Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa - Fundur nr. 900

Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa

Ár 2023, fimmtudaginn 19. janúar kl. 09:03, hélt skipulagsfulltrúi Reykjavíkur 900. embættisafgreiðslufund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar umhverfis- og skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn á skrifstofu skipulagsfulltrúa Borgartúni 12 - 14, 2. hæð, Stardalur.
Fundinn sátu: Björn Axelsson og Helena Stefánsdóttir. 
Eftirtaldir embættismenn kynntu mál á fundinum: Brynja Kemp Guðnadóttir, Hrafnhildur Sverrisdóttir, Lilja Grétarsdóttir, Olga Guðrún B. Sigfúsdóttir, Ingvar Jón Bates Gíslason, Sigríður Lára Gunnarsdóttir, Sólveig Sigurðardóttir, Þórður Már Sigfússon og Sigríður Maack.
Ritari var Jóhanna Guðjónsdóttir.

Þetta gerðist:

 1. Selásbraut 98 - (fsp) lóðarstækkun, djúpgámar og bílastæði - SN220685
  Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 18. nóvember 2022 var lögð fram fyrirspurn Plúsarkitekta ehf., dags. 27. október 2022, um m.a. stækkun lóðarinnar nr. 98 við Selásbraut, staðsetningu djúpgáma og fyrirkomulag bílastæða, samkvæmt tillögu Plúsarkitekta ehf., dags. 27. september 2022. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 19. janúar 2023.
  Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 19. janúar 2023, samþykkt.

  Fylgigögn

 2. Dugguvogur 6 - (fsp) glerhýsi - USK23010071
  Lögð fram fyrirspurn Alketa Telati, dags. 15. nóvember 2022, um að setja glerhýsi yfir trépall á lóð nr. 6 við Dugguvog. Einnig eru lagðar fram ljósmyndir, ódags.
  Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

 3. Skyggnisbraut 21-23, Silfratjörn 1-3/ Gæfutjörn 18 - USK23010082
  Lögð fram fyrirspurn VR Blæs leigufélags slhf., dags. 3. janúar 2023, ásamt bréfi Glámu-Kím dags. 3. janúar 2023, og viðbótarupplýsingum, dags. 6. janúar 2023, um breytingu á deiliskipulagi Úlfarsárdals vegna lóðarinnar nr. 21-23 við Skyggnisbraut og nr. 1-3 við Silfratjörn/nr. 18 við Gæfutjörn sem felst í að heimilt verði að svalir skagi 160 cm út fyrir húshliðar í stað 60cm, stækka byggingarreiti beggja lóða og byggja einnar hæða anddyri við norðurhlið Skyggnisbrautar 21-23, gera útitröppur sem tengjast hjóla- og vagnageymslu á Gæfutjörn 18 og endurskoða uppgefna hæðarkóta bygginga, samkvæmt uppdr. Glámu-Kím dags. 30. desember 2022.
  Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

 4. Bergstaðastræti 18 - flutningshús - áður Bergstaðastræti 7 - BN061841
  Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 6. desember 2022 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 6. desember 2022 þar sem sótt er um leyfi til að koma fyrir flutningshúsi á steyptum kjallara, áður Bergstaðastræti 7, húsið verður lengt og hækkað, viðbygging á bakhlið stækkuð og byggð ný viðbygging (inngangur) á suðurgafli sem snýr útidyrin í austur að götu, og innrétta fjórar íbúðir á lóð nr. 18 við Bergstaðastræti. Einnig er lögð fram umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 9. desember 2022 . Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 19. janúar 2023.
  Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 19. janúar 2023, samþykkt.

  Fylgigögn

 5. Blesugróf 30 - stórfjölskylduhús - BN061785
  Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 1. desember 2022 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 29. nóvember 2022 þar sem sótt er um leyfi til að byggja steinsteypt, einnar hæðar einbýlishús  á lóð nr. 30 við Blesugróf. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 19. janúar 2019.
  Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 19. janúar 2023.

