No translated content text
Aðgengis- og samráðsnefnd í málefnum fatlaðs fólks
Ár 2024, fimmtudaginn 1. febrúar var 68. fundur aðgengis- og samráðsnefndar í málefnum fatlaðs fólks. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 10.04. Fundinn sátu: Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir, Hallgrímur Eymundsson, Lilja Sveinsdóttir, Ingólfur Már Magnússon, Katarzyna Beata Kubis, Áslaug Inga Kristinsdóttir og Björgvin Björgvinsson. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til heimildar í 2. málsl. 4. mgr. 44. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar sbr. 3. mgr. 17. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar varðandi fjarfundaheimild: Unnur Þöll Benediktsdóttir og Þorkell Sigurlaugsson Eftirtaldir starfsmenn sátu fundinn: Þórdís Lind Guðmundsdóttir, Bragi Bergsson og Elísabet Pétursdóttir.
Valgerður Jónsdóttir ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
-
Lagt fram bréf Þroskahjálpar, dags. 31. janúar 2024, um að Katarzyna Beata Kubis taki sæti sem aðalfulltrúi í aðgengis- og samráðsnefnd í stað Hönnu Bjarkar Kristinsdóttur. MSS22070012.
- Kl. 10.06 tekur Björgvin Björgvinsson sæti á fundinum.
Fylgigögn
-
Fram fer kynning á hönnun göngustígs, Perlufesti, í Öskjuhlíð. USK23040149
Þráinn Hauksson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Fram fer kynning á aðgengi í Bíó Paradís.
Aðgengis- og samráðsnefnd leggur fram svohljóðandi bókun:
Aðgengis- og samráðsnefnd í málefnum fatlaðs fólks þakkar fyrir kynninguna á aðgengi í Bíó Paradís. Miklar og metnaðarfullar úrbætur hafa verið gerðar í aðgengismálum í kvikmyndahúsinu. Þá fagnar nefndin því að kvikmyndasýningar séu haldnar sérstaklega fyrir blinda og sjónskerta, einhverft fólk og annað fólk með skynúrvinnsluvanda og einstaklinga með heilabilun, og einnig sýningar sem eru hugsaðar til þess að rjúfa félagslega einangrun. Bíó Paradís er til fyrirmyndar hvað þessi mál varðar.
Hrönn Sveinsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Lögð fram að nýju tillaga ungmennaráðs Vesturbæjar, Miðborgar og Hlíða um bætt hjólastólaaðgengi í skólum og félagsmiðstöðvum í Reykjavík, sbr 4. lið fundargerðar aðgengis- og samráðsnefndar frá 2. mars 2023. MSS23020094
Samþykkt.Aðgengis- og samráðsnefnd leggur fram svohljóðandi bókun:
Aðgengis- og samráðsnefnd í málefnum fatlaðs fólks þakkar ungmennaráði Vesturbæjar, Miðborgar og Hlíða fyrir tillöguna. Tillagan er í samræmi við aðgengisstefnu Reykjavíkurborgar og áherslur nefndarinnar og er því samþykkt.
Fylgigögn
-
Fram fer umræða um málþing aðgengis- og samráðsnefndar vorið 2024.
Fylgigögn
-
Fram fer umræða um starf aðgengis- og samráðsnefndar árið 2024.
-
Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn aðgengis- og samráðsnefndar:
Hefur Reykjavíkurborg einhver viðmið á hönnun stólpa á milli gangstétta og gatna í borgarlandinu, með tilliti til sýnileika þeirra? Þessir lágu stólpar geta valdið sjónskertu og blindu fólki verulegum vandræðum og jafnvel meiðslum. Staðsetning þeirra verður að vera fyrir utan hefðbundið göngusvæði og alls ekki í vegi fyrir úrræðum sem hægt er að nota sem leiðarlínur fyrir fólk með þreifistafi.
MSS24010122Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs.
-
Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn aðgengis- og samráðsnefndar:
Hafa verið útbúnar leiðbeiningar fyrir blinda og sjónskerta varðandi notkun á nýju snertilausu skápakerfi, því sem búið er að setja upp í Dalslaug og verið er að setja upp í Sundhöll Reykjavíkur? Ef svo er, hverjar eru þær?
Vísað til umsagnar menningar- og íþróttasviðs.
-
Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn aðgengis- og samráðsnefndar:
Er Reykjavík með leiðbeiningar um rit- og táknmálstúlkun á opnum viðburðum á vegum borgarinnar? Ef svo er, hverjar eru þær?
MSS24010128
Vísað til umsagnar skrifstofu borgarstjóra og borgarritara.
Fylgigögn
Fundi slitið kl. 11.39
Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Björgvin Björgvinsson
Lilja Sveinsdóttir Ingólfur Már Magnússon
Unnur Þöll Benediktsdóttir Hallgrímur Eymundsson
Áslaug Inga Kristinsdóttir Þorkell Sigurlaugsson
Katarzyna Kubiś
PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð aðgengis- og samráðsnefndar frá 1. febrúar 2024