Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa
Ár 2022, fimmtudaginn 15. desember kl. 09:10, hélt skipulagsfulltrúi Reykjavíkur 897. embættisafgreiðslufund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar umhverfis- og skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn á skrifstofu skipulagsfulltrúa Borgartúni 12 - 14, 2. hæð, Stardalur.
Fundinn sátu: Björn Axelsson, Helena Stefánsdóttir og Jóhanna Guðjónsdóttir.
Eftirtaldir embættismenn kynntu mál á fundinum: Sólveig Sigurðardóttir, Sigríður Lára Gunnarsdóttir, Ingvar Jón Bates Gíslason, Olga Guðrún B. Sigfúsdóttir, Hrafnhildur Sverrisdóttir, Sigríður Maack, Lilja Grétarsdóttir og Þórður Már Sigfússon.
Ritari var Harri Ormarsson.
Þetta gerðist:
-
Lagt fram málskot Kristjáns Ásgeirssonar dags. 6. desember 2022 vegna afgreiðslu skipulagsfulltrúa frá 3. nóvember 2022 um nýtingu atvinnuhúsnæðis að Arnarhlíð 2, samkvæmt uppdr. ALARK arkitekta ehf. dags. 26. september 2022. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 3. nóvember 2022.
Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs.
-
Lögð fram fyrirspurn Orkunnar IS ehf., dags. 9. desember 2022, um endurnýjun á skilti á austurgafli hússins á lóð nr. 17 við Austurstræti. Einnig lagt fram bréf Libra lögmanna dags. 9. desember 2022.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.
-
Lögð fram fyrirspurn Paron ehf., dags. 7. desember 2022, um breytingu á notkun hússins á lóð nr. 36 við Baldursgötu úr verslunarhúsnæði í íbúðarhúsnæði.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
-
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 8. desember 2022 var lögð fram fyrirspurn Elínborgar Jóh. Þorsteinsdóttur f.h. Saumastofu Elínborgar ehf., dags. 4. desember 2022, um að breyta atvinnuhúsnæði í íbúð á lóð nr. 8 við Bríetartún. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 15. desember 2022.
Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 15. desember 2022, samþykkt.
-
Lögð fram fyrirspurn Björgvins Víglundssonar f.h. Arnarós hf., dags. 16. nóvember 2022, um að breyta notkun rýmis merkt 0201 í húsinu á lóð nr. 2 við Garðastræti úr skrifstofu í íbúð. Einnig er lögð fram skissa ódags.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
-
Lögð fram fyrirspurn Sigurðar Inga Erlingssonar, dags. 5. desember 2022, um breytingu á notkun bílskúrs á lóð nr. 11 við Melhaga í vinnustofu, samkvæmt skissu ódags. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 15. desember 2022.
Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 15. desember 2022, samþykkt.
-
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 8. desember 2022 var lögð fram fyrirspurn Magnhús ehf., dags. 18. október 2022, um fjölgun íbúða í húsinu á lóð nr. 7 við Nönnugötu. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 12. desember 2022.
Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 12. desember 2022, samþykkt.
-
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 1. desember 2022 var lögð fram fyrirspurn Guðmundar Odds Víðissonar f.h. Sunnutorgs ehf., dags. 28. nóvember 2022, um breytingu á deiliskipulagi Skipholtsreits vegna lóðarinnar nr. 30 við Brautarholt, sem felst í að rífa og endurgera þakhæð og koma fyrir einni inndreginni aukahæð, ásamt þakgarði og svölum, samkvæmt uppdr. DAP ódags. Einnig er lagt fram bréf hönnuðar dags. 28. nóvember 2022. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 15. desember 2022.
Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 15. desember 2022, samþykkt.
-
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn Krads ehf. dags. 12. apríl 2022 varðandi breytingu á deiliskipulagi Nýlendureits vegna lóðarinnar nr. 40 við Vesturgötu. Í breytingunni felst að heimilt er að breyta verslunarrými á jarðhæð hússins í íbúð og skipta efri hæðum hússins í tvær íbúðir, samkvæmt uppdr. Krads. ehf. dags. 18. mars 2022. Einnig eru lagðar fram umsagnir skipulagsfulltrúa dags. 6. og 30. maí 2022 og 20. október 2022. Erindi var grenndarkynnt frá 15. nóvember 2022 til og með 13. desember 2022. Engar athugasemdir bárust.
Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa sbr. viðauka um embættisafgreiðslufundur skipulagsfulltrúa við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.
-
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 8. desember 2022 var lögð fram fyrirspurn Gísla Magnússonar, dags. 1. nóvember 2022, um að færa innkeyrslu að lóð nr. 44A við Vesturgötu frá Vesturgötu að Nýlendugötu. Einnig er lögð fram loftmynd ódags. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 15. desember 2022.
Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 15. desember 2022.
-
Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar, dags. 9. desember 2022, þar sem ekki er gerð athugasemd við birtingu auglýsingu í B-deild Stjórnartíðinda þegar brugðist hefur við eftirfarandi: Í skipulagsgögnum þarf að setja fram fjölda íbúða á svæðinu sbr. kafla 3.5.1 í aðalskipulagi. Í breytingunni segir að svæði fyrir íbúðarbyggð (B) verður stækkað (og svæði A minnkað) og muni ná yfir það svæði sem deiliskipulagsbreytingin nái yfir. Skilmálar (B) munu því eiga við um svæðið en ekki skilmálar fyrir "miðsvæði" - blönduð byggð eins og í gildandi deiliskipulagi. Í gildandi deiliskipulagi Gufunes, áfanga 1 segir að svæði (B) sé grænt íbúðarsvæði við sjó sem rúmar 250-300 íbúðir. Auk þess bendir stofnunin á að í greinargerð skipulagsfulltrúa er vísað til rammaskipulags sem verið sé að vinna fyrir 2. áfanga í Gufunesi. Stofnunin telur ástæðu til að benda á að rammaskipulag er stefna fyrir hverfi eða bæjarhluta en hefur ekki lögformlegt gildi.
Vísað til meðferðar verkefnisstjóra.
-
Lögð fram fyrirspurn Jóns Þórs Þorvaldssonar, dags. 6. desember 2022, um stækkun hússins á lóð nr. 39 við Seiðakvísl sem felst í að koma fyrir glerskála út frá stofu ásamt því að stækka bílskúr til norðurs, samkvæmt uppdr. Úti og Inni arkitekta dags. 28. nóvember 2022.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
-
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 8. desember 2022 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 6. desember 2022 þar sem sótt er um leyfi til að innrétta búsetuúrræði í mhl. 02 og mhl. 03 á lóð nr. 19 við Laufásveg. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.
Samþykkt að grenndarkynna framlagða byggingarleyfisumsókn fyrir hagsmunaaðilum að Laufásvegi 14, 17, 18, 18a, 19, 20, 22 og 25, Skálholtsstíg 6 og Þingholtsstræti 30 og 34. Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir grenndarkynningu áður en kynning fer fram samkv. 8.1. gr. gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1051/2022.
-
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 8. desember 2022 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 6. desember 2022 þar sem sótt er um leyfi til að innrétta búsetuúrræði í íbúðar- og skrifstofuhúsi á lóð nr. 21-23 við Laufásveg. Erindinu var vísað til meðferðar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.
Samþykkt að grenndarkynna framlagða byggingarleyfisumsókn fyrir hagsmunaaðilum að Laufásvegi 14, 17, 18, 18a, 19, 20, 22 og 25, Skálholtsstíg 6 og Þingholtsstræti 30 og 34. Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir grenndarkynningu áður en kynning fer fram samkv. 8.1. gr. gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1051/2022.
-
Lögð fram fyrirspurn Bjarna Þórs Einarssonar, dags. 6. desember 2022, um þegar gerða viðbyggingu við bílskúr á lóð nr. 7 við Skipasund og breytingu á notkun hans yfir í íbúðarrými.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
-
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 13. október 2022 var lögð fram umsókn Vínlandsleiðar ehf. dags. 12. september 2022 um breytingu á deiliskipulagi Grafarholts, athafnasvæðis vegna lóðarinnar nr. 12-14 við Vínlandsleið. Í breytingunni sem lögð er til felst að afmarkaður er reitur fyrir reiðhjólaskýli á núverandi bílastæði á sunnanverðri lóðinni, samkvæmt uppdr. THG Arkitekta dags. 12. september 2022. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.