  Fylgigögn

 6. Brautarholt 6 - breytingar 1. og 2. hæð - BN061729
  Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 22. nóvember 2022 þar sem sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi og útliti, innrétta 6 íbúðir á 2. hæð, innrétta geymslur í austurhluta 1. hæðar,  breyta gluggum á báðum hliðum, gera  svalir á götuhlið og gera flatt þak á bakhús og gera þar svalir og aðkomu fyrir íbúðir á 2. hæð húss á lóð nr. 6 við Brautarholt. Erindi var grenndarkynnt frá 13. desember 2022 til og með 13. janúar 2023. Engar athugasemdir bárust.
  Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa sbr. viðauka um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar. Vísað til fullnaðarafgreiðslu byggingarfulltrúa.

 7. Brautarholt 32 - breyting á deiliskipulagi - SN210558
  Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Kristins Ragnarssonar dags. 3. ágúst 2021 um breytingu á deiliskipulagi Skipholtsreits vegna lóðarinnar nr. 32 við Brautarholt. Í breytingunni sem lögð er til felst breyting á lóðamörkum, hækkun á vegghæð að Brautarholti, hækkun á nýtingarhlutfall vegna minni lóðar og B-rýma ásamt því að gert er ráð fyrir bílakjallara og að skilmálar um bílastæði verði endurskoðaðir, samkvæmt deiliskipulagsuppdr. KRark dags. 21. september 2022. Tillagan var auglýst frá 30. nóvember 2022 til og með 13. janúar 2023. Eftirtaldir sendu ábendingar: Veitur, dags. 6. janúar 2023.
  Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa sbr. viðauka um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.

 8. Haukahlíð 6 - ósk um breytingu á skilmálum deiliskipulags Hlíðarenda, reits I - SN220768
  Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 1. desember 2022 var lagt fram bréf Björns Traustasonar f.h. Bjargs íbúðarfélags dags. 10. nóvember 2022 um breytingu á skilmálum deiliskipulags fyrir Hlíðarenda, reit I sem felst í fjölgun íbúða ásamt fjölgun bílastæða í kjallara sem því hlutfalli nemur, einfalda skipulagsskilmála er snýr að salarhæð og uppbroti húsa og heimila sölu allt að 20% íbúða. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 19. janúar 2023.. SN220768
  Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 19. janúar 2023, samþykkt.

  Fylgigögn

 9. Jónsgeisli 91 - (fsp) breyting á deiliskipulagi - USK23010084
  Lögð fram fyrirspurn Víngerðar Reykjavíkur, dags. 4. janúar 2023, ásamt greinargerð, ódags., um breytingu á deiliskipulagi Grafarholts, svæðis 3, vegna lóðarinnar nr. 91 við Jónsgeisla sem felst í að bæta við geymslulofti, gera skyggni/veggsvalir á norðurhlið hússins og setja opið þak yfir geymslusvæði á baklóð.
  Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

 10. Bergþórugata 9 - (fsp) breytingar á útliti hússins - USK22123002
  Lögð fram fyrirspurn NNV.ehf., dags. 13. desember 2022, um að fjarlægja kvisti og glugga sem bættir voru við húsið á lóð nr. 9 við Bergþórugötu árið 1981 og setja þess í stað risloft ásamt því að færa þakkant í upprunalegt horf. Einnig lagður fram uppdráttur NNV.ehf og Emblu Interiors, dags. 12. desember 2022.
  Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

 11. Efstasund 59 - (fsp) stækkun húss - USK23010046
  Lögð fram fyrirspurn Mikael Berndsen, dags. 2. janúar 2023, um stækkun hússins á lóð nr. 59 við Efstasund, samkvæmt skissum, ódags.. USK23010046
  Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

 12. Grensásvegur 1 - (fsp) breyting á deiliskipulagi - USK23010072
  Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 12. janúar 2023 var lögð fram fyrirspurn Fasteignafélagsins G1 ehf., dags. 3. janúar 2023, ásamt bréfi, dags. 3. janúar 2023, um breytingu á deiliskipulagi Skeifunnar vegna lóðarinnar nr. 1 við Grensásveg sem felst í að í stað avinnurýma á jarðhæð verði gerðar tvær íbúðir vestan megin sem snúa að garði, samkvæmt uppdr. Guðmunds Gunnlaugssonar arkitekts, dags. 22. desember 2022. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 19. janúar 2023.
  Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 19. janúar 2023.

