No translated content text
Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa
Ár 2022, fimmtudaginn 5. janúar 2023 kl. 09:03, hélt skipulagsfulltrúi Reykjavíkur 898. embættisafgreiðslufund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar umhverfis- og skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn á skrifstofu skipulagsfulltrúa Borgartúni 12 - 14, 2. hæð, Stardalur.
Fundinn sátu: Björn Axelsson, Borghildur Sturludóttir og Helena Stefánsdóttir.
Eftirtaldir embættismenn kynntu mál á fundinum: Brynja Kemp Guðnadóttir, Hrafnhildur Sverrisdóttir, Lilja Grétarsdóttir, Olga Guðrún B. Sigfúsdóttir, Sigríður Lára Gunnarsdóttir, Sólveig Sigurðardóttir, Sigríður Maack og Þórður Már Sigfússon.
Ritari var Harri Ormarsson.
Þetta gerðist:
-
Lögð fram fyrirspurn Byggingafélags námsmanna, dags. 2. desember 2022, ásamt greinargerð Grímu arkitekta, dags. 1. desember 2022, um breytingu á deiliskipulagi Breiðholts I vegna lóðarinnar nr. 2-6 við Arnarbakka sem felst í að heimilt verði að fjölga íbúðum, krafa um verslunar- og þjónusturými á lóð nr. 4-6 verði verði felld niður, salarhæð húsa og þakhalla verði breytt og að heimilað verði að hafa lágmarksþakhalla 14 gráður.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
-
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 3. nóvember 2022 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 1. nóvember 2022 þar sem sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum sem felast í að grafið hefur verið út úr sökkulrýmum í kjallara, gerðir gluggar á þrjár hliðar og innréttuð íbúð í kjallara einbýlishúss á lóð nr. 8 við Depluhóla. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lat fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 5. janúar 2023.
Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 5. janúar 2023, samþykkt.
Fylgigögn
-
Lögð fram fyrirspurn Guðmundar Gauta Sveinssonar, dags. 21. nóvember 2022, ásamt bréfi hönnuðar dags. 10. nóvember 2022, um hækkun á þaki hússins á lóð nr. 9 við Engihlíð og setja kvisti og svalir, samkvæmt uppdr. Glámu-Kím, dags. 18. nóvember 2022.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.
-
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 8. desember 2022 var lögð fram fyrirspurn Garðars Þrastar Einarssonar f.h. Húsfélagsins Engjaseli 52-68, dags. 15. nóvember 2022, um fjölgun bílastæða á lóðunum nr. 52-87 við Engjasel. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 5. janúar 2023.
Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 5. janúar 2023.
Fylgigögn
-
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 15. desember 2022 var lögð fram fyrirspurn Jóns Þórs Þorvaldssonar, dags. 6. desember 2022, um stækkun hússins á lóð nr. 39 við Seiðakvísl sem felst í að koma fyrir glerskála út frá stofu ásamt því að stækka bílskúr til norðurs, samkvæmt uppdr. Úti og Inni arkitekta dags. 28. nóvember 2022. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 5. janúar 2023.
Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 5. janúar samþykkt, sbr. þó skilyrði og leiðbeiningar sem fram koma í umsögninni.
Fylgigögn
-
Lögð fram fyrirspurn Petru Bragadóttur, dags. 11. október 2022, um stækkun hússins á lóð nr. 68A við Stigahlíð, samkvæmt tillögu Nordic ódags.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
-
Lögð fram umsókn s. ap arkitekta ehf. dags. 20. október 2022, um breytingu á deiliskipulagi Vesturhafnar (Örfiriseyjar) vegna lóðarinnar nr. 39 við Fiskislóð. Í breytingunni sem lögð er til felst að nýtingarhlutfall er hækkað svo hægt sé að koma fyrir millilofti yfir núverandi lagerrými. Við breytinguna eykst byggingarmagn lóðar, samkvæmt uppdr. s. ap arkitekta dags. 17. október 2022.
