Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa
Ár 2025, fimmtudaginn 21. ágúst kl. 09:30, hélt skipulagsfulltrúi Reykjavíkur 1024 . embættisafgreiðslufund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar umhverfis- og skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn á skrifstofu skipulagsfulltrúa Borgartúni 12-14, 3. hæð, Gjáin. Fundinn sátu: Brynjar Þór Jónasson og Hjördís Sóley Sigurðardóttir. Eftirtaldir embættismenn kynntu mál á fundinum: Þórður Már Sigfússon, Birgitta Rut Skúlad. Hjörvar, Ólafur Ingibergsson, Britta Magdalena Ágústsdóttir Drífa Árnadóttir og Valný Aðalsteinsdóttir. Fundarritari var Helena Stefánsdóttir.
Þetta gerðist:
-
Hlíðarendi 6-10 - (fsp) Breyting á auglýsingarflötum á auglýsingaskilti - USK25040183
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 12. júní 2025 var lögð fram fyrirspurn Knattspyrnufélagsins Vals, dags. 9. apríl 2025, um breytingu á auglýsingarflötum á auglýsingaskilti á lóð nr. 6-10 við Hlíðarenda, samkvæmt uppdr. COWI, dags. 31. október 2025. Einnig er lögð fram greining COWI á umferðaróhöppum vegna auglýsingastanda, útgáfa 3, dags. 28. október 2024. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 21. ágúst 2025.
Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 21. ágúst 2025, samþykkt.
Fylgigögn
-
Kleifarvegur 14 - USK25040219
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 19. ágúst 2025 þar sem sótt er um leyfi til þess að breyta notkun og innrétta sem vinnustofu bílskúr, mhl.70, við einbýlishús á lóð nr. 14 við Kleifarveg.
Samþykkt að grenndarkynna framlagða byggingarleyfisumsókn fyrir hagsmunaaðilum að Kleifarvegi 12 og Laugarásvegi 21 og 23.
Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir grenndarkynningu áður en kynning fer fram samkv. 8.1. gr. gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1381/2024.
-
Reitur 1.140.5, Pósthússtrætisreitur - (fsp) Breyting á deiliskipulagi - Lækjargata 8 - USK25080178
Lögð fram fyrirspurn Reykjavík Arkitekta ehf., dags. 18. ágúst 2025, um að nota efri hæðir á heimilaðri nýbyggingu fyrir aftan gamla húsið á lóð nr. 8 við Lækjargötu, sem lítið hótel með litla móttöku á jarðhæð.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.
-
Ánanaust 8 - USK25050205
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 19. ágúst 2025 þar sem sótt er um leyfi til að breyta erindi USK24010259 og reisa nýja starfsmannabyggingu úr stáleiningum á lóð nr. 8 við Ánanaust.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.
-
Kópavogur - Göngu- og hjólastígar um Ásbraut - Tillaga að nýju deiliskipulagi - USK24080042
Lögð fram umsagnarbeiðni Kópavogsbæjar, dags. 31. júlí 2025, þar sem óskað er eftir umsögn skipulagsfulltrúa um tillögu, dags. 20. júní 2025, að nýju deiliskipulagi Ásbrautar. Skipulagssvæðið nær yfir fjölbýlishúsalóðir 3-21 og göturými við Ásbraut. Markmið með deiliskipulaginu er að endurhanna göturými Ásbrautar til að bæta stígakerfi og tryggja með samræmdum hætti örugga og greiða umferð gangandi og hjólandi vegfarenda í samræmi við aðalskipulag Kópavogsbæjar. Með deiliskipulaginu er núverandi byggðarmynstur fest í sessi og lagðar skipulagslegar forsendur fyrir vistlegri götumynd og öruggari göngu- og hjólaleiðum. Einnig er lagt fram minnisblað Kópavogsbæjar, dags. 2. júlí 2025, og minnisblöð VSÓ ráðgjafar um annars vegar fyrirkomulag hjólainnviða, dags. 3. júlí 2025, og hins vegar um bílastæði, dags. í júlí 2025.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.
-
Langavatnsvegur 3 - Nýtt deiliskipulag - USK25080143
Lögð fram umsókn Betula landslagsarkitekta ehf. dags. 14. ágúst 2025, um nýtt deiliskipulag fyrir lóð nr. 3 við Langavatnsveg. Í tillögunni sem lögð er til felst að koma fyrir ferðaþjónustu og afmarka útivistarsvæði á lóðinni, samkvæmt uppdr. Betula landslagsarkitekta ehf., dags. 23. apríl 2025. Einnig er lögð fram greinargerð Betula landslagsarkitekta ehf., dags. 8. júlí 2025.
Vísað til meðferðar verkefnastjóra.
Vakin er athygli á að erindið fellur undir gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1381/2024.
-
Háagerði 63 - (fsp) Fjölgun íbúða - USK25050181
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 14. ágúst 2025 var lögð fram fyrirspurn Lagvís slf., dags. 13. maí 2025, um að fjölga íbúðum í húsinu á lóð nr. 63 við Háagerði um eina íbúð þannig að önnur hæð hússins verði séríbúð. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 21. ágúst 2025.
Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 21. ágúst 2025, samþykkt.
Fylgigögn
-
Heiðargerði 92 - (fsp) Nýtt anddyri og hækkun þaks - USK25080112
Lögð fram fyrirspurn Arkiteo ehf., dags. 12. ágúst 2025, um að setja nýtt anddyri og hækka þak í vestari hluta hússins á lóð nr. 92 við Heiðargerði, samkvæmt fyrirspurnaruppdrætti Arkiteo, dags. 12. ágúst 2025
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.
-
Háskóli Íslands - Framkvæmdaleyfi - USK25080085
Lögð fram umsókn Fagforms ehf., dags. 11.ágúst 2025, um framkvæmdaleyfi til að grafa niður undirstöður fyrir skiltastaura og koma skiltum fyrir á bílastæðum á lóð Háskóla Íslands.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.
Vakin er athygli á að erindið fellur undir gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1381/2024.
-
Granaskjól 18 - USK25060185
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 19. ágúst 2025 þar sem sótt er um leyfi til að fjölga bílastæðum um eitt og byggja við lóðarmörk að lóð nr. 20, bílskúr, mhl.02, úr timbri, einangraðan og klæddan utan með klæðningu í flokki 1 sem tilheyrir íbúð 0201 í fjölbýlishúsi á lóð nr. 18 við Granaskjól.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.
-
Bragagata 26A - (fsp) Viðhaldsframkvæmdir og bæta við þakglugga - USK25050239
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 24. júlí 2025 var lögð fram fyrirspurn Björns Guðmundssonar, dags. 15. maí 2025, um viðhaldsframkvæmdir á þaki hússins á lóð nr. 26A við Bragagötu og bæta við þakglugga. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju.
Fyrirspyrjandi hafi samband við embættið.
-
Fossagata 14 - (fsp) Stækkun lóðar - USK25080158
Lögð fram fyrirspurn Sindra Snæs Ómarssonar, dags. 14. ágúst 2025, um stækkun lóðarinnar nr. 14 við Fossagötu.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.
-
Skipasund 48 - (fsp) - Fjölgun íbúða - USK25030091
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 17. júlí 2025 var lögð fram fyrirspurn Bergs Þorgilssonar, dags. 8. mars 2025, um að breyta garðstofu á lóð nr. 48 við Skipasund í íbúð með sér fasteignanúmeri, samkvæmt tillögu/skissu á byggingarnefndarteikningu. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 21. ágúst 2025.
Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 21. ágúst 2025, samþykkt.
Fylgigögn
-
Hólmsheiði 2. áfangi - Deiliskipulag athafnasvæðis - SN210147
Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar, dags. 14. ágúst 2025, þar sem gerðar eru athugasemdir við birtingu auglýsingar um samþykkt deiliskipulagsins í B-deild Stjórnartíðinda vegna reiðleiða, veitukerfa, minja og stafræns deiliskipulags sbr. bréf stofnunarinnar.
Vísað til meðferðar verkefnastjóra.
-
Kjalarnes, Vellir 5A og 5B - Sameining lóða - USK25080195
Lagt fram bréf skrifstofu skipulags- og byggingarmála, Landupplýsingar, dags. 18. ágúst 2025, um sameiningu lóðanna nr. 5A og 5B við Velli á Kjalarnesi sem felst í að lóðin nr. 5A stækkar og lóðin nr. verður afskráð, samkvæmt breytingablaði, dags. 18. ágúst 2025.
Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa sbr. viðauka um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.
-
Vatnagarðar - (fsp) Breyting á deiliskipulagi - USK25070237
Lögð fram fyrirspurn Veitna ohf., dags. 17. júlí 2025, um breytingu á deiliskipulagi Vatnagarða sem felst í að koma fyrir nýrri dreifistöð rafmagns m.a. til þess að anna þörfum hraðhleðslustöðva við Holtagarða, samkvæmt uppdr. Nordic Office of Architecture, dags. 16 júlí 2025. Svæðið er í borgarlandi og verður ný lóð afmörkuð fyrir nýja dreifistöð með staðfangið Vatnagarðar 38A.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.
-
Starfshópur um tilraunaverkefni um kjarnasamfélög - USK25060141
Fram fer kynning á rannsóknar- og greiningarvinnu fyrir tilraunaverkefni um kjarnasamfélög.
Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs til kynningar.
-
Akurgerði 9 - USK24060209
Að lokinni grenndarkynningu var lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 24. september 2024 þar sem sótt er um leyfi til að setja svalir á núverandi hús og byggja vinnustofu á lóð nr. 9 við Akurgerði. Erindið var grenndarkynnt frá 31. október 2024 til og með 28. nóvember 2024. Ábendingar og athugasemdir bárust. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 5. desember 2024 og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 19. júní 2025, um niðurfellingu máls.
Mál fellt niður sbr. umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 19. júní 2025.
Fylgigögn
Fundi slitið kl. 13:30
Brynjar Þór Jónasson Hjördís Sóley Sigurðardóttir
PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa 21. ágúst 2025