Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa - Fundur nr. 1014

Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa

Ár 2025, fimmtudaginn 5. júní kl. 09:03, hélt skipulagsfulltrúi Reykjavíkur 1014. embættisafgreiðslufund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar umhverfis- og skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn á skrifstofu skipulagsfulltrúa Borgartúni 12-14, 2. hæð, Gjáin. Fundinn sátu: Brynjar Þór Jónasson og Helena Stefánsdóttir. Eftirtaldir embættismenn kynntu mál á fundinum: Ágúst Skorri Sigurðsson, Drífa Árnadóttir, Hrönn Valdimarsdóttir, Hrafnhildur Sverrisdóttir, Sigríður Maack, Sólveig Sigurðardóttir, Valný Aðalsteinsdóttir, Þórður Már Sigfússon, Ólafur Ingibergsson og Britta Magdalena Ágústsdóttir. Fundarritari var Bjarki Freyr Arngrímsson.

Þetta gerðist:

  1. Egilsborgarreitur, reitur 1.244.2 - (fsp) Breyting á deiliskipulagi - Háteigsvegur 1 - USK25040298

    Lögð fram fyrirspurn Flóka Invest ehf., dags. 22. apríl 2025, um breytingu á deiliskipulagi reits 1.244.2, Egilsborgarreits, vegna lóðarinnar nr. 1 við Háteigsveg. Í breytingunni sem lögð er til felst að skilgreindur er byggingarreitur fyrir viðbyggingu, samkvæmt uppdr. Apparat, dags. 22. apríl 2024.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  2. Túngata 20 - USK25020358

    Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa 3. júní 2025 þar sem sótt er um leyfi til að breyta erindi USK24010003 vegna lokaúttektar, þannig að svalahandrið svala 0204 er hækkað, tilhögun á lóðar er breytt og byggð er pergola í norðaustur horni niðurgrafinnar verandar á við íbúðarhús á lóð nr. 20 við Túngötu. Einnig er lögð fram umsögn Minjastofnunar Íslands, dags. 13. febrúar 2025.

    Samþykkt að grenndarkynna framlagða byggingarleyfisumsókn fyrir hagsmunaaðilum að Túngötu 18 og 22 og Öldugötu 7, 7A, 9 og 11.

    Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir grenndarkynningu áður en kynning fer fram samkv. gr. 8.1. í gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1381/2024

  3. Bankastræti 7A - (fsp) Rekstur gististaðar og verslunar og/eða veitingastaðar - USK25050235

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 22. maí 2025 var lögð fram fyrirspurn Farfugla ses., dags. 14. maí 2025, ásamt greinargerð, ódags., um rekstur gististaðar á 2. og 3. hæð hússins á lóð nr. 7A við Bankastræti ásamt rekstur verslunar og/eða veitingastaðar á jarðhæð og kjallara hússins. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 5. júní 2025.

    Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 5. júní 2025.

    Fylgigögn

  4. Eiríksgata 13 - USK24090378

    Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 14. janúar 2025 þar sem sótt er um leyfi til að gera björgunarop úr kjallara og breyta skráningu íbúðar í gististað í flokki II í kjallara fjölbýlishúss á lóð nr. 13 við Eiríksgötu. Erindið var grenndarkynnt frá 25. apríl 2025 til og með 26. maí 2025. Athugasemdir bárust.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  5. Grettisgata 3 - USK25040208

    Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 27. maí 2025 þar sem sótt er um leyfi til þess að breyta notkun og innrétta veitingastað í flokki l í rými 0102 i verslunar-og íbúðarhúsi nr. 3, mhl.01,  á lóð nr. 3-3a við Grettisgötu.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  6. Ingólfsstræti 5 - (fsp) Breyting á notkun rýmis merkt 0401 - USK25030224

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 27. maí 2025 var lögð fram fyrirspurn/bréf Atla Ingibjargar Gíslasonar, dags. 27. febrúar 2025, um að breyta á notkun rýmis merkt 0401 í húsinu lóð nr. 5 við Ingólfsstræti úr skrifstofu í íbúð. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 5. júní 2025.

    Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 5. júní 2025, samþykkt.

    Fylgigögn

  7. Ljósavík 34 - (fsp) Sólpallur og skjólveggur - USK25030295

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 10. apríl 2025 var lögð fram fyrirspurn Snorra Sigurðarsonar, dags. 21. mars 2025, um að setja sólpall og skjólvegg út frá íbúð á neðstu hæð hússins á lóð nr. 34 við Ljósavík. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 5. júní 2025.

    Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 5. júní 2025, samþykkt.

    Fylgigögn

  8. Árland 8 - USK25040203

    Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 20. maí 2025 þar sem sótt er um leyfi til þess að byggja viðbyggingu og innrétta þar eldhús og borðstofu við suðurhlið einbýlishúss Árlandi 8, mhl.04, á lóð nr. 2-8 við Árland.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  9. Brávallagata 26 - (fsp) Viðbótarkvistur á bakhlið húss - USK25050361

    Lögð fram fyrirspurn Baldurs Ólafs Svavarssonar, dags. 21. maí 2025, ásamt bréfi, dags. 10. maí 2025, um að gera viðbótarkvist á bakhlið hússins (að inngarði) á lóð nr. 26 við Brávallagötu.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  10. Hverfisgata 73 - Uppskipting lóðar - USK25060049

    Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, Landupplýsingardeildar, dags. 3. júní 2025, um að skipta upp lóðinni nr. 73 við Hverfisgötu í tvær lóðir, Hverfisgötu 73 og Hverfisgötu 73A. Einnig eru lagðir fram uppdrættir umhverfis- og skipulagssviðs, Landupplýsingardeildar (breytingar- og mæliblað), dags. 3. júní 2025.

    Vísað til meðferðar verkefnastjóra.

  11. Bárugata 20 - (fsp) Breytingar á íbúðarhúsi - USK25040116

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 10. apríl 2025 var lögð fram fyrirspurn Alternance slf., dags. 7. apríl 2025, ásamt greinargerð Alternance slf. Artitektúrs og skipulags, dags. 3. apríl 2025, um  að setja nýjan kvist með svölum á bakhlið íbúðarhússins á lóð nr. 20 við Bárugötu, samkv. uppdr. Alternance arkitektúr, dags. 3. apríl 2025. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 5. júní 2025.

    Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 5. júní 2025, samþykkt.

    Fylgigögn

  12. Hesthamrar 9 - USK25040443

    Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 27. maí 2025 þar sem sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum sem felast í að gerður hefur verið kjallari og bílskýli verið lokað, einnig er sótt um leyfi til að byggja viðbyggingu á austurhlið og koma þar fyrir stiga niður í áður gerðan  ósamþykktan kjallara, innrétta íbúð í kjallara og til að byggja sólpall og yfirbyggðar svalir á vesturhlið einbýlishúss á lóð nr. 9 við Hesthamra.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  13. Elliðaárdalur - Breyting á deiliskipulagi - Rafstöðvarvegur 4 - Toppstöðin - USK25030204

    Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa, að breytingu á deiliskipulagi Elliðaárdals vegna lóðar nr. 4 við Rafstöðvarveg, Toppstöðin. Í breytingunni sem lögð er til felst að skilgreind er lóð umhverfis Toppstöðina og gert ráð fyrir að byggingin standi áfram í stað þess að vera víkjandi, kvöð er sett á lóðina að tengistígur liggi í gegnum hana meðfram Elliðaár og skilgreindur er byggingarreitur (D1) umhverfis núverandi byggingu og innan hans er heimilt að viðhalda eða endurbyggja núverandi byggingu, samkvæmt uppdrætti Landslags, dags. 24. mars 2025. Tillagan var auglýst frá 10. apríl 2025 til og með 30. maí 2025. Ábending og umsagnir bárust.

    Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs til afgreiðslu.

  14. Húsahverfi - (fsp) Breyting á deiliskipulagi - Gagnvegur 2 - USK25040398

    Lögð fram fyrirspurn DAP ehf. ásamt bréfi, dags. 29. apríl 2025, um breytingu á deiliskipulagi Húsahverfis vegna lóðarinnar nr. 2 við Gagnveg, sem felst í að heimilt verði að koma fyrir tveimur yfirbyggðum þvottabásum á lóð, samkvæmt uppdr. DAP, dags. 28. apríl 2025.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  15. Vesturgata 17 - (fsp) Sjálfsafgreiðsluþvottahús - USK25030261

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 8. maí 2025 var lögð fram fyrirspurn Passamynda ehf., dags. 19. mars 2025, um að setja upp sjálfsafgreiðsluþvottahús (E. Laundromat) í húsinu á lóð nr. 17 við Vesturgötu. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 5. júní 2025.

    Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 5. júní 2025, samþykkt.

    Fylgigögn

  16. Reykjavíkurflugvöllur - Breyting á deiliskipulagi - Þorragata 22 - USK25050120

    Lögð fram umsókn DAP ehf, dags. 9. maí 2025, um breytingu á deiliskipulagi Reykjavíkurflugvallar vegna lóðarinnar nr. 22 við Þorragötu. Í breytingunni sem lögð er til felst að breyta fyrirkomulagi og staðsetningu á eldsneytisbirgðastöð.

    Vísað til meðferðar verkefnastjóra.

    Vakin er athygli á að erindið fellur undir gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1381/2024.

  17. Hjallavegur 24 - (fsp) Uppbygging á byggingareit á lóð - USK24110017

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 10. apríl 2025 var lögð fram fyrirspurn Hildar Sifjar Thorarensen, dags. 4. nóvember 2024, um uppbyggingu vinnustofu í stað bílgeymslu á byggingarreit B á lóð nr. 24 við Hjallaveg. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 5. júní 2025.

    Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 5. júní 2025, samþykkt.

    Fylgigögn

  18. Kringlan - Áfangi 1 - Breyting á deiliskipulagi - USK24060140

    Lögð fram umsókn THG Arkitekta ehf., dags. 11. júní 2024, um gerð deiliskipulags fyrir 1. áfanga uppbyggingar á Kringlusvæði á lóðunum Kringlan 1-3 og 5 fyrir allt að 418 íbúða byggð í bland við verslun- og þjónustu með áherslu á fjölbreytt og aðlaðandi borgarumhverfi, samkvæmt deiliskipulags- og skýringaruppdráttum THG Arkitekta, dags. 21. febrúar 2025. Einnig er lögð fram hönnunarhandbók, dags. febrúar 2025.

    Samþykkt að framlengja athugasemdarfrest til og með 24. júní 2025.

  19. Skútuvogur austur - Breyting á deiliskipulagi - Skútuvogur 5-9 - USK25050260

    Lögð fram umsókn Reita atvinnuhúsnæðis ehf., dags. 16. maí 2025, ásamt greinagerð VA arkitekta, dags. 15. maí 2025, um breytingu á deiliskipulagi Skútuvogar austur vegna lóðarinnar nr. 5-9 við Skútuvog. Í breytingunni sem lögð er til felst að  byggt verði á milli húshluta 5 og 7 og að húshluti 5 verði stækkaður, samkvæmt uppdr. VA arkitekta, dags. 15. maí 2025.

    Vísað til meðferðar verkefnastjóra.

    Vakin er athygli á að erindið fellur undir gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1381/2024.

