Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa - Fundur nr. 1000

Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa

Ár 2025, fimmtudaginn 13. febrúar kl. 09:05, hélt skipulagsfulltrúi Reykjavíkur 1000. embættisafgreiðslufund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar umhverfis- og skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn á skrifstofu skipulagsfulltrúa Borgartúni 12-14, 2. hæð, Gjáin. Fundinn sátu: Björn Axelsson, Borghildur Sölvey Sturludóttir og Helena Stefánsdóttir. Eftirtaldir embættismenn kynntu mál á fundinum: Ágúst Skorri Sigurðsson, Ingvar Jón Bates Gíslason, Þórður Már Sigfússon, Valný Aðalsteinsdóttir Hrönn Valdimarsdóttir, Sigríður Maack, Olga Guðrún B. Sigfúsdóttir, Sólveig Sigurðardóttir, Birgitta Rut Skúladóttir Hjörvar, Ólafur Ingibergsson og Britta Magdalena Ágústsdóttir. Fundarritari var Auðun Helgason.

Þetta gerðist:

  1. Garðastræti 45 - USK25010174

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 30. janúar 2025 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 28. janúar 2025 þar sem sótt er um leyfi til að breyta bílskúr í geymslu við hús á lóð  nr. 45 við Garðastræti. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju.

    Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið.

  2. Hofteigur 12 - USK25010210

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 30. janúar 2025 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 28. janúar 2025 þar sem sótt er um leyfi til þess að breyta bílskúr í vinnustofu og breyta efni í útistiga, úr stáli í timbur, á húsi á lóð nr. 12 við Hofteig. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju.

    Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið.

  3. Laufásvegur 25 - USK24120230

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 16. janúar 2025 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 14. janúar 2025 þar sem sótt er um leyfi til að byggja bílskúr, mhl. 03 að Þingholtsstræti í norðausturhorni lóðar fjölbýlishúss nr. 25 við Laufásveg. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 13. febrúar 2025.

    Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 13. febrúar 2025, samþykkt með skilyrðum og leiðbeiningum sem fram koma í umsögn.

    Fylgigögn

  4. Laugavegur 174, Klettháls 13 og Tunguháls 8 - Geymslustaður ökutækjaleigu - USK24120208

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 9. janúar 2025 var lagt fram bréf Samgöngustofu, dags. 19. desember 2024, þar sem óskað er eftir umsögn skipulagsfulltrúa um ökutækjaleigur, vegna umsóknar Friðberts Friðbertssonar, f.h. Bílaþing Heklu ehf. um geymslustað ökutækja vegna starfsleyfis til reksturs ökutækjaleigu að Laugavegi 174, Kletthálsi 13 og Tunguhálsi 8. Sótt er um að leigja út 119 ökutæki. Hámarksfjöldi ökutækja á hverjum stað: Laugavegur 174, 200 bílastæði, Klettháls 13, 100 bílastæði, og Tunguháls 8, 20 bílastæði. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 13. febrúar 2025.

    Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 13. febrúar 2025, samþykkt.

    Fylgigögn

  5. Snorrabraut 83 - USK24060305

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 30. janúar 2025 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 28. janúar 2025 þar sem sótt er um leyfi til þess að  breyta notkun mhl.02 úr bílskúr í gistirými  02-0101 og 02-102 og breyta notkun íbúða í gistiheimili í flokki ll tegund d,   íbúð 0001 í gistiheimili fyrir 6 gesti í þremur herbergjum, íbúð 0101 í gistiheimili fyrir 10 gesti í 5 herbergjum í íbúð 0101 og 02-0101 og íbúð 0201 í gistiheimili fyrir 10 gesti í 6 herbergjum í húsi á lóð nr. 83 við Snorrabraut. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 13. febrúar 2025.

    Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 13. febrúar 2025.

