Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa
Ár 2025, fimmtudaginn 15. maí kl. 09:00, hélt skipulagsfulltrúi Reykjavíkur 1011. embættisafgreiðslufund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar umhverfis- og skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn á skrifstofu skipulagsfulltrúa Borgartúni 12-14, 2. hæð, Gjáin. Fundinn sátu: Borghildur Sölvey Sturludóttir og Helena Stefánsdóttir. Eftirtaldir embættismenn kynntu mál á fundinum: Ágúst Skorri Sigurðsson, Drífa Árnadóttir, Hrönn Valdimarsdóttir, Sigríður Maack, Valný Aðalsteinsdóttir, Britta Magdalena Ágústsdóttir, Ólafur Ingibergsson, Ævar Harðarson, Hrafnhildur Sverrisdóttir, Þórður Már Sigfússon og Ingvar Jón Bates Gíslason. Fundarritari var Harpa Fönn Sigurjónsdóttir.
Þetta gerðist:
-
Garðastræti 37 - USK25030351
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 8. maí 2025 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 29. apríl 2025 þar sem sótt er um leyfi til að stækka þakhæð til austurs og innrétta þar fundarherbergi í húsi á lóð nr. 37 við Garðastræti. Einnig er lögð fram umsögn Minjastofnunar Íslands, dags. 6. maí 2025. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju.
Samþykkt að grenndarkynna framlagða byggingarleyfisumsókn fyrir hagsmunaaðilum að Garðastræti 35 og 39 og Suðurgötu 8, 8A, 10 og 12, þegar skuggavarp liggur fyrir. Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir grenndarkynningu áður en kynning fer fram skv. gr. 8.1. í gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1381/2024.
-
Hverafold 146 - (fsp) Stækkun húss - USK25030317
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 27. mars 2025 var lögð fram fyrirspurn Ólafar Flygenring, dags. 24. mars 2025, um stækkun hússins á lóð nr. 146 við Hverafold, samkvæmt teikningu á samþykktum byggingarnefndaruppdráttum, dags. júní 1984. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 15. maí 2025.
Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 15. maí 2025, samþykkt.
Fylgigögn
-
Njálsgata 1 - USK24090143
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 13. maí 2025 þar sem sótt er um leyfi til þess að breyta erindi USK23110085 vegna lokaúttektar þannig að staðsetningu og útfærslu á útblástursröri frá veitingastað, rými 0001, er breytt, tilhögun á lóð og staðsetningu sorps er breytt og kæligeymslu komið við norðurhlið íbúðar- og þjónustuhúss á lóð nr. 1 við Njálsgötu.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.
-
Arnarbakki 2-6, 8 og 10 - Breyting á lóðarmörkum, stofnun nýrrar lóðar o.fl. - USK25050158
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 8. maí 2025 var lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, Landupplýsingardeildar, dags. 7. maí 2025, um að breyta lóðamörkum lóðarinnar Arnarbakka 2 með því minnka núverandi lóð (skiki 1) Arnarbakka 2 og bæta við hana tveimur lóðaskikum, (skikar 2 og 3). Einnig að stofna nýja lóð Arnarbakki 10. Sameiginlegur báðum þessu lóðum er svo nýr bílastæðaskiki þar sem Arnarbakki 2 á 65 % í skikanum og Arnarbakki 10 á 35 %, samkvæmt uppdráttum umhverfis- og skipulagssviðs, Landupplýsingardeildar, (breytingar- og mæliblöð), dags. 7. maí 2025. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju.
Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa sbr. viðauka um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.
