Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa
Ár 2025, fimmtudaginn 3. apríl kl. 09:04, hélt skipulagsfulltrúi Reykjavíkur 1007. embættisafgreiðslufund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar umhverfis- og skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn á skrifstofu skipulagsfulltrúa Borgartúni 12-14, 2. hæð, Gjáin. Fundinn sátu: Björn Axelsson, Borghildur Sölvey Sturludóttir og Helena Stefánsdóttir. Eftirtaldir embættismenn kynntu mál á fundinum: Ingvar Jón Bates Gíslason, Sigríður Maack, Birgitta Rut Skúlad. Hjörvar, Hrönn Valdimarsdóttir, Sólveig Sigurðardóttir, Þórður Már Sigfússon, Ólafur Ingibergsson og Britta Magdalena Ágústsdóttir. Fundarritari var Magnea Lillý Friðgeirsdóttir.
Þetta gerðist:
-
Hlésgata 1 - (fsp) Uppbygging - USK25020271
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 6. mars 2025 var lögð fram fyrirspurn VB framkvæmda ehf., dags. 21. febrúar 2025, um uppbyggingu á lóð nr. 1 við Hlésgötu, samkvæmt tillögu Teiknistofu Arkitekta, dags. 20. febrúar 2025. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju.
Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið.
-
Valshlíð 14 - (fsp) Svalalokun - USK25030058
Lögð fram fyrirspurn Björgvins Páls Gústavssonar, dags. 5. mars 2025, ásamt bréfi dags. 4. mars 2025, um að loka svölum hússins, íbúð 0324, á lóð nr. 14 við Valshlíð.
Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið.
-
Skipholtsreitur - Breyting á deiliskipulagi - Skipholt 21 - USK25010262
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 30. janúar 2025 var lögð fram umsókn Esju eigna ehf., dags. 24. janúar 2025, um breytingu á deiliskipulagi Skipholtsreits vegna lóðarinnar nr. 21 við Skipholt. Í breytingunni sem lögð er til felst að heimilt verði að hækka húsið um eina hæð og verður gistiheimili á efri hæðum en á jarðhæð verslun, gisting og þjónusta, samkvæmt deiliskiplags- og skýringaruppdráttum Noland arkitekta, dags. 3. apríl 2025. Einnig er lagt fram samgöngumati VSB verkfræðistofu, dags. 11. mars 2025, breytt/útgáfa 2, dags. 24. mars 2025. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju.
Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs til afgreiðslu.
Vakin er athygli á því að áður en kemur til auglýsingar á breytingu á deiliskipulagi, þarf umsækjandi áður að greiða skv. gr. 7.5. í gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu nr. 1381/2024.
-
Laugavegur 157 - (fsp) Uppbygging á lóð - USK25030227
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 27. mars 2025 var lögð fram fyrirspurn Jóns Davíðs Ásgeirssonar, dags. 18. mars 2025, um uppbyggingu 6 íbúða fjölbýlishúss á lóð nr. 157 við Laugaveg, samkvæmt uppdr. Joda arkitekta, dags. 14. mars 2025. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 3. apríl 2025.
Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 3. apríl 2025, samþykkt.
Fylgigögn
-
Nökkvavogur 17 - (fsp) Skipulag og byggingarréttur á lóð - USK25010021
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 20. mars 2025 var lögð fram fyrirspurn Baldurs Bergmanns Hreiðarssonar, dags. 4. janúar 2025, um skipulag og byggingarétt á lóð nr. 17 við Nökkvavog. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju.
Fyrirspyrjandi hafi samband við embættið.
-
Framnesvegur 19 - USK23050142
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 26. nóvember 2024 þar sem sótt er um leyfi til þess að byggja á tveggja hæða viðbyggingu og sólskála við vesturgafl einbýlishúss á lóð nr. 19 við Framnesveg. Erindið var grenndarkynnt frá 29. janúar 2025 til og með 31. mars 2025. Athugasemdir og ábending bárust.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.