  Fylgigögn

 13. Hamrahlíð 39 - (fsp) breyting á notkun bílskúrs - USK23010161
  Lögð fram fyrirspurn Húsanna í bænum ehf., dags. 12. janúar 2023, um breytingu á notkun bílskúr á lóð nr. 39 við Hamrahlíð í íbúð.
  Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

 14. Suðurlandsbraut 18 - (fsp) breyting á deiliskipulagi - USK22122907
  Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 5. janúar 2023 var lögð fram fyrirspurn Eyju Fjárfestingafélags ehf., dags. 15. desember 2022, um breytingu á deiliskipulagi vegna lóðarinnar nr. 18 við Suðurlandsbraut sem felst í aukningu á byggingarmagni, samkvæmt tillögu ódags. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 19. janúar 2023.
  Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 19. janúar 2023.

  Fylgigögn

 15. Norðurbrún 2 - breyting á deiliskipulagi - SN220687
  Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, dags. 28. október 2022, um breytingu á deiliskipulagi Norðurbrúnar vegna lóðarinnar nr. 2 við Norðurbrún Í breytingunni sem lögð er gerð textabreyting vegna notkunar á 1. hæð, samkvæmt uppdr. THG arkitekta dags. 4. júní 2018, síðast br. 19. október 2022. Tillagan var grenndarkynnt frá 13. desember 2022 til og með 13. janúar 2023. Engar athugasendir bárust.
  Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa sbr. viðauka um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.

 16. Þengilsbás 8 - (fsp) breyting á deiliskipulagi - SN220715
  Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 18. nóvember 2022 var lögð fram fyrirspurn GF 2 ehf., dags. 9. nóvember 2022, ásamt bréfi dags, 9. nóvember 2022 um breytingu á deiliskipulagi Gufuness 1. áfanga vegna lóðarinnar nr. 8 við Þengilsbás 8 sem felst í breyttu byggðamynstri á Klettasvæði og að koma fyrir samfelldri byggð í stað bílastæðaplans austan við kvikmyndaver, samkvæmt tillögu JVST dags. 9. nóvember 2022. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 19. janúar 2023.
  Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 19. janúar 2023, samþykkt.

  Fylgigögn

 17. Eiríksgata 13 – (fsp) breyting á notkun bílskúrs SN220716
  Lögð fram fyrirspurn Pálsson Apartments ehf. og Pálsson  Co ehf., dags. 9. nóvember 2022, um að breyta bílskúrs á lóð nr. 13 við Eiríksgötu í íbúð. Einnig eru lagðar fram ljósmyndir. 
  Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

 18. Freyjugata 16 - hækkun húss um eina hæð - BN061489
  Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 15. nóvember 2022 þar sem sótt er um leyfi til að hækka um eina hæð, byggja kvisti og innrétta fjórar íbúðir í húsi á lóð nr. 16 við Freyjugötu. Erindi var grenndarkynnt frá 13. desember 2022 til og með 13. janúar 2023. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Magna F. Birnir, dags. 12. janúar 2023, Ásdís Björnsdóttir, dags. 12. janúar 2023 og Hildur Lilliendahl Viggósdóttir, dags. 18. janúar 2022.
  Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

 19. Hringbraut 50 - viðbygging - BN061844
  Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 10. janúar 2023 þar sem sótt er um leyfi til að byggja garðskála í suðurgarði sem tengist 1. hæð Grundar á lóð nr. 50 við Hringbraut. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 19. janúar 2023.
  Samþykkt er að veita undanþágu frá skipulagsmeðferð með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborga, sbr. 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, sbr. umsögn skipulagsfulltrúa dags. 19. janúar 2023.

