Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa - Fundur nr. 1010

Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa

Ár 2025, fimmtudaginn 8. maí kl. 09:05, hélt skipulagsfulltrúi Reykjavíkur 1010. embættisafgreiðslufund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar umhverfis- og skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn á skrifstofu skipulagsfulltrúa Borgartúni 12-14, 2. hæð, Gjáin. Fundinn sátu: Björn Axelsson og Helena Stefánsdóttir. Eftirtaldir embættismenn kynntu mál á fundinum: Ingvar Jón Bates Gíslason, Ágúst Skorri Sigurðsson, Hrafnhildur Sverrisdóttir, Hrönn Valdimarsdóttir, Þórður Már Sigfússon, Ólafur Ingibergsson, Britta Magdalena Ágústsdóttir, Sólveig Sigurðardóttir og Valný Aðalsteinsdóttir. Fundarritari var Auðun Helgason.

Þetta gerðist:

  1. Bræðraborgarstígur 1, 3 og 5 - Nýtt deiliskipulag - USK24120090

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 23. janúar 2025 var lögð fram umsókn Yrki arkitekta ehf., dags. 10. desember 2024, um nýtt deiliskipulag fyrir lóðirnar nr. 1, 3 og 5 við Bræðraborgarstíg. Tilgangur með nýju deiliskipulagi fyrir svæðið er að skilgreina og setja skilmála um umfang uppbyggingar á lóðunum. Í þessar tillögu er verið að leggja til byggingarheimildir á Bræðraborgarstíg 1 og 3, en talið er að lóðin að Bræðraborgarstíg 5 sé full byggð, samkvæmt greinargerð og deiliskipulagsuppdráttum Yrki arkitekta, dags. 10. desember 2024. Einnig er lögð fram umsögn Minjastofnunar Íslands, dags. 21. janúar 2025, og húsa- og fornleifakönnun Fornleifastofnunar Íslands, dags. árið 2024. Erindinu var vísað til umhverfis- og skipulagsráðs til afgreiðslu og er nú lagt fram að nýju.

    Umsækjandi hafi samband við embætti skipulagsfulltrúa.

  2. Hlemmur og nágrenni og Hlemmur, umferðarskipulag - Breyting á deiliskipulagi - Laugavegur 109 - USK25040399

    Lögð fram umsókn ARGOS ehf., dags. 29. apríl 2025, ásamt bréfi, dags. 23. apríl 2025, um breytingu á deiliskipulagi Hlemms vegna lóðarinnar nr. 109 við Laugaveg. Í breytingunni sem lögð er til felst tilfærsla á sorpskýli í borgarlandi sem tilheyrir Laugavegi 109 (Norðurpóli). Sorpskýlið við norðvesturhorn lóðar er fært að austurhlið lóðarinnar, samkvæmt uppdr. Yrki arkitekta, dags. 7. maí 2025.

    Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar. Samþykkt að falla frá kynningu þar sem breyting á deiliskipulagi varðar ekki hagsmuni annarra en umsækjanda (og borgarinnar), sbr. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

    Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir óverulega breytingu á deiliskipulagi á grundvelli málsmeðferðar skv. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga og þarf að greiða skv. gr. 8.2. í gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr.1381/2024, áður en breytingin er auglýst í B-deild Stjórnartíðinda.

  3. Hverfisgata 59 - (fsp) Stúdíóíbúð í stað bílageymslu - USK25010132

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 13. febrúar 2025 var lögð fram fyrirspurn Atrium ehf., dags. 15. janúar 2025, um uppbyggingu stúdíóíbúða á lóð nr. 59 við Hverfisgötu í stað bílageymslu, samkvæmt uppdrætti Atrium ehf., dags. 14. janúar 2025. Einnig eru lagðir fram skuggavarpsuppdrættir Atrium ehf., dags. 20. febrúar 2025. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 8. maí 2025.

    Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 8. maí 2025.

