Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa
Ár 2025, fimmtudaginn 26. júní kl. 09:08, hélt skipulagsfulltrúi Reykjavíkur 1017. embættisafgreiðslufund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar umhverfis- og skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn á skrifstofu skipulagsfulltrúa Borgartúni 12-14, 2. hæð, Gjáin. Fundinn sátu: Brynjar Þór Jónasson og Helena Stefánsdóttir. Eftirtaldir embættismenn kynntu mál á fundinum: Ingvar Jón Bates Gíslason, Hrönn Valdimarsdóttir, Birgitta Rut Skúladóttir Hjörvar, Hrafnhildur Sverrisdóttir, Ágúst Skorri Ágústsson, Drífa Árnadóttir, Sigríður Maack, Valný Aðalsteinsdóttir og Þórður Már Sigfússon. Fundarritari var Bjarki Freyr Arngrímsson.
Þetta gerðist:
-
Egilsborgarreitur, reitur 1.244.2 - (fsp) Breyting á deiliskipulagi - Háteigsvegur 1 - USK25040298
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 5. júní 2025 var lögð fram fyrirspurn Flóka Invest ehf., dags. 22. apríl 2025, um breytingu á deiliskipulagi reits 1.244.2, Egilsborgarreits, vegna lóðarinnar nr. 1 við Háteigsveg. Í breytingunni sem lögð er til felst að skilgreindur er byggingarreitur fyrir viðbyggingu, samkvæmt uppdr. Apparat, dags. 22. apríl 2024. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 26. júní 2025.
Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 26. júní 2025, samþykkt.
Fylgigögn
-
Barónsstígur 5 - (fsp) Breyting á notkun - USK25040327
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 22. maí 2025 var lögð fram fyrirspurn Kjartans Hafsteins Rafnssonar, dags. 23. apríl 2025, um að breyta notkun hússins á lóð nr. 5 við Barónsstíg úr geymsluhúsnæði í íbúðarhúsnæði. Einnig lagður fram uppdr. Hönnunar-Skipulags-Ráðgjafar, dags. 13. apríl 2025. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 26. júní 2025.
Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 26. júní 2025.
Fylgigögn
-
Bollagata 5 - USK25050336
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 24. júní 2025 þar sem sótt er um leyfi til að innrétta íbúð í mhl. 02, bílskúr á lóð nr. 5 við Bollagötu.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.
-
Eiríksgata 13 - USK24090378
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 14. janúar 2025 þar sem sótt er um leyfi til að gera björgunarop úr kjallara og breyta skráningu íbúðar í gististað í flokki II í kjallara fjölbýlishúss á lóð nr. 13 við Eiríksgötu. Erindið var grenndarkynnt frá 25. apríl 2025 til og með 26. maí 2025. Athugasemdir bárust. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 5. júní 2025 og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 26. júní 2025.
Samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 26. júní 2025, og heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa sbr. viðauka um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar. Vísað til fullnaðarafgreiðslu byggingarfulltrúa.
Fylgigögn
-
Garðastræti 17 - (fsp) Breyting á notkun - USK25030233
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 3. apríl 2025 var lögð fram fyrirspurn Skipulags/arkitekt/verkfrst ehf., dags. 18. mars 2025, um að breyta notkunarflokki í rými merkt 0001 úr vinnustofu í mannvirki eða rými þar sem gert er ráð fyrir að fólk gisti þ.e. notkunarflokk 4. Einnig er lögð fram grunnmynd kjallara, ódags. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 26. júní 2025.
Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 26. júní 2025.
Fylgigögn
-
Grettisgata 3 - USK25040208
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 5. júní 2025 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 27. maí 2025 þar sem sótt er um leyfi til þess að breyta notkun og innrétta veitingastað í flokki l í rými 0102 i verslunar-og íbúðarhúsi nr. 3, mhl.01, á lóð nr. 3-3a við Grettisgötu. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju.
Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið.
-
Hringbraut 110 - (fsp) Rekstur gististaðar - USK25050295
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 19. júní 2025 var lögð fram fyrirspurn Arnalds Geirs Schram, dags. 19. maí 2025, um rekstur gististaðar í húsinu á lóð nr. 110 við Hringbraut, samkvæmt uppdráttum Reykjavík arkitekta, dags. 12. maí 2025. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 26. júní 2025.
Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 26. júní 2025.
Fylgigögn
-
Kvisthagi 10 - (fsp) Stækkun svala o.fl. - USK25050403
Lögð fram fyrirspurn Kristjáns Pálmars Arnarssonar, dags. 23. maí 2025, um að stækka svalir á 1. og 2. hæð hússins á lóð nr. 10 við Kvisthaga og opna út í garð frá stofu í kjallara (suðurhlið/garðmegin).
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.
-
Laugavegur 54 - (fsp) Takamarkanir á fjölda veitingastaða - USK25040021
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 19. júní 2025 var lögð fram fyrirspurn Kaffibaunarinnar ehf., dags. 1. apríl 2025, um hvort takmarkanir séu á fjölda veitingastaða á Laugavegi og þá sérstaklega í kringum Laugaveg 54. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 26. júní 2025.
Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 26. júní 2025.
Fylgigögn
-
Skipholt 50B - (fsp) Gististaður með Capsules einingum - USK25040103
Lögð fram fyrirspurn Ingimars H. Guðmundssonar ehf., dags. 7. apríl 2025, um rekstur gististaðar með Capsules einingum á jarðhæð hússins á lóð nr. 50B við Skipholt fyrir allt að 30 manns. Einnig er lögð fram ljósmynd af Capsule einingum/gistihylki.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.
-
Snorrabraut 85 - USK25050092
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 24. júní 2025 þar sem sótt er um leyfi til að breyta notkun í gistiheimili í notkunarflokki 4 auk uppfærðra brunavarna í húsi nr. 85 við Snorrabraut.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.
-
Skógarhlíð - Breyting á deiliskipulagi - Skógarhlíð 18 - USK25030239
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn Teiknistofunnar Storðar ehf. dags. 18. mars 2025, ásamt, dags. 17. mars 2025, um breytingu á deiliskipulagi Skógarhlíðar vegna lóðarinnar nr. 18 við Skógarhlíð. Í breytingunni sem lögð er til felst að núverandi 10 bílastæði í bílageymsluhúsi eru felld út og sá hluti í jarðhæð nýttur undir aðra starfsemi í tengslum við nýtingu núverandi byggingar og verður heildarfjöldi bílastæða á lóð óbreyttur eða 42 bílastæð á lóðinni, samkvæmt uppdr. Teiknistofunnar Storðar ehf., dags. 17. mars 2025. Einnig er lagt fram samgöngumat Teiknistofunnar Storðar ehf. dags. 24. apríl 2025, Tillagan var grenndarkynnt frá 23. júní 2025 til og með 21. júlí 2025, en þar sem samþykki hagsmunaaðila barst 26. júní 2025.
Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa sbr. viðauka um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.
-
Brekkuhús 3 - (fsp) Fjölgun íbúða - USK25050536
Lögð fram fyrirspurn Jóns Þ. Ingimundarsonar, dags. 30. maí 2025, um að fjölga íbúðum í húsinu á lóð nr. 3 við Brekkuhús. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 26. júní 2025.
Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 26. júní 2025.
Fylgigögn
-
Hrísrimi 15 - (fsp) Breyting á notkun bílskúrs - USK25050523
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 12. júní 2025 var lögð fram fyrirspurn Dóru Bjartar Guðjónsdóttur, dags. 29. maí 2025, um breytingu á notkun bílskúrs á lóð nr. 15 við Hrísrima í aukaíbúð. Einnig eru lagðar fram ljósmyndir. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 26. júní 2025.
Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 26. júní 2025, samþykkt.
Fylgigögn
-
Laugardalur - Breyting á deiliskipulagi - Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn - USK25060297
Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssvið að breytingu á deiliskipulagi Laugardals vegna lóðar R í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum. Í breytingunni sem lögð er til felst að gerður er nýr byggingarreitur á lóð, samkvæmt uppdrætti Landslags., dags. í júní 2025.
Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar. Samþykkt að falla frá kynningu þar sem breyting á deiliskipulagi varðar ekki hagsmuni annarra en umsækjanda (og borgarinnar), sbr. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir óverulega breytingu á deiliskipulagi á grundvelli málsmeðferðar skv. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga og þarf að greiða skv. 8.2. gr. í gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1381/2024, áður en breytingin er auglýst í B-deild Stjórnartíðinda.
-
Bitruháls 2 - (fsp) Gámar - USK25030409
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 8. maí 2025 var lögð fram fyrirspurn Verkís hf., dags. 28. mars 2025, um að koma fyrir 6 gámum á lóð nr. 2 við Bitruháls sem tengdir eru á varanlegan hátt við húsið, samkvæmt skissu á yfirlitsmynd. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju.
Fyrirspyrjandi hafi samband við embættið.
-
Borgarhverfi, A hluti - Breyting á deiliskipulagi - Vættaborgir 18-20 - USK25050291
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 22. maí 2025 var lögð fram umsókn Þórs Hallgrímssonar, dags. 19. maí 2025, ásamt bréfi eigenda að Vættaborgum 18-20, dags. 16. maí 2025, um breytingu á deiliskipulagi Borgarhverfis, A hluta, vegna lóðarinnar nr. 18-20 við Vættaborgir. Í breytingunni sem lögð er til felst stækkun á byggingarreit til suðurs að hluta. Um er að ræða stækkun vegna viðbyggingar við bílskúrshluta byggingar, samkvæmt uppdr. Verkfræðistofunnar Stoð ehf., dags. 24. apríl 2025. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju.
Umsækjandi hafi samband við embættið.
-
Laufásvegur 19, 21 og 23 og Þingholtsstræti 34 - (fsp) Breyting á deiliskipulagi - Laufásvegur 21-23 - USK25060006
Lögð fram fyrirspurn Sigurðar Halldórssonar, dags. 1. júní 2025, ásamt bréfi, dags. 31. maí 2025, um breytingu á deiliskipulagi Laufásvegar 19, 21, 23, Þingholtsstrætis 34, vegna lóðarinnar nr. 21-23 við Laufásveg, sem felst í að endurskoða og einfalda uppbyggingu á lóð, bæta ásýnd húsa og fegra umhverfi, samkvæmt uppdr. Glámu-Kím, ódags.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.
-
Sólvallagata 1 - USK25020064
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 10. apríl 2025 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 11. mars 2025 þar sem sótt er um leyfi til að byggja nýtt anddyri á vesturhlið, og stækka viðbyggingu á suðurhlið og koma fyrir svölum á þaki beggja viðbygginga við einbýlishús á lóð nr. 1 við Sólvallagötu. Einnig var lögð fram umsögn Minjastofnunar Íslands, dags. 25. mars 2025. Umsækjandi var beðin um að hafa samband við embættið og er erindi nú lagt fram að nýju.
Samþykkt að grenndarkynna framlagða byggingarleyfisumsókn fyrir hagsmunaaðilum að Sólvallagötu 2, 3 og 4 og Ávallagötu 2 og 4.
Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir grenndarkynningu áður en kynning fer fram samkv. gr. 8.1. í gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1381/2024.
-
Blesugróf - (fsp) Breyting á deiliskipulagi - Stjörnugróf 27 - USK25060314
Lögð fram fyrirspurn Bjarna Óskars Þorsteinssonar, dags. 23. júní 2025, ásamt greinargerð Noland arkitekta, ódags., um breytingu á deiliskipulagi Blesugrófar vegna lóðarinnar nr. 27 við Stjörnugróf sem felst í skiptingu lóðar og byggingu parhúss á lóðum.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.
-
Hlésgata 1 - USK25050140
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 24. júní 2025 þar sem sótt er um leyfi til að byggja 3-5 hæða fjölbýlishús með 110 íbúðum sem skiptist í sjö húshluta ofanjarðar á sameiginlegum bílakjallara með 52 bílastæðum og atvinnurýmum á jarðhæð að Rastargötu, á lóð nr. 1 við Hlésgötu.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.
