Aðgengis- og samráðsnefnd í málefnum fatlaðs fólks - Fundur nr. 49

Aðgengis- og samráðsnefnd í málefnum fatlaðs fólks

Ár 2022, fimmtudaginn 17. nóvember, var haldinn 49. fundur aðgengis- og samráðsnefndar í málefnum fatlaðs fólks. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 10.08. Fundinn sátu: Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir, Unnur Þöll Benediktsdóttir, Þorkell Sigurlaugsson, Anna Kristín Jensdóttir, Hallgrímur Eymundsson, Björgvin Björgvinsson. Eftirtaldir fulltrúar aðgengis- og samráðsnefndar í málefnum fatlaðs fólks tóku sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði með vísan í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar varðandi fjarfundaheimild: Hanna Björk Kristinsdóttir og Áslaug Inga Kristinsdóttir. Eftirtaldir starfsmenn sátu fundinn: Bragi Bergsson og Valgerður Jónsdóttir. Eftirtaldir starfsmenn sátu fundinn með rafrænum hætti: Þórdís Linda Guðmundsdóttir.
Guðný Bára Jónsdóttir ritaði fundargerð. 

Þetta gerðist:

  1. Fram fer kynning Umhverfis- og skipulagssviðs á aðgengi við húsnæði eldri borgara í Hraunbæ. MSS22040141. 

    Fylgigögn

  2. Fram fer kynning Velferðarsviðs á stöðu innleiðingar farsældarlaga í Reykjavíkurborg. MSS22110160.

    -    Kl. 10.15 tekur Hlynur Þór Agnarsson sæti á fundinum með rafrænum hætti.

    Hákon Sigursteinsson sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  3. Lagt fram erindi um takmarkað aðgengi að Waldorfskólanum Sólstöfum. MSS22110112.
    Samþykkt að vísa erindinu til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs. 

    Fylgigögn

  4. Lögð fram umsögn mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu dags. 17. nóvember 2022 um tillögu áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins dags. 22. september 2022, um könnun á ánægju með störf aðgengi og samráðsnefndar í málefnum fatlaðs fólks. MSS22090167.
    Samþykkt.

    Fylgigögn

  5. Lögð fram drög að tillögu fulltrúa Öryrkjabandalags Íslands varðandi sundlaugar í Reykjavík. MSS22090167.
    Samþykkt að fela formanni í samráði við fulltrúa aðgengis- og samráðsnefndar að klára tillöguna fyrir fund nefndarinnar 1. desember 2022.

  6. Lögð fram svohljóðandi tillaga fulltrúa Framsóknarflokks varðandi úttekt á grenndargámum í  hverfum Reykjavíkurborgar og aðgengi að þeim. MSS22110152.

    Fulltrúi Framsóknar leggur til að farið verði í úttekt á grenndargámum í hverfum Reykjavíkurborgar. Athygli fulltrúans hefur verið vakin á því að nokkrir gámar eru ekki aðgengilegir fólki í hjólastólum þ.e. sorp opið er of hátt uppi á gámnum til að einstaklingur í hjólastól geti náð í það. Reykjavík er græn borg og stefnir að því að vera kolefnishlutlaus fyrir árið 2040. Öll ættu að hafa aðgengi að því að flokka sitt sorp þar sem það er mikilvægur liður í umhverfismálum. Fulltrúi Framsóknar leggur til að Aðgengis- og samráðsnefnd í málefnum fatlaðs fólk vísi málinu til stjórnar Sorpu. Annað hvort þyrfti að bæta aðgengi að þessum gámum eða endurhugsa hönnun þeirra.

    Samþykkt. 

    -    Kl. 11:30 víkur Þórdís Linda Guðmundsdóttir af fundinum. 
     

Fundi slitið 11:38

Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir

Unnur Þöll Benediktsdóttir Þorkell Sigurlaugsson
Björgvin Björgvinsson Anna Kristín Jensdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
49. Fundargerð aðgengis- og samráðsnefndar frá 17. nóvember 2022.pdf