-
Garðastræti 17 - (fsp) Breyting á notkun - USK25030233
Lögð fram fyrirspurn Skipulags/arkitekt/verkfrst ehf., dags. 18. mars 2025, um að breyta notkunarflokki í rými merkt 0001 úr vinnustofu í mannvirki eða rými þar sem gert er ráð fyrir að fólk gisti þ.e. notkunarflokk 4. Einnig er lögð fram grunnmynd kjallara, ódags.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.
-
Laufásvegur 25 - USK24120230
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 25. febrúar 2025 þar sem sótt er um leyfi til að byggja bílskúr, mhl. 03 að Þingholtsstræti í norðausturhorni lóðar fjölbýlishúss nr. 25 við Laufásveg. Erindi var grenndarkynnt frá 19. mars 2025 til og með 16. apríl 2025, en þar sem samþykki hagsmunaaðila barst þann 2. apríl er erindi nú lagt fram að nýju.
Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa sbr. viðauka um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar. Vísað til fullnaðarafgreiðslu byggingarfulltrúa.
-
Urðarstígur 16 - USK24100345
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 20. mars 2025 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 11. febrúar 2025 þar sem sótt er um leyfi til þess að breyta notkun íbúðarhúss í gististað í flokki ll tegund g, fyrir allt að 10 gesti og bæta við flóttaleið með því að gera brú yfir kjallarainngang á vesturhlið húss á lóð nr. 16 við Urðarstíg. Einnig var lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 20. febrúar 2025. Jafnframt var lagt fram bréf Hjalta Steinþórssonar lögmanns, dags. 23. febrúar 2025, þar sem óskað er eftir endurskoðun á umsögn skipulagsfulltrúa og minnisblað skrifstofu stjórnsýslu og gæða, dags. 20. mars 2025. Erindi er nú lagt fram að nýju ásamt bréfi Hjalta Steinþórssonar lögmanns, ódags. þar sem gerðar eru athugasemdir við minnisblað lögfræðideildar skrifstofu stjórnsýslu og gæða.
Lagt fram.
-
Vesturbrún 22 - (fsp) Stækkun húss o.fl. - USK24100126
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 27. mars 2025 var lögð fram fyrirspurn Þráins Fannars Gunnarssonar, dags. 10. október 2024, um stækkun hússins á lóð nr. 22 við Vesturbrún sem felst í að bæta hæð ofan á bílskúrinn ásamt því að koma fyrir þaksvölum á viðbyggingunni. Einnig var lögð fram skissa á loftmynd og umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 13. mars 2025. Fyrirspurn er lögð fram að nýju ásamt uppfærðri fyrirspurn Jóns Grétars Ólafssonar f.h. THG Arkitekta, ódags. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 3. apríl 2025.
Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 3. apríl 2025, samþykkt.
Fylgigögn
-
Brekkustígur 4A og 4B - (fsp) Bílastæði og hleðslustöð - USK25010208
Lögð fram fyrirspurn Maríu Jónsdóttur, dags. 21. janúar 2025, ásamt bréfi, dags. 21. janúar 2025, um að seta bílastæði á lóð nr. 4B við Brekkustíg fyrir húsið á lóð nr. 4A við Brekkustíg, ásamt því að setja þar hleðslustöð.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.
-
Hólmsheiðarvegur 151 - (fsp) Breyting á notkun - USK25020146
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa dags. 13. mars lögð fram fyrirspurn Guðjóns Þórs Sigfússonar, dags. 12. febrúar 2025, ásamt bréfi VGS verkfræðistofu, dags. 12. febrúar 2025, um að breyta notkun hússins á lóð nr. 151 við Hólmsheiðarveg úr geymsluhúsnæði í geymslu- og skrifstofuhúsnæði. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 3. apríl 2025.
Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 3. apríl 2025, samþykkt.