-
Háskóli Íslands - Vísindagarðar - (fsp) Breyting á deiliskipulagi - Bjargargata 3 - USK25060216
Lögð fram fyrirspurn PLAN Studio ehf., dags. 16. júní 2025, ásamt um breytingu á deiliskipulagi Háskóla Íslands, Vísindagarða, vegna lóðarinnar nr. 3 við Bjargargötu, sem felst í að auka hámarkshæð hátæknibyggingar, auka heimilaða A m2 ofanjarðar á kostnað B m2, skilgreina innkeyrslu lóðar og að samnýta bílastæði með Sæmundargötu 21, samkvæmt tillögu, ódags.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.
-
Nýi Skerjafjörður - lóð nr. 16 (fsp) Saunagarður - USK25040409
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 8. maí 2025 var lögð fram fyrirspurn Leifs Þorsteinssonar, dags. 29. apríl 2025, ásamt bréfi, dags. 29. apríl 2025, um að setja upp gufuböð og kalda potta ásamt búningsaðstöðu á lóð nr. 16 í Nýja Skerjafirði. Einnig er lögð fram loftmynd og fylgiskjöl. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 26. júní 2025.
Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 26. júní 2025, samþykkt.
Fylgigögn
-
Kringlan - Áfangi 1 - Breyting á deiliskipulagi - USK24060140
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn THG Arkitekta ehf., dags. 11. júní 2024, um gerð deiliskipulags fyrir 1. áfanga uppbyggingar á Kringlusvæði á lóðunum Kringlan 1-3 og 5 fyrir allt að 418 íbúða byggð í bland við verslun- og þjónustu með áherslu á fjölbreytt og aðlaðandi borgarumhverfi, samkvæmt deiliskipulags- og skýringaruppdráttum THG Arkitekta, dags. 21. febrúar 2025. Einnig er lögð fram hönnunarhandbók, dags. febrúar 2025. Tillagan var auglýst frá 25. apríl 2025 til og með 24. júní 2025. Umsagnir og athugasemdir bárust.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.
-
Kringlan 4-12 - (fsp) Uppbygging - USK25060149
Lögð fram fyrirspurn Arons Elí Sævarssonar, dags. 11. júní 2025, ásamt bréfi Reita-fasteignafélags, dags. 11. júní 2025, um uppbyggingu á lóð norðan megin Kringlunnar, samkvæmt tillögu Nordic Office of Architecture, dags. 4. júní 2025.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.
-
Reitur 1.181.2, Lokastígsreitur 2 - (fsp) Breyting á deiliskipulagi - Baldursgata 39 - USK25040175
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 29. apríl 2025 var lögð fram fyrirspurn Freys Frostasonar, dags. 9. apríl 2025, ásamt greinargerð, dags. 9. apríl 2025, um breytingu á deiliskipulagi reits 1.181.2, Lokastígsreits 2, vegna lóðarinnar nr. 39 við Baldursgötu, sem felst í að stækka byggingarreit á efri hæðum til norð-vesturs að húsi númer 11 við Lokastíg, gert er ráð fyrir að halda núverandi bílastæði á lóð undir viðbyggingunni, samkvæmt tillögu THG arkitekta, dags. 9. apríl 2025. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 26. júní 2025.
Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 26. júní 2025, samþykkt.
Fylgigögn
-
Vogabyggð svæði 3 - (fsp) Breyting á deiliskipulagi - Dugguvogur 63 - USK25040358
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 8. maí 2025 var lögð fram fyrirspurn Simon Joscha Flender, dags. 28 apríl 2025, um breytingu á deiliskipulagi Vogabyggðar svæðis 3 vegna lóðarinnar nr. 63 við Dugguvog, sem felst í svalasetningu og dýpt svala, samkvæmt uppdr. Lendager, dags. 16. apríl 2025. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 26. júní 2025.
Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 26. júní 2025, samþykkt.
Fylgigögn
-
Borgartún 1 - USK25060187
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 24. júní 2025 þar sem sótt er um leyfi til að byggja 6- hæða hótel í flokki V tegund a, með alls 302 herbergjum fyrir 610 gesti, auk veitingastaða í flokki lll tegund a, fundarsala og afþreyingarýma á 1. hæð og bílakjallara á lóð nr. 1 við Borgartún.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.
