Aðgengis- og samráðsnefnd í málefnum fatlaðs fólks - Fundur nr. 57

Aðgengis- og samráðsnefnd í málefnum fatlaðs fólks

Ár 2023, fimmtudaginn 30. mars var 57. fundur aðgengis- og samráðsnefndar í málefnum fatlaðs fólks. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl.10.04. Fundinn sátu: Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir, Unnur Þöll Benediktsdóttir, Lilja Sveinsdóttir, Hallgrímur Eymundsson, Björgvin Björgvinsson og Hanna Björk Kristinsdóttir. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti með fjarfundarbúnaði með vísan í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar varðandi fjarfundaheimild: Anna Kristín Jensdóttir og Þorkell Sigurlaugsson. Eftirtaldir starfsmenn sátu fundinn: Anna Kristinsdóttir, Valgerður Jónsdóttir og Bryndís Snæbjörnsdóttir.

Tómas Ingi Adolfsson ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

  1. Fram fer kynning á aðgengismálum við biðstöðvar Strætó. US200401

    Bjarni Rúnar Ingvarsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti.

    Fylgigögn

  2. Lögð fram svohljóðandi tillaga aðgengis- og samráðsnefndar varðandi upplýsingagjöf um aðgengi að Strætó og biðstöðvum:

    Aðgengis- og samráðsnefnd í málefnum fatlaðs fólks leggur til að upplýsingar um aðgengileika biðstöðva Strætó verði gerðar aðgengilegar þar sem farþegar geta auðveldlega nálgast þær. Þá leggur nefndin til að hægt verði að sjá á rauntímakorti strætó hvort vagnar á kortinu séu aðgengilegir eða ekki.

    Greinagerð fylgir tillögunni. MSS23030208

    Samþykkt að vísa til meðferðar samgöngudeildar umhverfis- og skipulagssviðs og Strætó bs.

    Fylgigögn

  3. Lagt fram bréf velferðarsviðs dags. 8. mars 2023, þar sem óskað er umsagnar á reglum velferðarsviðs um sérmerkt bílastæði fyrir hreyfihamlað fólk á landi í eigu Reykjavíkurborgar. Jafnframt eru lögð fram til samþykktar drög aðgengis- og samráðsnefndar að umsögn, ódags. VEL23020070

    Samþykkt.

    Fylgigögn

  4. Fram fer afhending á aðgengisviðurkenningu Reykjavíkurborgar. Inga Björk Margrétar-Bjarnadóttir hlýtur aðgengisviðurkenningu Reykjavíkurborgar 2022. MSS23020080

Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Björgvin Björgvinsson

Anna Kristín Jensdóttir Unnur Þöll Benediktsdóttir

Lilja Sveinsdóttir Þorkell Sigurlaugsson

Hallgrímur Eymundsson

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð aðgengis- og samráðsnefndar frá 30. mars 2023