    Fylgigögn

  4. Nýi Skerjafjörður - lóð nr. 16 (fsp) Saunagarður - USK25040409

    Lögð fram fyrirspurn Leifs Þorsteinssonar, dags. 29. apríl 2025, ásamt bréfi, dags. 29. apríl 2025, um að setja upp gufuböð og kalda potta ásamt búningsaðstöðu á lóð nr. 16 í Nýja Skerjafirði. Einnig er lögð fram loftmynd og fylgiskjöl.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  5. Nýr Landspítali við Hringbraut - Breyting á deiliskipulagi vegna rofastöðvar - USK25040379

    Lögð fram umsókn Þorkels Magnússonar, dags. 28. apríl 2025, um breytingu á deiliskipulagi Nýs Landspítala við Hringbraut vegna rofastöðvar. Í breytingunni sem lögð er til felst að afstaða og lögun byggingarreitar, og þjónustu aðkomu er lítillega breytt, samkvæmt uppdr. Spital, dags. 27. apríl 2025.

    Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar. Samþykkt að falla frá kynningu þar sem breyting á deiliskipulagi varðar ekki hagsmuni annarra en umsækjanda (og borgarinnar), sbr. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

    Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir óveruleg breytingu ádeiliskipulagi á grundvelli málsmeðferðar skv. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga og þarf að greiða skv. 8.2. gr. gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1276/2023, áður en breytingin er auglýst í B- deild Stjórnartíðinda.

  6. Reykjavíkurflugvöllur - Þorragata - Færsla á eldsneytistönkum - USK24010222

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 25. janúar 2024 var lagt fram bréf Landslaga f.h. Isavia Innanlandsflugvalla ehf., dags. 10. janúar 2024, um færslu á eldsneytistönkum á Reykjavíkurflugvelli, nánar tiltekið að Þorragötu 12B, 12C og 12D, og staðsetja nýja á lóð nr. 22 við Þorragötu. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 8. maí 2025.

    Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 8. maí 2025, samþykkt.

    Fylgigögn

  7. Garðastræti 37 - USK25030351

    Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 29. apríl 2025 þar sem sótt er um leyfi til að stækka þakhæð til austurs og innrétta þar fundarherbergi í húsi á lóð nr. 37 við Garðastræti. Einnig er lögð fram umsögn Minjastofnunar Íslands, dags. 6. maí 2025.

    Vísað til meðferðar verkefnastjóra.

  8. Túngata 20 - USK25020358

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 20. mars 2025 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 18. mars 2025 þar sem sótt er um leyfi til að breyta erindi USK24010003 vegna lokaúttektar, breyting á lóðarhönnun og tilkomu 37,5m² pergolu á lóð nr. 20 við Túngötu. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 8. maí 2025.

    Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 8. maí 2025, samþykkt.

    Fylgigögn

  9. Vesturbæjarlaug - Breyting á deiliskipulagi - Hagamelur 55 - USK25050083

    Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að breytingu á deiliskipulagi Vesturbæjarlaugar vegna lóðarinnar nr. 55 við Hagamel, leikskólinn Vesturborg. Í breytingunni sem lögð er til felst að heimilt verði að rífa hús á vestanverðri lóðinni og reisa þess í stað þrjár færanlegar leikskólastofur, samkvæmt uppdrætti Landmótunar, dags. 22. apríl 2025.

    Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu að óverulegri breytingu á deiliskipulagi fyrir hagsmunaaðilum að Hagamel 51 og 53, Einimel 26, Hagamel 67 og Kaplaskjólsvegi 27-31. 

    Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir grenndarkynningu áður en kynning fer fram skv. 7.6. gr. í gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1381/2024.

  10. Smáragata 16 - (fsp) Rekstur gististaðar í flokki II - USK25040402

    Lögð fram fyrirspurn Sætrar ehf., dags. 29. apríl 2025, ásamt bréfi Grímu arkitekta, dags. 3. apríl 2025, um rekstur gististaðar í flokki II í húsinu á lóð nr. 16 við Smáragötu.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  11. Sæviðarsund 100 - USK25020045

    Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju  erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 11. febrúar 2025 þar sem sótt er um leyfi til þess að stækka með viðbyggingu við suðausturhlið einbýlishúss á lóð nr. 100 við Sæviðarsund. Erindi var grenndarkynnt frá 27. mars 2025 til og með 28. apríl 2025. Engar athugasemdir bárust.

    Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa sbr. viðauka um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar. Vísað til fullnaðarafgreiðslu byggingarfulltrúa.