-
Leirtjörn Vestur - Nýtt deiliskipulag - USK24060028
Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að nýju deiliskipulagi fyrir Leirtjörn Vestur. Deiliskipulagið verður áfangaskipti, í fyrsta áfanga er gert ráð fyrir lóðum lóðavilyrðishafa, götum og borgarlandi. Aðrar lóðir verða þróaðar innan þróunarreita í samræmi við skipulag. Íbúðafjöldi verður um 330 ásamt 100 hjúkrunarrýmum, félagsheimili og leikskóla. Áhersla er á blágrænar ofanvatnslausnir og nálægð við náttúruna. Deiliskipulag gerir einnig ráð fyrir uppbyggingu almenns bílgeymsluhúss og samnýtingu bílastæða, samkvæmt drögum að greinargerð Teiknistofunnar Stiku, Landmótunar og Eflu, dags. í maí 2025 og drögum að uppdráttum Teiknistofunnar Stiku, Landmótunar og Eflu, dags. 14. maí 2025. Einnig er lögð fram umhverfismatsskýrsla Eflu, dags. 12. febrúar 2025, drög að samgöngumati Eflu, dags. 27. febrúar 2025, minnisblað Eflu, dags. 13. maí 2025, um Hávaða frá umferð, minnisblað Eflu, dags. 14. maí 2025, um staðbundið vindafar og drög að minnisblaði Landmótunar um blágrænar ofanvatnslausnir.
Vísað til meðferðar verkefnastjóra.
-
Hjallavegur 1 - (fsp) Stækkun lóðar - USK25030288
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 27. mars 2025 var lögð fram fyrirspurn Þóris Gísla Sigurðssonar, dags. 21. mars 2025, um stækkun lóðarinnar nr. 1 við Hjallaveg. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 15. maí 2025.
Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 15. maí 2025.
Fylgigögn
-
Óðinsgata 14A - USK25010130
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 6. mars 2025 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 21. janúar 2025 þar sem sótt er um leyfi til þess að sameina lóðir við Óðinsgötu 14A og 14B og breytingum innan og utanhúss í fjölbýlishúss á lóðir nr. 14A og 14B við Óðinsgötu. Einnig var lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 13. febrúar 2025. Erindi er nú lagt fram að nýju. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn Minjastofnunar Íslands, dags. 24. mars 2025 og skipulagsfulltrúa, dags. 15. maí 2025.
Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 15. maí 2025.
Fylgigögn
-
Suðurlandsbraut, Grensás, Ármúli - Breyting á deiliskipulagi - Suðurlandsbraut 34 - USK25040041
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 29. apríl 2025 var lögð fram umsókn Reita atvinnuhúsnæðis ehf., dags. 2. apríl 2025, ásamt bréfi Alark arkitekta, dags. 25. mars 2025, um breytingu á deiliskipulagi Suðurlandsbrautar, Grensáss, Ármúla vegna lóðarinnar nr. 34 við Suðurlandsbraut. Í breytingunni sem lögð er til felst breyting á þakhýsi og þaki hússins, samkvæmt uppdr. Alark, dags. 24. júní 2021, síðast br. 25. mars 2025. Einnig lagt fram minnisblað Minjastofnunar Íslands, dags. 3. október 2024. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju.
Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar. Samþykkt að falla frá kynningu þar sem breyting á deiliskipulagi varðar ekki hagsmuni annarra en umsækjanda (og borgarinnar), sbr. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr.123/2010.
Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir óverulega breytingu á deiliskipulagi á grundvelli málsmeðferðar skv. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga og þarf að greiða skv. gr. 8.2. í gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1381/2024, áður en breytingin er auglýst í B-deild Stjórnartíðinda.
-
Breiðhöfði 3 - Framkvæmdaleyfi - USK25030276
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 27. mars 2025 var lögð fram umsókn B.M. Vallár ehf., dags. 20. mars 2025, um framkvæmdaleyfi vegna bráðabirgða inn-/útkeyrslu efnisbíla á lóð BM Vallár að Breiðhöfða 3, samkvæmt uppdr. Zeppelin arkitekta, dags. 18. febrúar 2025. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju. Einnig er lagður fram tölvupóstur Orra Árnasonar, dags. 2. maí 2025, þar sem umsókn er dregin til baka.
Umsókn er dregin til baka, sbr. tölvupóstur, dags. 2. maí 2025.
