Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa - Fundur nr. 1043

Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa

Ár 2026, þriðjudaginn 6. janúar kl. 09:08, hélt skipulagsfulltrúi Reykjavíkur 1043. embættisafgreiðslufund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar umhverfis- og skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn á skrifstofu skipulagsfulltrúa Borgartúni 12-14, 3. hæð, Gjáin. Fundinn sátu: Brynjar Þór Jónasson og Hjördís Sóley Sigurðardóttir. Eftirtaldir embættismenn kynntu mál á fundinum: Birgitta Rut Skúlad. Hjörvar, Jarþrúður Iða Másdóttir, Ólafur Ingibergsson, Sindri Þórhallsson, Valný Aðalsteinsdóttir og Sigríður Maack. Fundarritari var Helena Stefánsdóttir.

Þetta gerðist:

  1. Vesturbrún 18 - Málskot - USK25010293

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 27. febrúar 2025 var lagt fram málskot Friðriks Pálssonar og Ingibjargar Guðnýjar Friðriksdóttur, dags. 24. janúar 2025, vegna neikvæðrar afgreiðslu skipulagsfulltrúa frá 6. júní 2024 um að setja bílastæði á lóð nr. 18 við Vesturbrún, samkvæmt greinargerð, ódags. og uppdr. Betula, dags. 1. september 2023. Einnig var lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 6. júní 2024. Erindinu var vísað til umhverfis- og skipulagsráðs til afgreiðslu og er nú lagt fram að nýju ásamt tölvupósti Friðriks Pálssonar, dags. 22. desember 2025, þar sem málskot er dregið til baka.

    Málskot dregið til baka sbr. tölvupóstur, dags. 22. desember 2025.

  2. Máshólar 19 - (fsp) Fjölgun íbúða - USK25120107

    Lögð fram fyrirspurn Eiríks Þórarins Davíðssonar, dags. 8. desember 2025, um fjölgun íbúða í húsinu á lóð nr. 19 við Máshóla í tvær íbúðir með sitthvort fastanúmerið. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 6. janúar 2026.

    Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 6. janúar 2026.

    Fylgigögn

  3. Skúlagötusvæði - (fsp) Breyting á deiliskipulagi - Frakkastígur 6A - USK25120017

    Lögð fram fyrirspurn Zeppelin ehf., dags. 1. desember 2025, ásamt bréfi, dags. 1. desember 2025, um breytingu á deiliskipulagi Skúlagötusvæðis vegna lóðarinnar nr. 6A við Frakkastíg, sem felst í að hækka óbyggða viðbyggingu um eina hæð, samkvæmt tillögu ódags. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 6. janúar 2026.

    Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 6. janúar 2026, samþykkt.

    Fylgigögn

  4. Vatnagarðar 12 - Geymslustaður ökutækja - USK25120333

    Lagt fram bréf Samgöngustofu, dags. 22. desember 2025, þar sem óskað er eftir umsögn um ökutækjaleigur, vegna umsóknar ökutækjaleigunnar Okkar Bílaleiga ehf. um að bæta við geymslustað ökutækja að Vatnagörðum 12, með allt að 10 ökutæki til útleigu. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 6. janúar 2026.

    Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 6. janúar 2026, samþykkt.

    Fylgigögn

  5. Langagerði 24 - (fsp) Stækkun húss - USK25110185

    Lögð fram fyrirspurn Juliu Jialu Wang, dags. 12. nóvember 2025, um stækkun hússins á lóð nr. 24 við Langagerði, samkvæmt tillögu, dags. 12. nóvember 2025. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 6. janúar 2026.

    Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 6. janúar 2026, samþykkt.

    Fylgigögn

  6. Kringlan - Áfangi 1 - Breyting á deiliskipulagi - USK24060140

    Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar, dags. 23. desember 2025, þar sem tilgreint er að stofnunin geti ekki tekið afstöðu til efnis og/eða forms deiliskipulagsbreytingarinnar þar sem skýra þar betur ýmis atriði og gera lagfæringar á gögnum, sbr. bréfi.

    Vísað til meðferðar verkefnastjóra.

  7. Kringlan 4-12 - (fsp) Uppbygging - USK25060149

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 26. júní 2025 var lögð fram fyrirspurn Arons Elí Sævarssonar, dags. 11. júní 2025, ásamt bréfi Reita-fasteignafélags, dags. 11. júní 2025, um uppbyggingu á lóð norðan megin Kringlunnar, samkvæmt tillögu Nordic Office of Architecture, dags. 4. júní 2025. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 6. janúar 2026.

    Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 6. janúar 2026, samþykkt.

    Fylgigögn

  8. Sjafnargata 9 - (fsp) Svalir - USK25090239

    Lögð fram fyrirspurn Helga Indriðasonar, dags. 16. september 2025, um að setja svalir á suðurhlið 3. hæðar hússins á lóð nr. 9 við Sjafnargötu, samkvæmt uppdr. ASK arkitekta, dags. 16. september 2025. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 6. janúar 2026.

    Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 6. janúar 2026.

    Fylgigögn

  9. Köllunarklettur - Skipulagslýsing vegna nýs deiliskipulags - USK25060055

    Að lokinni kynningu er lögð fram að nýju skipulagslýsing umhverfis- og skipulagssviðs, dags. í september 2025, vegna nýs deiliskipulags fyrir Köllunarklett. Svæðið afmarkast af Sæbraut, Klettagörðum, Héðinsgötu, Köllunarklettsvegi og Sundagörðum. Megintilgangur með skipulagslýsingunni og í framhaldi deiliskipulagsvinnunni er að móta svæðið með tilliti til blandaðrar byggðar og vistvænum áherslum. Lýsingin var kynnt frá 9. október 2025 til og með 6. nóvember 2025. Umsagnir bárust. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnastjóra á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 11. nóvember 2025 og er nú lagt fram að nýju.

    Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs til kynningar.

  10. Sogamýri - Breyting á deiliskipulagi - Mörkin 8 - USK25110102

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 2. desember 2025 var lögð fram umsókn Fasteignarinnar Markarinnar ehf., dags. 6. nóvember 2025, um breytingu á deiliskipulagi Sogamýrar vegna lóðarinnar nr. 8 við Mörkina. Í breytingunni sem lögð er til felst stækkun núverandi byggingarreits til norðurs og viðbótarbyggingarreita sunnanmegin, svo að reisa megi tveggja hæða nýbyggingu við suðurenda núverandi byggingar með samtals 8 íbúðum, samkvæmt uppdr. KRark, dags. 4. nóvember 2025. Umsækjandi var beðinn um að hafa samband við embættið og er erindi nú lagt fram að nýju

    Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu að óverulegri breytingu á deiliskipulagi fyrir hagsmunaaðilum að Suðurlandsbraut 58-64 og Mörkinni 4 og 6.

    Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir grenndarkynningu áður en kynning fer fram samkv. gr. 7.6. í gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1381/2024.

Fundi slitið kl. 10.35

Brynjar Þór Jónasson Hjördís Sóley Sigurðardóttir

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa 6. janúar 2026