Aðgengis- og samráðsnefnd í málefnum fatlaðs fólks - Fundur nr. 74

Aðgengis- og samráðsnefnd í málefnum fatlaðs fólks

Ár 2024, fimmtudaginn 18. apríl var 74. fundur aðgengis- og samráðsnefndar í málefnum fatlaðs fólks. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi, Tjarnarbúð og hófst kl. 10.04. Fundinn sátu: Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir, Björgvin Björgvinsson, Katarzyna Beata Kubis, Þorkell Sigurlaugsson, Ingólfur Már Magnússon og Áslaug Inga Kristinsdóttir. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til heimildar í 2. málsl. 4. mgr. 44. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar sbr. 3. mgr. 17. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011: Unnur Þöll Benediktsdóttir og Hallgrímur Eymundsson. Eftirtaldir starfsmenn sátu fundinn: Anna Kristinsdóttir, Þórdís Linda Guðmundsdóttir og Bragi Bergsson.
Valgerður Jónsdóttir ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

 1. Fram fer kynning Strætó bs. á Klapp og aðgengi. MSS24040097. 

  Aðgengis- og samráðsnefnd leggur fram svohljóðandi bókun:

  Nefndin þakkar fyrir kynninguna á Klappinu og aðgengi. Ánægjulegt er að það sé í burðarliðnum að Navilens væða Strætó, en það mun bæta aðgengi blindra og sjónskertra að strætókerfinu til muna, auk þess sem það getur nýst öðrum hópum, svosem ferðamönnum, þar sem Navilens býður upp á tungumálastillingar. Hvað varðar aðgengi að Klappinu þá hefur Strætó fengið margar góðar ábendingar frá Blindrafélaginu um það hvernig aðgengi að appinu er ábótavant og hafa nú þegar mörg atriði verið löguð, en önnur eru í vinnslu, sem gerir appið notendavænna fyrir alla notendur. Vonast nefndin til að þessu verði lokið sem fyrst. 

  Herdís Steinarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

  -    Kl.10.13 tekur Hlynur Þór Agnarsson sæti á fundinum.

  Fylgigögn

 2.  Lagt fram svar umhverfis- og skipulagssviðs dags.9. apríl 2024 við framhaldsfyrirspurn aðgengis- og samráðsnefndar um stólpa í borgarlandinu, sbr. 6. lið fundargerðar aðgengis- og samráðsnefndar frá 29. febrúar 2024. MSS24010122
   

  Fylgigögn

 3.  Lagt fram svar skóla- og frístundasviðs dags. 31. janúar 2024 við fyrirspurn aðgengis- og samráðsnefndar um fræðslu ADHD samtakanna til grunnskóla og þátttöku grunnskóla í Bláum Apríl, sbr. 6 lið fundargerðar aðgengis- og samráðsnefndar frá 7. desember 2023.

  Fylgigögn

 4. Fram fer umræða um heimsóknir aðgengis- og samráðsnefndar. 
   

 5. Lagt fram fundadagatal aðgengis- og samráðsnefndar 2024.

  Fylgigögn

 6. Fram fer umræða um breytingu á gjaldskrá strætó og akstursþjónustu Pant. 

Fundi slitið kl. 10.54

Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Hallgrímur Eymundsson

Áslaug Inga Kristinsdóttir Katarzyna Kubiś

Unnur Þöll Benediktsdóttir Hlynur Þór Agnarsson

Ingólfur Már Magnússon Þorkell Sigurlaugsson

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð aðgengis- og samráðsnefndar frá 18. apríl 2024