Aðgengis- og samráðsnefnd í málefnum fatlaðs fólks - Fundur nr. 63

Aðgengis- og samráðsnefnd í málefnum fatlaðs fólks

Ár 2023, fimmtudaginn 5. október var 63. fundur aðgengis- og samráðsnefndar í málefnum fatlaðs fólks. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 10.06. Fundinn sátu: Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir, Unnur Þöll Benediktsdóttir, Lilja Sveinsdóttir, Ingólfur Már Magnússon, Björgvin Björgvinsson, Hanna Björk Kristinsdóttir og Hallgrímur Eymundsson. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til heimildar í 2. málsl. 4. mgr. 44. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar sbr. 3. mgr. 17. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar varðandi fjarfundaheimild: Anna Kristín Jensdóttir og Hallgrímur Eymundsson. Eftirtaldir starfsmenn sátu fundinn: Valgerður Jónsdóttir, Ólafía Magnea Hinriksdóttir og Þórdís Linda Guðmundsdóttir.
Tómas Ingi Adolfsson ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

  1. Fram fer kynning á forgangsröðun í vetrarþjónustu.

    Hjalti Jóhannes Guðmundsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Aðgengis- og samráðsnefnd leggur fram svohljóðandi bókun:

    Aðgengis- og samráðsnefnd í málefnum fatlaðs fólks þakkar fyrir kynninguna á forgangsröðun vetrarþjónustu í borgarlandinu. Nefndin bindur miklar vonir við nýtt verklag og vonast til þess að úrbótarverkefnin sem búið er að skilgreina verði fjármögnuð nægilega til þess að aðgengi í borgarlandinu verði fullnægjandi þegar snjóar. Þá fagnar nefndin því að gott samstarf vegna vetrarþjónustu sé milli umhverfis- og skipulagssviðs og velferðarsviðs. 

  2. Lagt er fram bréf mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu, dags. 5. október 2023, vegna gátlista um aðgengismál á viðburðum innanhúss. 

    Samþykkt.

    Fylgigögn

  3.   Fram fer umræða um hlutverk ættingja sem stuðningsforeldra. 

  4. 4.    Fram fer umræða um forgangsröðun fjármagns vegna umsóknar í jöfnunarsjóð sveitarfélaga. 

    Fylgigögn

  5. Lagt er fram svar innviðaráðuneytisins, dags. 2. október 2023, við fyrirspurn aðgengis- og samráðsnefndar, dags. 5. júní 2023, um afnám reglu um 25 metra fjarlægð p-merktra stæða frá aðalinngangi bygginga í byggingareglugerð nr. 112/2012. 

Fundi slitið kl. 11.32

Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Björgvin Björgvinsson

Lilja Sveinsdóttir Þorkell Sigurlaugsson

Unnur Þöll Benediktsdóttir Hanna Björk Kristinsdóttir

Hallgrímur Eymundsson Ingólfur Már Magnússon

Anna Kristín Jensdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð aðgengis- og samráðsnefndar frá 5. október 2023