Aðgengis- og samráðsnefnd í málefnum fatlaðs fólks - Fundur nr. 48

Aðgengis- og samráðsnefnd í málefnum fatlaðs fólks

Ár 2022, fimmtudaginn 3. nóvember, var haldinn 48. fundur aðgengis- og samráðsnefndar í málefnum fatlaðs fólks. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 10.00. Fundinn sátu: Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir, Rannveig Ernudóttir, Anna Kristín Jensdóttir, Hallgrímur Eymundsson, Ingólfur Már Magnússon, Björgvin Björgvinsson, Hanna Björk Kristinsdóttir. Eftirtaldir starfsmenn sátu fundinn: Anna Kristinsdóttir og Guðný Bára Jónsdóttir. Þórdís Linda og Bryndís Snæbjörnsdóttir sátu fundinn með rafrænum hætti.

Valgerður Jónsdóttir sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

  1. Fram fer kynning Faxaflóahafna á aðgengi að Viðey. MSS22100248

    -    Kl. 10.06 tekur Hlynur Þór Agnarsson sæti á fundinum með rafrænum hætti. 

    Helgi Laxdal tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

     

    Fylgigögn

  2. Fram fer kynning viðburðateymis menningar- og ferðamálasviðs á aðgengi að viðburðum Reykjavíkurborgar. MSS22100249

    Björg Jónsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  3. Lagt fram bréf mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu dags. 14. október 2022, um ábendingar íbúaráðs Breiðholts vegna Römpum upp Ísland. MSS22020088

    Fylgigögn

  4. Lagt fram bréf mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu dags. 18. október 2022, um ábendingar íbúaráðs Vesturbæjar vegna Römpum upp Ísland. MSS22020088

    Fylgigögn

  5. Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn fulltrúa Öryrkjabandlags Íslands, Blindrafélagsins, varðandi vefþulu á vef Reykjavíkurborgar. MSS22100274

    Reykjavíkurborg keypti íslensku vefþuluna á sinn vef þann 1. apríl 2020 og hefur greitt af henni gjöld síðan þá. Hins vegar bólar ekkert á „hlusta“ hnappnum á vef borgarinnar. Hvernig stendur á þessum töfum, þegar vitað er að uppsetning lausnarinnar er bæði einföld og fljótleg? Svara er óskað á næsta fundi aðgengis- og samráðsnefndar þann 17. nóvember n.k.

    Vísað til umsagnar þjónustu- og nýsköpunarsviðs. 

    Fylgigögn

  6. Fram fer kynning velferðarsviðs á farsældarlögum. MSS22100274

    -    kl 10.50 víkur Anna Kristinsdóttir af fundi. 
     

    Fylgigögn

Fundi slitið 11:30

Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir

Rannveig Ernudóttir Björgvin Björgvinsson
Ingólfur Már Magnússon Hlynur Þór Agnarsson
Hallgrímur Eymundsson Anna Kristín Jensdóttir
Hanna Björk Kristinsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
48. Fundargerð aðgengis- og samráðsnefndar frá 3. nóvember 2022.pdf