  Fylgigögn

 20. Langirimi 21 - 23 - (fsp) breyting á notkun rýma á 2. hæð - USK23010158
  Lögð fram fyrirspurn Apartment and rooms ehf., dags. 12. janúar 2023, ásamt bréfi Jóns Guðmundssonar, dags. 6. janúar 2023, um breytingu á notkun rýma á 2. hæð hússins á lóð nr. 21-23 við Langarima úr vinnustofum í íbúðir. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 19. janúar 2023.
  Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 19. janúar 2023, samþykkt.

  Fylgigögn

 21. Kjartansgata 9 - (fsp) breyta bílskúr í stúdíóíbúð - USK22123003
  Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 10. janúar 2023 þar sem spurt er hvort leyfi fengist til þess að breyta í stúdíoíbúð, bílskúr, mhl.70, í eigu íbúðar 0101 í íbúðarhúsi á lóð nr. 9 við Kjartansgötu.
  Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

 22. Laugavegur 20 - djúpgámar - USK22122905
  Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 17. janúar 2023 þar sem stt er um leyfi til að setja niður djúpgáma, fjórum 1.100 lítra gámum, fyrir 12 íbúðir og atvinnurými á jarðhæð, framan við hús nr. 20 og 20a, við Laugaveg.
  Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

 23. Laugavegur 67 - (fsp) rekstur gististaðar - SN220756
  Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 12. janúar 2023 var lögð fram fyrirspurn Guðmundar Odds Víðissonar f.h. DAP ehf., dags. 27. nóvember 2022, ásamt bréfi ódags. um rekstur gististaðar í húsinu á lóð nr. 67 við Laugarveg. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 19. janúar 2023.
  Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 19. janúar 2023.

  Fylgigögn

 24. Lindargata 50 - breyting á deiliskipulagi - USK23010094
  Lögð fram umsókn Indro Indriða Candi, dags. 9. janúar 2023, ásamt bréfi, dags. 9. janúar 2023, um breytingu á deiliskipulagi Skúlagötusvæðis vegna lóðarinnar nr. 50 við Lindargötu. Í breytingunni sem lögð er til felst að heimilt verði að hækka hluta þaks á mhl. 03 (bakhús) og tengja við eystri hlið þaks á mhl. 2 þannig að úr verði garðskáli á þaki mhl 3, og setja opin stiga austast í port sem þjónar sem flóttaleið frá samkomusal á 2. hæð, samkvæmt deiliskipulags- og skýringaruppdr. VA arkitekta, dags. 9. janúar 2023.
  Vísað til meðferðar verkefnisstjóra.
  Vakin er athygli á að erindið fellur undir gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1051/2022.

 25. Ármúli 28 og 30 - sameining lóða - SN220743
  Lögð fram umsókn Helga Indriðasonar f.h. Selsins Fasteignafélags ehf., dags. 22. nóvember 2022, um sameiningu lóðanna nr. 28 og 30 við Ármúla. Einnig eru lagðar fram byggingarnefndarteikningar ASK arkitekta dags. 4. október 2022.
  Vísað til meðferðar verkefnisstjóra.
  Vakin er athygli á að erindið fellur undir gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1051/2022.

 26. Fossagata 11 - bílskúr - BN061838
  Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 10. janúar 2023 þar sem sótt er um leyfi til að byggja 26.4 ferm. bílskúr, mhl. 02 og gerð grein fyrir áður gerðum breytingum á húsi, mhl. 01 á lóð nr. 11 við Fossagötu.
  Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

 27. Háteigsvegur 35 - (fsp) uppbygging - SN220724
  Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 24. nóvember 2022 var lögð fram fyrirspurn T. ark Arkitekta ehf., Vaxtarhúss ehf. og Ásgeirs Ásgeirssonar, dags. 8. nóvember 2022, um uppbyggingu 2. til 4. hæða fjölbýlishúss með 60 íbúðum á lóð nr. 35 við Háteigsveg, samkvæmt uppdr. T.ark Arkitekta dags. 8. nóvember 2022. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 19. janúar 2023.
  Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 19. janúar 2023, samþykkt.

