Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa
Ár 2025, fimmtudaginn 20. febrúar kl. 09:10, hélt skipulagsfulltrúi Reykjavíkur 1001. embættisafgreiðslufund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar umhverfis- og skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn á skrifstofu skipulagsfulltrúa Borgartúni 12-14, 2. hæð, Gjáin. Fundinn sátu: Björn Axelsson, Borghildur Sölvey Sturludóttir og Helena Stefánsdóttir. Eftirtaldir embættismenn kynntu mál á fundinum: Sólveig Sigurðardóttir, Sigríður Maack, Ingvar Jón Bates Gíslason, Birgitta Rut Skúlad. Hjörvar, Þórður Már Sigfússon, Ólafur Ingibergsson, Valný Aðalsteinsdóttir. Fundarritari var Harpa Fönn Sigurjónsdóttir.
Þetta gerðist:
-
Ármúli 38 - USK24060289
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 18. febrúar þar sem sótt er um leyfi til að innrétta tvær íbúðir á 2. hæð og byggja svalir á austurhluta húss á lóð nr. 38 við Ármúla.
Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið. Grenndarkynna þarf byggingarleyfisumsókn.
-
Bræðraborgarstígur 7 - USK24040088
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 18. febrúar þar sem sótt er um leyfi fyrir áður gerðri framkvæmd sem snýr að breyttu innra skipulagi eignar 0202, til að loka af rými innan íbúðar og sækja um leyfi fyrir gististað í fl. ll , teg. g fyrir sex gesti í húsi á lóð nr. 7 við Bræðraborgarstíg.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.
-
Eiríksgata 37 og Þorfinnsgata 14-16 - (fsp) Rekstur gististaðar í flokki II-III - USK25010304
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 30. janúar 2025 var lögð fram fyrirspurn Lotus ehf., dags. 28. janúar 2025, ásamt greinargerð, ódags., um að reka gististað í flokki II-III í húsunum á lóð nr. 37 við Eiríksgötu og 14-16 við Þorfinnsgötu. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 20. febrúar 2025.
Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 20. febrúar 2025, samþykkt, með skilyrðum og leiðbeiningum sem fram koma í umsögn.
Fylgigögn
-
Grensásvegur 24 - USK24060322
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 6. febrúar 2025 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 4. febrúar 2025 þar sem sótt er um leyfi til þess að breyta erindi BN055716, með síðari breytingu USK23030024 þannig að hús nr. 24, er hækkað um eina hæð og ásamt húsi nr. 26 klætt utan með álklæðningu, gistihús í flokki ll teg b, mhl. 01, á lóð nr. 24 við Grensásveg. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju.
Samþykkt að grenndarkynna framlagða byggingarleyfisumsókn fyrir hagsmunaaðilum að Heiðargerði 65.
Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir grenndarkynningu áður en kynning fer fram skv. gr. 8.1 í gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr.1381/2024.
-
Hátún 6B - (fsp) Breyting á notkun húss - USK25010063
Lögð fram fyrirspurn Ferra ehf., dags. 8. janúar 2025, ásamt greinargerð Yrki arkitekta, dags. 7. janúar 2025, um að breyta verslunarrými í íbúðir á lóðinni nr. 6B við Hátún, samkvæmt uppdr. Yrki arkitekta, dags. 6. janúar 2025. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 20. febrúar 2025.
Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 20. febrúar 2025.
Fylgigögn
-
Kvisthagi 9 - (fsp) Kvistir og svalir - USK24120216
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 23. janúar 2025 var lögð fram fyrirspurn Arkís arkitekta ehf., dags. 20. desember 2024, ásamt bréfi, dags. 19. desember 2024, um að breyta tveimur kvistum á suðurhlið hússins á lóð nr. 9 við Kvisthaga í einn stærri kvist ásamt því að bæta við svölum framan við kvistinn. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 20. febrúar 2025.
Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 20. febrúar 2025, samþykkt.