    Fylgigögn

  6. Suðurlandsbraut 8 - (fsp) Breyting á merkingum húsnæðis - USK25010316

    Lögð fram fyrirspurn Ingimundar Jónassonar, dags. 29. janúar 2025, um að breyta merkingum á húsinu á lóð nr. 8 við Suðurlandsbraut.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  7. Sæviðarsund 100 - USK25020045

    Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 11. febrúar 2025 þar sem sótt er um leyfi til þess að stækka með viðbyggingu við suðausturhlið einbýlishúss á lóð nr. 100 við Sæviðarsund.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  8. Urðarstígur 16 - USK24100345

    Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 11. febrúar 2025 þar sem sótt er um leyfi til þess að breyta notkun íbúðarhúss í gististað í flokki ll  tegund g, fyrir allt að 10 gesti og bæta við flóttaleið með því að gera brú yfir kjallarainngang á vesturhlið húss á lóð nr. 16 við Urðarstíg.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  9. Austurbakki 2 - USK24020030

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 5. september 2024 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 21. maí 2024 þar sem sótt er um leyfi til að breyta erindi BN0055542 og innrétta skrifstofur á 1. hæð og í kjallara, í rými þar sem áður var verslunar- og þjónusturými í mhl. 16 á lóð nr. 2 við Austurbakka. Einnig var lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 5. september 2024. Erindi er nú lagt fram að nýju ásamt skýringaruppdrættir, dags. 29. apríl 2024.

    Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið.

  10. Brautarholt 4 - USK24060206

    Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 11. febrúar 2025 þar sem sótt er um leyfi að breyta innra skipulagi 1.,2. og 3. hæðar í gistiheimili með því að fjölga herbergjum, bæta við starfsmannaaðstöðu og eldhúsi á lóð nr. 4 við Brautarholt.

    Samþykkt að grenndarkynna framlagða byggingarleyfisumsókn fyrir hagsmunaaðilum að Brautarholti 2, 2A, 4A og 12-14 og Skipholti 1 og 3.

    Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir grenndarkynningu áður en kynning fer fram samkv. 8.1. gr. gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1381/2024.

  11. Brautarholt 4 - Minnkun lóðar - USK24120228

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 9. janúar 2025 var lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að minnkun lóðarinnar nr. 4 við Brautarholt, samkvæmt uppdráttum (breytingar- og mæliblaði) umhverfis- og skipulagssviðs, Landupplýsingar, dags. 23. desember 2024. Lóðarbreyting tengist byggingarleyfisumsókn nr. USK24060206. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju.

    Samþykkt að grenndarkynna framlagða lóðarbreytingu fyrir hagsmunaaðilum að Brautarholti 2, 2A, 4A og 12-14 og Skipholti 1 og 3.

  12. Brautarholt 16 - USK24030336

    Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 11. febrúar 2025 þar sem sótt er um leyfi til að sótt um að hækka húsið um tvær hæðir, þar sem efsta hæðin er inndregin þakhæð bæði til norður og suður, hækka rishæð, fjarlægja austara stigahús, breyta gluggum, byggja svalir, koma fyrir lyftu og innrétta gististað í flokki II, teg. b,, 39 gistirými fyrir hámark 94 gesti á efri hæðum, verslunarrými á jarðhæð, gera þaksvalir á vesturbyggingu, sameina mhl. 02 og 03 og innrétta tvær vinnustofur og sorpgeymslu í bakhúsi á lóð nr. 16 við Brautarholt. Engin bílastæði eru innan lóðar og verða bílastæði í borgarlandi. Samkvæmt Reglum um fjölda bíla- og hjólastæða í Reykjavík samþykkt í borgarráði 14. mars 2024, er viðmið um fjölda bílastæða fyrir gististarfsemi 0,1 stæði per herbergi. Þarf að gera ráð fyrir 4 stæðum auk 2 fyrir verslun á jarðhæð samtals 6 stæði, þar af er eitt fyrir hreyfihamlaða. Auk þess verða 21 hjólastæði á lóðinni og eru þau staðsett við Brautarholt og í inngarði. Stærð lóðar verður 703,0 m2 eftir að lóðarmörk verða færð að framhlið. Nýtingarhlutfall verður samkvæmt nýrri lóðarstærð og skráningartöflu A rými + B rými 1.860,9 (1.700,9 m2 mhl 01 + 160,6 m2 mhl 02) / 703,0 = 2,6.

