Aðgengis- og samráðsnefnd í málefnum fatlaðs fólks
Ár 2023, fimmtudaginn 7 september var 61. fundur aðgengis- og samráðsnefndar í málefnum fatlaðs fólks. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 10.09. Fundinn sátu: Áslaug Inga Kristinsdóttir, Ingólfur Már Magnússon, Lilja Sveinsdóttir, Unnur Þöll Benediktsdóttir, Hanna Björk Kristinsdóttir, Hallgrímur Eymundsson, Björgvin Björgvinsson og Þorkell Sigurlaugsson. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti með fjarfundarbúnaði með vísan í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar varðandi fjarfundaheimild: Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir. Eftirtaldir starfsmenn sátu fundinn: Anna Kristinsdóttir, Bryndís Snæbjörnsdóttir og Valgerður Jónsdóttir.
Tómas Ingi Adolfsson ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
-
Lagt fram svar skóla- og frístundasviðs, dags. 31. ágúst 2023, við fyrirspurn aðgengis- og samráðsnefndar, dags. 16. mars 2023, um fjármagn til þjónustu vegna fatlaðra nemenda.
Soffía Vagnsdóttir og Alda Árnadóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundabúnaði. MSS23030105
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 17. ágúst 2023, sbr. samþykkt borgarstjórnar, dags. 3. janúar 2023, um að Oktavía Hrund Jónsdóttir taki sæti sem varafulltrúi í aðgengis- og samráðsnefnd í stað Rannveigar Ernudóttur.
Fylgigögn
-
Lögð fram umsókn Reykjavíkurborgar í Jöfnunarsjóð sveitarfélaga vegna aðgengismála fatlaðs fólks.
Fylgigögn
-
Lögð eru fram drög mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu að gátlista um aðgengismál á viðburðum innanhúss.
Fylgigögn
-
Kynning á verkefnum í vinnslu hjá umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar.
Fundi slitið kl. 11:31
Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Unnur Þöll Benediktsdóttir
Þorkell Sigurlaugsson Ingólfur Már Magnússon
Lilja Sveinsdóttir Áslaug Inga Kristinsdóttir
Björgvin Björgvinsson Hallgrímur Eymundsson
PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð 61. fundar aðgengis- og samráðsnefndar