Fylgigögn
-
Skipholt 45 - (fsp) Breyting á notkun bílskúrÁ embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 19. desember 2024 var lögð fram fyrirspurn Karls Axels Kristjánssonar, dags. 22. október 2024, um að breyta notkun bílskúrs á lóð nr. 45 við Skipholt í íbúð. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 20. febrúar 2025.
Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 20. febrúar 2025.
Fylgigögn
-
Skúlagata 4 - USK25010274
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 11. febrúar 2025 þar sem sótt er um leyfi til að breyta erindi BN059608 með því að klæða útveggi með ljósgráum Dekto steinflísum að framanverðu en ljósgráum álplötum á bakhlið og viðbyggingu að aftanverðu í húsi nr. 4 við Skúlagötu. Einnig er lögð fram umsögn Minjastofnunar Íslands, dags. 11. nóvember 2024.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.
-
Suðurlandsbraut 8 - (fsp) Breyting á merkingum húsnæðis - USK25010316
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 13. febrúar 2025 var lögð fram fyrirspurn Ingimundar Jónassonar, dags. 29. janúar 2025, um að breyta merkingum á húsinu á lóð nr. 8 við Suðurlandsbraut. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju.
Fyrirspyrjandi hafi samband við embættið.
-
Sæviðarsund 100 - USK25020045
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 13. febrúar 2025 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 11. febrúar 2025 þar sem sótt er um leyfi til þess að stækka með viðbyggingu við suðausturhlið einbýlishúss á lóð nr. 100 við Sæviðarsund. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju.
Samþykkt að grenndarkynna framlagða byggingarleyfisumsókn fyrir hagsmunaaðilum að Sæviðarsundi 102, 104 og 106.
Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir grenndarkynningu áður en kynning fer fram skv. gr. 8.1 í gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1381/2024.
-
Urðarstígur 16 - USK24100345
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 13. febrúar 2025 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 11. febrúar 2025 þar sem sótt er um leyfi til þess að breyta notkun íbúðarhúss í gististað í flokki ll tegund g, fyrir allt að 10 gesti og bæta við flóttaleið með því að gera brú yfir kjallarainngang á vesturhlið húss á lóð nr. 16 við Urðarstíg. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 20Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 20. febrúar 2025. Samræmist ekki skipulagi.
Fylgigögn
-
Vallargrund 3 - USK25010352
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 18. febrúar þar sem sótt er um leyfi að breyta upplýstu skilti í stafrænt skilti á lóð nr. 3 við Vallargrund.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.
-
Vatnagarðar 12 - Geymslustaður ökutækja - Umsagnarbeiðni - USK24080056
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 8. ágúst 2024 var lagt fram bréf Samgöngustofu, dags. 7. ágúst 2024, þar sem óskað er eftir umsögn skipulagsfulltrúa um ökutækjaleigur, vegna umsóknar ökutækjaleigunnar Okkar Bílaleiga ehf. um að bæta við geymslustað ökutækja að Vatnagörðum 12, með allt að 30 ökutæki til útleigu. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 20. desember 2025.
Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 20. febrúar 2025, samþykkt.
Fylgigögn
-
Vatnsstígur 4 - (fsp) Rekstur veitingastaður - USK25010205
Lögð fram fyrirspurn Flóka fasteigna ehf., dags. 21. janúar 2025, ásamt bréfi, dags. 17. janúar 2025, um rekstur veitingastaðar í flokki II á jarðhæð hússins á lóð nr. 4 við Vatnsstíg.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.
-
Öskjuhlíð - Framkvæmdaleyfi vegna trjáfellingar / Grisjunar trjáa - USK25020260
Lögð fram umsókn umhverfis- og skipulagssviðs, Náttúra og garðar, dags. 19. febrúar 2025, um framkvæmdaleyfi vegna trjáfellingar / Grisjunar trjáa í Öskjuhlíð.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.
Vakin er athygli á að erindið fellur undir gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1381/2024.
