Aðgengis- og samráðsnefnd í málefnum fatlaðs fólks - Fundur nr. 53

Aðgengis- og samráðsnefnd í málefnum fatlaðs fólks

Ár 2023, fimmtudaginn 2. febrúar var 53. fundur aðgengis- og samráðsnefndar í málefnum fatlaðs fólks. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 10.08. Fundinn sátu: Unnur Þöll Benediktsdóttir, Þorkell Sigurlaugsson, Lilja Sveinsdóttir, Hanna Björk Kristinsdóttir og Björgvin Björgvinsson. Eftirtaldir fulltrúar aðgengis- og samráðsnefndar í málefnum fatlaðs fólks tóku sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði með vísan í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar varðandi fjarfundaheimild: Ingólfur Már Magnússon, Anna Kristín Jensdóttir og Rannveig Ernudóttir. Eftirtaldir starfsmenn sátu fundinn: Bragi Bergsson og Katrín Harpa Ásgeirsdóttir.
Tómas Ingi Adolfsson ritaði fundargerð. 

Þetta gerðist:

 1. Lagt fram að nýju erindi aðgengis- og samráðsnefndar varðandi takmarkað aðgengi að Waldorfskólanum Sólstöfum, sbr. 4. lið fundargerðar aðgengis- og samráðsnefndar frá 23. janúar 2023. Jafnframt er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 16. desember 2022. MSS22110112

  Samþykkt að fela starfsmanni umhverfis- og skipulagssviðs að vinna málið áfram.

  Fylgigögn

 2. Fram fer umræða um opnunartíma innisundlauga í Reykjavík. MSS22120007

  Samþykkt að fela starfsfólki mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu að vinna skjal um opnunartíma innilauga í samráði við aðgengis- og samráðsnefnd sem verði aðgengilegt á ytri vef borgarinnar.

 3. Lögð fram drög, ódags., að tillögu aðgengis- og samráðsnefndar vegna breytinga á fyrirkomulagi varðandi akstursþjónustu fatlaðs fólks. MSS22120083

  Samþykkt að fela formanni aðgengis- og samráðsnefndar að klára drög að tillögu í samráði við fulltrúa nefndar fyrir næsta fund. 

 4. Lagt fram erindi frá varafulltrúa Öryrkjabandalags Íslands, Önnu Kristínu Jensdóttur, varðandi hugmyndir um bætta aðstöðu fyrir fatlað fólk í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum. MSS23010271

  Samþykkt að bíða eftir niðurstöðum aðgengishóps Öryrkjabandalags Íslands. 

  Fylgigögn

Fundi slitið 11.39

Unnur Þöll Benediktsdóttir Þorkell Sigurlaugsson

Rannveig Ernudóttir Ingólfur Már Magnússon

Lilja Sveinsdóttir Anna Kristín Jensdóttir

Björgvin Björgvinsson Hanna Björk Kristinsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð aðgengis- og samráðsnefndar frá 2. febrúar 2023