Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa - Fundur nr. 1035

Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa

Ár 2025, þriðjudaginn 4. nóvember kl. 09:05, hélt skipulagsfulltrúi Reykjavíkur 1035. embættisafgreiðslufund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar umhverfis- og skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn á skrifstofu skipulagsfulltrúa Borgartúni 12-14, 3. hæð, Gjáin. Fundinn sátu: Brynjar Þór Jónasson og Hjördís Sóley Sigurðardóttir. Eftirtaldir embættismenn kynntu mál á fundinum: Birgitta Rut Skúlad. Hjörvar, Ágúst Skorri Sigurðsson, Hildur Ýr Ottósdóttir, Sigríður Maack, Þórður Már Sigfússon, Jarþrúður Iða Másdóttir og Sindri Þórhallsson. Fundarritari var Helena Stefánsdóttir.

Þetta gerðist:

  1. Garðastræti 42 - (fsp) Stækkun húss - USK25090164

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 14. október 2025 var lögð fram fyrirspurn Steinþórs Kára Kárasonar, dags. 10. september 2025, ásamt bréfi, dags. 10. september 2025, um stækkun hússins á lóð nr. 42 við Garðastræti, samkvæmt tillögu Kurt og Pí, dags. 8. september 2025. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 4. nóvember 2025.

    Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 4. nóvember 2025, samþykkt.

    Fylgigögn

  2. Dalbrautarreitur - Breyting a deiliskipulagi - Leirulækur 4-6 - USK25080276

    Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að breytingu á deiliskipulagi lóðanna nr. 4 og 6 við Leirulæk. Í breytingunni sem lögð er til felst að sameina lóðir tveggja leikskóla, Lækjarborgar og Laugaborgar og stækka lóð lítillega vegna tilfærslu á bílastæðum. Þá er heimild fyrir niðurrifi eldri bygginga á lóð í heild eða að hluta og í stað þeirra að reisa 10 deilda leikskóla að hámarki 2.600m² með 200 nemendum og 60 starfsmönnum. Tillaga er samkvæmt uppdr. Sprint studio, dags. 27. ágúst 2025. Tillagan var grenndarkynnt frá 29. september 2025 til og með 27. október 2025. Athugasemdir og umsagnir bárust.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  3. Laugardalur - Breyting á deiliskipulagi vegna skólaþorps við Reykjaveg - USK24100252

    Að lokinni auglýsingu er lagt fram að nýju afgreiðslubréf borgarstjórnar, dags. 5. júní 2025, vegna samþykktar borgarstjórnar á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Laugardals vegna skólaþorps við Reykjaveg. Tillagan var auglýst frá 18. september 2025 til og með 30. október 2025. Athugasemdir og ábendingar bárust.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  4. Borgarhverfi, A hluti - Breyting á deiliskipulagi - Vættaborgir 18-20 - USK25050291

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 26. júní 2025 var lögð fram umsókn Þórs Hallgrímssonar, dags. 19. maí 2025, ásamt bréfi eigenda að Vættaborgum 18-20, dags. 16. maí 2025, um breytingu á deiliskipulagi Borgarhverfis, A hluta, vegna lóðarinnar nr. 18-20 við Vættaborgir. Í breytingunni sem lögð er til felst stækkun á byggingarreit til suðurs að hluta. Um er að ræða stækkun vegna viðbyggingar við bílskúrshluta byggingar, samkvæmt uppdr. Verkfræðistofunnar Stoð ehf., dags. 24. apríl 2025. Umsækjanda var bent á að hafa samband við embætti skipulagsfulltrúa og er erindi nú lögð fram að nýju.

    Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu að óverulegri breytingu á deiliskipulagi fyrir hagsmunaaðilum að Vættaborgum 6, 14-16 og 22-24.

    Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir grenndarkynningu áður en kynning fer fram samkv. 7. 6. gr. gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1381/2024.

  5. Korpúlfsstaðir - Breyting á deiliskipulagi - Thorsvegur 1 - USK25110035

    Lögð fram tillaga umhverfis- og skiplagssviðs að breytingu á deiliskipulagi Korpúlfsstaða vegna lóðarinnar nr. 1 við Thorsveg. Í breytingunni sem lögð er til felst að reitur b er færður til vesturs í um tæpa 22 metra frá lóðarmörkum til austurs að Korpúlfsstöðum og frá göngustígnum norðan við skika 8, land nr. L213909, og að valinn er einn litur úr litatöflu og verður öll byggingin með lit RAL 7006, samkvæmt uppdrætti Teiknistofunnar Storð, dags. 27. október 2025.

    Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu að óverulegri breytingu á deiliskipulagi fyrir hagsmunaaðilum að Garðstöðum 1-19, 2-18 og Thorsvegi 1.

    Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir grenndarkynningu áður en kynning fer fram samkv. 7. 6. gr. gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1381/2024.

  6. Háskóli Íslands - Framkvæmdaleyfi - USK25080085

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 21. ágúst 2025 var lögð fram umsókn Fagforms ehf., dags. 11.ágúst 2025, um framkvæmdaleyfi til að grafa niður undirstöður fyrir skiltastaura og koma skiltum fyrir á bílastæðum á lóð Háskóla Íslands. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt tölvupósti Fagforms, dags. 29. október 2025, þar sem umsókn er dregin til baka.

    Umsókn dregin til baka sbr. tölvupósti, dags. 29. október 2025.

  7. Laugarás - Breyting á deiliskipulagi - Laugarásvegur 1 - USK25020218

    Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn Friðriks Friðrikssonar, dags. 18. febrúar 2025, um breytingu á deiliskipulagi Laugaráss vegna lóðarinnar nr. 1 við Laugarásveg. Í breytingunni sem lögð er til felst að breyta atvinnuhúsnæði á fyrstu hæð í íbúðir, samkvæmt uppdr. Studio F - arkitekta, dags. 23. júlí 2025. Erindið var grenndarkynnt frá 2. október 2025 til og með 30. október 2025. Athugasemdir og umsagnir bárust.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  8. Vogabyggð svæði 2 - (fsp) Breyting á deiliskipulagi - Kleppsmýrarvegur 8 og Bátavogur 2 - USK25080269

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 4. september 2025 var lögð fram fyrirspurn Kanon arkitekta ehf., dags. 27. ágúst 2025, ásamt greinargerð dags. 26. ágúst 2025, um breytingu á deiliskipulagi Vogabyggðar svæðis 2 vegna lóðanna nr. 8 við Kleppsmýrarveg og 2 við Bátavog sem felst í sameiningu lóðanna tveggja og uppbyggingu nýrrar íbúðarbyggðar, samkvæmt fyrirspurnartillögu Kanon arkitekta, dags. 26. ágúst 2025. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 4. nóvember 2025.

    Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 4. september 2025, samþykkt.

    Fylgigögn

  9. Mosfellsbær - Borgarlína í landi Blikastaða frá Korpúlfsstaðavegi að Skálatúnslæk - Deiliskipulag - USK25100373

    Lögð fram umsagnarbeiðni Mosfellsbæjar, dags. 21. október 2025, þar sem óskað er eftir umsögn um skipulagslýsingu, ódags., vegna deiliskipulags Borgarlínu í landi Blikastaða. Skipulagslýsingin fjallar um fyrirhugað vegstæði Borgarlínu í Mosfellsbæ, á um 850 metra kafla milli Korpúlfsstaðavegar og fyrsta áfanga Blikastaðalands. Markmið verkefnisins er að tryggja samfellda tengingu hraðvagnakerfisins milli Reykjavíkur og Mosfellsbæjar og stuðla að sjálfbærum samgöngum, vistvænni uppbyggingu og betra aðgengi fyrir gangandi og hjólandi. Borgarlínan verður í sérrými, tvöfaldar 7–8 metra akreinar almenningsvagna með göngu- og hjólastígum beggja vegna. Í skipulaginu verður staðsett stoppistöð sem mun verða hluti seinni áföngum íbúðabyggðar í Blikastaðalandi. Skipulagið styður við þróunarás Svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins 2040 og nýtt aðalskipulag Mosfellsbæjar 2040. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 4. nóvember 2025.

    Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 4. nóvember 2025, samþykkt.

    Fylgigögn

  10. Vesturhöfn (Örfirisey) - Breyting á deiliskipulagi - Fiskislóð 27 - USK25100348

    Lögð fram umsókn Reirs verks ehf., dags. 22. október 2025 um breytingu á deiliskipulagi Vesturhafnar (Örfiriseyjar) vegna lóðarinnar nr. 27 við Fiskislóð. Í breytingunni sem lögð er til felst að hækka nýtingarhlutfall og hámarkshæðar húss, samkv. uppdr. Nordic Office of Architecture, dags. 22. október 2025.

    Vísað til meðferðar verkefnastjóra.

    Vakin er athygli á að erindið fellur undir gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1381/2024.

  11. Bergþórugata 29 - USK25090086

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 7. október 2025 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 30. september 2025 þar sem sótt er um leyfi til þess að fjölga íbúðir í fjölbýlishús á lóð nr. 29 við Bergþórugötu. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 23. nóvember 2024.

    Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 23. október 2024.

    Fylgigögn

Fundi slitið kl. 10:27

Brynjar Þór Jónasson Hjördís Sóley Sigurðardóttir

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa 4. nóvember 2025