-
Fiskislóð 39 - (fsp) Breyting á notkun - USK25020115
Lögð fram fyrirspurn Bæjarlindar 12 ehf., dags. 11. febrúar 2025, um að breyta húsinu á lóð nr. 39 við Fiskislóð og notkun á því. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 20. febrúar 2025.
Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 20. febrúar 2025, samþykkt.
Fylgigögn
-
Hlíðarendi - Breyting á deiliskipulagi - Reitur A - Arnarhlíð 3 - USK23060353
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Hlíðarenda ses, dags. 27. júní 2023, ásamt greinargerð Alark arkitekta ehf., dags. 16. september 2024, um breytingu á deiliskipulagi Hlíðarenda vegna lóðarinnar nr. 3 við Arnarhlíð. Í breytingunni sem lögð er til felst að fjölga íbúðum, fella niður göng undir Flugvallarveg, auka byggingarmagn á jarðhæð, auka hlutfall 5. hæðar af stærð 4. hæðar, koma fylgilóðum vegna djúpgáma fyrir í borgargötum, breyta lóðastærð, mörk skipulagssvæðis færast að lóðamörkum, útbyggingar eru ávarpaðar og leikskólahugmyndir á lóð eru felldar niður, samkvæmt deiliskipulags-, skýringar- og skuggvarpsuppdráttum Alark arkitekta, dags. 27. ágúst 2024 og 16. september 2024, og sólarljósaútreikningum af dvalarsvæði. Einnig er lagt minnisblað VSÓ ráðgjafar, dags. 18. september 2024, og samgöngumat VSÓ ráðgjafar, dags. í febrúar 2024. Tillagan var auglýst frá 17. október 2024 til og með 28. nóvember 2024. Ábendingar og umsagnir bárust. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 5. desember 2024 og er nú lagt fram að nýju.
Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs til afgreiðslu.
-
Reykjavíkurflugvöllur - Breyting á deiliskipulagi - Nauthólsvegur 50-52 - USK24110089
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 25. nóvember 2024 var lögð fram umsókn Ivon Stefáns Cilia, dags. 8. nóvember 2024, um breytingu á deiliskipulagi Reykjavíkurflugvallar vegna lóðarinnar nr. 50-52 við Nauthólsveg. Í breytingunni sem lögð er til felst breyting á notkun hússins sem heimilar starfsemi hjúkrunarheimilis ásamt stækkun á byggingarreitum, samkvæmt uppdrætti T.ark arkitekta, dags. 9. janúar 2025. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt samgöngumati T.ark arkitekta, dags. 9. janúar 2025.
Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs til afgreiðslu.
Vakin er athygli á því að áður en kemur til auglýsingar á breytingu á deiliskipulagi, þarf umsækjandi að greiða skv. gr. 7.5 í gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu nr. 1381/2024.
-
Skólavörðuholt - (fsp) Breyting á deiliskipulagi - Bergþórugata 6B - USK25020071
Lögð fram fyrirspurn Evu Huldar Friðriksdóttur, dags. 6. febrúar 2025, ásamt bréfi, dags. 2. febrúar 2025, um breytingu á deiliskipulagi Skólavörðuholts vegna lóðarinnar nr. 6B við Bergþórugötu, sem felst í stækkun hússins, samkvæmt uppdr. Teiknistofunnar Stiku, dags. 2. febrúar 2025.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.
-
Gufunes 1. áfangi - Breyting á deiliskipulagi - Gufunesvegur 36 og Þengilsbás 3 - Reitur A1.1-A1.4 - USK24120211
Lögð fram umsókn Gunnars Bjarnasonar ehf., dags. 20. desember 2024, um breytingu á deiliskipulagi Gufuness 1. áfanga vegna lóðarinnar nr. 36 við Gufunesveg og 3 við Þengilsbás. Í breytingunni sem lögð er til felst sameining lóðanna ásamt breytingu á hæðum hússins, samkvæmt uppdr. Praxis arkitektúr, dags. 20. desember 2024. Einnig er lögð fram tillaga Praxis arkitektúr, dags. 2024.
Vísað til meðferðar verkefnastjóra.