Samþykkt með vísan til heimilda umembættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar, sbr. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir óveruleg breytingu á deiliskipulagi á grundvelli málsmeðferðar skv. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga og þarf að greiða skv. 8.2. gr. gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1051/2022.
-
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 1. desember 2022 var lögð fram umsókn Úlfarsá ehf., dags. 17. nóvember 2022, um breytingu á deiliskipulagi Úlfarsárdals vegna reits E. Í breytingunni sem lögð er til felst að afmarkaður er nýr byggingarreitur fyrir djúpgáma á lóð ásamt því að afmarkaður er reitur merktur þjónustusvæði fyrir verslun austan við móttöku, samkvæmt uppdr. Teiknistofunnar Traðar dags. 16. nóvember 2022. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.
Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar, sbr. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir óveruleg breytingu á deiliskipulagi á grundvelli málsmeðferðar skv. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga og þarf að greiða skv. 8.2. gr. gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1051/2022.
-
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 8. desember 2022 var lögð fram fyrirspurn Kennarasambands Íslands, dags.22. nóvember 2022, um að setja 20 fm sorpskýli á lóð nr. 30 við Borgartún. Einnig er lögð fram loftmynd ódags. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 15. desember 2022.
Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 15. desember 2022, samþykkt.
-
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 1. desember 2022 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 29. nóvember 2022 þar sem sótt er um leyfi til að reisa timburtengibyggingu með einhalla þaki við leikskólann Fífuborg og breyta innra skipulagi húss á lóð nr. 13 við Fífurima. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 15. desember 2022.
Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 15. desember 2022, samþykkt.
-
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 8. desember 2022 var lögð fram fyrirspurn Sigurjóns Jónassonar og Normu V. Hallgrímsdóttur, dags. 21. nóvember 2022, um hækkun hússins á lóð nr. 19. við Kirkjuteig ásamt því að setja kvisti og svalir á húsið, samkvæmt skissum ódags. Einnig er lögð fram greinargerð ódags. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 15. desember 2022.
Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 15. desember 2022, samþykkt. Byggingarleyfisumsókn verður grenndarkynnt berist hún.
-
Að lokinni kynningu er lögð fram að nýju skipulagslýsing VSÓ ráðgjafar dags. ágúst 2022 vegna nýs deiliskipulags að Kleppsgörðum. Tilgangur skipulagsins er að koma fyrir byggingu húsnæðis fyrir viðbragðsaðila á höfuðborgarsvæðinu. Einnig er lögð fram húsakönnun Borgarsögusafn Reykjavíkur dags. 24. ágúst 2022 og fornleifaskráning Borgarsögusafns Reykjavíkur dags. 30. ágúst 2022. Lýsingin var kynnt frá 22. september 2022 til og með 20. október 2022. Eftirtaldir sendu umsagnir: Míla dags. 5. október 2022, Skipulagsstofnun dags. 6. október 2022, Íbúaráð Laugardals dags. 11. október 2022, Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur dags. 20. október 2022, Landspítalinn dags. 23. nóvember 2022 og Minjastofnun Íslands dags. 29. nóvember 2022. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 27. október 2022 og er nú lagt fram að nýju.
Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs.
-
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 1. desember 2022 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 29. nóvember 2022 þar sem sótt er um leyfi til að byggja viðbyggingu úr léttu byggingarefni þar sem koma á fyrir eldhúsi og með tengingu út í garð í húsi á lóð nr. 30 við Njörvasund. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.
Samþykkt að grenndarkynna framlagða byggingarleyfisumsókn fyrir hagsmunaaðilum að Njörvasundi 32 og Drekavogi 12, 14 og 16. Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir grenndarkynningu áður en kynning fer fram samkv. 8.1. gr. gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1051/2022.
-
Lögð fram umsókn Gísla B. Ívarssonar dags. 5. júlí 2022 um breytingu á deiliskipulagi reits 1.133.1, Landhelgisgæslureits vegna lóðarinnar nr. 61 við Vesturgötu. Í breytingunni sem lögð er til felst að lóðinni er skipt upp í tvær lóðir þ.e. Vesturgata 61 og Seljavegur 8. Á hvorri lóð er skilgreindur byggingarreitur og leyfilegt að byggja eitt íbúðarhús innan hvors reits, samkvæmt uppdr. Verkís dags. 29. apríl 2022.
Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs. Komi til auglýsingar á breytingu deiliskipulagi, þarf umsækjandi áður að greiða skv. 7.5. gr. í gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1051/2022.
-
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 4. júní 2021 var lögð fram umsókn Vigfúsar Halldórssonar dags. 31. maí 2021 ásamt greinargerð Stefáns Auðuns Stefánssonar dags. 7 janúar 2021 varðandi breytingu á deiliskipulagi Teigagerðisreits vegna lóðarinnar nr. 4 við Breiðagerði. Í breytingunni felst að í stað hangandi stálsvala utan á kvistvegg komi verönd sem hvílir á burðavirkjum þaks yfir stofu, samkvæmt uppdr. Vigfúsar Halldórssonar dags. 27. maí 2021, br. dags. 13. desember 2022. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.
Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu að óverulegri breytingu á deiliskipulagi fyrir hagsmunaaðilum að Breiðagerði 2 og 6 og Bakkagerði 1, 3 og 5.
-
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 10. nóvember 2022 var lögð fram fyrirspurn Hannesar Jónasar Jónssonar, dags. 4. nóvember 2022, um að breyta skráningu á íbúðarhúsnæði í atvinnuhúsnæði í kjallara á lóð nr. 10 við Lautarveg. Einnig lagt fram bréf umsækjanda dags. 4. nóvember 2022 og skissa ódags. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 15. desember 2022.
Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 15. desember 2022.
-
Lögð fram umsókn Plúsarkitekta ehf. og Fring ehf., dags. 3. nóvember 2022, um breytingu á deiliskipulagi Skúlagötusvæðis vegna lóðarinnar nr. 14 við Lindargötu. Í breytingunni sem lögð er til felst að heimilt verður að hækka húsið um eina hæð, samkvæmt uppdr. Plúsarkitekta ódags. Einnig er lagt fram skuggavarp Plúsarkitekta ódags.
Vísað til meðferðar verkefnastjóra.
-
Lögð fram fyrirspurn Björns Skaptasonar, dags. 17. október 2022, um færslu á spennistöð á lóð nr. 40A við Sigtún, samkvæmt tillögu ódags. Einnig lagt fram bréf hönnuðar f.h. Íslandshótela og Veitna dags. 17. október 2022 og bréf stjórnarformanns f.h. Íslandshótela og Helgalands dags. 26. september 2022. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 15. desember 2022.
Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 15. desember 2022, samþykkt.
-
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 13. desember 2023 þar sem sótt er um leyfi til að breyta notkun lóðar frá því að vera einungis fyrir bílastæði í því að hluti lóðar sé einnig fyrir AC og DC rafhleðslustöðvar á lóð nr. 5a við Bíldshöfða.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.
-
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 1. desember 2022 var lögð fram fyrirspurn Unnars Karls Halldórssonar og Guðlaugar Helgu Jónasardóttur, dags. 15. nóvember 2022, um stækkun hússins á lóð nr. 26 við Esjugrund, samkvæmt uppdr. dags. 11. nóvember 2022. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 15. desember 2022.
Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 15. desember 2022, samþykkt.
-
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 25. október 2022 þar sótt er um leyfi til að breyta kjallara, þ.e. baðherbergi stækkað, reistur nýr garðskáli við suðvesturhorn íbúðar og komið fyrir nýrri hurð á útvegg að garðskála í húsi á lóð nr. 12 við Kleifarveg. Erindi var grenndarkynnt frá 15. nóvember 2022 til og með 13. desember 2022. Engar athugasemdir bárust.
Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa sbr. viðauka um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar. Vísað til fullnaðarafgreiðslu byggingarfulltrúa.
-
Lagt fram erindi Mosfellsbæjar dags. 8. desember 2022 þar sem óskað er eftir umsögn um tillögu að breytingu á deiliskipulagi Korpúlfsstaðavegar, dags. 8. desember 2022. Breytingin byggir á tilfærslu skipulagsmarka vegna aðliggjandi skipulags. Einnig eru á uppdrætti innfærðar tillögur að tengingum nýs skipulags við veginn. Sýndar eru gatnatengingar við nýlega kynnta tillögu deiliskipulags verslunar-, þjónustu- og athafnarsvæðis að Blikastöðum vestan vegarins. Tengingarnar eru þrjár, gatnamót, hringtorg og Þverun Borgarlínu.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.
