Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa - Fundur nr. 1008

Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa

Ár 2025, fimmtudaginn 10. apríl kl. 09:10, hélt skipulagsfulltrúi Reykjavíkur 1008. embættisafgreiðslufund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar umhverfis- og skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn á skrifstofu skipulagsfulltrúa Borgartúni 12-14, 2. hæð, Gjáin. Fundinn sátu: Borghildur Sölvey Sturludóttir og Helena Stefánsdóttir. Eftirtaldir embættismenn kynntu mál á fundinum: Birgitta Rut Skúlad. Hjörvar, Valný Aðalsteinsdóttir, Sólveig Sigurðardóttir, Ingvar Jón Bates Gíslason, Hrafnhildur Sverrisdóttir, Sigríður Maack, Ágúst Skorri Sigurðsson, Þórður Már Sigfússon, Hrönn Valdimarsdóttir, Ólafur Ingibergsson, Britta Magdalena Ágústsdóttir. Fundarritari var Magna Lillý Friðgeirsdóttir.

Þetta gerðist:

  1. Eddufell 2-6 - Málskot - USK25040083

    Lagt fram málskot Jónasar A. Jónssonar lögfræðings f.h. Vogunar ehf., dags. 3. apríl 2025, vegna neikvæðrar afgreiðslu skipulagsfulltrúa frá 27. mars 2025, um rekstur gististaðar í flokki II á 2. hæð hússins á lóð nr. 2-6 við Eddufell. Einnig eru lagðar fram ljósmyndir og umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 27. mars 2025.

    Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs til afgreiðslu.

  2. Hverfisgata 105 - (fsp) Svalir - USK24070123

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 25. júlí 2024 var lögð fram fyrirspurn Service plus ehf., dags. 10. júlí 2024, um að setja svalir á 2. hæð, íbúð 201, í húsinu á lóð nr. 105 við Hverfisgötu. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju. Einnig er lagt fram bréf skrifstofu stjórnsýslu og gæða, dags. 10. apríl 2025.

    Lagt fram bréf frá skrifstofu stjórnsýslu og gæða, dags. 10. apríl 2025, um fyrirhugaða niðurfellingu máls.

  3. Ljósavík 34 - (fsp) Sólpallur og skjólveggur - USK25030295

    Lögð fram fyrirspurn Snorra Sigurðarsonar, dags. 21. mars 2025, um að setja sólpall og skjólvegg út frá íbúð á neðstu hæð hússins á lóð nr. 34 við Ljósavík.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  4. Snorrabraut 79 - USK23060110

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 23. janúar 2025 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 21. janúar 2025 þar sem sótt er um leyfi til þess að breyta notkun og innra skipulagi og innrétta gistihús í flokki II teg. minna gistiheimili fyrir hámark 10 manns ásamt starfsmannaaðstöðu í húsinu á lóð nr. 79 við Snorrabraut. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju.

    Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið. Samræmist ákvæðum aðalskipulags og hverfisskipulags enda verður starfsleyfi auglýst.

  5. Sogavegur 71 - USK25020130

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa dags. 13. mars lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 11. mars 2025 þar sem sótt er um leyfi til að byggja óupphitaða útigeymslu á lóð nr. 71 við Sogaveg. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 10. apríl 2025.

    Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 10. apríl 2025, samþykkt.

    Fylgigögn

  6. Sundlaugavegur 12 - USK25010196

    Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 8. apríl 2025 þar sem sótt er um leyfi til þess breyta innra skipulagi í atvinnuhúsnæði og setja loftræstirör á norðurhlið hússins á lóð nr. 12 við Sundlaugavegi.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  7. Urðarstígur 16 - USK24100345

