Aðgengis- og samráðsnefnd í málefnum fatlaðs fólks - Fundur nr. 69

Aðgengis- og samráðsnefnd í málefnum fatlaðs fólks

Aðgengis- og samráðsnefnd í málefnum fatlaðs fólks

Ár 2024, fimmtudaginn 15. febrúar var 69. fundur aðgengis- og samráðsnefndar í málefnum fatlaðs fólks. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 10.07. Fundinn sátu: Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir, Lilja Sveinsdóttir, Unnur Þöll Benediktsdóttir Þorkell Sigurlaugsson. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til heimildar í 2. málsl. 4. mgr. 44. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar sbr. 3. mgr. 17. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011:
Katarzyna Beata Kubis, Rúnar Björn Herrera Þorkelsson, Anna Kristín Jensdóttir, Ingólfur Már Magnússon. Eftirtaldir starfsmenn sátu fundinn: Þórdís Linda Guðmundsdóttir og Bragi Bergsson.
Valgerður Jónsdóttir ritaði fundargerð.
 

Þetta gerðist:

  1. Lagt fram fundadagatal aðgengis- og samráðsnefndar vor 2024. MSS23120020

    Fylgigögn

  2. Fram fer kynning á stöðu málaflokks fatlaðs fólks hjá Reykjavíkurborg. VEL24020005

    Aðgengis og samráðsnefnd leggur fram svohljóðandi bókun:

    Nefndin þakkar fyrir góða og ítarlega kynningu á stöðu málaflokks fatlaðs fólks hjá Reykjavíkurborg. Fatlað fólk hefur samkvæmt lögum rétt á þjónustu, þjónustuþörfin hefur aukist og biðlistar hafa lengst víða í kerfinu. Sem dæmi má nefna húsnæðismál, en þrátt fyrir mikla uppbyggingu á húsnæði og þjónustu fyrir fatlað fólk hefur það ekki dugað til, og samþykkti borgarráð því endurskoðaða uppbyggingaráætlun árið 2022, en hún bíður þess enn að vera fjármögnuð. Þá á borgin yfir höfði sér dómsmál vegna fólks sem ekki hefur fengið þá þjónustu sem það á rétt á samkvæmt lögum. Ljóst er að þrátt fyrir þann mikla metnað sem starfsfólk borgarinnar hefur fyrir málaflokknum, og vilja borgarstjórnar til þess að gera eins vel og hægt er í þessum málum, þá þarf að setja meiri kraft í málaflokkinn til að réttur fatlaðs fólk sé virtur. Þrátt fyrir aukið fjármagn er ljóst að það dugar ekki til til að fjármagna málaflokkinn að fullu og er talsvert bil sem þarf að brúa.

    Aðalbjörg Traustadóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

    -    kl. 10.57 víkur Anna Kristín Jensdóttir af fundi og aftengist fjarfundarbúnaði    .

    Fylgigögn

  3.     Kynningu á verkhönnun hugmynda í Hverfið mitt, er frestað. MSS22020075

  4. Fram fer kynning á verkefninu AMIGOS. MSS22090044

    Hannah Rós Sigurðardóttir Tobin og Harpa Sif Eyjólfsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið. 

    -    Kl. 11.05 víkur Rúna Björn Herrera Þorkelsson af fundi og aftengist fjarfundarbúnaði. 
     

    Fylgigögn

  5. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 26. janúar, um verklagsreglur um fyrirspurnir og tillögur. MSS23090170

    Fylgigögn

  6.  Lögð fram svohljóðandi tillaga aðgengis- og samráðsnefndar um skynrými/rólegt svæði á menningarnótt:
    Lagt er til að tilraun verði gerð með rólegt svæði/skynrými (t.d. tjald eða afmarkað rými innanhúss) á Menningarnótt, þar sem gestir geta dvalið til þess að hvíla skynfærin frá skarkalanum sem fylgir mannmergðinni og hátíðarhöldunum, í þeim tilgangi að bæta aðgengi ýmissa hópa að borgarhátíðinni, að fyrirmynd Svigrúms sem sett var upp í Iðnó á Hinsegin dögum síðastliðnum. Þá verði rýmið auglýst sérstaklega fyrir þá hópa sem það kann að nýtast.

    Tillögunni fylgir greinagerð. MSS24020057

    Vísað til umsagnar skrifstofu borgarstjóra og borgarritara. 
     

    Fylgigögn

  7. Lagðar fram tilnefningar til Aðgengisviðurkenningar 2023. Trúnaður ríkir um þennan lið þar til eftir afhendingu viðurkenningarinnar. MSS24020023
     

Fundi slitið kl. 11.40

Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Lilja Sveinsdóttir

Unnur Þöll Benediktsdóttir Þorkell Sigurlaugsson

Katarzyna Kubiś Rúnar Björn Herrera Þorkelsson

Anna Kristín Jensdóttir Ingólfur Már Magnússon

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð aðgengis- og samráðsnefndar frá 15. febrúar 2024