Aðgengis- og samráðsnefnd í málefnum fatlaðs fólks - Fundur nr. 57

Aðgengis- og samráðsnefnd í málefnum fatlaðs fólks

Ár 2023, fimmtudaginn 30. mars var 57. fundur aðgengis- og samráðsnefndar í málefnum fatlaðs fólks. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl.10.04. Fundinn sátu: Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir, Unnur Þöll Benediktsdóttir, Lilja Sveinsdóttir, Hallgrímur Eymundsson, Björgvin Björgvinsson og Hanna Björk Kristinsdóttir. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti með fjarfundarbúnaði með vísan í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar varðandi fjarfundaheimild: Anna Kristín Jensdóttir og Þorkell Sigurlaugsson. Eftirtaldir starfsmenn sátu fundinn: Anna Kristinsdóttir, Valgerður Jónsdóttir og Bryndís Snæbjörnsdóttir.

Tómas Ingi Adolfsson ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

  1. Fram fer kynning á aðgengismálum við biðstöðvar Strætó. US200401

    Bjarni Rúnar Ingvarsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti.

    Fylgigögn

  2. Lögð fram svohljóðandi tillaga aðgengis- og samráðsnefndar varðandi upplýsingagjöf um aðgengi að Strætó og biðstöðvum:

    Aðgengis- og samráðsnefnd í málefnum fatlaðs fólks leggur til að upplýsingar um aðgengileika biðstöðva Strætó verði gerðar aðgengilegar þar sem farþegar geta auðveldlega nálgast þær. Þá leggur nefndin til að hægt verði að sjá á rauntímakorti strætó hvort vagnar á kortinu séu aðgengilegir eða ekki.

    Greinagerð fylgir tillögunni. MSS23030208

    Samþykkt að vísa til meðferðar samgöngudeildar umhverfis- og skipulagssviðs og Strætó bs.

    Fylgigögn

  3. Lagt fram bréf velferðarsviðs dags. 8. mars 2023, þar sem óskað er umsagnar á reglum velferðarsviðs um sérmerkt bílastæði fyrir hreyfihamlað fólk á landi í eigu Reykjavíkurborgar. Jafnframt eru lögð fram til samþykktar drög aðgengis- og samráðsnefndar að umsögn, ódags. VEL23020070
    Samþykkt.

    Fylgigögn

  4. Fram fer afhending á aðgengisviðurkenningu Reykjavíkurborgar. Inga Björk Margrétar-Bjarnadóttir hlýtur aðgengisviðurkenningu Reykjavíkurborgar 2022. MSS23020080

Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Björgvin Björgvinsson

Anna Kristín Jensdóttir Hanna Björk Kristinsdóttir

Unnur Þöll Benediktsdóttir Lilja Sveinsdóttir

Þorkell Sigurlaugsson Hallgrímur Eymundsson

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð aðgengis- og samráðsnefndar frá 30. mars 2023