  12. Arnarbakki 2-6, 8 og 10 - Breyting á lóðarmörkum, stofnun nýrrar lóðar o.fl. - USK25050158

    Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, Landupplýsingardeildar, dags. 7. maí 2025, um að breyta lóðamörkum lóðarinnar Arnarbakka 2 með því minnka núverandi lóð (skiki 1) Arnarbakka 2 og bæta við hana tveimur lóðaskikum, (skikar 2 og 3). Einnig að stofna nýja lóð Arnarbakki 10. Sameiginlegur báðum þessu lóðum er svo nýr bílastæðaskiki þar sem Arnarbakki 2 á 65 % í skikanum og Arnarbakki 10 á 35 %, samkvæmt uppdráttum umhverfis- og skipulagssviðs, Landupplýsingardeildar, (breytingar- og mæliblöð), dags. 7. maí 2025.

    Vísað til meðferðar verkefnastjóra.

  13. Fossaleynir 19-23 - Atvinnuhúsnæði - Fyrirspurn um matsskyldu - Umsagnarbeiðni - USK25030250

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 20. mars 2025 var lögð fram umsagnarbeiðni Skipulagsstofnunar, dags. 18. mars 2025, þar sem óskað er eftir umsögn skipulagsfulltrúa um fyrirspurn um matsskyldu vegna atvinnuhúsnæðis við Fossaleynir 19-23. Ármúli ehf. áformar byggingu 3.400 m2 atvinnuhúsnæðis við Fossaleyni 19-23 fyrir starfsemi Emmessís. Í húsinu er gert ráð fyrir framleiðslusal, þurr- og frystilager, aðstöðu fyrir dreifingu, skrifstofum og öðrum rýmum sem tilheyra framleiðslusal eins og búningsaðstöðu fyrir starfsmenn, verkstæði o.fl. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 8. maí 2025.

    Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 8. maí 2025, samþykkt.

    Fylgigögn

  14. Heiðmörk - Deiliskipulag - Skipulagslýsing - USK24030262

    Lögð fram skipulagslýsing umhverfis- og skipulagssviðs, dags. maí 2025, vegna nýs deiliskipulags Heiðmerkur. Leiðarljós með gerð deiliskipulags fyrir Heiðmörk er að tryggja öryggi og óbreytt gæði grunnvatns til langrar framtíðar og að svæðið nýtist áfram til útivistar í sátt við vatnsvernd. Að öðru leyti eru markmið deiliskipulagsins margþætt og eiga að tryggja samræmingu landnotkunar innan svæðisins til að forðast hagsmunaárekstra milli núverandi og framtíðar landnotkunar á svæðinu.

    Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs til afgreiðslu. 

  15. Kringlumýrarbraut 100A - (fsp) Stækkun lóðar - USK25030399

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 29. apríl 2025 var lögð fram fyrirspurn Veitna ohf., dags. 27. mars 2025, um stækkun lóðarinnar nr. 100A við Kringlumýrarbraut til að koma fyrir nýrri dreifstöð, samkvæmt skissu á mæliblaði. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 8. maí 2025

    Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 8. maí 2025, samþykkt.

    Fylgigögn

  16. Lambhagaland  - (fsp) Breyting á deiliskipulagi - USK25020270

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 6. mars 2025 var lögð fram fyrirspurn THG Arkitekta, dags. 21. febrúar 2025, um breytingu á deiliskipulagi Lambhagalands, sem felst í breytingu á skilgreiningu reitsins úr ræktunarsvæði í blandaða byggð íbúða og þjónustu. Einnig er lögð fram greinargerð THG Arkitekta ásamt samþykki lóðarhafa að Lambhagavegi 17, 19, 21, 23, 25, 27, 29 og 31, dags. 17. febrúar 2025. Einnig er lagt fram yfirlit yfir lóðaleigusamninga. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju.

    Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs til afgreiðslu.

  17. Vesturgata 17 - (fsp) Sjálfsafgreiðsluþvottahús - USK25030261

    Lögð fram fyrirspurn Passamynda ehf., dags. 19. mars 2025, um að setja upp sjálfsafgreiðsluþvottahús (E. Laundromat) í húsinu á lóð nr. 17 við Vesturgötu.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  18. Hamrahverfi - (fsp) Breyting á deiliskipulagi - Gerðhamrar 5 - USK25040266

    Lögð fram fyrirspurn Arnalds Geirs Schram, dags. 16. apríl 2025, um fjölgun íbúða í húsinu á lóð nr. 5 við Gerðhamra sem felst í að kjallaraíbúð fái sér fasteignanúmer, samkvæmt fyrirspurnaruppdráttum Reykjavík arkitekta, dags. 12. febrúar 2025.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  19. Vogabyggð svæði 3 - (fsp) Breyting á deiliskipulagi - Dugguvogur 63 - USK25040358

