Aðgengis- og samráðsnefnd í málefnum fatlaðs fólks
Ár 2023, fimmtudaginn 5. október var 63. fundur aðgengis- og samráðsnefndar í málefnum fatlaðs fólks. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 10.06. Fundinn sátu: Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir, Unnur Þöll Benediktsdóttir, Lilja Sveinsdóttir, Ingólfur Már Magnússon, Björgvin Björgvinsson, Hanna Björk Kristinsdóttir og Hallgrímur Eymundsson. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til heimildar í 2. málsl. 4. mgr. 44. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar sbr. 3. mgr. 17. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar varðandi fjarfundaheimild: Anna Kristín Jensdóttir og Hallgrímur Eymundsson. Eftirtaldir starfsmenn sátu fundinn: Valgerður Jónsdóttir, Ólafía Magnea Hinriksdóttir og Þórdís Linda Guðmundsdóttir.
Tómas Ingi Adolfsson ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
-
Fram fer kynning á forgangsröðun í vetrarþjónustu.
Hjalti Jóhannes Guðmundsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Aðgengis- og samráðsnefnd leggur fram svohljóðandi bókun:
Aðgengis- og samráðsnefnd í málefnum fatlaðs fólks þakkar fyrir kynninguna á forgangsröðun vetrarþjónustu í borgarlandinu. Nefndin bindur miklar vonir við nýtt verklag og vonast til þess að úrbótarverkefnin sem búið er að skilgreina verði fjármögnuð nægilega til þess að aðgengi í borgarlandinu verði fullnægjandi þegar snjóar. Þá fagnar nefndin því að gott samstarf vegna vetrarþjónustu sé milli umhverfis- og skipulagssviðs og velferðarsviðs.
-
Lagt er fram bréf mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu, dags. 5. október 2023, vegna gátlista um aðgengismál á viðburðum innanhúss.
Samþykkt.
Fylgigögn
-
Fram fer umræða um hlutverk ættingja sem stuðningsforeldra.
-
4. Fram fer umræða um forgangsröðun fjármagns vegna umsóknar í jöfnunarsjóð sveitarfélaga.
Fylgigögn
-
Lagt er fram svar innviðaráðuneytisins, dags. 2. október 2023, við fyrirspurn aðgengis- og samráðsnefndar, dags. 5. júní 2023, um afnám reglu um 25 metra fjarlægð p-merktra stæða frá aðalinngangi bygginga í byggingareglugerð nr. 112/2012.
Fundi slitið kl. 11.32
Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Björgvin Björgvinsson
Lilja Sveinsdóttir Þorkell Sigurlaugsson
Unnur Þöll Benediktsdóttir Hallgrímur Eymundsson
Ingólfur Már Magnússon Anna Kristín Jensdóttir
PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð aðgengis- og samráðsnefndar frá 5. október 2023