    Samþykkt að grenndarkynna framlagða byggingarleyfisumsókn fyrir hagsmunaaðilum að Brautarholti 10-14, 18-20, Skipholti 11-13 og 15 og Laugavegi 162, 164 og 166, þegar uppfærðir uppdrættir berast.

  13. Brautarholt 16 - Minnkun lóðar - USK24090016

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 9. janúar 2025 var lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, Landupplýsingar, dags. 2. september 2024, um minnkun lóðarinnar nr. 16 við Brautarholt, samkvæmt uppdráttum (breytingar- og mæliblaði) umhverfis- og skipulagssviðs, Landupplýsingar, dags. 14. maí 2024. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju.

    Samþykkt að grenndarkynna framlagða lóðarbreytingu fyrir hagsmunaaðilum að Brautarholti 10-14, 18-20, Skipholti 11-13 og 15 og Laugavegi 162, 164 og 166,

  14. Háskólinn í Reykjavík - (fsp) Undanþágur frá samþykktu deiliskipulagi - Nauthólsvegur 79 - USK24110136

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 5. desember 2024 var lögð fram fyrirspurn Steinunnar Völu Sigfúsdóttur, dags. 12. nóvember 2024, um undanþágur frá samþykktu deiliskipulagi Háskólans í Reykjavík vegna lóðarinnar nr. 79 við Nauthólsveg, sem varða gólfkóða jarðhæða, byggingarmagn og tilfærslu fermetra milli bygginga, aðkomu að bílageymslu, staðsetningu djúpgáma, staðsetningu bílastæða og kvöð um almennt aðgengi á vesturhlið byggingar E1, samkvæmt tillögu Skala arkitekta, ódags. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt Þrívíddarmyndum af bílgeymslurampi, dags. 10. desember 2024, lóðaruppdrætti, dags. 19. desember 2024 og skuggavarpsathugun, dags. 7. janúar 2025. Jafnframt er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 13. febrúar 2025.

    Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 13. febrúar 2025, samþykkt.

    Fylgigögn

  15. Hverfisgata 59 - (fsp) Stúdíóíbúð í stað bílageymslu - USK25010132

    Lögð fram fyrirspurn Atrium ehf., dags. 15. janúar 2025, um uppbyggingu stúdíóíbúðar á lóð nr. 59 við Hverfisgötu í stað bílageymslu, samkvæmt uppdr. Atrium, dags. 14. janúar 2025.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  16. Sundin, reitir 1.3 og 1.4 - Breyting á deiliskipulagi - Efstasund 59 - USK25010299

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 30. janúar 2025 var lögð fram umsókn Trípólí ehf., dags. 27. janúar 2025, um breytingu á deiliskipulagi Sundanna, reita 1.3 og 1.4 vegna lóðarinnar nr. 59 við Efstasund. Í breytingunni sem lögð er til felst að stækka byggingarreit til norðvesturs, samkvæmt deiliskipulags- og skuggavarpsuppdráttum Trípólí arkitekta, dags. 10. febrúar 2025. Einnig eru lagðir fram aðaluppdrættir Trípólí arkitekta, dags. 27. janúar 2025. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju.

    Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu að óverulegri breytingu á deiliskipulagi fyrir hagsmunaaðilum að Efstasundi 57.

    Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir grenndarkynningu áður en kynning fer fram samkv. 7. 6. gr. í gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1381/2024.

