Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa - Fundur nr. 1022

Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa

Ár 2025, fimmtudaginn 7. ágúst kl. 09:10 hélt skipulagsfulltrúi Reykjavíkur 1022. embættisafgreiðslufund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar umhverfis- og skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn á skrifstofu skipulagsfulltrúa Borgartúni 12-14, 3. hæð, Gjáin. Fundinn sátu: Brynjar Þór Jónasson og Hjördís Sóley Sigurðardóttir. Eftirtaldir embættismenn kynntu mál á fundinum: Sigríður Maack, Birgitta Rut Skúlad. Hjörvar og Ingvar Jón Bates Gíslason. Fundarritari var Brynjar Þór Jónasson.

Þetta gerðist:

  1. Bergþórugata 11 og 11A (L102426) - (fsp) Lóðarstækkun - USK25080020

    Lögð fram fyrirspurn Sigurbjargar H. Gunnbjörnsdóttur, dags. 5. ágúst 2025, ásamt greinargerð, dags. 5. ágúst 2025, um að stækka lóð nr. 11 og 11A við Bergþórugötu.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  2. Skútuvogur 8 - USK25040125

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 17. júlí 2025 var lagt fram erindi fá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 8. júlí 2025 þar sem sótt er um leyf til þess að reisa frístandandi skilti, 4,0mx1.5x0.2m að stærð, við lóðamörk til norðurs á lóð nr. 8 við Skútuvog. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 7. ágúst 2025.

    Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 7. ágúst 2025, samþykkt.

    Fylgigögn

  3. Háaleitisbraut 175 - USK25060428

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 31. júlí 2025 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 29. júlí 2025 þar sem sótt er um leyfi til að byggja tímabundna stækkun úr stálgrindareiningum á einni hæð og innrétta þar matsdeild vestan við bráðamóttöku Borgarspítala á lóð nr. 175 við Háaleitisbraut. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju.

    Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið.

  4. Klapparstígur 26 - Breyting á deiliskipulagi - USK25030306

    Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn Framkvæmdafélagsins Skjald ehf., dags. 22. mars 2025, ásamt bréfi Sturlu Þórs Jónssonar, dags. 22. mars 2025, um breytingu á deiliskipulagi reits 1.171.1 Hljómalindarreits, vegna lóðarinnar nr. 26 við Klapparstíg. Í breytingunni sem lögð er til felst að heimilt verði að færa hótelmóttökuna ofar á Klapparstíg, færa herbergi neðar á Klapparstíg, útbúa verslunar- og veitingarými á horni Hverfisgötu og Klapparstígs, jafna hæð gólfplötu á fyrstu hæð þannig að hún verði samfelld, stækka út á 5. hæð, þar sem hæðin er inndregin út að handriði sem er við útbrún hæðarinnar og að stækka 4. og 5. hæð bakatil út að torginu, samkvæmt uppdr. Sturlu Thors Jónssonar, dags. 22. mars 2025. Erindið var grenndarkynnt frá 7. júlí 2025 til og með 5. ágúst 2025. Engar athugasemdir bárust.

    Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa sbr. viðauka um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.

  5. Langholtsvegur 114 - USK25050302

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 17. júlí 2025 var lagt fram erindi fá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 8. júlí 2025 þar sem sótt er um leyfi til þess að byggja sólstofu við suðurhlið 1. hæðar og viðbyggingu ofan á núverandi þaksvalir, með svölum til austurs við raðhús nr. 114, mhl.01 á lóð nr. 114-116 við Langholtsveg. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju.

    Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið.

  6. Skúlagarðsreitur - Breyting á deiliskipulagi - Laugavegur 157 - USK25070130

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 17. júlí 2025 var lögð fram umsókn Jóns Davíðs Ásgeirssonar, dags. 9. júlí 2025, um breytingu á deiliskipulagi Skúlagarðsreits vegna lóðarinnar nr. 157 við Laugaveg. Í breytingunni sem lögð er til felst að byggingarreitur stækkar og breytist lítillega, byggingarmagn á lóð er skipt upp í A rými og B rými í töflu og heildarbyggingarmagn og nýtingarhlutfall lóðar hækkar, en heimilt byggingarmagn A rýmis minnkar þá vegna skiptingar, samkvæmt uppdr. JDA, dags. 7. júlí 2025. Erindinu var vísað til meðferðar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju.

    Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu að óverulegri breytingu á deiliskipulagi fyrir hagsmunaaðilum að Laugavegi 151-155.

    Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir grenndarkynningu áður en kynning fer fram samkv. gr. 7. 6. í gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1381/2024.

  7. Framnesvegur 19 - USK23050142

    Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 21. nóvember 2024 þar sem sótt er um leyfi til þess að byggja tveggja hæða viðbyggingu og sólskála við vesturgafl einbýlishúss á lóð nr. 19 við Framnesveg.  Erindið var grenndarkynnt frá 29. janúar 2025 til og með 6. mars 2025, athugasemdafrestur var framlengdur til 31. mars 2025. Athugasemdir bárust.

    Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs til afgreiðslu.

Fundi slitið kl. 10:42

Brynjar Þór Jónasson Hjördís Sóley Sigurðardóttir

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa 7. ágúst 2025