Vísað til meðferðar verkefnisstjóra.
Vakin er athygli á að erindið fellur undir gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1051/2022.
-
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 8. desember 2022 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 6. desember 2022 þar sem sótt er um leyfi til að innrétta búsetuúrræði í mhl. 02 og mhl. 03 á lóð nr. 19 við Laufásveg. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.
-
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 8. desember 2022 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 6. desember 2022 þar sem sótt er um leyfi til að innrétta búsetuúrræði í íbúðar- og skrifstofuhúsi á lóð nr. 21-23 við Laufásveg. Erindinu var vísað til meðferðar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.
Leiðrétt bókun frá fundi skipulagsfulltrúa 15. desember 2022. Rétt bókun er: Samþykkt að grenndarkynna framlagða byggingarleyfisumsókn fyrir hagsmunaaðilum að Laufásvegi 14, 17, 18, 18A, 19, 20, 22, 22A og 25, Skálholtsstíg 6 og Þingholtsstræti 30 og 34. Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir grenndarkynningu áður en kynning fer fram samkv. 8.1. gr. gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1051/2022.
-
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 8. desember 2022 var lögð fram fyrirspurn Erkiengils ehf., dags. 28. nóvember 2022, ásamt bréfi Libra lögmanna dags. 23. nóvember 2022 um rekstur gististaðar í flokki II í húsum á lóðum nr. 14a og 14b við Óðinsgötu. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 5. janúar 2023.
Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 5. janúar 2023.
Fylgigögn
-
Lögð fram fyrirspurn Þórunnar Ólafsdóttur, dags. 10. desember 2022, um að bæta við bílastæði við lóðina nr. 22A við Þingholtsstræti.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
-
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 8. desember 2022 var lögð fram fyrirspurn Sen Son, dags. 11. nóvember 2022, ásamt bréfi, dags. 11. nóvember 2022. um uppbyggingu á 4. hæða íbúðarhúsi á lóð nr. 48 við Ásvallagötu, samkvæmt tillögu Sen Son, dags. 11. nóvember 2022. Erindinu var vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 5. janúar 2023.
Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 5. janúar 2023, samþykkt.
Fylgigögn
-
Lögð fram umsókn Sigurðar Hallgrímssonar og Örnu Bjarkar Kristinsdóttur, dags. 1. desember 2022, um breytingu á deiliskipulagi Skildinganess vegna lóðarinnar nr. 24. við Bauganes. Í breytingunni sem lögð er til felst að stækka byggingarreit, til austurs, en þó innan gildandi ákvæða, samkvæmt uppdr. Arkþing/Nordic, ódags.
Vísað til meðferðar verkefnisstjóra.
Vakin er athygli á að erindið fellur undir gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1051/2022.
-
Lögð fram fyrirspurn Rúnars J. Hjartar og Áslaugar Arndal, dags. 20. desember 2022, ásamt greinargerð, dags. 12. desember 2022, um setja tvo bílaskúra á lóð nr. 41-45 við Bólstaðarhlíð í framhaldi af þeim bílskúrum sem fyrir eru, samkvæmt skissu, ódags.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
-
Lögð fram fyrirspurn Flugbjörgunarsveitarinnar Reykjavík, dags. 1. nóvember 2022, um stækkun hússins á lóð nr. 7 við Flugvallarveg, samkvæmt uppdr. dags. 7. júlí 2022.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
-
Lagt fram erindi skrifstofu framkvæmda og viðhalds, dags. 21. desember 2022, um nýtt deiliskipulag fyrir Norðurströnd, strandsvæði milli Faxagötu og Laugarness. Með deiliskipulagstillögunni er verið að festa í sessi núverandi stíga, listaverk og áningarstaði við strandlengjuna, og tryggja að útsýni og sjónlínur frá svæðinu út á sundin og til fjalla, haldist óskert. Þá er gert ráð fyrir að lagfæringar fari fram á sjóvarnargarðinum, en í stað þess að garðurinn verði hækkaður, er stefnt á að hann verði breikkaður út í sjó, þar sem þess er þörf, með sambærilegum hætti er nú þegar hefur verið gert við Eiðsgranda og Ánanaust. Auk þess eru bílastæði við Sólfarið lögð niður ásamt því að staðsettur er áningarstaður til móts við Kringlumýrarbraut, og hjólastígur sveigður í kringum hann, m.a. til þess að bæta öryggi. Að öðru leyti er vísað til skilmálatexta á deiliskipulagsuppdrætti VSÓ ráðgjafar, dags. 12. desember 2022.