  Fylgigögn

 28. Breiðhöfði 9 - (fsp) uppbygging - SN220747
  Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 1. desember 2022 var lögð fram fyrirspurn Þorpsins - Vistfélags ehf., dags. 22. nóvember 2022, um uppbyggingu á lóð nr. 9 við Breiðhöfða, samkvæmt uppdr. Arkís dags. 21. nóvember 2022. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 19. janúar 2023.
  Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 19. janúar 2023, samþykkt.

  Fylgigögn

 29. Laugavegur 35 - breytingar - 0203, 0303, 0403, 0210, 0309, 0409, stækkun 8,5 ferm., 52,5 rúmm. - BN061781
  Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 17. janúar 2023 þar sem sótt er um leyfi til að breyta erindi BN059397, þ.e. breytingar gerðar á innra skipulagi íbúða 0203, 0303, 0210, 0309 og 0409, gluggar lækkaðir, fellt út eldvarnargler á annarri hæð á austurgafli, tæknirými og inntök færð, hjólageymsla minnkuð, verslunarrými 0206 stækkað og svalir þess felldar út, aukin lofthæð í hluta geymslna, brunahönnun uppfærð og lyftustokkur steyptur á þakhæð, í húsi á lóð nr. 35 við Laugaveg.
  Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

 30. Snorrabraut 37 - (fsp) afnot af lóð og bílastæði - USK23010045
  Lögð fram fyrirspurn Ingunnar Helgu Hafstað, dags. 2. janúar 2023, ásamt bréfi, dags. 23. nóvember 2022, um að fá afnotarétt af landi borgarinnar undir sorptunnur fyrir húsið á lóð nr. 37 við Snorrabraut, að bílastæði austan við húsið geti verið skálögð og að eigandi hússins fái afnotarétt af bílastæðum fyrir framan húsið.
  Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

 31. Snorrabraut 54 - (fsp) breyting á deiliskipulag - USK23010127
  Lögð fram fyrirspurn Rökkurhafnar ehf., dags. 10. janúar 2023, um breytingu á deiliskipulagi Heilsuverndarreits vegna lóðarinnar nr. 54 við Snorrabraut sem felst í endurbyggingu hússins sem íbúðahótel, samkvæmt uppdr. Teikna, dags. 4. janúar 2023.
  Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

 32. Stálhöfði 2, (fsp) uppbygging - USK23010077
  Lögð fram fyrirspurn Dverghamra ehf., dags. 3. janúar 2023, ásamt bréf hönnuðar, dags. 3. janúar 2023, um uppbyggingu á lóð nr. 2 við Stálhöfða, samkvæmt aðalteikningum ARCHUS arkitekta, dags. 3. janúar 2023. Einnig eru lagðar fram skilmálateikningar ARCHUS arkitekta, dags. 3. janúar 2023.
  Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

 33. Urðarstígur 16 - (fsp) rekstur gististaðar - USK23010083
  Lögð fram fyrirspurn Landáss ehf., dags. 4. janúar 2023, um rekstur gististaðar, án veitinga, í húsinu á lóð nr. 16 við Urðarstíg.
  Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

 34. Vesturgata 53 - (fsp) breyting á notkun - USK22122963
  Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 5. janúar 2023 var lögð fram fyrirspurn Langelds ehf., dags. 20. desember 2022, um að breyta tveimur verslunarrýmum í húsinu á lóð nr. 53 við Vesturgötu í tvær íbúðir. Einnig eru lagðir fram uppdr. Magnúsar Jenssonar, dags. 16. desember 2022. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 19. janúar 2023.
  Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 19. janúar 2023.

  Fylgigögn

 35. Austurheiðar útivistarsvæði 2022 - áfangi 2 - framkvæmdaleyfi - stígur og dvalarsvæði - USK22122957
  Lögð fram umsókn skrifstofu framkvæmda og viðhalds, dags. 16. desember 2022, um framkvæmdaleyfi fyrir Austurheiðar útivistarsvæði 2022, áfanga 2 sem felst í að gerður er stígur frá núverandi malarbílastæði við Rauðavatn ásamt því að útfært er dvalarsvæði við Rauðavatn. Einnig er lagt fram teikningasett umhverfis- og skipulagssviðs, dags. í september 2022.
  Samþykkt að gefa út framkvæmdaleyfi með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 19. janúar 2023. Vísað til skrifstofu stjórnsýslu og gæða til útgáfu framkvæmdaleyfis.
  Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir útgáfu framkvæmdaleyfis skv. gr. 5.2 í gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1051/2022.

