni er dregin til baka.

    Erindi dregið til baka sbr. tölvupóstur byggingarfulltrúa, dags. 13. febrúar 2023.

  5. Þórsgata 24-28 - (fsp) breyting á deiliskipulagi - USK23020067

    Lögð fram fyrirspurn Nava ehf., dags. 5. febrúar 2023, ásamt bréfi Vektors, hönnun og ráðgjöf, dags. 3. febrúar 2023, um breytingu á deiliskipulagi reits 1.186.3 vegna lóðarinnar nr. 24-28 við Þórgötu sem felst í breytingu á notkun lóðarinnar úr verslunar- og þjónustulóð í íbúðarhúsalóð ásamt því að fjölga íbúðum í húsinu, samkvæmt uppdr. Vektors, hönnun og ráðgjöf dags. 1. febrúar 2023.

    Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

  6. Bólstaðarhlíð 20 - breyting á deiliskipulagi - SN220002

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 22. apríl 2022 var lögð fram umsókn Hermanns Georgs Gunnlaugssonar, dags. 31. desember 202,1 ásamt bréfi, dags. 21. desember 2021, varðandi breytingu á deiliskipulagi fyrir lóð nr. 20 við Bólstaðarhlíð, Ísaksskóli. Í breytingunni felst að byggingarreitur er stækkaður fyrir færanlegar kennslustofur, samkvæmt uppdr. Teiknistofunnar Storð dags. 31. desember 2021. Einnig var lögð fram greinargerð Teiknistofunnar Storð, dags. 3. febrúar 2022, og minnisblaði Teiknistofunnar Storð, dags. 3. febrúar 2022. Umsækjandi var beðin um að hafa samband við embætti skipulagsfulltrúa og er erindi nú lagt fram að nýju.

    Umsækjandi hafi samband við embætti skipulagsfulltrúa.

  7. Einimelur 12 - (fsp) stækkun húss - USK23020036

    Lögð fram fyrirspurn Jóns Skaftasonar, dags. 1. febrúar 2023, ásamt bréfi hönnuðar, dags. 1. febrúar 2023, um stækkun hússins á lóð nr. 12 við Einimel, samkvæmt tillögu Grétars Arnar Guðmundssonar, dags. 1. febrúar 2023.

    Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

  8. Hringbraut - (fsp) afmörkun lóðar fyrir dælustöð - USK22122997

    Lögð fram fyrirspurn Veitna ohf., dags. 22. desember 2022, um afmörkun lóðar fyrir dælustöð bakvatns hitaveitu við Hringbraut. Einnig eru lögð fram bréf Veitna, dags. 21. febrúar 2022, 31. maí 2022, 21. febrúar 2022, 22. desember 2022, yfirlitsmynd, dags. 22. desember 2022, um mögulegar staðsetningar nýrrar dælustöðvar bakvatns og uppdr. Eflu verkfræðistofu, dags. 17. febrúar 2021.

    Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

  9. Hrísateigur 9 - breyting á deiliskipulagi - USK23020083

    Lögð fram umsókn Jóns Bjarna Baldvinssonar, dags. 6. febrúar 2023, um breytingu á deiliskipulagi Teigahverfis vegna lóðarinnar nr. 9 við Hrísateig. Í breytingunni sem lögð er til felst stækkun á byggingarreit bílskúrs og mun bílskúr fylgja sömu hæð og bílaskúrar að Hrísateig 11, samkvæmt uppdr. Arkþing Nordic ódags.

    Vísað til meðferðar verkefnisstjóra.

    Vakin er athygli á að erindið fellur undir gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr.1051/2022.

  10. Brekkulækur 1 - (fsp) bílskúr - USK23010172

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 9. febrúar 2023 var lögð fram fyrirspurn Birtu Óskar Friðbertsdóttur, dags. 15. janúar 2023, um að setja bílskúr á lóð nr. 1 við Brekkulæk. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 16. febrúar 2023.

    Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 16. febrúar 2023, samþykkt.

    Fylgigögn

  11. Garðsstaðir 36 - viðbygging, tengibygging og geymsla - USK22122952

    Á fundi skipulagsfulltrúa 26. janúar 2023 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 24. janúar 2023 þar sem sótt er um leyfi til að reisa viðbyggingu, tengibyggingu og geymslu suðaustan við núverandi hús, úr krosslímdum timbureiningum, einangrað og klætt læstri zink klæðningu að utanverðu, tengibygging milli húss og viðbyggingar er gler, við hús á lóð nr. 36 við Garðsstaði. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 16. febrúar 2023.

    Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 16. febrúar 2023, samþykkt.

    Fylgigögn

  12. Grjótháls 8 - (fsp) breyting á deiliskipulagi - USK23020133

    Lögð fram fyrirspurn Dap ehf., dags. 12. febrúar 2023, ásamt bréfi, dags. 13. febrúar 2023, um breytingu á deiliskipulagi Hálsahverfis vegna lóðarinnar nr. 8 við Grjótháls sem felst í uppsetningu spennistöðvar, samkvæmt tillögu/afstöðumynd, dagsþ 26. janúar 2023. Einnig er lagður fram séruppdr. Framkvæmda- og eignasviðs landsupplýsingadeildar, dags. 3. september 2009.

    Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

  13. Kleppsvegur 88 - (fsp) vinnustofa á lóð - USK23020014

    Lögð fram fyrirspurn Ívars Haukssonar, dags. 1. febrúar 2023, um að koma fyrir vinnustofu á lóð nr. 88 við Kleppsveg, samkvæmt uppdr. Verkfræðistofu Ívars Haukssonar ehf. dags. september 2022.

    Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

  14. Ofanleiti 2 - LED skilti - USK23010267

    Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 14. febrúar 2023 þar sem sótt er um leyfi til að breyta tegund skiltis, þ.e. koma fyrir LED skilti, 6,6 m x 6,4 m að stærð, á vesturhlið húss, matshluta nr. 01, á lóð nr. 2 við Ofanleiti.

    Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

  15. Egilsgata 14 -  breytingar á innra skipulagi kjallara og jarðhæðar og bygging bílskúrs - BN060948

    Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 14. febrúar 2023 þar sem sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi íbúða, hæðarlegu lóðar við hús með þremur íbúðum og byggingu stakstæðrar bílgeymslu í vesturhorni lóðar sem tilheyra mun íbúð 01-0201 í húsi á lóð nr. 14 við Egilsgötu.

    Vísað til meðferðar verkefnisstjóra.

  16. Njörvasund 30 - viðbygging - BN061583

    Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 29. nóvember 2022 þar sem sótt er um leyfi til að byggja viðbyggingu úr léttu byggingarefni þar sem koma á fyrir eldhúsi og með tengingu út í garð í húsi á lóð nr. 30 við Njörvasund. Erindi var grenndarkynnt frá 17. janúar 2023 til og með 14. febrúar 2023. Engar athugasemdir bárust.

    Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa sbr.a. liður 2. gr. í viðauka 2.3 um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa nr. 1224/2022. Vísað til fullnaðarafgreiðslu byggingarfulltrúa.

  17. Sólvallagata 47 - (fsp) niðurrif og nýbygging - USK23020012

    Lögð fram fyrirspurn Jakobs Líndals, dags. 31. janúar 2023, ásamt bréfi, dags. 1. febrúar 2023, um að rífa eða flytja núverandi íbúðarhús á lóð nr. 47 við Sólvallagötu og byggja nýtt fjölbýlishús þess í stað.

    Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

  18. Vesturgata 61, breyting á deiliskipulagi - SN220428

    Lögð fram umsókn Gísla B. Ívarssonar dags. 5. júlí 2022 um breytingu á deiliskipulagi reits 1.133.1, Landhelgisgæslureits vegna lóðarinnar nr. 61 við Vesturgötu. Í breytingunni sem lögð er til felst að lóðinni er skipt upp í tvær lóðir þ.e. Vesturgata 61 og Seljavegur 8. Á hvorri lóð er skilgreindur byggingarreitur og leyfilegt að byggja eitt íbúðarhús innan hvors reits, samkvæmt uppdr. Verkís dags. 5. desember 2022.

    Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs til afgreiðslu.