Vísað til meðferðar verkefnisstjóra.
-
Lögð fram fyrirspurn Kolbeins Björgvinssonar, dags. 28. desember 2022 um að setja tvköfaldan bílskúr á lóð nr. 13 við Salthamra, samkvæmt skissu á byggingarnefndarteikningu.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
-
Lögð fram fyrirspurn Eyju Fjárfestingafélags ehf., dags. 15. desember 2022, um breytingu á deiliskipulagi vegna lóðarinnar nr. 18 við Suðurlandsbraut sem felst í aukningu á byggingarmagni, samkvæmt tillögu ódags.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
-
Lögð fram fyrirspurn Svanlaugar Jóhannsdóttur, dags. 16. desember 2022, ásamt bréfi, dags. 16. desember 2022, um að breyta bílastæðum á lóð nr. 18-20 við Dunhaga.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
-
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 22. mars 2022 var lögð fram drög að tillögu Trípólí arkitekta dags 4. febrúar 2022 að breytingu á deiliskipulagi "Spöngin svæði H". Breytingin felst í því að skilgreind er ný lóð 9750 m2 að stærð. Heimildum til uppbyggingar á svæðinu er breytt þannig að í stað íþróttahús og sundlaugar verði heimilt að byggja 3-5 hæða hjúkrunarheimili með allt að 145 rýmum og tengdri þjónustu. Settir eru sérskilmálar fyrir uppbygginguna. Einnig lagt fram minnisblað FSR, dags 10. mars 2022, með ábendingum um drögin og umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 22. apríl 2022. Jafnframt er lagt fram nýtt minnisblað FSR dags. 9. maí 2022 og umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 19. maí 2022.
Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs til afgreiðslu.
Komi til auglýsingar á breytingu deiliskipulagi, þarf umsækjandi áður að greiða skv. 7.5. gr. gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu nr. 1051/2022.
-
Lögð fram umsókn Baldurs Ó. Svavarssonar, dags. 19. desember 2022, ásamt minnisblaði, dags. 1. desember 2022, um breytingu á deiliskipulagi reits 1.184.0, Bergstaðastrætisreita, vegna lóðanna nr. 4, 4B, 6 og 6B við Spítalastíg. Í breytingunni sem lögð er til felst að kvöð um umferð á lóð Spítalastígs 4 að Spítalastíg 4B verður felld út og Þess í stað verður sett kvöð á allar lóðir um umferð að Spítalastíg 4B í framhaldi af umferðarkvöð á lóð 6. Byggingamagn á Spítalastíg 4 eykst sem nemur flatarmáli undirganga. Byggingarreitur fyrir Spítalastíg 4B og 6B verður færður um 3m til vesturs. Lóðamörkum milli 4B og 6B verður jafnframt breytt þannig að þau skipta byggingarreit í tvo jafna helminga. Lóðastærðir breytast eins og kemur fram í skilmálatöflu og gert er ráð fyrir tveim bílastæðum við austurgafl Spítalastígs 6B, samkvæmt uppdr. Úti og inni arkitekta, dags. 1. desember 2022.
Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs til afgreiðslu.
Komi til auglýsingar á breytingu deiliskipulagi, þarf umsækjandi áður að greiða skv. 7.5. gr. gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu nr. 1051/2022.
-
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 15. desember 2022 var lögð fram fyrirspurn Orkunnar IS ehf., dags. 9. desember 2022, um endurnýjun á skilti á austurgafli hússins á lóð nr. 17 við Austurstræti. Einnig er lagt fram bréf Libra lögmanna dags. 9. desember 2022. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 5. janúar 2023.
Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 5. janúar 2023.
Fylgigögn
-
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 4. október 2022 þar sem sótt er um leyfi til að breyta erindi BN060954, þ.e. við suðurgafl er bætt við flóttastiga og útveggir klæddir álklæðningu, viðbyggingu ásamt lyftuhúsi á austurhlið og endurnýjun glugga í matshluta nr. 02 í húsi nr. 6 á lóð nr. 4-6 við Ármúla. Erindi var grenndarkynnt frá 28. nóvember 2022 til og með 3. janúar 2023. Engar athugasemdir bárust.
Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa sbr. viðauka um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar. Vísað til fullnaðarafgreiðslu byggingarfulltrúa.
-
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 15. desember 2022 var lögð fram fyrirspurn Björgvins Víglundssonar f.h. Arnarós hf., dags. 16. nóvember 2022, um að breyta notkun rýmis merkt 0201 í húsinu á lóð nr. 2 við Garðastræti úr skrifstofu í íbúð. Einnig er lögð fram skissa ódags. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 5. janúar 2023.
Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 5. janúar 2023, samþykkt.
Fylgigögn
-
Lögð fram umsókn Jakobs Emils Líndals dags. 12. desember 2022 ásamt bréfi, dags. 12. desember 2022, um breytingu á deiliskipulagi Teigahverfis vegna lóðarinnar nr. 30 við Hraunteig. Í breytingunni sem lögð er til felst að byggja tvöfaldan bílskúr, samkvæmt uppdr. Alark, dags. 12. desember 2022.
Vísað til meðferðar verkefnisstjóra.
Vakin er athygli á að erindið fellur undir gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1051/2022.
-
Lögð fram fyrirspurn Eignarhaldsfélagsins Arctic ehf., dags. 14. desember 2022, um breytingu á deiliskipulagi reits 1.171.0 vegna lóðarinnar nr. 1 við Laugaveg sem felst í að heimilt verði að setja ris á bakbyggingar við framhús (nýbygging) en núverandi bakbyggingar og byggingarmagn verður óbreytt, samkvæmt tillögu dkpitt, ódags. Einnig er lögð fram umsögn Minjastofnunar Íslands, dags. 19. maí 2022.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
-
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 25. október 2022 þar sótt er um leyfi til að byggja skúr, staðsteyptar undirstöður og botnplata, útveggir og þak úr timbri, í norðurhorni lóðar við húsi á lóð nr. 66 við Víðimel. Erindi var grenndarkynnt frá 28. nóvember 2022 til og með 3. janúar 2023. Engar athugasemdir bárust..
Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa sbr. viðauka um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar. Vísað til fullnaðarafgreiðslu byggingarfulltrúa
-
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 8. nóvember 2022 þar sem sótt er um leyfi til að byggja einnar hæðar, steinsteypta viðbyggingu með hefðbundnu timburþaki við leikskóla á lóð nr. 1 við Þorragötu. Erindi var grenndarkynnt frá 22. nóvember 2022 til og með 20. desember 2022. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Aðalsteinn Leifsson dags. 14. desember 2022 og Sesselja Bjarnadóttir, dags. 20. desember 2022.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
-
Lögð fram fyrirspurn Bjargar Vilhjálmsdóttur, dags. 21. október 2022, ásamt greinargerð, ódags., um stækkun hússin á lóð nr. 34 við Bergstaðastræti sem felst í að byggja glerskála við húsið, samkvæmt tillögu ódags. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 5. janúar 2023.
Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 5. janúar 2023, samþykkt.