  20. Ártúnshöfði - Iðnaðarsvæði - (fsp) Breyting á deiliskipulagi - Eldshöfði 10 - USK25020208

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 29. apríl 2025 var lögð fram fyrirspurn Eignarhaldsfélagsins Parts ehf. dags. 17. febrúar 2025 ásamt bréfi, ódags., um breytingu á deiliskipulagi Ártúnshöfða, Iðnaðarsvæðis vegna lóðarinnar nr. 10 við Eldshöfða, sem felst í uppbyggingu íbúðarhúsnæðis á lóð. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 5. júní 2025.

    Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 5. júní 2025, samþykkt.

    Fylgigögn

  21. Ártúnshöfði svæði 1 - Breyting á deiliskipulagi - Reitur 9A, 9B og 9C - USK25050440

    Lögð fram umsókn Borgarhöfða ehf., dags. 26. maí 2025, um breytingu á deiliskipulagi Ártúnshöfða, svæðis 1, vegna reita 9A, 9B og 9C. Í breytingunni sem lögð er til felst í megin atriðum sameining reitanna/lóðanna þriggja í eina lóð ásamt tilfærslum á notkunarflokkum á milli lóða, samkvæmt uppdr. ASK arkitekta, dags. 17. mars 2025.

    Vísað til meðferðar verkefnastjóra.

    Vakin er athygli á að erindið fellur undir gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1381/2024.

  22. Ártúnshöfði svæði 1 - Reitur 9B og 9C  - (fsp) Uppbygging - USK25050497

    Lögð fram fyrirspurn Freys Frostasonar, dags. 28. maí 2025, um uppbyggingu að blandaðri byggð við miðjukjarna á reitum 9B og 9C við Ártúnshöfða, svæði 1 samkvæmt uppdr. THG arkitekta, dags. 28. maí 2025.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  23. Ártúnshöfði svæði 1 - Reitur 9A - (fsp) Uppbygging - USK25050434

    Lögð fram fyrirspurn Borgarhöfða ehf., dags. 26. maí 2025, ásamt bréfi           Sen  Son ehf., dags. 26. maí 2025, um uppbyggingu á reit 9A að Ártúnshöfða, svæði 1, samkvæmt tillögu Sen  Son ehf., dags. í maí 2025.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  24. Bíldshöfði 2 og 4-6 - Breyting á deiliskipulagi - Bíldshöfði 2 - USK23110306

    Að lokinni auglýsingu var lögð fram að nýju umsókn DAP ehf., dags. 27. nóvember 2023, um breytingu á deiliskipulagi Bíldshöfða 2 og 4-6 vegna lóðarinnar nr. 2 við Bíldshöfða. Í breytingunni sem lögð er til felst að stækka lóð, stækka byggingarreit, auka nýtingarhlutfall og að frárein að vestanverðu verði lögð af, samkvæmt uppdr. DAP, dags. 15. febrúar 2024. Erindið var auglýst frá 10. apríl 2025 til og með 30. maí 2025. Umsögn barst frá Veitum, dags. 21. maí 2025.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  25. Bíldshöfði 3-5 - (fsp) Nýtt deiliskipulag - USK25050324

    Lögð fram fyrirspurn Bíldshöfða ehf., dags. 20. maí 2025, ásamt bréfi T.ark Arkitekta, dags. 20. maí 2025, um heimild til að vinna nýtt deiliskipulag fyrir Bíldshöfða 3-5, sem felst í uppbyggingu á fjölbreyttri og blandaðri byggð, samkvæmt tillögu T.ark Arkitekta, dags. 14. maí 2025.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  26. Borgartúnsreitur - Breyting á deiliskipulagi - Bríetartún 3-5 - USK24100004

    Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Freys Frostasonar, dags. 1. október 2024, um breytingu á deiliskipulagi Borgartúnsreits vegna lóðarinnar nr. 3-5 við Bríetartún. Í breytingunni sem lögð er til felst að byggingarreitur er stækkaður til norðurs og nýtingarhlutfall aukið, heimilt verður að bæta tveimur hæðum ofan á núverandi heimildir á norðausturhluta lóðar, bílastæðum er fækkað um 22 stæði og verða engin bílastæði ofanjarðar á lóð, en við ákvörðun um fjölda bílastæða er farið eftir bíla- og hjólastæðareglum borgarinnar, samkvæmt deiliskipulags- og skýringaruppdr. THG arkitekta, dags. 3. desember 2024. Tillagan var auglýst frá 9. janúar 2025 til og með 20. febrúar 2025. Athugasemdir og umsögn bárust.  Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 27. febrúar 2025 og er nú lagt fram að nýju.

    Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs til afgreiðslu.

  27. Reitur 1.173.1, timburhúsareitur - Breyting á deiliskipulagi - Laugavegur 54B - USK25050441

    Lögð fram umsókn Shruthi Basappa, dags. 26. maí 2025, um breytingu á deiliskipulagi reits 1.173.1, timburhúsareits, vegna lóðarinnar nr. 54B við Laugaveg. Í breytingunni sem lögð er til felst stækkun á byggingarreit og hækkun á vegghæð rishæðar ásamt því að heimilt verði að koma fyrir kvistum á báðum hliðum hússins, svölum á norðurhlið og palli og bíslagi á suðurhlið, samkvæmt uppdr. Sei, dags. 6. maí 2025. Einnig er lögð fram umsögn Minjastofnunar Íslands, dags. 7. maí 2025.

    Vísað til meðferðar verkefnastjóra.

    Vakin er athygli á að erindið fellur undir gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1381/2024.

  28. Reitur 1.174.3 - Breyting á deiliskipulagi - Grettisgata 71 - USK24120116

    Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn Gunnlaugs Ingvarssonar, dags. 12. desember 2024, um breytingu á deiliskipulagi reits 1.174.3 vegna lóðarinnar nr. 71 við Grettisgötu. Í breytingunni sem lögð er til felst að í stað þriggja lítilla kvista kemur einn stór kvistur með þaksvölum á mitt þakið, auk þakglugga sitthvoru megin við, samkvæmt uppdr. Vektor, hönnun og ráðgjöf, dags. 17. febrúar 2025. Tillagan var grenndarkynnt frá 25. apríl 2025 til og með 26. maí 2025. Engar athugasemdir bárust.

    Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa sbr. viðauka um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.

  29. Bárugata 3 - (fsp) Svalir - USK25050229

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 22. maí 2025 var lögð fram fyrirspurn Trípólí ehf., dags. 14. maí 2025, um að setja svalir á bakhlið hússins á lóð nr. 3 við Bárugötu, samkvæmt tillögu Trípólí arkitekta, dags. 14. maí 2025. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju.

    Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið. Bent er á að sækja þarf um byggingarleyfi sem verður grenndarkynnt berist það.

  30. Dunhagi 11-17 - (fsp) Hjólageymsla - USK25050197

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 22. maí 2025 var lögð fram fyrirspurn Landslags ehf., ásamt bréfi, dags. 13. maí 2025, um að koma fyrir hjólageymslu á lóð nr. 11-17 við Dunhaga, samkvæmt uppdr. Landslags, dags. 9. maí 2025. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 5. júní 2025.

    Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 5. júní 2025, samþykkt.

    Fylgigögn

  31. Fjólugata 7 - (fsp) Bílastæði á lóð - USK25050296

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 22. maí 2025 var lögð fram fyrirspurn Ástu Sigríðar Fjeldsted, dags. 19. maí 2025, ásamt greinargerð, dags. 19. maí 2025, um að setja eitt bílastæði á lóð nr. 7 við Fjólugötu. Einnig er lagt fram bréf sendiherra Slóveníu, dags. 7. júlí 2024. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju.

    Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið. Bent er á að sækja þarf um byggingarleyfi.

