Aðgengis- og samráðsnefnd í málefnum fatlaðs fólks
Ár 2023, fimmtudaginn 2. mars var 55. fundur aðgengis- og samráðsnefndar í málefnum fatlaðs fólks. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl.10.04. Fundinn sátu: Unnur Þöll Benediktsdóttir, Ingólfur Már Magnússon, Lilja Sveinsdóttir, Áslaug Inga Kristinsdóttir, Björgvin Björgvinsson, Hallgrímur Eymundsson, Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir og Hanna Björk Kristinsdóttir. Eftirtaldir starfsmenn sátu fundinn Tómas Ingi Adolfsson og Þórdís Linda Guðmundsdóttir.
Valgerður Jónsdóttir ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
-
Lögð fram að nýju drög að tillögu aðgengis- og samráðsnefndar vegna breytinga á fyrirkomulagi varðandi akstursþjónustu fatlaðs fólks, sbr. 2. lið fundargerðar aðgengis- og samráðsnefndar frá 16. febrúar 2023. MSS22120083
Samþykkt.
Vísað til meðferðar velferðarráðs.- Kl. 10.20 tekur Þorkell Sigurlaugsson sæti á fundinum.
Fylgigögn
-
Fram fer umræða um framkvæmdir til að bæta aðgengi að biðstöðvum strætó. US200401
Samþykkt að óska eftir kynningu umhverfis- og skipulagssviðs á biðstöðvum sem hafa verið endurhannaðar frá árinu 2020 sem og biðstöðvum sem eiga fara í hönnun eða framkvæmdir á árinu.
-
Fram fer kynning á umbreytingaverkefni við Hlemm. MSS22090044
Kristrún Th. Gunnarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Lögð fram tillaga fulltrúa ungmennaráðs Vesturbæjar, Miðborgar og Hlíða, um bætt hjólastólaaðgengi í skólum og félagsmiðstöðvum í Reykjavík, frá fundi borgarstjórnar og Reykjavíkurráðs ungmenna þann 14. Febrúar 2023. MSS23020094
Frestað.Elísabet Gunnarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fundi slitið kl.11.51
Unnur Þöll Benediktsdóttir Áslaug Inga Kristinsdóttir
Þorkell Sigurlaugsson Björgvin Björgvinsson
Lilja Sveinsdóttir Ingólfur Már Magnússon
Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Hallgrímur Eymundsson
PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð aðgengis- og samráðsnefndar frá 2. mars 2023