Aðgengis- og samráðsnefnd í málefnum fatlaðs fólks
Ár 2022, fimmtudaginn 17. nóvember, var haldinn 49. fundur aðgengis- og samráðsnefndar í málefnum fatlaðs fólks. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 10.08. Fundinn sátu: Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir, Unnur Þöll Benediktsdóttir, Þorkell Sigurlaugsson, Anna Kristín Jensdóttir, Hallgrímur Eymundsson, Björgvin Björgvinsson. Eftirtaldir fulltrúar aðgengis- og samráðsnefndar í málefnum fatlaðs fólks tóku sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði með vísan í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar varðandi fjarfundaheimild: Hanna Björk Kristinsdóttir og Áslaug Inga Kristinsdóttir. Eftirtaldir starfsmenn sátu fundinn: Bragi Bergsson og Valgerður Jónsdóttir. Eftirtaldir starfsmenn sátu fundinn með rafrænum hætti: Þórdís Linda Guðmundsdóttir.
Guðný Bára Jónsdóttir ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
-
Fram fer kynning Umhverfis- og skipulagssviðs á aðgengi við húsnæði eldri borgara í Hraunbæ. MSS22040141.
Fylgigögn
-
Fram fer kynning Velferðarsviðs á stöðu innleiðingar farsældarlaga í Reykjavíkurborg. MSS22110160.
- Kl. 10.15 tekur Hlynur Þór Agnarsson sæti á fundinum með rafrænum hætti.
Hákon Sigursteinsson sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Lagt fram erindi um takmarkað aðgengi að Waldorfskólanum Sólstöfum. MSS22110112.
Samþykkt að vísa erindinu til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs.Fylgigögn
-
Lögð fram umsögn mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu dags. 17. nóvember 2022 um tillögu áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins dags. 22. september 2022, um könnun á ánægju með störf aðgengi og samráðsnefndar í málefnum fatlaðs fólks. MSS22090167.
Samþykkt.Fylgigögn
-
Lögð fram drög að tillögu fulltrúa Öryrkjabandalags Íslands varðandi sundlaugar í Reykjavík. MSS22090167.
Samþykkt að fela formanni í samráði við fulltrúa aðgengis- og samráðsnefndar að klára tillöguna fyrir fund nefndarinnar 1. desember 2022.
Fundi slitið 11:38
Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir
Unnur Þöll Benediktsdóttir Þorkell Sigurlaugsson
Björgvin Björgvinsson Anna Kristín Jensdóttir
PDF útgáfa fundargerðar
49. Fundargerð aðgengis- og samráðsnefndar frá 17. nóvember 2022.pdf