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 3. apríl 2025 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 11. febrúar 2025 þar sem sótt er um leyfi til þess að breyta notkun íbúðarhúss í gististað í flokki ll  tegund g, fyrir allt að 10 gesti og bæta við flóttaleið með því að gera brú yfir kjallarainngang á vesturhlið húss á lóð nr. 16 við Urðarstíg. Einnig var lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 20. febrúar 2025. Jafnframt var lagt fram bréf Hjalta Steinþórssonar lögmanns, dags. 23. febrúar 2025, þar sem óskað er eftir endurskoðun á umsögn skipulagsfulltrúa og minnisblað skrifstofu stjórnsýslu og gæða, dags. 20. mars 2025. Erindi er nú lagt fram að nýju ásamt bréfi Hjalta Steinþórssonar lögmanns, ódags. þar sem gerðar eru athugasemdir við minnisblað lögfræðideildar skrifstofu stjórnsýslu og gæða. Einnig er lagt fram bréf skrifstofu stjórnsýslu og gæða. dags. 8. apríl 2025.

    Bréf skrifstofu stjórnsýslu og gæða dags. 8. apríl 2025 lagt fram og samþykkt.

  8. Laugardalur - Breyting á deiliskipulagi vegna skólaþorps við Reykjaveg - USK24100252

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 30. janúar 2025 var lögð fram tillaga skóla- og frístundasviðs að breytingu á deiliskipulagi Laugardals vegna skólaþorps við Reykjaveg. Í breytingunni sem lögð er til felst að áður skilgreind lóð fyrir Ævintýraborg, tímabundið leikskólaúrræði Reykjavíkurborgar, er breytt í lóð fyrir skólaþorp, tímabundið grunnskólaúrræði Reykjavíkurborgar. Auk þess er lóðin stækkuð út fyrir mörk núverandi bílastæða og yfir aðliggjandi stíg, byggingarheimildir auknar og umferðarfyrirkomulagi breytt á bílastæðum milli Reykjavegar og Laugardalsvallar ásamt því að syðri innkeyrslu á stæðin frá Reykjavegi verður lokað, samkvæmt uppdr. Landslags, dags. 23. janúar 2025. Einnig er lagt fram samgöngumat VSB verkfræðistofu, dags. 10. janúar 2025. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju.

    Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs til afgreiðslu.

  9. Nýr Landspítali við Hringbraut - Breyting á skilmálum deiliskipulags vegna rannsóknarhúss - USK25040173

    Lögð fram tillaga Spital, dags. 10. apríl 2025, að breytingu á skilmálum deiliskipulags Nýs Landsspítala við Hringbraut fyrir Rannsóknarhús, byggingu nr. 22, er varðar hámarksstærð. Í breytingunni sem lögð er til felst að tölulegum stærðum í skilmálatexta varðandi byggingarmagn er aukið sem nemur 1.000m2. Ástæða breytinganna er að loka á utandyra afgangsrýmum fimmtu hæðar, sem eru á milli tæknirýma, með því að loka þakopum og nýta undir skrifstofurými eftir því sem umfang rannsókna eykst og rannsóknarrými á neðri hæðum stækka. Umfang og útlit Rannsóknarhússins, þ.e. hæðir og breiddir, mun haldast óbreytt og innan marka sem byggingareitur, hæða- og þakkótar segja til um. Heildarstærð Rannsóknarhússins verður 19.800m2. Einnig er lögð fram greinargerð/kynning Nýs Landspítala, dags. 10. apríl 2025.

    Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar. Samþykkt að falla frá kynningu þar sem breyting á deiliskipulagi varðar ekki hagsmuni annarra en umsækjanda (og borgarinnar), sbr. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

    Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir óverulega breytingu á deiliskipulagi á grundvelli málsmeðferðar skv. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga og þarf að greiða skv. gr. 8.2. í gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr.1381/2024, áður en breytingin er auglýst í B-deild Stjórnartíðinda.