-
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 18. nóvember 2022 var lögð fram umsókn Faxaflóahafna sf., dags. 14. nóvember 2022, ásamt bréfi, dags. 11. nóvember 2022, varðandi breytingu á deiliskipulagi Skarfabakka, Klettavæði vegna lóðarinnar nr. 6-8 við Skarfagarða. Í breytingunni sem lögð er til felst sameining lóðanna nr. 6, 8 og 10 við Skarfagarða, samkvæmt uppdr. Arkís arkitekta 22. mars 2022. Erindinu var vísað til meðferðar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.
Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs. Komi til auglýsingar á breytingu deiliskipulagi, þarf umsækjandi áður að greiða skv. 7.5. gr. í gjaldskrá vegna kostnaðar viðskipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1051/2022.
-
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 18. nóvember 2022 var lögð fram fyrirspurn Íslenska gámafélagsins ehf., dags. 8. nóvember 2022, um að hætt verði við vegaframkvæmdir við Steinsléttu. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 15. desember 2022.
Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 15. desember 2022.
-
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 1. desember 2022 var lögð fram fyrirspurn S30C ehf., dags. 24. nóvember 2022, um breytingu á deiliskipulagi Laugardals, vesturhluta vegna lóðarinnar nr. 30C við Sundlaugaveg sem felst í stækkun lóðarinnar. Einnig eru lagðar fram tvær tillögur að stækkun sem skissaðar eru inn á uppdrætti dagsettir 15. febrúar 1999. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 15. desember 2022.
Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 15. desember 2022, samþykkt.
-
Lögð fram fyrirspurn Símans hf., dags. 25. nóvember 2022, um uppbyggingu á lóð Símans undir Úlfarsfelli þar sem jarðstöðin Skyggnir er í dag, samkvæmt uppdr. Astron dags. 15. október 2020.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
-
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 18. nóvember 2022 var lögð fram fyrirspurn Jeannot A Tsirenge, dags. 4. nóvember 2022, ásamt bréfi dags. 3. nóvember 2022 þar sem spurt er um fyrirhugaða stækkun hússins að Snorrabraut 27 og uppskiptingu lóðarinnar nr. 27-29 við Snorrabraut. Einnig er lagður fram uppdr. Vinnustofunnar Þverár ehf. dags. 6. júlí 2004, -br. 28. september 2004. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 15. desember 2022.
Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 15. desember 2022, samþykkt.
-
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 13. desember 2023 þar sem sótt er um leyfi til að byggja steinsteypt, fjögurra íbúða fjölbýlishús á fjórum hæðum á lóð nr. 157 við Laugaveg.
Neikvætt, samræmist ekki deiliskipulagi. Breyta þarf lóðamörkum.
-
Lögð fram fyrirspurn Alternance slf., dags 21. október 2022, ásamt greinargerð, ódags., um breytingu á deiliskipulagi reits 1.161, Suðurgata-Garðastræti, vegna lóðarinnar nr. 6 við Suðurgötu sem felst í að gera upp gömlu bygginguna í sem upprunalegustum stíl, rífa seinni tíma viðbyggingu og að byggja nýtt tveggja hæða bakhús innst á lóðinni, samkvæmt uppdr. Alternance slf., dags. 29. júlí 2022. Einnig er lagt fram skuggavarp Alternance slf., dags. 29. júlí 2022 og umsögn Minjastofnunar Íslands, dags. 17. ágúst 2022.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
-
Lagt fram erindi Einars Ágústssonar, dags. 13. janúar 2022, þar kærð er sú framkvæmd Orkuveitu Reykjavíkur að tæma með varanlegum hætti stíflulón ofan Árbæjarstíflu í árslok 2020. Einnig er lagt fram svarbréf skipulagsfulltrúa til Einars Ágústssonar, dags. 15. febrúar 2022. Jafnframt er lagt fram bréf skipulagsfulltrúa til Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 6. nóvember 2022, skoðunarskýrsla eftirlitsdeildar umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 26. október 2022, og svarbréf Orkuveitu Reykjavíkur til skipulagsfulltrúa, dags. 2. desember 2022.
Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs.
Fundi slitið kl. 14:15
Björn Axelsson Borghildur Sölvey Sturludóttir
Helena Stefánsdóttir
PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa 15. desember 2022