Fylgigögn
-
Lambhagaland - (fsp) Breyting á deiliskipulagi - USK25020270
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 6. mars 2025 var lögð fram fyrirspurn THG Arkitekta, dags. 21. febrúar 2025, um breytingu á deiliskipulagi Lambhagalands, sem felst í breytingu á skilgreiningu reitsins úr ræktunarsvæði í blandaða byggð íbúða og þjónustu. Einnig er lögð fram greinargerð THG Arkitekta ásamt samþykki lóðarhafa að Lambhagavegi 17, 19, 21, 23, 25, 27, 29 og 31, dags. 17. febrúar 2025. Einnig er lagt fram yfirlit yfir lóðaleigusamninga. Einnig er lagt fram yfirlit yfir lóðaleigusamninga. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju.
Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs til afgreiðslu.
-
Í Úlfarsfellslandi - Landeignanr. 32582021 - (fsp) Uppbygging á lóð - USK25020166
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 27. mars 2025 var lögð fram fyrirspurn John Gear, dags. 13. febrúar 2025, um uppbyggingu á lóð með Landeignanúmerinu 32582021 í Úlfarsfellslandi. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 3. apríl 2025.
Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 3. apríl 2025, samþykkt.
Fylgigögn
-
Vesturbæjarlaug - Breyting á deiliskipulagi - Hofsvallagata 54 - USK24080295
Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar, dags. 28. mars 2025, þar sem ekki er gerð athugasemd við birtingu auglýsingu um samþykkt deiliskipulagsbreytingarinnar í B-deild Stjórnartíðinda þegar gögn hafa verið lagfærð, sbr. bréf stofnunarinnar, en setja þarf m.a. fram skýrari skilmála um fyrirhugaða uppbyggingu og gera grein fyrir breytingum á heimiluðu byggingarmagni í greinargerð.
Vísað til meðferðar verkefnastjóra.
-
Ártúnshöfði - Svæði 7A - Nýtt deiliskipulag - USK24120060
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Freys Frostasonar, dags. 6. desember 2024, um nýtt deiliskipulag fyrir Ártúnshöfða, Svæði 7A sem staðsett er við Breiðhöfða 3-5. Í nýju deiliskipulagi er gert ráð fyrir íbúðum og valkvæðri atvinnustarfsæmi á jarðhæðum við Breiðhöfða, einnig er gert ráð fyrir varðveislu Fornalundar sem er gróðursælt útivistarsvæði í samræmi við kvöð um varðveislu hans, samkvæmt deiliskipulags- og skýringaruppdráttum THG arkitekta, dags. 7. janúar 2024. Einnig er lögð fram greinargerð og skilmálar fyrir húsbyggingar og mannvirki á lóð, dags. 7. janúar 2024, Húsakönnun, dags. í febrúar 2023, Hljóðvistarskýrsla Cowi, dags. 18. júní 2024, Samgöngumat Verkís, dags. 21. júní 2024, og Umhverfismatsskýrsla Verkís, dags. 15. ágúst 2024. Erindið var auglýst frá 6. febrúar 2025 til og með 1. apríl 2025. Athugasemdir og umsagnir bárust.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.
-
Bíldshöfði 9 - (fsp) Hjúkrunarheimili - USK25030255
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 27. mars 2025 var lögð fram fyrirspurn T.ark Arkitekta ehf., dags. 19. mars 2025, ásamt, dags. 18. mars 2025, um hjúkrunarheimili á lóð nr. 9 við Bíldshöfða. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 3. apríl 2025.
Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 3. apríl 2025, samþykkt.
Fylgigögn
-
Egilsgata 5 - USK25020338
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 20. mars 2025 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 18. mars 2025 þar sem sótt er um leyfi til að byggja 5 hæða fjölbýlishús með 36 íbúðum, verslunar- og atvinnurýmum á fyrstu hæð, auk kjallara sem í verður bílageymsla, sameiginleg rými, geymslur og tæknirými á lóð nr. 5 við Egilsgötu. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.
Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið, enda sé sýnt fram á hvernig sorpbíll athafnar sig og snýr við.
