Aðgengis- og samráðsnefnd í málefnum fatlaðs fólks - Fundur nr. 42

Aðgengis- og samráðsnefnd í málefnum fatlaðs fólks

Ár 2022, fimmtudaginn 5. maí, var haldinn 42. fundur aðgengis- og samráðsnefndar í málefnum fatlaðs fólks. Fundurinn var haldinn í Tjarnarbúð, Ráðhúsi Reykjavíkur, og hófst kl. 13.04. Fundinn sátu: Þorkell Heiðarsson, Rannveig Ernudóttir, Bergþór G. Böðvarsson, Björgvin Björgvinsson, Ingólfur Már Magnússon, Hallgrímur Eymundsson, Lilja Sveinsdóttir, Hlynur Þór Agnarsson og Þórdís Pálsdóttir. Eftirtaldir starfsmenn sátu fundinn: Anna Kristinsdóttir, Þórdís Linda Guðmundsdóttir og Tómas Ingi Adolfsson, sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

  1. Fram fer kynning á leiðbeiningabæklingi á auðlesnu máli um þátttöku í kosningum. MSS22030280

    -    Kl. 13.10 tekur Hanna Björk Kristinsdóttir sæti á fundinum.

    Fylgigögn

  2. Fram fer umræða um gjaldskyldu í bílastæðahúsum fyrir handhafa P- merkja. MSS21120287

    Starfsmanni mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu er falið að afla upplýsinga frá sýslumanni um fjölda P-merkja og nánari tölfræði greinda út frá kennitölum.
    Formanni er falið að boða aukafund um málið í maí.

    Samþykkt.

  3. Fram fer afhending á aðgengisviðurkenningu Reykjavíkurborgar. MSS22030137

Fundi slitið klukkan 14:29

PDF útgáfa fundargerðar
42._fundargerd_adgengis-_og_samradsnefndar_fra_5._mai_2022.pdf