  10. Grensásvegur 50 - (fsp) Nýtt deiliskipulag - USK25040039

    Lögð fram fyrirspurn Byggingarstjórans ehf., dags. 2. apríl 2025, um að hefja vinnu við gerð nýs deiliskipulags á lóð nr. 50 við Grensásveg sem felst í hækkun og stækkun hússins a lóðinni, samkvæmt uppdráttum Atelier arkitekta, dags. 2. apríl 2025.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  11. Laugarásvegur 63 - USK24090041

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 20. mars 2025 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi  byggingarfulltrúa frá 18. mars 2025 þar sem sótt er um leyfi fyrir áður gerðum stoðvegg á lóðarmörkum að lóð nr. 59, pergólu og steyptum heitum potti á steyptri verönd við einbýlishús á lóð nr. 63 við Laugarásveg. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.

    Samþykkt að grenndarkynna framlagða byggingarleyfisumsókn fyrir hagsmunaaðilum að Laugarásvegi 61.

    Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir grenndarkynningu áður en kynning fer fram skv. 8.1. gr. gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1381/2024.

  12. Vesturhöfn (Örfirisey) - Breyting á deiliskipulagi - Fiskislóð 27 - USK25040045

    Lögð fram umsókn Reirs verks ehf., dags. 2. apríl 2025, um breytingu á deiliskipulagi Vesturhafnar (Örfiriseyjar) vegna lóðarinnar nr. 27 við Fiskislóð. Í breytingunni sem lögð er til felst að auka nýtingarhlutfall og hækka hámarkshæð, samkvæmt uppdr. Nordic Office of Architecture, dags. 31. mars 2025. Einnig er lagt fram bréf Faxaflóahafna, dags. 2. apríl 2025.

    Vísað til meðferðar verkefnastjóra.

    Vakin er athygli á að erindið fellur undir gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1381/2024.

  13. Vesturhöfn (Örfirisey) - Breyting á deiliskipulagi - Fiskislóð 33, 35 og 37 - USK25040046

    Lögð fram umsókn Fiskislóðar 35 ehf., dags. 2. apríl 2025, um breytingu á deiliskipulagi Vesturhafnar (Örfiriseyjar) vegna lóðanna nr. 33, 35 og 37 við Fiskislóð. Í breytingunni sem lögð er til felst að sameina lóðirnar þrjár, auka nýtingarhlutfall, hækka hámarkshæð og færa byggingarreit 10m frá suðurlóðarmörk, samkvæmt uppdr. Nordic Office of Architecture, dags. 21. mars 2025. Einnig er lagt fram bréf Faxaflóahafna, dags. 1. apríl 2025.

    Vísað til meðferðar verkefnastjóra.

    Vakin er athygli á að erindið fellur undir gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1381/2024.

  14. Þingholtsstræti 21 - USK24070192

    Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 26. nóvember 2024 þar sem sótt er um leyfi til að breyta, endurgera og byggja ofaná mhl. 02 og innrétta þar þrjár íbúðir og til að byggja einbýlishús á tveimur hæðum, mhl. 03 á lóð nr. 21 við Þingholtsstræti. Einnig eru lagðar fram umsagnir Minjastofnunar Íslands, dags. 19. ágúst 2024 og 16. desember 2024. Erindið var grenndarkynnt frá 30. janúar 2025 til og með 27. febrúar 2025. Athugasemdir bárust. Einnig er lögð fram ábending Veitna, dags. 10. febrúar 2025. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 6. mars 2025 og er nú lagt fram að nýju.

    Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs til afgreiðslu.

  15. Bárugata 20 - (fsp) Setja kvist á húsið - USK25040116

    Lögð fram fyrirspurn Alternance slf., dags. 7. apríl 2025, ásamt greinargerð, dags. 3. apríl 2025, um  að setja kvist með svölum á bakhlið hússins á lóð nr. 20 við Bárugötu, samkv. uppdr. Alternance arkitektúr, dags. 3. apríl 2025.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  16. Reynimelur 66 - (fsp) Breyting á skipulagi íbúða - USK25010171

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa dags. 13. mars lögð fram fyrirspurn Sveins Sigurðar Kjartanssonar, dags. 17. janúar 2025, um breytingu á skipulagi íbúða í nýbyggingu á lóð nr. 66 við Reynimel. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 10. apríl 2025.

    Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 10. apríl 2025.

    Fylgigögn

  17. Sólvallagata 1 - USK25020064

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa dags. 13. mars lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 11. mars 2025 þar sem sótt er um leyfi til að byggja nýtt anddyri á vesturhlið, og stækka viðbyggingu á suðurhlið og koma fyrir svölum á þaki beggja viðbygginga við einbýlishús á lóð nr. 1 við Sólvallagötu. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn Minjastofnunar Íslands, dags. 25. mars 2025.

    Umsækjandi hafi samband við embættið

  18. Gufunes - (fsp) Áframhaldandi starfsemi Moldarblöndunnar-Gæðamoldar ehf. - USK25020079

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 27. mars 2025 var lögð fram fyrirspurn Moldarblöndunnar-Gæðamoldar ehf., dags. 7. febrúar 2025, um áframhaldandi starfsemi fyrirtækisins að Gufunesvegi. Einnig er lagður fram tölvupóstur Ásdísar Sturlaugsdóttur f.h. Moldarblöndunnar-Gæðamoldar ehf., dags.  6. febrúar 2025 og kort af svæðinu.  Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 10. apríl 2025.

    Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 10. apríl 2025.

    Fylgigögn

  19. Hálsahverfi - Breyting á deiliskipulagi - Krókháls 7A - USK25040088

    Lögð fram umsókn Kristjáns Ásgeirssonar, dags. 4. apríl 2025, um breytingu á deiliskipulagi Hálsahverfis vegna lóðarinnar nr. 7A við Krókháls. Í breytingunni sem lögð er til felst að stækka byggingarreit og færa að lóðarmörkum, hækka byggingu, færa aðkomu og staðsetningu bílastæða, byggja stoðveggi og fella niður kvöð um göngustíg á vesturhluta lóðar, samkv. uppdr. ALARK arkitekta, dags. 4. apríl 2025.

    Vísað til meðferðar verkefnastjóra.

    Vakin er athygli á að erindið fellur undir gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1381/2024.

  20. Kópavogur - Göngu- og hjólastígar um Ásbraut - Tillaga að nýju deiliskipulagi - USK24080042

    Lögð fram umsagnarbeiðni Kópavogsbæjar, dags. 7. apríl 2024, þar sem óskað er eftir umsögn skipulagsfulltrúa um tillögu, dags. 14. mars 2025, að nýju deiliskipulagi Ásbrautar á vinnslustigi. Skipulagssvæðið nær yfir fjölbýlishúsalóðir 3-21 og göturými við Ásbraut. Markmið með deiliskipulagsvinnunni er að endurhanna göturými Ásbrautar til að bæta stígakerfi og tryggja með samræmdum hætti örugga og greiða umferð gangandi og hjólandi vegfarenda í samræmi við aðalskipulag Kópavogsbæjar. Með deiliskipulaginu er núverandi byggðarmynstur fest í sessi og lagðar skipulagslegar forsendur fyrir vistlegri götumynd og öruggari göngu- og hjólaleiðum.

    Ekki eru gerðar athugasemdir við erindið.

  21. Vesturbæjarlaug - Breyting á deiliskipulagi - Hofsvallagata 54 - USK24080295

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 3. apríl 2025 var lagt fram bréf Skipulagsstofnunar, dags. 28. mars 2025, þar sem ekki er gerð athugasemd við birtingu auglýsingu um samþykkt deiliskipulagsbreytingarinnar í B-deild Stjórnartíðinda þegar gögn hafa verið lagfærð, sbr. bréf stofnunarinnar, en setja þarf m.a. fram skýrari skilmála um fyrirhugaða uppbyggingu og gera grein fyrir breytingum á heimiluðu byggingarmagni í greinargerð. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt uppdrætti Landmótunar, dags. 12. september 2024, br. 3. apríl 2025.

