Aðgengis- og samráðsnefnd í málefnum fatlaðs fólks
Ár 2023, fimmtudaginn 19. janúar var 52. fundur aðgengis- og samráðsnefndar í málefnum fatlaðs fólks. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 10.03. Fundinn sátu: Unnur Þöll Benediktsdóttir, Þorkell Sigurlaugsson, Áslaug Inga Kristinsdóttir, Hallgrímur Eymundsson, Ingólfur Már Magnússon, Lilja Sveinsdóttir og Björgvin Björgvinsson. Eftirtaldir fulltrúar aðgengis- og samráðsnefndar í málefnum fatlaðs fólks tóku sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði með vísan í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar varðandi fjarfundaheimild: Rannveig Ernudóttir og Hanna Björk Kristinsdóttir. Eftirtaldir starfsmenn sátu fundinn: Valgerður Jónsdóttir og Þórdís Linda Guðmundsdóttir sat fundinn með rafrænum hætti.
Tómas Ingi Adolfsson ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 4. janúar 2023, sbr. samþykkt borgarstjórnar, dags. 3. janúar 2023, um kosningu borgarstjórnar í aðgengis- og samráðsnefnd. Rannveig Ernudóttir tekur sæti í stað Elísabetar Guðrúnar Jónsdóttur og Magnús Davíð Norðdahl tekur sæti sem varamaður í stað Rannveigar Ernudóttur. Unnur Þöll Benediktsdóttir er kosinn formaður nefndarinnar. MSS22060053
Fylgigögn
-
Fram fer kynning á Akstursþjónustu Pant. MSS23010146
Sturla Halldórsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Lagt fram fundadagatal aðgengis- og samráðsnefndar vor 2023. MSS21120141
Fylgigögn
-
Lagt fram að nýju erindi aðgengis- og samráðsnefndar varðandi takmarkað aðgengi að Waldorfsskólanum Sólstöfum, sbr. 3. lið fundargerðar aðgengis- og samráðsnefndar frá 17. nóvember 2022. Jafnframt er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 16. desember 2022. MSS22110112
Frestað.
-
Fram fer kynning á opnunartíma innisundlauga í Reykjavík. MSS22120007
Samþykkt að fela starfsfólki mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu að vinna að birtingu upplýsinganna á myndrænan hátt á ytri vef Reykjavíkurborgar.
Fylgigögn
-
Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Öryrkjabandalags Íslands vegna breytinga á fyrirkomulagi varðandi akstursþjónustu fatlaðs fólks, sbr. 3. lið fundargerðar aðgengis- og samráðsnefndar í málefnum fatlaðs fólks frá 15. desember 2022. MSS22120083
Samþykkt að fela formanni nefndarinnar að vinna drög að breytingartillögu um akstursþjónustu í samráði við fulltrúa aðgengis- og samráðsnefndar og starfsfólk mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu.
Fylgigögn
Fundi slitið 11.38
Unnur Þöll Benediktsdóttir Björgvin Björgvinsson
Lilja Sveinsdóttir Ingólfur Már Magnússon
Þorkell Sigurlaugsson Hanna Björk Kristinsdóttir
Rannveig Ernudóttir Áslaug Inga Kristinsdóttir
Hallgrímur Eymundsson
PDF útgáfa fundargerðar
52. fundur aðgengis- og samráðsnefndar í málefnum fatlaðs fólks frá 19. janúar 2023