Aðgengis- og samráðsnefnd í málefnum fatlaðs fólks - Fundur nr. 70

Aðgengis- og samráðsnefnd í málefnum fatlaðs fólks

Ár 2024, fimmtudaginn 29. febrúar var 70. fundur aðgengis- og samráðsnefndar í málefnum fatlaðs fólks. Fundurinn var aukafundur og haldinn í Ráðhúsi, Tjarnarbúð og hófst kl. 10.02. Fundinn sátu: Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir, Katarzyna Beata Kubis, Lilja Sveinsdóttir,  Þorkell Sigurlaugsson, Ingólfur Már Magnússon og Björgvin Björgvinsson. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til heimildar í 2. málsl. 4. mgr. 44. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar sbr. 3. mgr. 17. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011: Anna Kristín Jensdóttir, Rúnar Björn Herrera Þorkelsson og Unnur Þöll Benediktsdóttir. Eftirtaldir starfsmenn sátu fundinn: Anna Kristinsdóttir, Bryndís Snæbjörnsdóttir og Bragi Bergsson.
Valgerður Jónsdóttir ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:



  1.  Fram fer kynning á verkhönnun hugmynda í Hverfið mitt. MSS22020075

    -        Kl. 10.08 tekur Rúnar Björn Herrera Þorkelsson sæti á fundinum með rafrænum hætti.

    Guðný Bára Jónsdóttir og Heiða Hrund Jack taka sæti á fundinum undir þessum lið. 

  2.  Fram fer umræða um málþing/opinn fund aðgengis- og samráðsnefndar. MSS24010125

     

  3. Fram fer umræða um heimsóknir aðgengis- og samráðsnefndar.

  4.  Lögð fram drög að frumvarpi til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna endurskoðunar örorkulífeyriskerfis almannatrygginga.

    Fylgigögn

  5. Lagt fram svar umhverfis- og skipulagssviðs við fyrirspurn aðgengis- og samráðsnefndar um stólpa í borgarlandinu sbr. 7. lið fundargerðar aðgengis- og samráðsnefndar frá 1. febrúar 2024.

    Fylgigögn

  6. Lögð fram svohljóðandi framhaldsfyrirspurn aðgengis- og samráðsnefndar:

    Aðgengis- og samráðsnefnd þakkar fyrir svarið. Hefur Reykjavíkurborg einhver viðmið á hönnun stólpa í borgarlandinu? Til dæmis varðandi lit, endurskin og hæð á stólpum. 

    Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs.

Fundi slitið 11.30

Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Björgvin Björgvinsson

Katarzyna Kubiś Lilja Sveinsdóttir

Ingólfur Már Magnússon Anna Kristín Jensdóttir

Rúnar Björn Herrera Þorkelsson Þorkell Sigurlaugsson

Unnur Þöll Benediktsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð aðgengis- og samráðsnefndar 29. febrúar 2024