-
Hafnarstræti 5 og 7 (Tryggvagötumegin) - (fsp) Íbúðir á 2., 3 og 4. hæð - USK25040016
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 29. apríl 2025 var lögð fram fyrirspurn Björns Reynissonar, dags. 1. apríl 2025, ásamt greinargerð Nordic Office of Architecture, dags. 31. mars 2025, um að útbúa íbúðir á 2., 3. og 4. hæð hússins á lóð nr. 5 og 7, Tryggvagötumegin. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 15. maí 2025.
Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 15. maí 2025, samþykkt.
Fylgigögn
-
Grafarlækur-Stekkjarmóar-Djúpidalur - Breyting á deiliskipulagi - Grafarlækur 2-4 - USK24050161
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Teiknistofunnar Storð ehf., dags. 14. maí 2024, ásamt bréfi Hermanns Georgs Gunnlaugssonar, dags. 14. maí 2024, um breytingu á deiliskipulagi Grafarlækjar-Stekkjarmóa-Djúpadals vegna lóðarinnar nr. 2-4 við Grafarlæk. Í breytingunni sem lögð er til felst að koma fyrir byggingarreit fyrir vélageymslu Golfklúbbs Reykjavíkur og steypt hólf eða gryfjur fyrir efnislager, samkvæmt uppdr. Teiknistofunnar Storð ehf., dags. 15. janúar 2025, br. 8. maí 2025. Tillagan var auglýst frá 13. mars 2025 til og með 28. apríl 2025. Umsögn barst frá Minjastofnun Íslands, dags. 25. apríl 2025. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 8. maí 2025 og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 15. maí 2025.
Samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 15. maí 2025, og heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa sbr. viðauka um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.
Fylgigögn
-
Kjalarnes, Smábýli 2 - (fsp) Færsla á byggingarreit - USK25050004
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 8. maí 2025 var lögð fram fyrirspurn Björns Guðmundar Björnssonar, dags. 1. maí 2025, um færslu á byggingarreit á lóð nr. 2 við Smábýlis út fyrir svæði C og byggja þar einbýlishús. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 15. maí 2025.
Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 15. maí 2025, samþykkt.
Fylgigögn
-
Kjalarnes, Kambshorn - (fsp) Breyta skráningu lands - USK25050035
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 8. maí 2025 var lögð fram fyrirspurn Björns Björnssonar, dags. 5. maí 2025, um breytingu á skráningu landsins Kambshorns á Kjalarnesi úr íbúðarhúsalóð í ræktunarland, samkvæmt uppdr. Punkta og hnita, ódags. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 15. maí 2025.
Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 15. maí 2025, samþykkt.
Fylgigögn
-
Kjalarnes, Vellir - Stofnun nýrrar lóðar o.fl. - USK25050024
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 8. maí 2025 var lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, Landupplýsingardeildar, dags. 29. apríl 2025, um stofnun nýrra lóðar, Vellir 2E, úr hluta nyrðri skika lóðarinnar Vellir 2 á Kjalarnesi, leggja syðri skika lóðarinnar Vellir 2 alfarið við lóðina Vellir 1D1 og leggja niður lóðina Vellir 3D5 með því að bæta henni við lóðina Vellir 1D1. Auk þess er óskað eftir því að bæta hluta lóðarinnar Vellir 1D3 við lóðina Vellir 1D1 og leggja niður lóðina Vellir 3D6 með því að bæta þeirri lóð við nágrannalóðirnar Vellir 3D1, Vellir 3D2 og Vellir 3D3 ( áður með staðfangið Vellir 3). Einnig eru lagðir fram uppdrættir umhverfis- og skipulagssviðs, Landupplýsingardeildar (breytingar- og mæliblað), dags. 29. apríl 2025. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju.
Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa sbr. viðauka um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.