-
Urðarstígsreitur - (fsp) Breyting á deiliskipulagi - Bergstaðastræti 57 - USK25060064
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 12. júní 2025 var lögð fram fyrirspurn Óvissu ehf., dags. 4. júní 2025, ásamt bréfi, dags. 4. júní 2025, um breytingu á deiliskipulagi Urðarstígsreits vegna lóðarinnar nr. 57 við Bergstaðastræti, sem felst í að stækka lóðina við gatnamót Bragagötu og Bergstaðastræti, samkvæmt fyrirspurnaruppdr. Óvissu, dags. 4. júní 2025. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 26. júní 2025.
Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 26. júní 2026.
Fylgigögn
-
Vesturhöfn (Örfirisey) - Breyting á deiliskipulagi - Hólmaslóð 2 / Eyjarslóð - USK25060277
Lögð fram umsókn Laka fasteigna ehf., dags. 20. júní 2025, ásamt bréfi Sen Son, dags. 20. júní 2025, um breytingu á deiliskipulagi Vesturhafnar (Örfiriseyjar) vegna lóðanna nr. 2 við Hólmaslóð og 1 við Eyjaslóð. Í breytingunni sem lögð er til felst að heimilt verði að færa byggingarheimildir 3. hæðar á milli lóðanna tveggja, hækka hámarkshæð úr 12 m í 14 m, byggja megi 3. hæð út í byggingarlínu núverandi bygginga að hluta og að skyggni á byggingarhluta 3. hæðar fari út í byggingarlínu núverandi húss á sólarhliðum, samkvæmt deiliskipulagsuppdr. Sen Son, dags. 20. júní 2025. Einnig er lagt fram skuggavarp Sen Son, dags. 20. júní 2025.
Vísað til meðferðar verkefnastjóra.
Vakin er athygli á að erindið fellur undir gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1381/2024.
-
Blikastaðavegur 10 - Framkvæmdaleyfi - USK25060304
Lögð fram umsókn Veitna, dags. 23. júní 2025, um framkvæmdaleyfi fyrir lagningu háspennustrengja milli aðveitustöðvar 8 að Blikastaðavegi 10 að Aðveitustöð 9 í Mosfellsbæ við Dælustöðvarveg. Einnig er lagt fram lagnaleyfi Vegagerðarinnar, dags. 13. mars 2025, vegna leiðslu/vinnu á vegsvæði Hringvegar, verkteikningar, dags. 10. mars 2025, og skýringarmynd, ódags.
Samþykkt að gefa út framkvæmdaleyfi með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 26. júní 2025.
Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir útgáfu framkvæmdaleyfis skv. gr. 5.2 í gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1381/2024. Þegar greiðsla berst fer málið til skrifstofu stjórnsýslu og gæða til útgáfu framkvæmdaleyfis.
Fylgigögn
-
Suðurlandsvegur - Elliðaár - Framkvæmdaleyfi - USK25050424
Lögð fram umsókn Veitna ohf., dags. 26. maí 2025, um framkvæmdaleyfi vegna færslu á legu Suðuræðar I austur fyrir Breiðholtsbraut og að leggja Suðuræð II samhliða, samkvæmt teikningasetti COWI, dags. 15. maí 2025. Einnig er lögð fram yfirlitsmynd COWI, dags. 25. janúar 2025, umsögn Minjastofnunar Íslands, dags. 17. febrúar 2025, og leyfisveiting Vegagerðarinnar, dags. 28. apríl 2025, vegna lagningu leiðslu/vinnu á vegsvæði Hringbrautar og Breiðholtsbrautar.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.
Vakin er athygli á að erindið fellur undir gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1381/2024.
-
Kirkjustétt 6 - (fsp) Innri breytingar og breyting á notkun - USK25020305
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 8. maí 2025 var lögð fram fyrirspurn Daníels George Þórarinssonar, dags. 24. febrúar 2025, um innri breytingar í húsinu á lóð nr. 6 við Kirkjustétt og breyta vinnustofu í íbúð, samkvæmt skissu á uppdrætti. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 26. júní 2025.
Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 26. júní 2025.
Fylgigögn
Fundi slitið kl. 13:05
Brynjar Þór Jónasson Helena Stefánsdóttir