Aðgengis- og samráðsnefnd í málefnum fatlaðs fólks
Ár 2023, fimmtudaginn 16. nóvember var 66. fundur aðgengis- og samráðsnefndar í málefnum fatlaðs fólks. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 10.00. Fundinn sátu: Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir, Anna Kristín Jensdóttir, Þorkell Sigurlaugsson, Hallgrímur Eymundsson, Lilja Sveinsdóttir, Ingólfur Már Magnússon og Björgvin Björgvinsson. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til heimildar í 2. málsl. 4. mgr. 44. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar sbr. 3. mgr. 17. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar varðandi fjarfundaheimild: Unnur Þöll Benediktsdóttir. Eftirtaldir starfsmenn sátu fundinn: Þórdís Linda Guðmundsdóttir og Valgerður Jónsdóttir.
Tómas Ingi Adolfsson ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
-
Fram fer umræða um stafrænt aðgengi.
- Kl. 10.02 tekur Hanna Björk Kristinsdóttir sæti á fundinum.
Aðgengis- og samráðsnefnd leggur fram svohljóðandi bókun:
Aðgengis- og samráðsnefnd í málefnum fatlaðs fólks þakkar Ingu Björk Margrétar Bjarnadóttur fyrir að koma og ræða um stöðuna í stafrænum aðgengismálum sem hún hefur verið að vinna í. Ljóst er að mikil vinna er í gangi til að koma aðgengi að rafrænum skilríkjum í lag. Athygli vekur að sögn Ingu Bjarkar að umræðan á Íslandi um aðgengi að rafrænum skilríkjum hefur verið háværari en t.d. á hinum Norðurlöndunum og ástæðan er hugsanlega að Íslendingar eru gjarnari á að loka gömlum þjónustuleiðum þegar stafrænni þjónustu hefur verið komið á. Mikilvægt er að passa upp á að þjónusta í persónu verði áfram í boði fyrir þau sem það kjósa, svo ekki verði afturför þegar kemur að réttindum fatlaðs fólks til aðgengis að þjónustu.
Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið. MSS22090069
-
Fram fer kynning á stafrænni stefnu Reykjavíkurborgar.
Samþykkt að fela starfsfólki mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu að vinna drög að umsögn um stefnuna í samráði við aðgengis- og samráðsnefnd.
Eva Pandora Baldursdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. ÞON2301002
Fylgigögn
-
Kynningu á samráðsgátt Reykjavíkurborgar, er frestað. MSS23110098
-
Fram fer umræða um aðgengi að vef Reykjavíkurborgar.
Aðgengis- og samráðsnefnd leggur fram svohljóðandi bókun:
Aðgengis- og samráðsnefnd í málefnum fatlaðs fólks þakkar fyrir kynninguna á aðgengismálum á vef Reykjavíkurborgar. Nefndin fagnar því að vel er fylgst með hvernig vefurinn fylgir aðgengisstöðlum. Þá fagnar nefndin því sérstaklega að vefþulan hafi verið sett inn í fréttir og fundargerðir á vef Reykjavíkur og hvetur til þess að hún verði sett víðar á vefinn.
Hreinn Valgerðar Hreinsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið og Ólafur Óskar Egilsson tekur einnig sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. MSS22100274Fylgigögn
-
Fram fer umræða um aðgengi og grenndargáma.
Benedikt Traustason og Guðmundur Benedikt Friðriksson taka sæti á fundinum undir þessum lið. MSS23110096
Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Björgvin Björgvinsson
Anna Kristín Jensdóttir Unnur Þöll Benediktsdóttir
Þorkell Sigurlaugsson Lilja Sveinsdóttir
Ingólfur Már Magnússon Hallgrímur Eymundsson
PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð aðgengis- og samráðsnefndar frá 16.nóvember 2023