Aðgengis- og samráðsnefnd í málefnum fatlaðs fólks - Fundur nr. 64

Aðgengis- og samráðsnefnd í málefnum fatlaðs fólks

Ár 2023, fimmtudaginn 19. október var 64. fundur aðgengis- og samráðsnefndar í málefnum fatlaðs fólks. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 10.07. Fundinn sátu: Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir, Unnur Þöll Benediktsdóttir, Lilja Sveinsdóttir, Ingólfur Már Magnússon, Anna Kristín Jensdóttir, Björgvin Björgvinsson og Hanna Björk Kristinsdóttir. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til heimildar í 2. málsl. 4. mgr. 44. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar sbr. 3. mgr. 17. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar varðandi fjarfundaheimild: Hallgrímur Eymundsson. Eftirtaldir starfsmenn sátu fundinn: Anna Kristinsdóttir og Rúnar Ingi Guðjónsson.
Tómas Ingi Adolfsson ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

  1. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, með umsagnarbeiðni til aðgengis- og samráðsnefndar um erindi innviðaráðuneytisins varðandi útvíkkun verkefnisins Römpum upp Ísland, dags. 2. október 2023, ásamt drögum aðgengis- og samráðsnefndar að umsögn.
    Samþykkt. 

    Þorleifur Gunnlaugsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið. MSS22020088
     

    Fylgigögn

  2. Lagt fram svar skóla- og frístundasviðs, dags. 4. október 2023, við fyrirspurn mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu, dags. 22. september 2023 um fræðslu til nemenda í grunnskólum um ADHD og einhverfu.

    Starfsfólki mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu og formanni nefndarinnar falið að vinna drög að annarri fyrirspurn um málið.
    Samþykkt. 

    Soffía Pálsdóttir og Soffía Vagnsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. SFS23090134

    -    Kl. 11.05 víkur Hallgrímur Eymundsson af fundinum.
     

    Fylgigögn

  3. Lagt fram bréf skóla- og frístundasviðs, dags. 9. október 2023, með umsagnarbeiðni til aðgengis- og samráðsnefndar um skýrslu um framtíðarstarf skóla- og frístundastarfs Klettaskóla, Guluhlíðar, Heklu og Öskju. SFS22090172

    Starfsfólki mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu falið að vinna drög að umsögn um málið í samráði við aðgengis- og samráðsnefnd.
    Samþykkt.

    Fylgigögn

  4. Fram fer kynning á endurnýjun gönguljósa í Reykjavík. MSS23100130
    Frestað.
     

Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Björgvin Björgvinsson

Anna Kristín Jensdóttir Unnur Þöll Benediktsdóttir

Lilja Sveinsdóttir Ingólfur Már Magnússon

Hanna Björk Kristinsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð aðgengis- og samráðsnefndar frá 19. október 2023