    Lögð fram fyrirspurn Simon Joscha Flender, dags. 28 apríl 2025, um breytingu á deiliskipulagi Vogabyggðar svæðis 3 vegna lóðarinnar nr. 63 við Dugguvog, sem felst í svalasetningu og dýpt svala, samkvæmt uppdr. Lendager, dags. 16. apríl 2025.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  20. Öldugata 59 - USK25030455

    Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 29. apríl 2025 þar sem sótt er um leyfi til að stækka kvisti á norðurhlið fjölbýlishúss á lóð nr. 59 við Öldugötu.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  21. Fannafold 68-74 - (fsp) Fjölgun bílastæða - USK25030326

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 29. apríl 2025 var lögð fram fyrirspurn Sveinbjörns Sveinbjörnssonar, dags. 24. mars 2025, um að fjölga bílastæðum á lóð nr. 68-74 við Fannafold, samkvæmt skissu á yfirlitsmynd, ódags. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 8. maí 2025.

    Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 8. maí 2025.

    Fylgigögn

  22. Laugarnesvegur 77 - USK25020359

    Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 29. apríl 2025 þar sem sótt er um leyfi til þess að stækka að lóðarmörkum til vesturs og breikka til suðurs bílskúr, mhl.03, við íbúðarhús á lóð nr. 77 við Laugarnesveg. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 8. maí 2025.

    Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 8. maí 2025, samþykkt. Umsótt framkvæmd kallar á breytingu á gildandi deiliskipulagi.

    Fylgigögn

  23. Reitur 1.171.3 - Laugavegs- og Skólavörðustígsreitir - (fsp) breyting á deiliskipulagi - Laugavegur 2 - USK23070048

    Lögð fram fyrirspurn Laugavegar 2 ehf., dags. 4. júlí 2023, ásamt uppfærðu bréfi SP(R)INT Studio, dags. 26. ágúst 2024, um breytingu á deiliskipulagi reits 1.171.3, Laugavegs- og Skólavörðustígsreita, vegna lóðarinnar nr. 2 við Laugaveg sem felst í að heimilt verði að reisa byggingu sem trappast frá brunagafli á Skólavörðustíg niður að Laugavegi, samkv. breyttri tillögu SP(R)INT Studio, dags. 26. ágúst 2024. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 8. maí 2025.

    Uppfærð umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 8. maí 2025, samþykkt.

    Fylgigögn

  24. Skógarhlíð - Breyting á deiliskipulagi - Skógarhlíð 10 - USK24110202

    Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Bus hostel ehf., dags. 18. nóvember 2024, um breytingu á deiliskipulagi Skógarhlíðar vegna lóðarinnar nr. 10 við Skógarhlíð. Í breytingunni sem lögð er til felst að innkeyrslum inn á lóðina er breytt, samkvæmt uppdr. Strendings ehf., dags. 15. nóvember 2024. Tillagan var auglýst frá 13. mars 2025 til og með 28. apríl 2025. Engar athugasemdir bárust.

    Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa sbr. viðauka um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.

  25. Bitruháls 2 - (fsp) Gámar - USK25030409

    Lögð fram fyrirspurn Verkís hf., dags. 28. mars 2025, um að koma fyrir 6 gámum á lóð nr. 2 við Bitruháls sem tengdir eru á varanlegan hátt við húsið, samkvæmt skissu á yfirlitsmynd.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  26. Grafarlækur-Stekkjarmóar-Djúpidalur - Breyting á deiliskipulagi - Grafarlækur 2-4 - USK24050161

    Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Teiknistofunnar Storð ehf., dags. 14. maí 2024, ásamt bréfi Hermanns Georgs Gunnlaugssonar, dags. 14. maí 2024, um breytingu á deiliskipulagi Grafarlækjar-Stekkjarmóa-Djúpadals vegna lóðarinnar nr. 2-4 við Grafarlæk. Í breytingunni sem lögð er til felst að koma fyrir byggingarreit fyrir vélageymslu Golfklúbbs Reykjavíkur og steypt hólf eða gryfjur fyrir efnislager, samkvæmt uppdr. Teiknistofunnar Storð ehf., dags. 15. janúar 2025. Tillagan var auglýst frá 13. mars 2025 til og með 28. apríl 2025. Umsögn barst frá Minjastofnun Íslands, dags. 25. apríl 2025.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  27. Kirkjustétt 6 - (fsp) Innri breytingar og breyting á notkun - USK25020305

