Aðgengis- og samráðsnefnd í málefnum fatlaðs fólks - Fundur nr. 66

Aðgengis- og samráðsnefnd í málefnum fatlaðs fólks

Ár 2023, fimmtudaginn 16. nóvember var 66. fundur aðgengis- og samráðsnefndar í málefnum fatlaðs fólks. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 10.00. Fundinn sátu: Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir, Anna Kristín Jensdóttir, Þorkell Sigurlaugsson, Hallgrímur Eymundsson, Lilja Sveinsdóttir, Ingólfur Már Magnússon og Björgvin Björgvinsson. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til heimildar í 2. málsl. 4. mgr. 44. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar sbr. 3. mgr. 17. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar varðandi fjarfundaheimild: Unnur Þöll Benediktsdóttir. Eftirtaldir starfsmenn sátu fundinn: Þórdís Linda Guðmundsdóttir og Valgerður Jónsdóttir.
Tómas Ingi Adolfsson ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

  1. Fram fer umræða um stafrænt aðgengi.

    -    Kl. 10.02 tekur Hanna Björk Kristinsdóttir sæti á fundinum.

    Aðgengis- og samráðsnefnd leggur fram svohljóðandi bókun:

    Aðgengis- og samráðsnefnd í málefnum fatlaðs fólks þakkar Ingu Björk Margrétar Bjarnadóttur fyrir að koma og ræða um stöðuna í stafrænum aðgengismálum sem hún hefur verið að vinna í. Ljóst er að mikil vinna er í gangi til að koma aðgengi að rafrænum skilríkjum í lag. Athygli vekur að sögn Ingu Bjarkar að umræðan á Íslandi um aðgengi að rafrænum skilríkjum hefur verið háværari en t.d. á hinum Norðurlöndunum og ástæðan er hugsanlega að Íslendingar eru gjarnari á að loka gömlum þjónustuleiðum þegar stafrænni þjónustu hefur verið komið á. Mikilvægt er að passa upp á að þjónusta í persónu verði áfram í boði fyrir þau sem það kjósa, svo ekki verði afturför þegar kemur að réttindum fatlaðs fólks til aðgengis að þjónustu.

    Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið. MSS22090069

  2. Fram fer kynning á stafrænni stefnu Reykjavíkurborgar. 

    Samþykkt að fela starfsfólki mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu að vinna drög að umsögn um stefnuna í samráði við aðgengis- og samráðsnefnd.

    Eva Pandora Baldursdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. ÞON2301002

    Fylgigögn

  3. Kynningu á samráðsgátt Reykjavíkurborgar, er frestað. MSS23110098

  4. Fram fer umræða um aðgengi að vef Reykjavíkurborgar.

    Aðgengis- og samráðsnefnd leggur fram svohljóðandi bókun: 

    Aðgengis- og samráðsnefnd í málefnum fatlaðs fólks þakkar fyrir kynninguna á aðgengismálum á vef Reykjavíkurborgar. Nefndin fagnar því að vel er fylgst með hvernig vefurinn fylgir aðgengisstöðlum. Þá fagnar nefndin því sérstaklega að vefþulan hafi verið sett inn í fréttir og fundargerðir á vef Reykjavíkur og hvetur til þess að hún verði sett víðar á vefinn.

    Hreinn Valgerðar Hreinsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið og Ólafur Óskar Egilsson tekur einnig sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. MSS22100274

    Fylgigögn

  5. Fram fer umræða um aðgengi og grenndargáma. 

    Benedikt Traustason og Guðmundur Benedikt Friðriksson taka sæti á fundinum undir þessum lið. MSS23110096

Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Björgvin Björgvinsson

Anna Kristín Jensdóttir Unnur Þöll Benediktsdóttir

Þorkell Sigurlaugsson Lilja Sveinsdóttir

Ingólfur Már Magnússon Hanna Björk Kristinsdóttir

Hallgrímur Eymundsson

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð aðgengis- og samráðsnefndar frá 16.nóvember 2023