  17. Gufunes 1. áfangi - (fsp) Breyting á deiliskipulagi - Gufunestangi - USK24120052

    Lögð fram fyrirspurn Páls Hjalta Hjaltasonar, dags. 5. desember 2024, um breytingu á deiliskipulagi Gufuness 1. áfanga sem felst í uppbyggingu á Gufunestanga, samkvæmt tillögu Plús arkitekta, dags. 27. nóvember 2024.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  18. Tryggingastofnunarreitur - Breyting á deiliskipulagi - Laugavegur 114-118 - USK25010350

    Lögð fram umsókn Fiðluhúss ehf., dags. 31. janúar 2025, um breytingu á deiliskipulagi Tryggingastofnunarreits vegna lóðarinnar nr. 114-118 við Laugaveg. Í breytingunni sem lögð er til felst breyting á notkun hússins þannig að skrifstofuhúsnæði og hluti verslunar verður listahótel og að heimilt verði að hækka byggingar þannig að hús nr. 114 verði í sex hæðir með jafnhárri viðbyggingu garðmegin til suðausturs, 5 til 6. hæð skal vera inndregin, og hús nr. 116-118 verði fimm hæðir., 5. hæð skal vera inndregin, auk þess að heimilt verði að gera minni háttar breytingar á húsum á reitnum að undangenginni samþykkt byggingarfulltrúa, s.s. gera skyggni, svalir, litla kvisti og lagfæringar án þess að breyta þurfi deiliskipulagi, samkvæmt uppdr. KRADS, dags. 30. janúar 2025.

    Vísað til meðferðar verkefnastjóra.

    Vakin er athygli á að erindið fellur undir gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1381/2024.

  19. Vættaborgir 18 og 20 - (fsp) Stækkun bílskúra - USK25010146

    Lögð fram fyrirspurn Þórs Hallgrímssonar, dags. 15. janúar 2025, um að stækka bílskúra á lóð nr. 18 -20 við Vættaborgir, samkvæmt skissu, ódags.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  20. Ármúli 34 - USK25010277

    Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 11. febrúar 2025 þar sem sótt er um leyfi til að innrétta "Konukot" fyrir 12 skjólstæðinga á 2. hæð og tímabundið búsetuúrræði fyrir 6 skjólstæðinga á 3. hæð í húsi á lóð nr. 34 við Ármúla.

    Samþykkt að grenndarkynna framlagða byggingarleyfisumsókn fyrir hagsmunaaðilum að Ármúla 32, 36 og Síðumúla 19.

    Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir grenndarkynningu áður en kynning fer fram skv. 8.1. gr. í gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1381/2024.

  21. Laugavegur 168-176 - Breyting á deiliskipulagi - Laugavegur 176 - USK25020018

    Lögð fram umsókn Yrki arkitekta, dags. 3. febrúar 2025, ásamt bréfi Reita fasteignafélags hf., dags. 3. febrúar 2025, um breytingu á deiliskipulagi Laugavegar 168-176 vegna lóðarinnar nr. 176 við Laugaveg. Í breytingunni sem lögð er til felst að heimilt verði að stækka byggingarreit 7. hæð hússins, samkvæmt deiliskipulags- og skýringaruppdr. Yrki arkitekta, dags. 3. febrúar 2025.

    Vísað til meðferðar verkefnastjóra.

    Vakin er athygli á að erindið fellur undir gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1381/2024.

  22. Orkureitur - Breyting á deiliskipulagi - Suðurlandsbraut 34 - Ármúli 31 - USK25010168

    Lögð fram umsókn SAFÍR bygginga ehf. dags. 17. janúar 2025, um breytingu á deiliskipulagi Orkureits vegna lóðarinnar nr. 34 við Suðurlandsbraut og nr. 31 við Ármúla. Í breytingunni sem lögð er til felst að stækka lóð til suðurs, gera upphækkaðar verandir til suðurs, fjölga íbúðum og breyta dreifingu þeirra milli reita, samkvæmt uppdr. Nordic Office of Architecture dags. 13. janúar 2025.

