Aðgengis- og samráðsnefnd í málefnum fatlaðs fólks - Fundur nr. 50

Aðgengis- og samráðsnefnd í málefnum fatlaðs fólks

Ár 2022, fimmtudaginn 1. desember var haldinn 50. fundur aðgengis- og samráðsnefndar í málefnum fatlaðs fólks. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 10.02. Fundinn sátu: Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir, Þorkell Sigurlaugsson, Ingólfur Már Magnússon, Lilja Sveinsdóttir, Hallgrímur Eymundsson, Björgvin Björgvinsson, Anna Kristín Jensdóttir. Eftirtaldir fulltrúar aðgengis- og samráðsnefndar í málefnum fatlaðs fólks tóku sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði með vísan í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar varðandi fjarfundaheimild: Unnur Þöll Benediktsdóttir, Hanna Björk Kristinsdóttir. Eftirtaldir starfsmenn sátu fundinn: Anna Kristinsdóttir og Guðný Bára Jónsdóttir. Eftirtaldir starfsmenn sátu fundinn með rafrænum hætti: Þórdís Linda Guðmundsdóttir. Valgerður Jónsdóttir ritaði fundargerð. 

Þetta gerðist:

  1. Fram fer kynning Umhverfis- og skipulagssviðs á aðgengi við Hlemm. MSS22110236. 

    Edda Ívarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti.

    Fylgigögn

  2. Lagt fram svar Þjónustu- og nýsköpunarsviðs dags. 21. nóvembervið fyrirspurn fulltrúa Öryrkjabandalags Íslands um vefþulu á vef Reykjavíkurborgar, sbr. 5 lið fundargerðar aðgengisnefndar frá 3. nóvember 2022.  

    -    Kl. 10.26 tekur Hlynur Þór Agnarsson sæti á fundinum með rafrænum hætti.

    Aðgengis- og samráðsnefnd leggur fram svohljóðandi bókun: 

    Aðgengis- og samráðsnefnd í málefnum fatlaðs fólks skorar á þjónustu- og nýsköpunarsvið að setja upp upplestrarhnapp á fréttasíðu www.reykjavik.is, t.d þá vefþulu sem þegar búið er að greiða fyrir leyfi og afnot á frá árinu 2020.

    Ólafur Sólimann tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

    Fylgigögn

  3. Lögð fram drög að tillögu aðgengis- og samráðsnefndar um sundlaugar í Reykjavík. MSS22110111.
    Frestað

     

  4. Lögð fram drög að fyrirspurn aðgengis- og samráðsnefndar vegna sundlaugar í Klettaskóla. MSS22110240. 
    Frestað.

  5. Lögð fram svohljóðandi tillaga aðgengis- og samráðsnefndar í Reykjavík um opnunartíma sundlauga í Reykjavík. MSS22120007.
    Samþykkt

     

    Fylgigögn

  6. Fram fer umræða um hlutverk og stöðu aðgengisfulltrúa. MSS22010199.

  7. Lagt fram bréf mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu dags. 28. október 2022, um ábendingar íbúaráðs Laugardals vegna Römpum upp Ísland. MSS22020088.

    Fylgigögn

  8. Lagt fram bréf mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu dags. 16. nóvember 2022, um ábendingar íbúaráðs Miðborgar og Hlíða vegna Römpum upp Ísland. MSS22020088.

    Fylgigögn

Fundi slitið 11:25

Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir

Þorkell Sigurlaugsson Björgvin Björgvinsson
Ingólfur Már Magnússon Lilja Sveinsdóttir
Anna Kristín Jensdóttir Hallgrímur Eymundsson

PDF útgáfa fundargerðar
50. Fundargerð aðgengis- og samráðsnefndar frá 1. desember 2022.pdf