-
Laugarásvegur 58 - USK25030096
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 20. mars 2025 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 18. mars 2025 þar sem sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum sem felast í að á byggingartíma var innra skipulagi breytt, kjallarahæð bætt við og íbúðum fjölgað úr tveimur í þrjár, jafnframt er sótt um leyfi til þess að gera allar íbúðir að séreign í einbýlishúsi á lóð nr. 58. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 3. apríl 2025.
Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 3. apríl 2025.
Fylgigögn
-
Laugarnesvegur 79 - (fsp) Garðskúr - USK25020253
Lögð fram fyrirspurn Söndru Guðrúnar Guðmundsdóttur, dags. 19. febrúar 2025, um að setja garðskúr á lóð nr. 79 við Laugarnesveg.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.
-
Norður Mjódd - (fsp) Nýtt deiliskipulag - Álfabakki 7 og Stekkjarbakki 4-6 - USK25020330
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 27. mars 2025 var lögð fram fyrirspurn Klasa ehf., dags. 26. febrúar 2025, ásamt drögum að greinargerð, dags. 20. febrúar 2025, um nýtt deiliskipulag fyrir Norður Mjódd vegna lóðanna nr. 4-6 við Stekkjarbakka og 7 við Álfabakka þar sem gert er ráð fyrir nýjum íbúðum, dvalarsvæðum, verslun og þjónustu og tekur tillagan tillit til framtíðarsýnar vegna legu Borgarlínu og Borgarlínustöðvar. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju.
Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs til kynningar.
-
Teigahverfi norðan Sundlaugavegar - Breyting á deiliskipulagi - Laugarnesvegur 74A/Hrísateigur 47 - USK25030163
Lögð fram umsókn Magneu Þóru Guðmundsdóttur, dags. 13. mars 2025, ásamt bréfi, dags. 11. mars 202, um breytingu á deiliskipulagi Teigahverfis norðan Sundlaugavegar vegna lóðanna nr. 74A við Laugarnesveg og nr. 47 við Hrísateig. Í breytingunni sem lögð er til felst að hækka húsin um eina hæð ásamt því að byggja við Hrísateig 47, suðaustan megin, allt að þrjár hæðir, samkvæmt uppdr. Teiknistofunnar Stiku, dags. 4. mars 2025.
Vísað til meðferðar verkefnastjóra.
-
Vesturhöfn (Örfirisey) - Breyting á deiliskipulagi - Fiskislóð 33 - USK24120073
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn Yddu arkitekta ehf., ásamt greinargerð, dags. 9. desember 2024, um breytingu á deiliskipulagi Vesturhafnar (Örfiriseyjar) vegna lóðarinnar nr. 33 við Fiskislóð. Í breytingunni sem lögð er til felst að auka nýtingarhlutfall og hækka hámarkshæð, samkvæmt uppdr. Yddu arkitekta, dags. 9. desember 2024. Erindið var grenndarkynnt frá 3. mars 2025 til og með 31. mars 2025. Engar athugasemdir bárust.
Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka 2.3. við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar.
-
Kjalarnes, Arnarholt - L221217 - (fsp) Breyting á deiliskipulagi - USK25020114
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa dags. 13. mars lögð fram fyrirspurn Arnarholts fasteigna ehf., dags. 11. febrúar 2025, um breytingu á deiliskipulagi Arnarholts á Kjalarnesi, L221217, sem felst í gerð íbúðabyggðar, samkvæmt uppdr. Arkitektastofu Þorgeirs, dags. 10. febrúar 2025. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 3. apríl 2025.
Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 3. apríl 2025, samþykkt.