  32. Sogamýri - Breyting á deiliskipulagi - Mörkin 8 - USK25040436

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 22. maí 2025 var lögð fram umsókn Markarinnar fasteignar ehf., dags. 30. apríl 2025, um breytingu á deiliskipulagi Sogamýrar vegna lóðarinnar nr. 8 við Mörkina. Í breytingunni sem lögð er til felst stækkun á núverandi byggingarreit til norðurs og viðbótarbyggingarreita sunnanmegin svo að reisa megi tveggja hæða nýbyggingu við suðurenda núverandi byggingar með samtals 8 íbúðum. Fyrirkomulag aðkomu og bílastæða breytist lítillega, samkvæmt uppdr. Kristins Ragnarssonar ehf., dags. 30. apríl 2025. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju.

    Umsækjandi hafi samband við embættið.

  33. Hádegismóar - (fsp) Breyting á deiliskipulagi - Hádegismóar 2-4 - USK25050439

    Lögð fram fyrirspurn THG Arkitekta ehf., dags. 26. maí 2025, ásamt greinargerð, dags. 26. maí 2025, um breytingu á deiliskipulagi Hádegismóa vegna lóðarinnar nr. 2-4 við Hádegismóa, sem felst í auknu nýtingarhlutfalli á loð og stækkun á lóð, samkvæmt tillögu THG arkitekta, dags. 26. maí 2025.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  34. Lambhagavegur 8 - USK25040151

    Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 20. maí 2025 þar sem sótt er um leyfi til þess að byggja tveggja hæða steinsteypt verslunar- og þjónustuhús með millilofti að hluta, einangrað að utan, klætt álklæðningu og viroc plötum á lóð nr. 8 við Lambhagaveg.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  35. Njarðargata og Hringbraut - Framkvæmdaleyfi - USK25050163

    Lögð fram umsókn Vegagerðarinnar, dags. 12. maí 2025, um framkvæmdaleyfi vegna gerð upphækkaðra gönguþverana og breikkun gönguleiða í þríhyrningseyjum ásamt lagningu viðvörunarhellna við gönguþveranir, lagningu göngustíga, niðursetningu nýrra niðurfalla auk uppsetningar á ljósastaurum vegna gangbrautarlýsingar með tilheyrandi jarðvinnu, skurð- og strenglögnum ásamt yfirborðsfrágangi. Einnig eru aðgerðir á Njarðargötu við Sturlugötu sem felast í breikkun miðeyju, þrengingu gatnamóta og umbótum á strætóbiðstöðvum, samkvæmt teikningasetti Verkís, dags. apríl 2025.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

    Vakin er athygli á að erindið fellur undir gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1381/2024.

  36. Suðurlandsbraut frá Kringlumýrarbraut að Reykjavegi - Framkvæmdaleyfi - USK25030402

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 15. maí 2025 var lögð fram umsókn Veitna ohf., dags. 27. mars 2025, um framkvæmdaleyfi vegna endurnýjunar tveggja stofnæða fyrir heitt vatn frá Kringlumýrarbraut að Reykjavegi. Annars vegar er um að ræða safnæð frá borholum á svæðinu sem og hins vegar stofnæð. Einnig er lagt fram teikningasett Verkís, dags. 27. febrúar 2025 og Verklýsing, dags. 17. september 2024. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 5. júní 2025.

    Samþykkt að gefa út framkvæmdaleyfi með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 5. júní 2025.

    Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir útgáfu framkvæmdaleyfis skv. gr. 5.2 í gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1381/2024. Þegar greiðsla berst fer málið til skrifstofu stjórnsýslu og gæða til útgáfu framkvæmdaleyfis.

  37. Sundagarðar 10 - Framkvæmdaleyfi - USK25020117

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 27. febrúar 2025 var lögð fram umsókn Brimgarða ehf., dags. 11. febrúar 2025, um framkvæmdaleyfi vegna landmótunar austan við lóð nr. 10 við Sundagarða í framhaldi af stækkun athafnarsvæðis og nýrra bygginga á lóðinni. Einnig er lagður fram uppdráttur Arkþings/Nordic, dags. 13. desember 2023 og verklýsing, ódags. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 5. júní 2025.