    Lagt fram.

  22. Öskjuhlíð - Framkvæmdaleyfi vegna trjáfellingar / Grisjunar trjáa - USK25020260

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 6. mars 2025 var lögð fram umsókn umhverfis- og skipulagssviðs, Náttúra og garðar, dags. 19. febrúar 2025, um uppfært framkvæmdaleyfi vegna trjáfellingar / Grisjunar trjáa í Öskjuhlíð. Einnig er lagt fram minnisblað Borgarsögusafns Reykjavíkur, dags. 21. janúar 2025, um minjar á svæði fyrir aðflug og brottflug að flugbrautum 13/31 úr austri og minnisblað Isavia, dags. 14. febrúar 2025, um mat á aðferðarfræði við trjáfellingu í Öskjuhlíð. Einnig var lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 6. mars 2025. Erindi er nú lagt fram að nýju.

    Leiðrétt bókun frá fundi skipulagsfulltrúa 6. mars 2025.

    Rétt bókun er: Samþykkt að gefa út framkvæmdaleyfi með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 6. mars 2025. Vísað til skrifstofu stjórnsýslu og gæða til útgáfu framkvæmdaleyfis.

    Fylgigögn

  23. Brautarholt 4 - USK24060206

    Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 11. febrúar 2025 þar sem sótt er um leyfi að breyta innra skipulagi 1.,2. og 3. hæðar í gistiheimili með því að fjölga herbergjum, bæta við starfsmannaaðstöðu og eldhúsi á lóð nr. 4 við Brautarholt. Erindi var grenndarkynnt frá 10. mars 2025 til og með 7. apríl 2025. Athugasemdir bárust.

    Samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 10. apríl 2025 og með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa sbr. viðauka um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar. Vísað til fullnaðarafgreiðslu byggingarfulltrúa.

  24. Brautarholt 4 - Minnkun lóðar - USK24120228

    Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að minnkun lóðarinnar nr. 4 við Brautarholt, samkvæmt uppdráttum (breytingar- og mæliblaði) umhverfis- og skipulagssviðs, Landupplýsingar, dags. 23. desember 2024. Lóðarbreyting tengist byggingarleyfisumsókn nr. USK24060206. Erindi var grenndarkynnt frá 10. mars 2025 til og með 7. apríl 2025. Engar athugasemdir bárust.

    Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa sbr. viðauka um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.

  25. Eiríksgata 19 - (fsp) Breytingar á gluggavegg kjallara - USK25040110

    Lögð fram fyrirspurn Jakobs Emils Líndal, dags. 7. apríl 2025, ásamt greinargerð, dags. 7. apríl 2025, um breytingar á gluggavegg kjallara í húsinu á lóð nr. 19 við Eiríksgötu, samkvæmt uppdráttum Alark arkitekta, dags. 4. febrúar 2025. Einnig er lagt fram minnisblað Mannvits, dags. 11. apríl 2019, og umsögn Minjastofnunar Íslands, dags. 6. mars 2025.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  26. Nesvegur 47 - (fsp) Stækkun húss - USK25030210

    Lögð fram fyrirspurn Bents Larsen Fróðasonar, dags. 17. mars 2025, um stækkun hússins á lóð nr. 47 við Nesveg sem felst í að reisa viðbyggingu á tveimur hæðum við húsið, samkvæmt fyrirspurnaruppdr., ódags.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  27. Gufunes 1. áfangi - Breyting á deiliskipulagi - Gufunesvegur 36 og Þengilsbás 3 - Reitur A1.1-A1.4 - USK24120211

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 20. febrúar 2025 var lögð fram umsókn Gunnars Bjarnasonar ehf., dags. 20. desember 2024, um breytingu á deiliskipulagi Gufuness 1. áfanga vegna lóðarinnar nr. 36 við Gufunesveg og 3 við Þengilsbás. Í breytingunni sem lögð er til felst sameining lóðanna ásamt breytingu á hæðum hússins, samkvæmt uppdr. Praxis arkitektúr, dags. 20. desember 2024. Einnig er lögð fram tillaga Praxis arkitektúr, dags. 2024. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju.

    Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs til afgreiðslu.

    Vakin er athygli á því að áður en kemur til auglýsingar á breytingu á deiliskipulagi, þarf umsækjandi að greiða skv. gr. 7.5. í gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu nr. 1381/2024.

  28. Sundin, reitir 1.3 og 1.4 - (fsp) Breyting á deiliskipulagi - Kleppsvegur 102 - USK24050243

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 6. júní 2024 var lögð fram fyrirspurn Ívars Haukssonar, dags. 21. maí 2024, ásamt ódags. bréfi, ódags., um breytingu á deiliskipulagi fyrir Sundin, reitir 1.3 og 1.4, vegna lóðarinnar nr. 102 við Kleppsveg, sem felst í að stækka byggingarreit A og færa byggingarreit B, samkvæmt uppdr. Verkfræðistofu Ívars Haukssonar ehf., ódags.Einnig var lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 6. júní 2024. Fyrirspurn er nú lögð fram að nýju ásamt viðbótargagni/uppdrætti Verkfræðistofu Ívars Haukssonar ehf., dags. 20. ágúst 2024, mótt. 6. febrúar 2025.

    Ekki eru gerðar athugasemdir við að fyrirspyrjandi láti vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi í samræmi við erindið, á eigin kostnað. 

  29. Sundin, reitir 1.3 og 1.4 - Breyting á deiliskipulagi - Kleppsvegur 102 - USK25030240

    Lögð fram umsókn Ívars Haukssonar, dags. 18. mars 2025 um breytingu á deiliskipulagi Sundanna, reita 1.3 og 1.4, vegna lóðar nr. 102 við Kleppsveg. Í breytingunni sem lögð er til felst að stækka byggingarreit lóðar (byggingarreitur A) og færa staðsetningu bílskúrs (byggingarreit B), samkvæmt uppdr. Verkfræðistofu Ívars Haukssonar ehf., dags. 14. mars 2025.

    Vísað til meðferðar verkefnastjóra.

    Vakin er athygli á að erindið fellur undir gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1381/2024.

  30. Bergstaðastræti 34 - USK25020086

    Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 18. febrúar þar sem sótt er um leyfi til að stækka kjallara til vesturs og byggja viðbyggingu og svalir á 1. hæð, stækka kjallaraglugga og gera hurð útí garð, auk þess að að færa útlit til upprunalegs horfs og byggja hjólageymslu við einbýlishús á lóð  nr. 34 við Bergstaðastræti. Einnig er lögð fram umsögn Minjastofnunar Íslands, dags. 26. febrúar 2025. Erindi var grenndarkynnt frá 5. mars 2025 til og með 2. apríl 2025. Engar athugasemdir bárust.

    Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa sbr. viðauka um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar. Vísað til fullnaðarafgreiðslu byggingarfulltrúa.

  31. Hjallavegur 24 - (fsp) Uppbygging á byggingareit á lóð - USK24110017

    Lögð fram fyrirspurn Hildar Sifjar Thorarensen, dags. 4. nóvember 2024, um uppbyggingu vinnustofu í stað bílgeymslu á byggingarreit B á lóð nr. 24 við Hjallaveg.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  32. Reitur 1.171.5 - breyting á skilmálum deiliskipulags - Laugavegur 20 - USK23060066

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 7. desember 2023 var lögð fram umsókn Ragnhildar Ingólfsdóttur, dags. 6. júní 2023, ásamt bréfi, dags. 6. júní 2023, um breytingu á skilmálum deiliskipulags reits 1.171.5 vegna lóðarinnar nr. 20 við Laugaveg sem felst í að bæta við texta í deiliskipulag þannig að heimilt verði að vera með íbúðir og/ eða gistiþjónustu á efri hæðum hússins. Einnig var lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 30. nóvember 2023. Erindi er nú lagt fram að nýju ásamt bréfi Landslaga, dags. 7. apríl 2025, þar sem óskað er eftir endurskoðun á afgreiðslu og umsögn skipulagsfulltrúa.