-
Suðurlandsbraut frá Kringlumýrarbraut að Reykjavegi - Framkvæmdaleyfi - USK25030402
Lögð fram umsókn Veitna ohf., dags. 27. mars 2025, um framkvæmdaleyfi vegna endurnýjunar tveggja stofnæða fyrir heitt vatn frá Kringlumýrarbraut að Reykjavegi. Annars vegar er um að ræða safnæð frá borholum á svæðinu sem og hins vegar stofnæð. Einnig er lagt fram teikningasett Verkís, dags. 27. febrúar 2025 og Verklýsing, dags. 17. september 2024.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.
Vakin er athygli á að erindið fellur undirgjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1381/2024.
-
Rafstöðvarvegur 31 - USK23110290
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 25. janúar 2024 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 12. desember 2023 þar sem sótt er um leyfi til að breyta erindi USK23070140 með því að byggja svalaskýli yfir svalir á 1. hæð við vesturgafl í húsi nr. 31 við Rafstöðvarveg. Einnig var lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 25. janúar 2024. Erindi er nú lagt fram að nýju ásamt leiðréttri umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 15. maí 2025.
Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 25. janúar 2024, dregin til baka, og leiðrétt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 15. maí 2025, samþykkt.
Fylgigögn
-
Vogaland 12 - (fsp) Stækkun húss - USK24120233
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 8. maí 2025 var lögð fram fyrirspurn Sólveigar Pétursdóttur, dags. 26. desember 2024, um stækkun hússins á lóð nr. 12 við Vogaland. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 15. maí 2025.
Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 15. maí 2025, samþykkt.
Fylgigögn
-
Ljósvallagata 14 - (fsp) svalir - USK25020020
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 27. febrúar 2025 var lögð fram fyrirspurn P107 ehf., dags. 3. febrúar 2025, ásamt bréfi, dags. 3. febrúar 2025, um að setja svalir á húsið á lóð nr. 14 við Ljósvallagötu, samkvæmt skissu. Einnig eru lagðar fram ljósmyndir. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 15. maí 2025.
Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 15. maí 2025, samþykkt.
Fylgigögn
-
Nýr Landspítali við Hringbraut - breyting á deiliskipulagi - Sóleyjartorg - USK25020348
Að lokinni auglýsingu er lagt fram að nýju minnisblað Nýs Landspítala ohf., dags. 5. mars 2025, að breytingu á deiliskipulagi Nýs Landspítala við Hringbraut fyrir Sóleyjartorgs. Tilfærslur eru gerðar frá fyrra skipulagi á stigatengingu milli sunnanverðs Sóleyjartorgs og bílakjallara undir Sóleyjartorgi (nr. 37). Breytingin gerir ráð fyrir lyftu- og stigaaðgengi á sér byggingarreit undir hýsi yfir nýjan yfirbyggðan tröppugang og lyftur sem tengir báðar hæðir bílakjallara við yfirborð torgssvæðisins norðan Borgarlínustöðvar á Burknagötu. Um leið helst aðgengi starfsmanna spítalans greitt í Meðferðarkjarnann (MFK) K1, aðgreint frá aðalinngangi / anddyrisbyggingu, sem styður við eina af meginforsendum í hönnun MFK um aðskilnað á ólíku flæði. Sóleyjartorgi er skipt í fjögur svæði eftir áherslum í notkun. 