    Vísað til meðferðar verkefnastjóra.

    Vakin er athygli á að erindið fellur undir gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1381/2024.

  23. Reitur 1.174.2 - (fsp) Breyting á deiliskipulagi - Laugavegur 72 og 74 - USK25010071

    Lögð fram fyrirspurn Leiguíbúða ehf., dags. 8. janúar 2025, ásamt greinargerð Orra Árnasonar f.h. Leiguíbúða, dags. 8. janúar 2025, um breytingu á deiliskipulagi reits 1.174.2 vegna lóða nr. 72 og 74 við Laugaveg, sem felst í að flytja byggingarmagn á lóðum til að stækka hótel á lóð nr. 74 við Laugaveg og teygja það yfir á lóð nr. 72 við Laugaveg, samkvæmt uppdr. Zeppelin Arkitekta, dags. 8. janúar 2025.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  24. Vogabyggð svæði 2 - Breyting á deiliskipulagi - Súðarvogur 7 - USK24120058

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 19. desember 2024 var lögð fram umsókn Húsfélagsins Súðarvogi 7, dags. 6. desember 2024, ásamt bréfi PLAN Studio, dags. 6. desember 2024, um breytingu á deiliskipulagi Vogabyggðar svæðis 2 vegna lóðarinnar nr. 7 við Súðarvog. Í breytingunni sem lögð er til felst að almenningsrými við norðaustur horn núverandi lóðar verði hluti að lóðinni með tilheyrandi stækkun byggingarréttar og fjölgun íbúða, samkvæmt deiliskipulags- og skýringaruppdráttum PLAN Studio, dags. 11. febrúar 2025. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju.

    Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs til afgreiðslu.

    Komi til auglýsingar á breytingu á deiliskipulagi, þarf umsækjandi áður að greiða skv. 7.5. gr. í gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu nr. 1381/2024.

  25. Vogaland 12 - USK24110062

    Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 11. febrúar 2025 þar sem sótt er um leyfi til þess að fjölga eignum og fá samþykkta áður gerða ósamþykkta íbúð í kjallara einbýlishúss á lóð nr. 12 við Vogaland.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  26. Reitur 1.171.4 - Breyting á deiliskipulagi - Laugavegur 12B-16 - USK25010256

    Lögð fram umsókn Sigurðar Einarssonar, f.h. Fasteignafélagsins Hafnar ehf., dags. 23. janúar 2025, um breytingu á deiliskipulagi reits 1.171.4 vegna lóðarinnar nr. 12B- 16 við Laugaveg. Í breytingunni sem lögð er til felst sameining lóðanna, samkvæmt uppdr. Batterísins arkitekta, dags. 20. janúar 2025.

    Vísað til meðferðar verkefnastjóra.

    Vakin er athygli á að erindið fellur undir gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1381/2024.

  27. Reitur 1.171.5 - Breyting á deiliskipulagi - Laugavegur 20B - USK23080183

    Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn Stórvals ehf., dags. 23. ágúst 2023, um breytingu á deiliskipulagi reits 1.171.5 vegna lóðarinnar nr. 20B við Laugaveg. Í breytingunni sem lögð er til felst að bæta einni hæð ofan á vestur- og suðurhlið hússins, samkvæmt deiliskipulags-, og skuggavarpsuppdr. P ARK teiknistofu, dags. 20. október 2023. Einnig er lögð fram umsögn Minjastofnunar Íslands, dags. 22. ágúst 2023. Erindið var grenndarkynnt frá 8. janúar  2025 til og með 5. febrúar 2025. Engar athugasemdir bárust.

    Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka 2.3. við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar.  