Vakin er athygli á að erindið fellur undir gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr.1381/2024.
-
Nýlendureitur - Breyting á deiliskipulagi - Vesturgata 42 - USK24110146
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn BASALT arkitekta ehf., dags. 13. nóvember 2024, um breytingu á deiliskipulagi Nýlendureits vegna lóðarinnar nr. 42 við Vesturgötu. Í breytingunni sem lögð er til að heimilt verður að hækka húsið um eina hæð og að bæta við þaksvölum á norðvesturhorn hússins á 3. hæð ásamt því að koma fyrir leik-og dvalarsvæði fyrir íbúa er á lóðinni, samkvæmt uppdr. Basalt arkitekta, dags. 11. nóvember 2024. Erindið var grenndarkynnt frá frá 15. janúar 2025 til og með 12. febrúar 2025. Athugasemdir bárust.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.
-
Sogavegur 92 - USK24100127
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 10. desember 2024 þar sem sótt er um leyfi til að byggja bílskúr á lóð nr. 92 við Sogaveg. Erindið var grenndarkynnt frá 15. janúar 2025 til og með 12. febrúar 2025. Engar athugasemdir bárust.
Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa sbr. viðauka um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar. Vísað til fullnaðarafgreiðslu byggingarfulltrúa.
-
Öldugata 44 og Brekkustígur 9 - (fsp) Nýtt deiliskipulag - USK24050155
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 4. júlí 2024 var lögð fram fyrirspurn Helga Konráðs Thoroddsen, dags. 14. maí 2024, ásamt bréfi Kanon arkitekta, dags. 14. maí 2024, um gerð nýs deiliskipulags fyrir lóð nr. 22 við Öldugötu og nr. 9 við Brekkustíg vegna uppbyggingar á lóð. Einnig var lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 4. júlí 2024. Fyrirspurn er nú lögð fram að nýju ásamt uppfærðum uppdrætti, dags. 18. október 2024. Jafnframt er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 20. febrúar 2025.
Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 20. febrúar 2025, samþykkt.
Fylgigögn
-
Bergstaðastræti 34 - USK25020086
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 18. febrúar þar sem sótt er um leyfi til að stækka kjallara til vesturs og byggja viðbyggingu og svalir á 1. hæð, stækka kjallaraglugga og gera hurð útí garð, auk þess að að færa útlit til upprunalegs horfs og byggja hjólageymslu við einbýlishús á lóð nr. 34 við Bergstaðastræti.
Samþykkt að grenndarkynna framlagða byggingarleyfisumsókn fyrir hagsmunaaðilum að Bergstaðastræti 34B og 36, þegar umsögn Minjastofnunar Íslands hefur borist.
Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir grenndarkynningu áður en kynning fer fram samkv. 8.1. gr. gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1381/2024.
-
Hampiðjureitur - Breyting á deiliskipulagi - Mjölnisholt 6 og 8 - USK23070054
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn Arctic Tours ehf., dags. 28. júní 2023, um breytingu á deiliskipulagi Hampiðjureits vegna lóðanna nr. 6 og 8 við Mjölnisholt. Í breytingunni sem lögð er til felst sameining lóða og stækkun byggingarreits, ásamt aukningu á byggingarmagni og hærra nýtingarhlutfalli svo koma megi fyrir nýju utanáliggjandi þriggja hæða stigahúsi á baklóð húsanna, samkvæmt uppdr. Trípólí arkitekta, dags. 15. desember 2024. Einnig er lagt fram samþykki meðlóðarhafa, dags. 10. desember 2024. Erindið var grenndarkynnt frá 15. janúar 2025 til og með 12. febrúar 2025. Athugasemdir bárust frá Veitum.
Vísað til meðferðar hjá verkefnastjóra.