Fylgigögn
-
Stekkjarbrekkur-Hallsvegur suður - Breyting á deiliskipulagi - Lambhagavegur 14 - USK23070113
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn SORPU bs., dags. 10. júlí 2023, um breytingu á deiliskipulagi Stekkjarbrekkna- Hallsvegar suður vegna lóðarinnar nr. 14 við Lambhagaveg vegna nýrrar endurvinnslustöðvar Sorpu á lóð. Í breytingunni sem lögð er til felst að fyrirkomulagi byggingarreits á lóð er breytt ásamt því að byggingarreiturinn er stækkaður og byggingarmagn aukið, samkvæmt uppdr. Nordic, dags. 8. janúar 2025. Tillagan var auglýst frá 6. febrúar 2025 til og með 20. mars 2025. Ábending og umsagnir bárust. Erindinu var vísað til umsagnar hjá verkefnastjóra á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 27. mars 2025 og er nú lagt fram að nýju.
Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs til afgreiðslu.
-
Tunguháls 6 - USK24080135
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 20. mars 2025 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 18. mars 2025 þar sem sótt er um leyfi til þess að breyta tilhögun lóðar, fjölga bílastæðum, setja upp stoðveggi og stálgirðingar, koma fyrir gámum og steyptum hólfum fyrir jarðvegsúrgang á lóðarmörkum lóðar nr. 8 við Tunguháls, færa innkeyrslu til suðurs að lóðarmörkum lóðar nr. 2 við Tunguháls, rífa tvo kornsílóa, mhl.02 og mhl.03 og til þess að stækka með 1- 4-hæða viðbyggingu auk kjallara fyrir verkstæði, lager, skrifstofu- og starfsmannaðstöðu, meðfram austurhlið iðnaðarhúss á lóð nr. 6 við Tunguháls. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.
Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið.
-
Kjalarnes Norðurkot - L125742 - (fsp) Gestahús - Þórshof - USK25020076
Lögð fram fyrirspurn Hlés Guðjónssonar, dags. 6. febrúar 2025, um að setja gestahús á lóð merkt L125742 í Norðurkoti á Kjalarnesi, samkvæmt Uppdr. Tensio ódags.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.
-
Eskihlíð 7 - (fsp) Hækka þak bílskúrs og breyta notkun - USK25020272
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa dags. 13. mars lögð fram fyrirspurn Birgis Steinars Birgissonar, dags. 21. febrúar 2025, um að hækka þak bílskúrs á lóð nr. 7 við Eskihlíð og breyta í íbúð. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 3. apríl 2025.
Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 3. apríl 2025, samþykkt.
Fylgigögn
-
Háagerði 33 - USK25030160
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 1. apríl 2025 þar sem sótt er um leyfi til þess að stækka kvist á norðurþekju samfara endurnýjun þakklæðningar, koma fyrir nýjum þakglugga á baðherbergi og stækka glugga á norðurgafli rishæðar í raðhúsi á lóð nr. 33 við Háagerði.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.
-
Langagerði 46 - (fsp) Setja svalir á kvist - USK25020293
Lögð fram fyrirspurn Ragnhildar Láru Finnsdóttur, dags. 24. febrúar 2025, um að setja svalir á kvist hússins á lóð nr. 46 við Langagerði.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.
-
Viðarás 26 - USK25020212
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 1. apríl 2025 þar sem sótt er um leyfi til að breyta bílskúr í íverurými, þ.e. svefnherbergi, sjónvarpsherbergi, baðherbergi og geymslu, auk þess verða settir gluggar í stað bílskúrshurðar í húsi nr. 26 við Viðarás.
Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið.
-
Tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks um heildstætt yfirlit yfir söguleg hús í Reykjavík - MSS24110085
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 23. janúar 2025 var lagt fram erindi skrifstofu borgarstjórnar, dags. 15. janúar 2025, þar sem tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, frá fundi borgarráðs 14. janúar sl., um heildstætt yfirlit yfir söguleg hús í Reykjavík er send umhverfis- og skipulagssviði til umsagnar. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 3. apríl 2025.
Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 3. apríl 2025, samþykkt.
Fylgigögn
Fundi slitið kl. 12:09
Björn Axelsson Borghildur Sölvey Sturludóttir
Helena Stefánsdóttir
PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa 3. apríl 2025