Fylgigögn
-
Lögð fram fyrirspurn Helgu Jóhannsdóttur, dags. 30. nóvember 2022, um að stækka svalir á efri hæð hússins á lóð nr. 10 við Sjafnargötu og setja svalir á neðri hæð, samkvæmt uppdr. Túndru arkitekta slf., dags. 30. nóvember 2022.. USK22122894
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
-
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 18. nóvember 2022 var lögð fram umsókn Indro Indriða Candi og Reitir - iðnaður ehf. dags. 7. nóvember 2022, varðandi breytingu á deiliskipulagi Skútuvogur austur vegna lóðanna nr. 5 og 7-9 við Skútuvog. Í breytingunni sem lögð er til felst annars vegar að minnka tengibyggingu milli húshluta 5 og 7 en bæta þar við stigahúsi og hins vegar að stækka tengibyggingu milli húshluta 7 og 9, samkvæmt uppdr. VA arkitekta dags. 7. nóvember 2022. Einnig lagt fram bréf hönnuða dags. 5. október 2022. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.
Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar, sbr. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir óveruleg breytingu á deiliskipulagi á grundvelli málsmeðferðar skv. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga og þarf að greiða skv. 8.2. gr. gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1051/2022, áður en breytingin er auglýst í B- deild Stjórnartíðinda
-
Lögð fram fyrirspurn Suðurvers ehf., dags. 15. desember 2022, um breytingu á deiliskipulagi Grænuhlíðar vegna lóðarinnar nr. 45-47 við Stigahlíð sem felst í hækkun hússins, samkvæmt uppdr. Glámu-Kím dags. 13. desember 2022. Einnig eru lagðir fram skuggavarpsuppdr. dags. 19. október 2019.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
-
Lögð fram fyrirspurn Langelds ehf., dags. 20. desember 2022, um að breyta tveimur verslunarrýmum í húsinu á lóð nr. 53 við Vesturgötu í tvær íbúðir. Einnig lagðir fram uppdr. Magnúsar Jenssonar, dags. 16. desember 2022.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
-
Lögð fram fyrirspurn Hannesar Þórs Jónssonar, dags. 20. desember 2022, um breytingu á deiliskipulagi Hesthúsabyggðar á Hólmsheiði vegna lóðarinnar nr. 9 við Almannadal sem felst í hækkun hússins og koma fyrir svölum á suðurhlið hússins, samkvæmt uppdr. (2 stk.) Arkform arkitektastofu, dags. 20. febrúar 2022 og 28. apríl 2022.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
-
Lögð fram umsókn skrifstofu framkvæmda og viðhalds, dags. 16. desember 2022, um framkvæmdaleyfi fyrir Austurheiðar útivistarsvæði 2022, áfanga 2. Einnig er lagt fram teikningasett umhverfis- og skipulagssviðs, dags. í september 2022.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
-
Lögð fram fyrirspurn Kjartans Rafnssonar, dags. 19. desember 2022, ásamt bréfi, bréf hönnuðar dags. 19. desember 2022, um að starfrækja kjötvinnslu á lóð nr. 2A við Álfabakka.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
-
Lögð fram umsókn Skurn ehf., dags. 7. desember 2022, um breytingu á deiliskipulagi Saltvík, Kjalarnesi vegna lóðarinnar Saltvík á Kjalarnesi. Í breytingunni sem lögð er til felst í að færa reit C og D til að koma reitunum nær núverandi vegi og koma jafnframt reit C fjær reit B, samkvæmt uppdr. TAG teiknistofu ehf. dags. 6. desember 2022. Einnig er lögð fram fornleifaskráning Fornleifastofnunar Íslands frá 2020.
Vísað til meðferðar verkefnisstjóra.
Vakin er athygli á að erindið fellur undir gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1051/2022.
-
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 15. desember 2022 var lagt fram erindi Mosfellsbæjar, dags. 8. desember 2022, þar sem óskað er eftir umsögn um tillögu að breytingu á deiliskipulagi Korpúlfsstaðavegar, dags. 8. desember 2022. Breytingin byggir á tilfærslu skipulagsmarka vegna aðliggjandi skipulags. Einnig eru á uppdrætti innfærðar tillögur að tengingum nýs skipulags við veginn. Sýndar eru gatnatengingar við nýlega kynnta tillögu deiliskipulags verslunar-, þjónustu- og athafnarsvæðis að Blikastöðum vestan vegarins. Tengingarnar eru þrjár, gatnamót, hringtorg og Þverun Borgarlínu. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.
Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið.
-
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 18. nóvember 2022 var lögð fram fyrirspurn Ásmundar Guðnasonar og Ólínu Jónsdóttur, dags. 3. nóvember 2022, ásamt bréfi, dags. 29. október 2022, um stækkun hússins á lóð nr. 6 við Salthamra, samkvæmt skissum ódags. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 5. janúar 2023.
Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 5. janúar 2023.
Fylgigögn
-
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar dags. 21. september 2022, um breytingu á deiliskipulagi Starhaga-Þormóðsstaðavegar vegna lóðarinnar nr. 11 við Starhaga. Í breytingunni sem lögð er til felst stækkun lóðarinnar ásamt stækkun á leikskólanum Sæborg, samkvæmt uppdr. A arkitekta dags. 19. september 2022. Einnig er lagt fram bréf A arkitekta dags. 19. september 2022. Jafnframt er lögð fram umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 17. október 2022. Tillagan var auglýst frá 4. nóvember 2022 til og með 16. desember 2022. Eftirtaldir sendu ábendingar: Veitur ohf. dags. 7. desember 2022.
Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa sbr. viðauka um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.
-
Lögð fram fyrirspurn skrifstofu framkvæmda og viðhalds dags. 4. janúar 2022 vegna samkeppni fyrir uppbyggingu leik- og grunnskóla á Fleyvangi og göngu- og hjólabrúar yfir í Vogabyggð svæði 5.
Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs.
-
Lögð fram fyrirspurn Sigurlaugar Erlu Gunnarsdóttur, dags. 6. desember 2022, um rekstur gististaðar í flokki II að Hverfisgötu 58B. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 5. janúar 2023.
Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 5. janúar 2023, samþykkt.
Fylgigögn
-
Lögð fram umsókn L157 ehf., dags. 1. desember 2022, um breytingu á deiliskipulagi Skúlagarðsreits eystri vegna lóðarinnar nr. 157 við Laugaveg. Í breytingunni sem lögð er til felst stækkun lóðarinnar í samræmi við nýtt lóðarblað, dags. 31. mars 2022, og minnkar nýtingarhlutfall vegna stækkunar lóðar, ásamt því að hámarks byggingarmagn er hækkað, samkvæmt uppdr. JDA ehf. ódags.
Vísað til meðferðar verkefnisstjóra.
Vakin er athygli á að erindið fellur undir gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1051/2022.
-
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 15. desember 2022 var lögð fram fyrirspurn Paron ehf., dags. 7. desember 2022, um breytingu á notkun hússins á lóð nr. 36 við Baldursgötu úr verslunarhúsnæði í íbúðarhúsnæði. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 5. janúar 2023.
Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 5. janúar 2023.
Fylgigögn
-
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Guðmundar Odds Víðissonar, dags. 7. september 2022, ásamt bréfi, dags. 7. september 2022, um breytingu á deiliskipulagi Stekkjarbrekkna-Hallsvegar vegna lóðarinnar nr. 12 við Lambhagaveg. Í breytingunni sem lögð er til felst að komið er fyrir tveimur nýjum byggingarreitum á lóð fyrir rafmagnshleðslu og sölu á eldsneyti, samkvæmt uppdr. DAP dags. 6. september 2022. Einnig er lagt fram samkomulag Reykjavíkurborgar og Löðurs ehf., dags. 12. apríl 2022. Tillagan var auglýst frá 4. nóvember 2022 til og með 16. desember 2022. Eftirtaldir sendu ábendingar: Veitur ohf. dags. 7. desember 2022.
Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa sbr. viðauka um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.
Fundi slitið kl. 14:33
Björn Axelsson Borghildur Sölvey Sturludóttir
Helena Stefánsdóttir
PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa 5. janúar 2023