    Vísað til meðferðar verkefnastjóra.

  33. Kjalarnes Norðurkot - L125742 - (fsp) Gestahús - Þórshof - USK25020076

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 3. apríl 2025 var lögð fram fyrirspurn Hlés Guðjónssonar, dags. 6. febrúar 2025, um að setja gestahús á lóð merkt L125742 í Norðurkoti á Kjalarnesi, samkvæmt Uppdr. Tensio ódags. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 10. apríl 2025.

    Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 10. apríl 2025, samþykkt. 

    Fylgigögn

  34. Kjalarnes, Saltvík - Breyting á deiliskipulagi - Reitur C - USK25030131

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 27. mars 2025 var lögð fram umsókn Skurnar ehf., dags. 11. mars 2025, ásamt bréfi TAG teiknistofu, dags. 11. mars 2025, um breytingu á deiliskipulagi Kjalarness, Saltvíkur vegna reits C. Í breytingunni sem lögð er til felst að fjölga fjölda verpandi fugla á reit C, til samræmis við hækkað nýtingarhlutfall sem var samþykkt árið 2024, samkvæmt uppdr. TAG teiknistofu ehf., dags. 11. mars 2025. Einnig lögð fram skýrsla Minjastofunnar Íslands frá árinu 2023 um skráningu fornminja innan marka fjögurra byggingareita í landi Saltvíkur á Kjalarnesi. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt tölvupósti Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, dags. 3. apríl 2025.

    Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar. Samþykkt að falla frá kynningu þar sem breyting á deiliskipulagi varðar ekki hagsmuni annarra en umsækjanda (og borgarinnar), sbr. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

    Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir óverulega breytingu á deiliskipulagi á grundvelli málsmeðferðar skv. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga og þarf að greiða skv. gr. 8.2. í gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr.1381/2024, áður en breytingin er auglýst í B-deild Stjórnartíðinda.

  35. Skógarhlíð-Litlahlíð - Framkvæmdaleyfi - USK24010265

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 1. febrúar 2024 var lögð fram umsókn skrifstofu framkvæmda og viðhalds, dags. 24. janúar 2024, um framkvæmdaleyfi vegna gatna- og stígagerðar í Skógarhlíð. Hliðra á núverandi götu og gera göngu- og hjólastíga meðfram götunni. Einnig verður jarðvegsskipt undir stígnum og steyptir stoðveggir við bílastæði á lóð nr. 20 við Skógarhlíð og við stígtengingu milli lóða nr. 14 og nr. 16 við Eskihlíð. Að auki á að leggja nýjar safnlagnir fyrir yfirborðsvatn, gera ný niðurföll og færa núverandi niðurföll, koma fyrir og ganga frá brunnum og tengingum, leggja háspennustrengi í nýja legu, leggja ídráttarrör og jarðstrengi fyrir götulýsingu og að taka niður og reisa ljósastólpa. Einnig er lagt fram teikningasett, ódags. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 10. apríl 2025.

    Samþykkt að gefa út framkvæmdaleyfi með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 10. apríl 2025. Vísað til skrifstofu stjórnsýslu og gæða til útgáfu framkvæmdaleyfis.

    Vakin er athygli á að óheimilt er að hefja framkvæmdir fyrr en framkvæmdaleyfið hefur verið gefið út. Leyfið verður ekki gefið út fyrr en greitt hefur verið fyrir útgáfu framkvæmdaleyfis skv. gr. 5.2 í gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1381/2024.