1. Efra torg við Hrafnsgötu er dvalar-, leik- og upplifunarsvæði ásamt hluta tröppumannvirkis sem tengist aðalinngangi, móttöku, mötuneyti og kaffiteríu MFK sem liggur við Hrafnsgötu, um 550m². Undir efra torginu er aðalhjólageymsla fyrir starfsmenn spítalans. Miðt2. org er rampa- og tröppusvæði útfært set-, dvalar- og upplifunarsvæði framan við anddyrisbyggingu MFK um 750m². 3. Aðkomusvæðið við aðalinngang meðferðarkjarna ásamt sérstökum inngangi bráðamóttöku með hringakstri og sleppistæðum í neyðarerindum. Einnig er aðkoma í ramp bílakjallarans sem og nýtt lyftu- og stigahús á svæðinu sem er um 1.600m². 4. Suðursvæði myndast milli Borgarlínustöðvar og lyftu- og stigahúss og er aðkomu- og dvalarsvæði um 600m². Meginmarkmið á hönnun torgsins gengur út á að skapa samhengi, heild og flæði um allt torgið með áherslu á öruggt og greitt aðgengi almennings og eftir atvikum lögreglu í neyðarerindum. Einnig byggja undir fjölbreytileika og mismunandi upplifun í öruggu umhverfi fyrir gangandi og akandi, tryggja skýra hönnun með tilliti til rötunar í umhverfi sem hentar starfsfólki, sjúklingum og aðstandendum, borgarbúum og öðrum gestum. Öll hönnun og útfærsla á yfirborðsefnum og götugögnum torgsins skal vera einföld að gerð sem hindrar hvorki flæði né skapar hættu. Hýsið er almennt léttbyggt og skal skyggja sem minnst á aðalbyggingu Landspítalans. Þak skal vera léttbyggt og mynda skyggni yfir lyftudyrum. Veggir eru úr gleri. Gert er ráð fyrir að hægt sé að mynda tímabundnar útfærslur á skjólmyndun með setaðstöðu við hýsið með léttum færanlegum götugögnum, t.a.m. bekkjum og sóltjöldum, allt eftir árstíðum og aðstæðum hverju sinni, samkvæmt deiliskipulagsuppdráttum og skýringarmyndum, dags. 6. mars 2025. Tillagan var auglýst frá 27. mars 2025 til og með 13. maí 2025. Engar athugasemdir bárust. Einnig er lögð fram umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, dags. 13. maí 2025.
Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa sbr. viðauka um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.
-
Reykjavíkurflugvöllur - Breyting á deiliskipulagi - Nauthólsvegur 50-52 - USK24110089
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Ivon Stefáns Cilia, dags. 8. nóvember 2024, um breytingu á deiliskipulagi Reykjavíkurflugvallar vegna lóðarinnar nr. 50-52 við Nauthólsveg. Í breytingunni sem lögð er til felst breyting á notkun hússins sem heimilar starfsemi hjúkrunarheimilis ásamt stækkun á byggingarreitum, samkvæmt uppdrætti T.ark arkitekta, dags. 30. október 2024. Tillagan var auglýst frá 27. mars 2025 til og með 13. maí 2025. Umsögn barst frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur, dags. 13. maí 2025.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.
-
Gufunes 1. áfangi - Breyting á deiliskipulagi - Hafnarsvæði (Svæði E) - USK25050162
Lögð fram umsókn Yrki arkitekta ehf., dags. 12. maí 2025, um breytingu á deiliskipulagi Gufuness, 1. áfanga, á svæði E, Hafnarsvæði. Breytingin byggir á vinningstillögu úr alþjóðlegri samkeppni á vegum C40 Reinventing Cities. Samkvæmt vinningstillögunni er gert ráð fyrir tveggja hæða byggingu á höfninni með samgöngumiðstöð fyrir bátastrætó, heilsulind, sundlaug og veitingastað. Við höfnina var gert ráð fyrir 5-6 hæða byggingu með 19 smáíbúðum og leikskóla á jarðhæð, en eftir viðræður við skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar, virðist ljóst að það yrði erfitt að koma leikskóla við vegna skorts á útisvæði. Þá er búið að endurskoða hæð hússins en heildarbyggingarmagni haldið óbreytt. Varðandi smáíbúðirnar hefur verið horfið frá þeirri hugmynd vegna aukins umfangs kvikmyndavers á aðliggjandi lóð og er þess í stað gert ráð fyrir atvinnustarfsemi með áherslu á heilsu- og gististarfsemi, samkvæmt uppdr. Yrki arkitekta ehf., dags. 30. apríl 2025.
Vísað til meðferðar verkefnastjóra.
Vakin er athygli á að erindið fellur undirgjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1381/2024.
