Aðgengis- og samráðsnefnd í málefnum fatlaðs fólks - Fundur nr. 61

Aðgengis- og samráðsnefnd í málefnum fatlaðs fólks

Ár 2023, fimmtudaginn 7 september var 61. fundur aðgengis- og samráðsnefndar í málefnum fatlaðs fólks. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 10.09. Fundinn sátu: Áslaug Inga Kristinsdóttir, Ingólfur Már Magnússon, Lilja Sveinsdóttir, Unnur Þöll Benediktsdóttir, Hanna Björk Kristinsdóttir, Hallgrímur Eymundsson, Björgvin Björgvinsson og Þorkell Sigurlaugsson. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti með fjarfundarbúnaði með vísan í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar varðandi fjarfundaheimild: Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir. Eftirtaldir starfsmenn sátu fundinn: Anna Kristinsdóttir, Bryndís Snæbjörnsdóttir og Valgerður Jónsdóttir.
Tómas Ingi Adolfsson ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

  1. Lagt fram svar skóla- og frístundasviðs, dags. 31. ágúst 2023, við fyrirspurn aðgengis- og samráðsnefndar, dags. 16. mars 2023, um fjármagn til þjónustu vegna fatlaðra nemenda.

    Soffía Vagnsdóttir og Alda Árnadóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundabúnaði. MSS23030105

    Fylgigögn

  2. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 17. ágúst 2023, sbr. samþykkt borgarstjórnar, dags. 3. janúar 2023, um að Oktavía Hrund Jónsdóttir taki sæti sem varafulltrúi í aðgengis- og samráðsnefnd í stað Rannveigar Ernudóttur.  

    Fylgigögn

  3. Lögð fram umsókn Reykjavíkurborgar í Jöfnunarsjóð sveitarfélaga vegna aðgengismála fatlaðs fólks.

    Fylgigögn

  4. Lögð eru fram drög mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu að gátlista um aðgengismál á viðburðum innanhúss.

    Fylgigögn

  5. Kynning á verkefnum í vinnslu hjá umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar.

Fundi slitið kl. 11:31

Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Unnur Þöll Benediktsdóttir

Þorkell Sigurlaugsson Ingólfur Már Magnússon

Lilja Sveinsdóttir Áslaug Inga Kristinsdóttir

Björgvin Björgvinsson Hallgrímur Eymundsson

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð 61. fundar aðgengis- og samráðsnefndar