No translated content text
Aðgengis- og samráðsnefnd í málefnum fatlaðs fólks
Ár 2020, fimmtudaginn 6. febrúar, var haldinn 9. fundur Aðgengis- og samráðsnefnd í málefnum fatlaðs fólks. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst klukkan 13:07. Viðstödd voru: Þorkell Heiðarsson, Dóra Björt Guðjónsdóttir, Bergþór Heimir Þórðarson, Ingólfur Már Magnússon, Lilja Sveinsdóttir, Björgvin Björgvinsson, Hanna Björk Kristinsdóttir og Andri Valgeirsson. Fundinn sátu einnig Aðalbjörg Traustadóttir, Bragi Bergsson, Anna Kristinsdóttir og Tómas Ingi Adolfsson. Fundarritari: Tómas Ingi Adolfsson.
Þetta gerðist:
-
Fram fer umræða um verklag í tengslum við úthlutanir fjármagns til aðgengismála.
Formanni nefndarinnar er falið að vinna drög að verklagsreglum varðandi úthlutanir fjármagns til aðgengismála.
Samþykkt. -
Lögð eru fram drög frá umhverfis- og skipulagssviði, ódags., að fjárhagsáætlun vegna aðgengismála á árinu 2020.
Aðgengis- og samráðsnefnd samþykkir áætlun umhverfis- og skipulagssviðs. -
Lögð er fram fyrirspurn frá Flokki fólksins, dags. 20. janúar 2020, um óhindrað aðgengi fatlaðs fólks um göngugötur í miðborginni sem vísað var til umsagnar aðgengis- og samráðsnefndar.
Afturkallað.Fylgigögn
-
Lögð er fram umsögn aðgengis- og samráðsnefndar, dags. 31. janúar 2020, um þjónustulýsingu fyrir sameiginlega akstursþjónustu fatlaðs fólks.
Aðgengis- og samráðsnefnd leggur fram svohljóðandi bókun:
Aðgengis- og samráðsnefnd vill hvetja velferðarsvið til þess að upplýsingar um akstursþjónustu fatlaðs fólks verði gerðar aðgengilegri á öðrum tungumálum en íslensku.
- Kl. 14.40 víkja Þorkell Heiðarsson og Dóra Björt Guðjónsdóttir af fundi.
Fylgigögn
-
Lögð er fram umsókn NKS ehf., dags. 23. september 2019, um starfsleyfi.
Engar athugasemdir eru gerðar við umsóknina.
Samþykkt.
PDF útgáfa fundargerðar
adgengis_og_samradsnefnd_0602.pdf