-
Sæbrautarstokkur - Skipulagslýsing vegna nýrra deiliskipulagsáætlana og deiliskipulagsbreytinga - USK25050165
Lögð fram skipulagslýsing umhverfis- og skipulagssviðs, dags. í maí 2025, vegna nýrra deiliskipulagsáætlana og deiliskipulagsbreytinga fyrir Sæbrautarstokk. Til stendur að setja Sæbraut í stokk á um 1 km löngum kafla, frá Miklubraut og norður fyrir gatnamót Kleppsmýrarvegar og Skeiðarvogs. Eitt af markmiðum með gerð vegstokka er að bæta umhverfisgæði í aðliggjandi byggð og tengja betur saman hverfi sem eru aðskilin með umferðarþungum stofnbrautum. Á yfirborði stokksins er fyrirhugaður nýr borgargarður sem myndar græna tengingu milli Vogahverfis og Vogabyggðar. Með tilkomu stokksins verða hljóðvist og loftgæði á svæðinu betri og tækifæri skapast fyrir nýja byggð meðfram austurhluta stokksins.
Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs til afgreiðslu.
-
Álfabakki 2A - USK25030304
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 29. apríl 2025 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 15. apríl 2025 þar sem sótt er um leyfi til að breyta USK23080010 þannig að breytingar verða á rýmisnúmerum, kjötvinnsla minnkar og gerðar eru smávægilegar breytingar á innra skipulagi 1. hæðar í verslunar- og skrifstofuhúsi á lóð nr. 2A við Álfabakka. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 15. maí 2025.
Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 15. maí 2025, samþykkt.
Fylgigögn
-
Reitur 1.171.5 - breyting á skilmálum deiliskipulags - Laugavegur 20 - USK25040433
Lagt fram erindi Landslaga, dags. 7. apríl 2025, um breytingu á skilmálum deiliskipulags reits 1.171.5 vegna lóðarinnar nr. 20 við Laugaveg sem felst í að bæta við texta í deiliskipulag þannig að heimilt verði að vera með íbúðir og/ eða gistiþjónustu á efri hæðum hússins.
Vísað til meðferðar verkefnastjóra.
Vakin er athygli á að erindið fellur undirgjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1381/2024.
-
Mýrargata 2-8, 10 og 12 - (fsp) Færsla á sorpgeymslu - USK25050115
Lögð fram fyrirspurn Freys Frostasonar, dags. 9. maí 2025, ásamt greinargerð, dags. 9. maí 2025, um að færa sorpgeymslu fyrir hótel Marina að Mýrargötu 2-8 og 12 frá vesturhlið núverandi spennistöðvar að Mýrargötu 10 við austurhlið spennustöðvar.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.
-
Breiðholt, hverfi 6.2 Seljahverfi - (fsp) Breyting á hverfisskipulagi - Kambasel 54 og 56 - USK25050078
Lögð fram fyrirspurn Völu Rutar Friðriksdóttur, dags. 7. maí 2025, um breytingu á hverfisskipulagi Breiðholts, hverfi 6.2 Seljahverfis vegna lóðanna nr. 54 og 56 við Kambasel, sem felst í fjölgun bílastæða framan við húsið.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.
-
Langahlíð 11 - (fsp) Fjölgun bílastæða - USK25040254
Lögð fram fyrirspurn Ellýjar Öldu Þorsteinsdóttur, dags. 14. apríl 2025, um að fjölga bílastæðum á lóð nr. 11 við Lönguhlíð um þrjú stæði. Einnig er lögð fram yfirlitsmynd þar sem skissað er inn staðsetning bílastæða.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.
-
Sigluvogur 12 - (fsp) Breyting á notkun - USK25050096
Lögð fram fyrirspurn Makaku ehf. dags. 8. maí 2025, um breytingu á notkun bílskúra á lóð nr. 12 við Sigluvog í íbúðir, samkvæmt fyrirspurnaruppdr., ódags.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.
Fundi slitið kl. 12:23
Borghildur Sölvey Sturludóttir Helena Stefánsdóttir
PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa 15. maí 2025