Aðgengis- og samráðsnefnd í málefnum fatlaðs fólks - Fundur nr. 46

Aðgengis- og samráðsnefnd í málefnum fatlaðs fólks

Ár 2022, fimmtudaginn 6. október, var haldinn 46. fundur aðgengis- og samráðsnefndar í málefnum fatlaðs fólks. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 10.05. Fundinn sátu: Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir, Hanna Björk Kristinsdóttir, Björgvin Björgvinsson, Unnur Þöll Benediktsdóttir, Hallgrímur Eymundsson, Áslaug Inga Kristinsdóttir og Hanna Björk Kristinsdóttir. Eftirtaldir fulltrúar aðgengis- og samráðsnefndar í málefnum fatlaðs fólks tóku sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði með vísan í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar varðandi fjarfundaheimild: Þorkell Sigurlaugsson og Anna Kristín Jensdóttir. Eftirtaldir starfsmenn sátu fundinn: Guðný Bára Jónsdóttir og Þórdís Linda Guðmundsdóttir sat fundinn með rafrænum hætti. 
Valgerður Jónsdóttir sem ritaði fundargerð. 

Þetta gerðist:

 1. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 21. september 2022, um að Þorkell Sigurlausson taki sæti aðalmanns í aðgengis- og samráðsnefnd fatlaðs fólks í stað Egils Þórs Jónssonar. Jafnframt að Helga Margrét Marzelíusardóttir taki sæti sem varamaður í stað Þorkels Sigurlaugssonar. MSS22060053. 

  Fylgigögn

 2. Fram fer kynning frá Þroskahjálp á rafrænum skilríkjum og aðgengi. MSS22090069.

  Aðgengis- og samráðsnefnd leggur fram svohljóðandi bókun:

  Aðgengis- og samráðsnefnd þakkar fyrir kynninguna. Aðgengis- og samráðsnefnd telur mikilvægt að leiðir til að sækja þjónustu í borginni fyrir fatlað fólk og aðra jaðarsetta hópa án rafrænna skilríkja séu ekki verri en þegar sótt er þjónusta með rafrænum skilríkjum. Aðgengis- og samráðsnefnd telur að gott væri að hafa sérstakt símanúmer sem hægt væri að hringja í til að fá aðstoð við stafræna þjónustu og stafræn mál. Auk þess væri gott ef stafrænt aðstoðarfólk (e. digital caregiver) væru til staðar. Bókun þessi skal send til Stafræns ráðs.

  Inga Björk Bjarnadóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

  -    Kl. 10.26 víkur Anna Kristín Jensdóttir af fundinum. 

 3. Fram fer kynning á aðgengi að aðkomusvæði á Klambratúni. MSS22100024.
  Frestað.

 4. Lögð fram umsögn aðgengis- og samráðsnefndar dags. 6. október 2022, um tillögu Flokks Fólksins um úttekt á aðgengi í miðborginni. MSS22090063
  Samþykkt.

   

  Fylgigögn

 5. Fram fer umræða um innleiðingu velferðarstefnu og fræðslu vegna þjónustu við fatlað fólk. MSS22080074. 

  -    Kl. 11.00 víkur Þorkell Sigurlaugsson af fundinum.

  Fylgigögn

Fundi slitið kl. 11:28

PDF útgáfa fundargerðar
46. Fundargerð aðgengis- og samráðsnefndar frá 6. október 2022_0.pdf