  19. Freyjugata 16 - hækkun húss um eina hæð - BN061489

    Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 15. nóvember 2022 þar sem sótt er um leyfi til að hækka um eina hæð, byggja kvisti og innrétta fjórar íbúðir í húsi á lóð nr. 16 við Freyjugötu. Erindi var grenndarkynnt frá 13. desember 2022 til og með 13. janúar 2023. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Magna F. Birnir, dags. 12. janúar 2023, Ásdís Björnsdóttir, dags. 12. janúar 2023 og Hildur Lilliendahl Viggósdóttir, dags. 18. janúar 2022. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 19. janúar 2023 og er nú lagt fram að nýju.

    Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs til afgreiðslu.

  20. Funahöfði 19 - breyting á deiliskipulagi - SN220640

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 27. október 2022 var lögð fram umsókn ASK Arkitekta ehf. dags 8. október 2022 um breytingu á deiliskipulagi Ártúnshöfða vegna lóðarinnar nr. 19 við Funahöfða. Í breytingunni sem lögð er til felst að gerður er nýr byggingarreitur innan lóðar fyrir skýli/dúkhús, samkvæmt uppdr. ASK Arkitekta dags. 19. október 2022. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.

    Umsækjandi hafi samband við embætti skipulagsfulltrúa.

  21. Laugavegur 20 - djúpgámar - USK22122905

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 19. janúar 2023 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 17. janúar 2023 þar sem sótt er um leyfi til að setja niður djúpgáma, fjórum 1.100 lítra gámum, fyrir 12 íbúðir og atvinnurými á jarðhæð, framan við hús nr. 20 og 20a, við Laugaveg. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 16. febrúar 2023.

    Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 16. febrúar 2023.

    Fylgigögn

  22. Lindargata 50 - breyting á deiliskipulagi - USK23010094

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 19. janúar 2023 var lögð fram umsókn Indro Indriða Candi, dags. 9. janúar 2023, ásamt bréfi, dags. 9. janúar 2023, um breytingu á deiliskipulagi Skúlagötusvæðis vegna lóðarinnar nr. 50 við Lindargötu. Í breytingunni sem lögð er til felst að heimilt verði að hækka hluta þaks á mhl. 03 (bakhús) og tengja við eystri hlið þaks á mhl. 2 þannig að úr verði garðskáli á þaki mhl 3, og setja opin stiga austast í port sem þjónar sem flóttaleið frá samkomusal á 2. hæð, samkvæmt deiliskipulags- og skýringaruppdr. VA arkitekta, dags. 9. janúar 2023. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.

    Samþykkt að grenndarkynna framlagða byggingarleyfisumsókn fyrirhagsmunaaðilum að Frakkastíg 5, Hverfisgötu 63, 65, 65a og 67 og Lindargötu 52 og 54.

    Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir grenndarkynningu áður en kynning fer fram samkv. 7.6. gr. gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1051/2022.

  23. Lindargata 58 - breyting á deiliskipulagi - SN220579

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 10. nóvember 2022 var lögð fram umsókn Plúsarkitekta ehf. dags. 16. september 2022, um breytingu á deiliskipulagi Skúlagötusvæðis vegna lóðarinnar nr. 58 við Lindargötu. Í breytingunni sem lögð er til felst að heimilt verði að setja svalir á bakhlið hússins með tröppum út í garð, samkv. uppdr. Plúsarkitekta dags. 15. september 2022. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.

    Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu að óverulegri breytingu á deiliskipulagi fyrir hagsmunaaðilum að Lindargötu 56 og 60 og Hverfisgötu 71.

    Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir grenndarkynningu áður en kynning fer fram samkv. 7.6. gr. og 12. gr. gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1051/2022.

  24. Þorragata 1 - Viðbygging - BN061638

    Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 8. nóvember 2022 þar sem sótt er um leyfi til að byggja einnar hæðar, steinsteypta viðbyggingu með hefðbundnu timburþaki við leikskóla á lóð nr. 1 við Þorragötu. Erindi var grenndarkynnt frá 22. nóvember 2022 til og með 20. desember 2022. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Aðalsteinn Leifsson dags. 14. desember 2022 og Sesselja Bjarnadóttir, dags. 20. desember 2022. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 5. janúar 2023 og er nú lagt fram að nýju.

    Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs til afgreiðslu.

  25. Dugguvogur 6 - (fsp) glerhýsi - USK23010071

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 19. janúar 2023 var lögð fram fyrirspurn Alketa Telati, dags. 15. nóvember 2022, um að setja glerhýsi yfir trépall á lóð nr. 6 við Dugguvog. Einnig eru lagðar fram ljósmyndir, ódags. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 16. febrúar 2023.

    Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 16. febrúar 2023, samþykkt.

    Fylgigögn

  26. Fossagata 11 - bílskúr - BN061838

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 19. janúar 2023 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 10. janúar 2023 þar sem sótt er um leyfi til að byggja 26.4 ferm. bílskúr, mhl. 02 og gerð grein fyrir áður gerðum breytingum á húsi, mhl. 01 á lóð nr. 11 við Fossagötu. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 16. febrúar 2023.

    Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 16. febrúar 2023, samþykkt.

    Fylgigögn

  27. Hjallavegur 30 - (fsp) breyting á deiliskipulagi - USK23010326

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 9. febrúar 2023 var lögð fram fyrirspurn Axels Benediktssonar, dags. 28. janúar 2023, um breytingu á deiliskipulagi Sundanna reita 1.3 og 1.4  vegna lóðarinnar nr. 30 við Hjallaveg sem felst í stækkun hússins, samkvæmt tillögu, ódags. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 16. febrúar 2023.

    Neikvætt með vísan til umsagnarskipulagsfulltrúa, dags. 16. febrúar 2023.

    Fylgigögn

  28. Lautarvegur 36 - bygging raðhúss - USK22122892

    Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa þar sem sótt er um leyfi til að byggja steinsteypt endaraðhús á tveimur hæðum auk kjallara, grafið er frá kjallara suðaustan megin og þar komið fyrir verönd sem tengd er með stiga meðfram vesturhlið bílgeymslu, á lóð nr. 36 við Lautarveg.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  29. Lindargata 14 - breyting á deiliskipulagi - SN220704

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 15. desember 2022 var lögð fram umsókn Plúsarkitekta ehf. og Fring ehf., dags. 3. nóvember 2022, um breytingu á deiliskipulagi Skúlagötusvæðis vegna lóðarinnar nr. 14 við Lindargötu. Í breytingunni sem lögð er til felst að heimilt verður að hækka húsið um eina hæð, samkvæmt uppdr. Plúsarkitekta dags. 13. febrúar 2023. Einnig er lagt fram skuggavarp Plúsarkitekta dags. 13. febrúar 2023. Erindinu var vísað til meðferðar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.

    Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu að óverulegri breytingu á deiliskipulagi fyrir hagsmunaaðilum að Lindargötu 10, 12, 13 og 15-17, Smiðjustíg 10 og 12, Klapparstíg 10, 12, 14, 16, 18 og 20 og Hverfisgötu 29, 33 og 35.

    Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir grenndarkynningu áður en kynning fer fram samkv. 7.6. gr. gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1051/2022.

  30. Njarðargata 61 - (fsp) breyting á deiliskipulagi - USK23020056

    Lögð fram fyrirspurn Hjalta Brynjarssonar, dags. 3. febrúar 2023, um breytingu á deiliskipulagi Lokastígsreits 4 vegna lóðarinnar nr. 61 við Njarðargötu sem felst í að rífa núverandi hús og byggja þess í stað þriggja hæða hús ásamt risi og kjallara, samkvæmt tillögu. Nordic Office of Architecture, dags. 1. febrúar 2023.

    Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

  31. Sóleyjargata 33 - (fsp) bílskúr - SN220754

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 9. febrúar 2023 var lögð fram fyrirspurn Sen  Son f.h. Skyggnu ehf., dags. 28. nóvember 2022, um að setja bílskúr á lóð nr. 33 við Sóleyjargötu. Einnig er lögð fram fyrirspurnartillaga Sen  Son, dags. 24. nóvember 2022. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 16. febrúar 2023.

    Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 16. febrúar 2023.

    Fylgigögn

  32. Breiðagerði 4 - breyting á deiliskipulagi - SN210405

    Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn Vigfúsar Halldórssonar dags. 31. maí 2021 ásamt greinargerð Stefáns Auðuns Stefánssonar dags. 7 janúar 2021 varðandi breytingu á deiliskipulagi Teigagerðisreits vegna lóðarinnar nr. 4 við Breiðagerði. Í breytingunni felst að í stað hangandi stálsvala utan á kvistvegg komi verönd sem hvílir á burðavirkjum þaks yfir stofu, samkvæmt uppdr. Vigfúsar Halldórssonar, dags. 13. desember 2022. Tillagan var grenndarkynnt frá 16. janúar 2023 til og með 13. febrúar 2023. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Gísli Einarsson og Sigrún Benediktsdóttir, dags. 12. febrúar 2023.

    Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

  33. Egilsgata 3 - breyting á innra fyrirkomulagi og starfsemi - USK23010105

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 9. febrúar 2023 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 7. febrúar 2023 þar sem sótt er um leyfi til að breyta innra fyrirkomulagi húsnæðis og starfsemi úr læknastofum í gistiaðstöðu fyrir hælisleitendur, breyta inngangshurð og koma fyrir nýrri gasgeymslu í norðurhluta 1. hæðar á lóð nr. 3 að Egilsgötu. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.

    Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið.

  34. Grjótháls 7-11 - tímabundið afnot af borgarlandi - umsagnarbeiðni - USK23020123

    Lagt fram erindi skrifstofu borgarlandsins, dags. 6. febrúar 2023, þar sem óskað er eftir umsögn vegna umsóknar G7-11 fasteignafélags ehf. um tímabundið afnot af borgarlandi á grasfleti milli Grjóthálsar og Vesturlandsvegar undir bílastæði fyrir lóð nr. 7-11 við Grjótháls. Einnig er lögð fram greinargerð, ódags., og uppdráttur T.ark arkitekta dags. 15. desember 2022.

    Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

  35. Landakotstún - sparkvöllur - USK23020126

    Lagt fram afgreiðslubréf, dags. 9. febrúar 2023, vegna samþykktar borgarráðs s.d. á svoljóðandi tillögu borgarstjóra. dags. 7. febrúar 2023: Lagt er til að borgarráð samþykki að fela umhverfis- og skipulagssviði að vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi á Landakotstúni svo unnt sé að reisa þar sparkvöll og leiksvæði sem nýtist börnum í Landakotsskóla á skólatíma og börnum í hverfinu í heild þess utan. Umhverfis- og skipulagssvið mun vinna tillöguna í samráði við Landakotskirkju og Landakotsskóla en lóðin er í eigu Landakotskirkju. Jafnframt verði eignaskrifstofu falið að gera samning um heimild borgarinnar til að eiga, gera og reka leiksvæði og sparkvöll á svæðinu.

    Vísað til meðferðar verkefnisstjóra.

  36. Lynghagi 20 - stakstæð bílgeymsla - USK22122877

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 9. febrúar 2023 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 7. febrúar 2023 þar sem sótt er um leyfi fyrir stakstæðri bílgeymslu á einni hæð með einhalla timburþaki, steinsteyptur útveggir á lóðarmörkum, aðrir eru léttbyggðir með standandi timbur klæðningu, matshluti nr. 02, við hús á lóð nr. 20 við Lynghaga. Erindinu var vísað til meðferðar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.

    Samþykkt að grenndarkynna framlagða byggingarleyfisumsókn fyrir hagsmunaaðilum að Lynghaga 18 og 22 og Tómasarhaga 19.

    Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir grenndarkynningu áður en kynning fer fram samkv. 7.6. gr. gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1051/2022.

  37. Bólstaðarhlíð 64-68 - (fsp) bílskúrar - USK23020037

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 9. febrúar 2023 var lögð fram fyrirspurn Jóns Páls Fortune, dags. 1. febrúar 2023, um að setja bílskúra á lóð nr. 64-68 við Bólstaðarhlíð, samkvæmt skissu, ódags. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 16. febrúar 2023.

    Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 16. febrúar 2023, samþykkt

    Fylgigögn

  38. Depluhólar 4 - síkka glugga og bæta við hurðum - BN061601

    Á fundi skipulagsfulltrúa 20. október 2022 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 18. október 2022 þar sem sótt er um leyfi til að breyta útliti á húsi og skipulagi lóðar, þ.e. tröppur upp á svalir felldar út, gluggar síkkaðir og komið fyrir hurð í stað glugga á suðausturhlið, gluggar síkkaðir og komið fyrir hurð á suðvesturhlið, lóð lækkuð neðan við botnplötu, bætt aðgengi og umferðarleiðir innan lóðar og að húsi, steypt setlaug og stoðveggir á lóðarmörkum húss á lóð nr. 4 við Depluhóla. Einnig var lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 20. október 2022. Erindi er nú lagt fram að nýju ásamt uppfærðum uppdráttum, dags. 22. nóvember 2022.

    Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

  39. Hólastekkur 8 -  (fsp) stækkun - USK23010186

    Lögð fram fyrirspurn Ívars Haukssonar, dags. 16. janúar 2023, ásamt greinargerð, ódags, um stækkun hússins á lóð nr. 8 við Hólastekk sem felst í að loka að hluta yfirbyggðu porti og breyta því í geymslu og að stofa á 1 hæð verði stækkuð þannig að byggt verði í innskoti sem er til staðar í dag, samkvæmt uppdr. dags. 30. desember 2021.

    Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

  40. Hraunberg 5 - breyting á hverfisskipulagi - USK23020097

    Lögð fram umsókn Icecard ehf., dags. 7. febrúar 2023, um breytingu á deiliskipulagi hverfisskipulagi Breiðholts, hverfi 6.3 Efra Breiðholt, vegna lóðarinnar nr. 5 við Hraunberg. Í breytingunni sem lögð er til felst að skipta lóðinni upp í tvær jafnstórar lóðir, breyta bílageymslu/vinnustofu í íbúðarhúsnæði og að heimilt verði að byggja 40 fm. við húsin á hvorri lóð, samkvæmt uppdr. Studio F arkitekta dags. 2. febrúar 2023.

    Vísað til meðferðar verkefnisstjóra.

    Vakin er athygli á að erindið fellur undir gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr.1051/2022.

  41. Bíldshöfði 5A - breyting á notkun lóðar - BN061881

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 19. janúar 2023 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 13. desember 2023 þar sem sótt er um leyfi til að breyta notkun lóðar frá því að vera einungis fyrir bílastæði í því að hluti lóðar sé einnig fyrir AC og DC rafhleðslustöðvar á lóð nr. 5a við Bíldshöfða. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 16. febrúar 2023.

    Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 16. febrúar 2023, samþykkt.

    Fylgigögn

  42. Hólaland - (fsp) færanlegt húsnæði - USK23020139

    Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 14. febrúar 2023 þar sem óskað er eftir leyfi til að setja niður færanlegt húsnæði (gámar frá Terra) sem verður æfingaraðstaða fyrir vinnuþjálfum og líkamsrækt.

    Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

  43. Kjalarnes, Prestshús - nýtt deiliskipulag - SN210265

    Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar, dags. 10. febrúar 2023, þar sem gerð er athugasemd við birtingu auglýsingu um samþykkt deiliskipulagsbreytingarinnar í B-deild Stjórnartíðinda þar sem staðsetning byggingarreits B4 uppfylli ekki ákvæði skipulagsreglugerðar um fjarlægð frá vatni/sjó sbr. gr. 5.3.2.14. Einnig bendir stofnunin á nokkur atriði sem þarf að lagfæra eða skýra betur.

    Vísað til meðferðar verkefnisstjóra.

  44. Sundagarðar 10 - breyting á deiliskipulagi - USK23010160

    Lögð fram umsókn Brimgarða ehf., dags. 12. janúar 2023, um breytingu á deiliskipulagi Sundagarða 4-10 vegna lóðarinnar nr. 10 við Sundagarða. Í breytingunni felst stækkun á byggingarreit til norðurs og austurs ásamt því að koma fyrir bílageymslu á lóð, samkvæmt uppdr. Nordic ódags.

    Vísað til meðferðar verkefnisstjóra.

  45. Vatnagarðar 38 - staðsetning ökutækjaleigu - USK23020101

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 9. febrúar 2023 var lagt fram bréf Samgöngustofu, dags. 7. febrúar 2023, þar sem óskað er eftir umsögn vegna umsóknar Þorsteins H. Þorgeirssonar f.h. Alp flotaleigu ehf. um að reka ökutækjaleigu að Vatnagörðum 38. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 16. febrúar 2023.

    Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 16. febrúar 2023, samþykkt.

    Fylgigögn

Fundi slitið kl. 14:24

Björn Axelsson Helena Stefánsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
Embættisafgreiðslufundur skipulagsfulltrúi 16.2.2023 - prentvæn útgáfa