  28. Reitur 1.174.0, Landsbankareitur - Breyting á deiliskipulagi - Laugavegur 77 - USK25020068

    Lögð fram umsókn Trípólí ehf., dags. 6. febrúar 2025, ásamt bréfi, dags. 5. febrúar 2025, um breyting á deiliskipulagi fyrir reit 1.174.0, Landsbankareit, vegna lóðarinnar nr. 77 við Laugaveg. Í breytingunni sem lögð er til felst að breyta notkun 2. til 5. hæðar hússins úr skrifstofum í íbúðir, en halda verslun áfram á neðstu hæð, og stækka þakhæð m.a. til að tengja stigahús vestur við efstu hæð hússins, samkvæmt deiliskipulags- og skuggavarpsuppdr. Trípólí arkitekta, dags. 6. febrúar 2025.

    Vísað til meðferðar verkefnastjóra.

    Vakin er athygli á að erindið fellur undir gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1381/2024.

  29. Reitur 1.174.3 - Breyting á deiliskipulagi - Grettisgata 71 - USK24120116

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 30. janúar 2025 var lögð fram umsókn Gunnlaugs Ingvarssonar, dags. 12. desember 2024, um breytingu á deiliskipulagi reits 1.174.3 vegna lóðarinnar nr. 71 við Grettisgötu. Í breytingunni sem lögð er til felst að í stað þriggja lítilla kvista kemur einn stór kvistur með þaksvölum á mitt þakið, auk þakglugga sitthvoru megin við, samkvæmt uppdr. Vektor, hönnun og ráðgjöf, dags. 12. desember 2024. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju.

    Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu að óverulegri breytingu á deiliskipulagi fyrir hagsmunaaðilum að Grettisgötu 66, 68, 69, 70, 72, 73, 74 og 76, þegar uppfærður uppdráttur berst ásamt umsögn Minjastofnunar Íslands.

    Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir grenndarkynningu áður en kynning fer fram skv. 7.6. gr. í gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1381/2024.

  30. Drafnarstígur 3 - USK24070228

    Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 15. október 2024 þar sem sótt er um leyfi til að breyta erindi BN061633 með því að stækka kjallara og 1. hæð, innrétta íverurými í kjallara, grafa frá austurgafli og gera glugga og hurðir á kjallara einbýlishúss á lóð nr. 3 við Drafnarstíg. Erindið var grenndarkynnt frá 8. janúar 2025 til og með 5. febrúar 2025. Athugasemdir bárust.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  31. Laugavegur 2 - USK24100346

    Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 11. febrúar 2025 þar sem sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum sem felast í að umfang matsölu er minnkað og eldhúsi breytt í móttökueldhús í veitingarstað í flokki ll í verslunar- og veitingarhúsi á lóð nr. 2 við Laugaveg.

    Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið.

  32. Óðinsgata 14A - USK25010130

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 23. janúar 2025 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 21. janúar 2025 þar sem sótt er um leyfi til þess að sameina lóðir við Óðinsgötu 14A og 14B og breytingum innan og utanhúss í fjölbýlishúss á lóðir nr. 14A og 14B við Óðinsgötu. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 13. febrúar 2025.

    Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 13. febrúar 2025, samþykkt.

    Fylgigögn

  33. Reitur 1.184.0, Bergstaðastrætisreitir - (fsp) Breyting á deiliskipulagi - Spítalastígur 4 og 4A - USK25010082

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 23. janúar 2025 var lögð fram fyrirspurn Úti og inni sf., ásamt greinargerð, dags. 9. janúar 2025, um breytingu á deiliskipulagi reits 1.184.0, Bergstaðastrætisreita, vegna lóðarinnar nr. 4 og 4A við Spítalastíg, sem felst í stækkun á byggingarreit spítalastígs 4A, samkvæmt uppdr. Úti og inni, dags. desember 2024 og janúar 2025. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 13. febrúar 2025.

    Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 13. febrúar 2025.

