Aðgengis- og samráðsnefnd í málefnum fatlaðs fólks - Fundur nr. 60

Aðgengis- og samráðsnefnd í málefnum fatlaðs fólks

Ár 2023, fimmtudaginn 15. júní var haldinn 60. fundur aðgengis- og samráðsnefndar í málefnum fatlaðs fólks. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl.10:03. Fundinn sátu: Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir, Ingólfur Már Magnússon, Unnur Þöll Benediktsdóttir, Björgvin Björgvinsson og Áslaug Inga Kristinsdóttir. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti með fjarfundarbúnaði með vísan í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar varðandi fjarfundaheimild: Hanna Björk Kristinsdóttir og Þorkell Sigurlaugsson. Eftirtalinn starfsmaður sat fundinn: Anna Kristinsdóttir.
Valgerður Jónsdóttir ritaði fundargerð. 

Þetta gerðist:

  1.  Fram fer umræða um aðgengisfulltrúa Reykjavíkurborgar. MSS22020153

    -    Kl 10:06 tekur Hlynur Þór Agnarsson sæti á fundinum. 

  2. Fram fer kynning á aðgengisúttektum VSÓ ráðgjöf fyrir Reykjavíkurborg. 

    Ásta Camilla Gylfadóttir og Kristinn Alexandersson taka sæti á fundinum undir þessum lið.
     

    Fylgigögn

  3. Lagt fram bréf velferðarsviðs dags 13. júní 2023, þar sem óskað er umsagnar aðgengis- og samráðsnefndar um nýjar reglur Reykjavíkurborgar um styrki til náms og verkfæra- og tækjakaupa fatlaðs fólks. Jafnframt er lögð fram umsögn aðgengis- og samráðsnefndar, dags. 15. júní 2023. VEL23060003
     

    Umsögn aðgengis- og samráðsnefndar er samþykkt. 

    Katrín Harpa Ásgeirsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
     

  4. Fram fer umræða um aðgengi að viðburðum Reykjavíkurborgar. MSS22100249

    Björg Jónsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 
     

    Fylgigögn

Fundi slitið kl. 11:32

Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Unnur Þöll Benediktsdóttir

Björgvin Björgvinsson Ingólfur Már Magnússon

Hlynur Þór Agnarsson Áslaug Inga Kristinsdóttir

Hanna Björk Kristinsdóttir Þorkell Sigurlaugsson

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð aðgengis- og samráðsnefndar frá 15. júní 2023