  Fylgigögn

 36. Bíldshöfði 5A - breyting á notkun lóðar - BN061881
  Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 13. desember 2023 þar sem sótt er um leyfi til að breyta notkun lóðar frá því að vera einungis fyrir bílastæði í því að hluti lóðar sé einnig fyrir AC og DC rafhleðslustöðvar á lóð nr. 5a við Bíldshöfða.
  Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

 37. Gufunes áfangi 1, Jöfursbás 11 - málskot - USK23010192
  Lagt fram málskot Íslensku lögfræðistofunnar, dags. 3. janúar 2023, f.h. húsfélagsins að Jöfursbási 11 vegna neikvæðrar afgreiðslu skipulagsfulltrúa frá 13. október 2022 um breytingu á deiliskipulagi 1. áfanga Gufuness vegna lóðarinnar nr. 11 við Jöfursbás og varðaði fjölgun bílastæða. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 10. október 2022.
  Vísað til meðferðar verkefnisstjóra.

 38. Gullslétta 1 - breyting á deiliskipulagi - SN220460
  Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn  K.J.ARK slf. dags. 20. júlí 2022 um breytingu á deiliskipulagi Esjumela vegna lóðarinnar nr. 1 við Gullsléttu. Í breytingunni sem lögð er til felst að heimilt verði að skipta upp lóðinni í fjórar lóðir, breyta byggingareitum, færa innkeyrslur til ásamt því að bæta einni við og hækka/samræma hæðina á húsunum óháð því hvort um vegghæð eða mænishæð er að ræða, samkvæmt uppdr. K.J.ARK slf. dags. 19. júlí 2022.  Einnig lagður fram tölvupóstur íbúaráðs Kjalarness dags. 3. nóvember 2022, þar sem óskað er eftir framlengdum athugasemdartíma. Tillagan var auglýst frá 27. september 2022 til og með 24. nóvember 2022. Eftirtaldir sendu athugasemdir: íbúaráðs Kjalarness dags. 3. nóvember 2022, Sigríður Ingólfsdóttir dags. 8. nóvember 2022. Einnig er lögð fram ábending Veitna dags. 7. október 2022. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 1. desember 2022 og er nú lagt fram að nýju.
  Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs til afgreiðslu.

 39. Kjalarnes, Saltvík - breyting á deiliskipulagi - SN220797
  Lögð fram umsókn Skurn ehf., dags. 7. desember 2022, um breytingu á deiliskipulagi Saltvík, Kjalarnesi vegna lóðarinnar Saltvík á Kjalarnesi. Í breytingunni sem lögð er til felst í að færa reit C og D til að koma reitunum nær núverandi vegi og koma jafnframt reit C fjær reit B, samkvæmt uppdr. TAG teiknistofu ehf. dags. 6. desember 2022. Einnig er lögð fram fornleifaskráning  Fornleifastofnunar Íslands frá 2020.
  Vísað til meðferðar verkefnisstjóra.
  Vakin er athygli á að erindið fellur undir gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1051/2022.

 40. Svæðisskipulag Suðurhálendis - tillaga til kynningar - USK23010197
  Lagt fram erindi svæðisskipulagsnefndar Suðurhálendis, dags. 13. janúar 2023, þar sem óskað er eftir umsögn um tillögu á vinnslustigi að svæðisskipulagi Suðurhálendis 2022-2042. Gögn til kynningar eru drög að greinargerð, dags. 15. desember 2022 og umhverfismatsskýrsla, dags. 15. desember 2022.
  Vísað til umsagnar deildarstjóra aðalskipulags.

Fundi slitið kl. 13:27

Björn Axelsson Helena Stefánsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa 19. janúar 2023