    Fylgigögn

  36. Kringlumýrarbraut milli Háaleitisbrautar og Miklubrautar - Framkvæmdaleyfi - USK25030216

    Lögð fram umsókn Vegagerðarinnar, dags. 17. mars 2025, um framkvæmdaleyfi vegna nýrrar akreinar á 400 metra kafla meðfram Kringlumýrarbraut til suðurs frá gatnamótum Háaleitisbrautar og að gatnamótum við Miklubraut. Ekki verða gerðar breytingar á gatnamótunum sjálfum. Miðeyjan verður minnkuð og endurgerð, núverandi girðing fjarlægð og komið fyrir vegriði í miðeyju. Einnig er lagt fram teikningasett Eflu, dags. 13. mars 2025. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 10. apríl 2025.

    Samþykkt að gefa út framkvæmdaleyfi með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 10. apríl 2025. Vísað til skrifstofu stjórnsýslu og gæða til útgáfu framkvæmdaleyfis.

    Vakin er athygli á að óheimilt er að hefja framkvæmdir fyrr en framkvæmdaleyfið hefur verið gefið út. Leyfið verður ekki gefið út fyrr en greitt hefur verið fyrir útgáfu framkvæmdaleyfis skv. gr. 5.2 í gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1381/2024.

    Fylgigögn

  37. Heiðargerði 24 - (fsp) Skráning viðbyggingar við bílskúr sem íbúðarhúsnæði - USK25020050

    Lögð fram fyrirspurn Kolbrúnar Lindu Sigurðardóttur, dags. 5. febrúar 2025, um skráningu viðbyggingar við bílskúr sem íbúðarhúsnæði. Einnig er lagður fram uppdráttur Kristjáns Þ. Haraldssonar, dags. maí 1979 og yfirlitsmynd.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra

  38. Langagerði 46 - (fsp) Setja svalir á kvist - USK25020293

    Lögð fram fyrirspurn Ragnhildar Láru Finnsdóttur, dags. 24. febrúar 2025, um að setja svalir á kvist hússins á lóð nr. 46 við Langagerði.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  39. Seiðakvísl 16 - (fsp) Stækkun húss - USK25030001

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 27. mars 2025 var lögð fram fyrirspurn Stefáns Halls Jónssonar, dags. 1. mars 2025, um stækkun hússins á lóð nr. 16 við Seiðakvísl, samkvæmt skissu, ódags. Einnig er lögð fram ljósmynd.  Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 10. apríl 2025.

    Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 10. apríl 2025.

    Fylgigögn

  40. Garðabær - Stígakerfi - Breyting á 4. kafla í aðalskipulagi Garðabæjar 2016-2030 - Umsagnarbeiðni - USK25040107

    Lögð fram umsagnarbeiðni Garðabæjar, dags. 3. apríl 2025, þar sem óskað er eftir umsögn skipulagsfulltrúa um tillögu, dags. 13. mars 2025, að breytingu á aðalskipulagi Garðabæjar 2016-2030. Tillagan gerir ráð fyrir því að gerð sé breyting á á ákvæðum sem ná til stígakerfa í 4. kafla aðalskipulags. Viðfangsefni breytingartillögunnar er heildarendurskoðun á stígakerfi Garðabæjar og er áætluninni ætlað að vera til leiðbeiningar fyrir deiliskipulagsgerð, verkhönnun og uppbyggingu stíga í Garðabæ til framtíðar. Markmiðið er að til verði stefna um vistvænar samgöngur og uppbyggingu stígakerfisins í þágu útivistar og lýðheilsu og umhverfisverndar, með öryggi að leiðarljósi.

    Vísað til meðferðar verkefnastjóra.

Fundi slitið kl. 13:40

Borghildur Sölvey Sturludóttir Helena Stefánsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa 10. apríl 2025