-
Kringlan - Áfangi 1 - Breyting á deiliskipulagi - USK24060140
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 13. júní 2024 var lögð fram umsókn THG Arkitekta ehf., dags. 11. júní 2024, um gerð deiliskipulags fyrir 1. áfanga uppbyggingar á Kringlusvæði á lóðunum Kringlan 1-3 og 5 fyrir allt að 450 íbúða byggð í bland við verslun- og þjónustu með áherslu á fjölbreytt og aðlaðandi borgarumhverfi, samkvæmt uppdr. THG arkitekta, dags. 5. júní 2024. Erindinu var vísað til meðferðar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt uppfærðri birtugreiningu, dags. 20. júní 2024.
Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs til kynningar.
-
Orkureitur - Breyting á deiliskipulagi - Suðurlandsbraut 34 - Ármúli 31 - USK25010168
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 13. febrúar 2025 var lögð fram umsókn SAFÍR bygginga ehf. dags. 17. janúar 2025, um breytingu á deiliskipulagi Orkureits vegna lóðarinnar nr. 34 við Suðurlandsbraut og nr. 31 við Ármúla. Í breytingunni sem lögð er til felst að stækka lóð til suðurs, gera upphækkaðar verandir til suðurs, fjölga íbúðum og breyta dreifingu þeirra milli reita, samkvæmt uppdr. Nordic Office of Architecture dags. 13. janúar 2025. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju.
Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar. Samþykkt að falla frá kynningu þar sem breyting á deiliskipulagi varðar ekki hagsmuni annarra en umsækjanda (og borgarinnar), sbr. 3. mgr. 44. gr.skipulagslaga nr. 123/2010.
Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir óveruleg breytingu á deiliskipulagi á grundvelli málsmeðferðar skv. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga og þarf að greiða skv. 8.2. gr. í gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1381/2024, áður en breytingin er auglýst í B-deild Stjórnartíðinda.
-
Reynisvatnsás - Breyting á deiliskipulagi - Döllugata 1 - USK24120088
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 9. janúar 2025 var lögð fram umsókn Ragnars Magnússonar, dags. 10. desember 2024, ásamt greinargerð, ódags., um breytingu á deiliskipulagi Reynisvatnsáss vegna lóðarinnar nr. 1 við Döllugötu. Í breytingunni sem lögð er til felst að í stað húsgerðar Ep-Ib verði lóðin skilgreind fyrir húsgerð E-IIb, þ.e að heimilt verði að reisa einbýlishús á tveimur hæðum á lóð í stað einbýlishúss á pöllum, samkvæmt uppdr. i62, dags. 10. desember 2024. Erindi er nú lagt fram að nýju ásamt skuggavarpsuppdr. i62, dags. 17. janúar 2025.
Samþykkt að framlengja athugasemdafrest til 17. mars 2025.
-
Bragagata 33A - (fsp) Stækkun bakhúss - USK25010142
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 23. janúar 2025 var lögð fram fyrirspurn Kára Eiríkssonar, dags. 15. janúar 2025, ásamt greinargerð, dags. 29. desember 2024, um að stækka bakhús á lóð nr. 33A við Bragagötu. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 20. febrúar 2025.
Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 20. febrúar 2025, samþykkt.
Fylgigögn
-
Lindargata 58 - (fsp) Breyting á notkun o.fl. - USK25010319
Lögð fram fyrirspurn Haralds Ingvarssonar, dags. 29. janúar 2025, ásamt greinargerð, ódags., um að breyta skráningu/notkun rýmis merkt 0102 úr geymslu/vinnustofu í íbúð ásamt því að breyta stiga, spegla svalir og breyta inngangi. Einnig eru lagðir fram uppdrættir Plúsarkitekta, dags. 14. nóvember 2024.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.
-
Járnslétta 4 - USK25020122
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 18. febrúar þar sem sótt er um leyfi til að byggja þrjú stálgrindarhús og innrétta 20 geymslur í hverju á lóð nr. 46 við Járnsléttu.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.
-
Járnslétta 4 og 4A - Sameining lóða og breyting á byggingarreitum og innkeyrslu - USK25020236
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, Landupplýsingadeildar, dags. 18. febrúar 2025, um að bæta lóðinni Járnsléttu 4A við lóðina Járnsléttu 4, stækka og breyta staðsetningu byggingarreita og breyta staðsetningu innkeyrslna, samkvæmt uppdráttum umhverfis- og skipulagssviðs, Landupplýsingardeildar (breytingar- og mæliblað), dags. 18. febrúar 2025.