    Samþykkt að gefa út framkvæmdaleyfi með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 5. júní 2025.

    Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir útgáfu framkvæmdaleyfis skv. gr. 5.2 í gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1381/2024. Þegar greiðsla berst fer málið til skrifstofu stjórnsýslu og gæða til útgáfu framkvæmdaleyfis.

  38. Vatnagarðar - (fsp) Breyting á deiliskipulagi - Korngarðar 2 - USK25050405

    Lögð fram fyrirspurn Önnu Margrétar Hauksdóttur, dags. 23. maí 2025, um breytingu á deiliskipulagi Vatnagarða vegna lóðarinnar nr. 2 við Korngarða, sem felst í að breyta tímabundið jarðhæð hússins úr skrifstofuhúsnæði í smávörulager.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  39. Dynskógar 11 - USK25020128

    Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 27. maí 2025 þar sem sótt er um leyfi til að stækka svalir og byggja yfir þær, setja nýjar útihurðir og glugga, færa sorp, taka lagnarými í kjallara í notkun sem geymslu og auk þess er breyting á innra skipulagi húss nr. 11 við Dynskóga.

    Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið.

  40. Skógarhlíð - Breyting á deiliskipulagi - Skógarhlíð 18 - USK25030239

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 27. mars 2025 var lögð fram umsókn Teiknistofunnar Storðar ehf. dags. 18. mars 2025, ásamt, dags. 17. mars 2025, um breytingu á deiliskipulagi Skógarhlíðar vegna lóðarinnar nr. 18 við Skógarhlíð. Í breytingunni sem lögð er til felst að núverandi 10 bílastæði í bílageymsluhúsi eru felld út og sá hluti í jarðhæð nýttur undir aðra starfsemi í tengslum við nýtingu núverandi byggingar og verður heildarfjöldi bílastæða á lóð óbreyttur eða 42 bílastæð á lóðinni, samkvæmt uppdr. Teiknistofunnar Storðar ehf., dags. 17. mars 2025. Einnig er lagt fram samgöngumat Teiknistofunnar Storðar ehf. dags. 24. apríl 2025, Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju.

    Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu að óverulegri breytingu á deiliskipulagi fyrir hagsmunaaðilum að Skógarhlíð 16 og 20.

    Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir grenndarkynningu áður en kynning fer fram samkv. gr. 7.6. í gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1381/2024.

  41. Lækjargata 4 - (fsp) Breyting á notkun og koma fyrir flóttasvölum - USK25020199

    Lögð fram fyrirspurn Studio Nexus, dags. 17. febrúar 2025, um að breyta notkun rýmis 0202 í húsinu á lóð nr. 4 við Lækjargötu úr skrifstofum í blandaða notkun skrifstofu og íbúðar og koma fyrir flóttasvölum á bakhlið hússins.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  42. Heiðmörk - Deiliskipulag - Skipulagslýsing - USK24030262

    Lögð fram skipulagslýsing umhverfis- og skipulagssviðs, dags. maí 2025, vegna nýs deiliskipulags Heiðmerkur. Leiðarljós með gerð deiliskipulags fyrir Heiðmörk er að tryggja öryggi og óbreytt gæði grunnvatns til langrar framtíðar og að svæðið nýtist áfram til útivistar í sátt við vatnsvernd. Að öðru leyti eru markmið deiliskipulagsins margþætt og eiga að tryggja samræmingu landnotkunar innan svæðisins til að forðast hagsmunaárekstra milli núverandi og framtíðar landnotkunar á svæðinu.

    Samþykkt að framlengja athugasemdarfrest til og með 2. júlí 2025.

Fundi slitið kl. 12:25

Brynjar Þór Jónasson Helena Stefánsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa 5. júní 2025