Aðgengis- og samráðsnefnd í málefnum fatlaðs fólks - Fundur nr. 44

Aðgengis- og samráðsnefnd í málefnum fatlaðs fólks

Ár 2022, fimmtudaginn 1. september, var haldinn 44. fundur aðgengis- og samráðsnefndar í málefnum fatlaðs fólks. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 10.02. Fundinn sátu: Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir, Hanna Björk Kristinsdóttir, Ingólfur Már Magnússon, Lilja Sveinsdóttir, Björgvin Björgvinsson, Unnur Þöll Benediktsdóttir, Hallgrímur Eymundsson. Eftirtaldir starfsmenn sátu fundinn: Anna Kristinsdóttir, Guðný Bára Jónsdóttir, Þórdís Linda Guðmundsdóttir og Bragi Bergsson. 
Valgerður Jónsdóttir ritaði fundargerð.
 

Þetta gerðist:

 1. Fram fer kynning Velferðarsviðs á leiðbeiningum  fyrir seinfæra foreldra. MSS22080245

  Halldóra Gyða Matthíasd. Proppé og Rakel Þorsteinsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.

  Samþykkt að vísa til umsagnar mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu. 

 2. Fram fer kynning mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu á bæklingi um fordóma gegn fötluðu fólki á auðskildu máli. MSS22030281

  Steinunn Ása Þorvaldsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

  Fylgigögn

 3. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 24. ágúst 2022, þar sem óskað er umsagnar aðgengis- og samráðsnefndar í málefnum fatlaðs fólks um tillögu fjármála- og áhættustýringasviðs, dags 22. ágúst 2022, varðandi að hætta að prenta út og senda greiðsluseðla á pappír. Jafnframt eru lögð fram drög að umsögn aðgengis- og samráðsnefndar, dags. 1. september 2022. FAS22080009

  Samþykkt að fela formanni nefndarinnar og mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu að klára umsögnina.

 4. Fram fer kynning umhverfis- og skipulagssviðs á verkefnum í aðgengismálum 2022. MSS22080074

 5. Fram fer kynning umhverfis- og skipulagssviðs á almenningsgarði fyrir öll í verkefninu Hverfið mitt. MSS22020075

  -    Kl. 11.17 víkja Bragi Bergsson og Þórdís Linda Guðmundsdóttir af fundinum. 

  Fylgigögn

 6. Kosning varaformanns aðgengis- og samráðsnefndar í málefnum fatlaðs fólks. MSS22080074

  Samþykkt að Ingólfur Már Magnússon verði varaformaður aðgengis- og samráðsnefndar í málefnum fatlaðs fólks.

PDF útgáfa fundargerðar
44. Fundargerð aðgengis- og samráðsnefndar frá 1. september 2022.pdf