Aðgengis- og samráðsnefnd í málefnum fatlaðs fólks - Fundur nr. 67

Aðgengis- og samráðsnefnd í málefnum fatlaðs fólks

Ár 2023, fimmtudaginn 7. desember var 67. fundur aðgengis- og samráðsnefndar í málefnum fatlaðs fólks. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 10.06. Fundinn sátu: Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir, Þorkell Sigurlaugsson, Hallgrímur Eymundsson, Lilja Sveinsdóttir, Ingólfur Már Magnússon og Björgvin Björgvinsson. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til heimildar í 2. málsl. 4. mgr. 44. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar sbr. 3. mgr. 17. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar varðandi fjarfundaheimild: Anna Kristín Jensdóttir. Eftirtaldir starfsmenn sátu fundinn: Þórdís Linda Guðmundsdóttir og Anna Kristinsdóttir.

Valgerður Jónsdóttir ritaði fundargerð.

 

Þetta gerðist:

  1. Lagt fram að nýju bréf Þjónustu- og nýsköpunarsviðs dags. 8. nóvember 2023, þar sem óskað er umsagnar aðgengis- og samráðsnefndar um drög að stafrænni stefnu Reykjavíkurborgar, sbr. 2. lið fundargerðar aðgengis- og samráðsnefndar frá 16. nóvember 2023. Jafnframt er lögð fram umsögn aðgengis- og samráðsnefndar um stafræna stefnu Reykjavíkurborgar dags. 7. desember 2023. ÞON23010021

    Samþykkt.

     

    Fylgigögn

  2. Lagt fram erindi aðgengis- og samráðsnefndar dags. 7. desember 2023, um upplýsingar um aðgengismál sundlauga á vef Reykjavíkurborgar. MSS23120016

    Samþykkt að vísa til meðferðar menningar- og íþróttasviðs.

        

     

  3. Lagður fram aðgengisgátlisti að viðburðum innanhúss. MSS22010199

    Samþykkt að senda aðgengisgátlistann til sviða Reykjavíkurborgar til upplýsingar. 

     

    Fylgigögn

  4. Fram fer umræða um upplýsingavef um framkvæmdir í Reykjavíkurborg.

  5. Lagt fram fundadagatal aðgengis- og samráðsnefndar vor 2024. MSS23120020

     

  6. Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn aðgengis- og samráðsnefndar: 

    Hvað hafa margir grunnskólar fengið fræðslu frá ADHD samtökunum á ári, síðastliðin tvö ár? Hvað hafa margir grunnskólar haldið upp á Bláan apríl/Einstakan apríl/Alþjóðlegan dag einhverfra 2. apríl á ári, síðastliðin tvö ár?

     Vísað til umsagnar skóla- og frístundasviðs.

     

     

Fundi slitið kl. 10.44

Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Björgvin Björgvinsson

Lilja Sveinsdóttir Ingólfur Már Magnússon

Hallgrímur Eymundsson Hanna Björk Kristinsdóttir

Þorkell Sigurlaugsson Unnur Þöll Benediktsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð aðgengis- og samráðsnefndar frá 7. desember 2023