Vísað til meðferðar verkefnastjóra.
-
Stekkjarbrekkur - Hallsvegur - Breyting á deiliskipulagi - Lambhagavegur 14 - USK24070189
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 15. ágúst 2024 var lögð fram umsókn Halls Kristmundssonar, dags. 16. júlí 2024, um breytingu á deiliskipulagi Stekkjarbrekkna - Hallsvegar vegna lóðarinnar nr. 14 við Lambhagaveg. Í breytingunni sem lögð er til felst að koma fyrir nýrri endurvinnslustöð Sorpu á lóð, samkvæmt uppdr. Nordic Office of Architecture, dags. 18. júní 2024. Einnig er lögð fram tillaga Nordic Office of Architecture, dags. 6. maí 2024. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt tölvupósti Halls Kristmundssonar, dags. 17. febrúar 2025, þar sem umsókn er dregin til baka.
Umsókn er dregin til baka sbr. tölvupóstur, dags. 17. febrúar 2025.
-
Efstaland 26 - USK25020153
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 18. febrúar þar sem sótt er um leyfi til að innrétta vistheimili barna á 3. hæð í Grímsbæ á lóð nr. 26 við Efstaland.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.
-
Háaleitisbraut 49-51 - (fsp) Stækkun bílastæða- og bílskúrslóðarlóðar og bæta við bílskúr/vinnustofu - USK24120158
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 30. janúar 2025 var lögð fram fyrirspurn Jakobs Emils Líndal, dags. 17. desember 2024, ásamt bréfi Alark arkitekta ehf., dags. 17. desember 2024. um stækkun á bílastæða- og bílskúrslóð fyrir Háaleitisbraut 49-51 til norðurs og bæta við nýjum bílskúr/vinnustofu fyrir eignahluta 0102 að Háaleitisbraut 51. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 20. febrúar 2025.
Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 20. febrúar 2025.
Fylgigögn
-
Hringbraut 121 - USK25020152
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 18. febrúar 2025 þar sem sótt erum leyfi til að breyta erindi USK24040341 með því að breyta flokkun í gististaðar í flokk II, teg. d, gistiskála í húsi á lóð nr. 121 við Hringbraut.
Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið.
-
Barónsstígur 59 - (fsp) Endurbygging og stækkun svala - USK24110239
Lögð fram fyrirspurn Barónsstígs 59, húsfélags, dags. 19. nóvember 2024, um að endurbyggja og stækka svalir á suðaustur hlið hússins á lóð nr. 59 við Barónsstíg, samkvæmt skissu Gunnlaugs Ó. Johnson, ódags.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.
-
Skógarhlíð - Breyting á deiliskipulagi - USK23020357
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 30. janúar 2025 var lagt fram bréf Skiplagsstofnunar, dags. 14. janúar 2024, þar sem gerð er athugasemd við birtingu auglýsingu um samþykkt deiliskipulagsbreytingarinnar í B-deild Stjórnartíðinda vega eftirfarandi: Skipulagsmörk skarast á við afmörkun hverfisskipulags Hlíðahverfis, en ekki var gerð breyting á deiliskipulagsmörkum hverfisskipulagsins samhliða. Einnig mælir Skipulagsstofnun með að gerð sé breyting á lóðamörkum Eskihlíðar innan hverfisskipulags Hlíðahverfis til samræmis við deiliskipulagsbreytingu Skógarhlíðar. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt uppdrætti Nordic, dags. 23. nóvember 2023, br. 13. febrúar 2025, og svari skipulagsfulltrúa til Skipulagsstofnunar, dags. 20. febrúar 2025.
Lagt fram.
13:35
Björn Axelsson Borghildur Sölvey Sturludóttir
Helena Stefánsdóttir
PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa 20. febrúar 2025