    Fylgigögn

  34. Skipasund 66 - (fsp) Endurnýjun og stækkun svala - USK25010054

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 23. janúar 2025 var lögð fram fyrirspurn Sigurðar Ólafssonar, dags. 7. janúar 2025, um að endurnýja og stækka svalir risíbúðar hússins á lóð nr. 66 við Skipasund. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra ásamt því að fyrirspyrjandi var beðinn um að hafa samband við embættið og er fyrirspurnin nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 13. febrúar 2025.

    Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 13. febrúar 2025, samþykkt.

    Fylgigögn

  35. Lambhagavegur 33 - USK25010190

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 30. janúar 2025 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 28. janúar 2025 þar sem sótt er um leyfi til þess að byggja 2- 4 hæða skrifstofu- og verslunarhús með bílageymslu á lóð nr. 33 við Lambhaga. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju.

    Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið.

  36. Stóragil - USK24110189

    Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 26. nóvember 2024 þar sem sótt er um leyfi til að byggja einbýlishús úr timbri með innbyggðri bílgeymslu á lóðinni Stóragil með landnúmer 237090. Erindið var grenndarkynnt frá 8. janúar 2025 til og með 5. febrúar 2025. Athugasemdir bárust.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  37. Vesturlandsvegur - Korpulína 1 - 2. hluti - Framkvæmdaleyfi - USK24110056

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 9. janúar 2025 var lögð fram umsókn Landsnets, dags. 6. nóvember 2024, um framkvæmdaleyfi til að klára lagningu á háspennustreng KO1, Korpulínu 1, sem hófst árið 2020, og til að fylla upp í strengskurðinn. Einnig eru lagðar fram teikningar Mannvits, dags. 2. nóvember 2023, síðast breyttar 31. október 2024. Erindi er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 13. febrúar 2025.

    Samþykkt að gefa út framkvæmdaleyfi með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 13. febrúar 2025. Vísað til skrifstofu stjórnsýslu og gæða til útgáfu framkvæmdaleyfis.

    Vakin er athygli á að óheimilt er að hefja framkvæmdir fyrr en framkvæmdaleyfið hefur verið gefið út. Leyfið verður ekki gefið út fyrr en greitt hefur verið fyrir útgáfu framkvæmdaleyfis skv. gr. 5.2 í gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1381/2024.

  38. Bleikargróf 1 - Frávik frá skilmálum deiliskipulags Blesugrófar - USK24120125

    Lögð fram umsókn Guðmundar Hlífars Ákasonar, dags. 12. desember 2024, ásamt greinargerð, dags. 12. desember 2024, um frávik frá skilmálum deiliskipulags Blesugrófar vegna lóðarinnar nr. 1 við Bleikargróf, sem felst í að heimilt verði að horn viðbyggingar á vesturhlið, skyggni við inngang að garðrými á norðurhlið og horn bílskúrs skagi út fyrir byggingarreit, samkvæmt uppdráttum JeES arkitekta, dags. 2. desember 2024.

    Vísað til meðferðar verkefnastjóra.

    Vakin er athygli á að erindið fellur undir gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1381/2024.

  39. Brekkugerði 19 - USK25010221

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 30. janúar 2025 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 28. janúar 2025 þar sem sótt er um leyfi  til þess að stækka kjallara og innrétta þar vinnustofu og geymslu í einbýlishúsi á lóð nr. 19 við Brekkugerði. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 13. febrúar 2025.

    Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 13. febrúar 2025.

    Fylgigögn

  40. Glæsibær 4 - (fsp) Viðbygging við bílskúr - USK25020010

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 6. febrúar 2025 var lögð fram fyrirspurn Gunnars Hjartarsonar, dags. 3. febrúar 2025, um að reisa viðbyggingu við bílskúr á lóð nr. 4 við Glæsibæ. Einnig er lögð fram skissa á yfirlits- og afstöðumynd. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 13. febrúar 2025.

    Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 13. febrúar 2025.

    Fylgigögn

Fundi slitið kl. 15:08

Björn Axelsson Borghildur Sölvey Sturludóttir

Helena Stefánsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa 13. febrúar 2025