    Lögð fram fyrirspurn Daníels George Þórarinssonar, dags. 24. febrúar 2025, um innri breytingar í húsinu á lóð nr. 6 við Kirkjustétt og breyta vinnustofu í íbúð, samkvæmt skissu á uppdrætti.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  28. Kjalarnes - Smábýli 2 - (fsp) Færsla á byggingarreit - USK25050004

    Lögð fram fyrirspurn Björns Guðmundar Björnssonar, dags. 1. maí 2025, um færslu á byggingarreit á lóð nr. 2 við Smábýlis út fyrir svæði C og byggja þar einbýlishús.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  29. Kjalarnes, Saltvík - Reitur C - Umsagnarbeiðni - USK25040211

    Lagt fram bréf Umhverfis- og orkustofnunar, dags. 9. apríl 2025 þar sem óskað er eftir áliti skipulagsfulltrúa um hvort það samræmist gildandi deiliskipulagi fyrir reit C í Saltvík á Kjalarnesi að veita Stjörnueggjum hf. starfsleyfi fyrir 49.500 varphænur á reitnum.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  30. Kjalarnes, Vellir - Stofnun nýrrar lóðar o.fl. - USK25050024

    Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, Landupplýsingardeildar, dags. 29. apríl 2025, um stofnun nýrra lóðar, Vellir 2E, úr hluta nyrðri skika lóðarinnar Vellir 2 á Kjalarnesi, leggja syðri skika lóðarinnar Vellir 2 alfarið við lóðina Vellir 1D1 og leggja niður lóðina Vellir 3D5 með því að bæta henni við lóðina Vellir 1D1. Auk þess er óskað eftir því að bæta hluta lóðarinnar Vellir 1D3 við lóðina Vellir 1D1 og leggja niður lóðina Vellir 3D6 með því að bæta þeirri lóð við nágrannalóðirnar Vellir 3D1, Vellir 3D2 og Vellir 3D3 ( áður með staðfangið Vellir 3). Einnig eru lagðir fram uppdrættir umhverfis- og skipulagssviðs, Landupplýsingardeildar (breytingar- og mæliblað), dags. 29. apríl 2025.

    Vísað til meðferðar verkefnastjóra.

  31. Kjalarnes- Kambshorn - (fsp) Breyta skráningu lands - USK25050035

    Lögð fram fyrirspurn Björns Björnssonar, dags. 5. maí 2025, um breytingu á skráningu landsins Kambshorns á Kjalarnesi úr íbúðarhúsalóð í ræktunarland, samkvæmt uppdr. Punkta og hnita, ódags.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  32. Klettháls 13 - USK25030328

    Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 29. apríl 2025 þar sem sótt er um stöðuleyfi fyrir geymslutjald norðaustan við atvinnuhús á lóð nr. 13 við Klettháls.

    Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið.

  33. Árbær, 7.2 - (fsp) Breyting á hverfisskipulagi - Hraunbær 117 - USK25040274

    Lögð fram fyrirspurn Kanon arkitekta ehf., dags. 16. apríl 2025, ásamt bréfi, dags. 16. apríl 2025, um breytingu á hverfisskipulagi Árbæjar, hluta 7.2, vegna lóðarinnar nr. 117 við Hraunbæ sem felst í uppbyggingu á lóð fyrir blandaða byggð verslunar- og þjónustuhúsnæðis og íbúða, samkvæmt fyrirspurnartillögu Kanon Arkitekta ehf., dags. 16. apríl 2025.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  34. Bleikargróf 6 - USK25030300

    Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 29. apríl 2025 þar sem sótt er um leyfi til að byggja hjólaskýli við fjölbýlishús á lóð nr. 6 við Bleikargróf.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  35. Drápuhlíð 32 - (fsp) Bílageymsla - USK25030376

    Lögð fram fyrirspurn Viktors Jóns Helgasonar, dags. 26. mars 2025, um að setja bílageymslu á lóð nr. 32 við Dráphlíð.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  36. Háagerði 33 - USK25030160

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 3. apríl 2025 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 1. apríl 2025 þar sem sótt er um leyfi til þess að stækka kvist á norðurþekju samfara endurnýjun þakklæðningar, koma fyrir nýjum þakglugga á baðherbergi  og stækka glugga á norðurgafli rishæðar í raðhúsi á lóð nr. 33 við Háagerði.  Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 8. maí 2025.

    Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 8. maí 2025, samþykkt.

    Fylgigögn

  37. Heiðargerðisreitur - Breyting á deiliskipulagi - Heiðargerði 19 - USK25020176

    Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn Ellerts Hreinssonar, dags. 14. febrúar 2025, um breytingu á deiliskipulagi Heiðargerðisreits vegna lóðarinnar nr. 19 við Heiðargerði. Í breytingunni sem lögð er til felst að breyta skilmálum þannig að innan byggingarreits B verði heimilt að byggja tvær hæðir í stað einnar hæðar með svölum, samkvæmt uppdr. Former arkitekta, dags. 14. febrúar 2025. Erindið var grenndarkynnt frá 27. mars 2025 til og með 28. apríl 2025. Engar athugasemdir bárust.

    Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa sbr. viðauka um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.

  38. Langagerði 24 - (fsp) Stækkun húss - USK25040387

    Lögð fram fyrirspurn Julia Jialu Wang, dags. 29. apríl 2025, um stækkun hússins á lóð nr. 24 við Langagerði, samkvæmt uppdrætti, ódags.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  39. Langagerði 46 - (fsp) Setja svalir á kvist - USK25020293

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 10. apríl 2025 var lögð fram fyrirspurn Ragnhildar Láru Finnsdóttur, dags. 24. febrúar 2025, um að setja svalir á kvist hússins á lóð nr. 46 við Langagerði. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 8. maí 2025.

    Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 8. maí 2025, samþykkt.

    Fylgigögn

  40. Mávahlíð 43 - (fsp) Uppbyggingarheimildir - USK25030208

    Lögð fram fyrirspurn Gísla Vilbergs Hjaltasonar, dags. 17. mars 2025, ásamt greinargerð, ódags., um uppbyggingarheimildir innan eldri byggingarreits á lóð nr. 43 við Mávahlíð.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  41. Vogaland 12 - (fsp) Stækkun húss - USK24120233

    Lögð fram fyrirspurn Sólveigar Pétursdóttur, dags. 26. desember 2024, um stækkun hússins á lóð nr. 12 við Vogaland.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  42. Háskólinn í Reykjavík - Breyting á deiliskipulagi vegna borgarlínu og frekari uppbyggingar á svæði 1a og 1b - SN220056

    Lögð fram tillaga að breytingu deiliskipulags Háskólans í Reykjavík vegna legu borgarlínu í gegnum svæðið og frekari uppbyggingar við háskólann, samkvæmt uppdrætti og greinargerð Arkís arkitekta dags. þann 6. maí 2025. Einnig er lagt fram samgöngumat VSÓ ráðgjafar, dags. febrúar 2021.

    Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs til afgreiðslu.

  43. Garðabær - Hnoðraholt - Breyting á aðalskipulagi 2016-2030 - Umsagnarbeiðni - USK24100304

    Lögð fram umsagnarbeiðni Garðabæjar, dags. 9. apríl 2025,þar sem óskað er eftir umsögn um tillögu á vinnslustigi er varðar breytingu á aðalskipulagi Garðabæjar 2016-2030 fyrir Hnoðraholt. Þeir landnotkunarreitir sem tillaga nær til eru 4.04 Íb (Hnoðraholt suður), 4.18 Op (Hnoðraholt-Vífilsstaðir), 4.05 S (Hnoðraholt-leikskóli) og 4.22 I (Hnoðraholt veitumannvirki). Tillagan gerir ráð fyrir eftirfarandi breytingum: Tákn fyrir svæði fyrir samfélagsþjónustu (4.05 S leikskóli) á háholti Hnoðraholts er fellt út, iðnaðarsvæði (4.22 I, hitaveitutankar) á háholti Hnoðraholts er fellt út, gert verður ráð fyrir svæði fyrir samfélagsþjónustur (4.22 S) þar sem núgildandi skipulag gerir ráð fyrir hitaveitutönkum) og lögun og stærð landnotkunarreitanna (4.04.Íb) og (4.18 Op) breytist lítillega.

    Vísað til meðferðar deildarstjóra aðalskipulags.

Fundi slitið kl. 15:10

Björn Axelsson Helena Stefánsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa 8. maí 2025