Aðgengis- og samráðsnefnd í málefnum fatlaðs fólks - Fundur nr. 4

Aðgengis- og samráðsnefnd í málefnum fatlaðs fólks

Ár 2019, fimmtudaginn 17. október, var haldinn 4. fundur aðgengis- og samráðsnefndar í málefnum fatlaðs fólks. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 13.35. Fundinn sátu: Andri Valgeirsson, Bergþór Heimir Þórðarson, Björgvin Björgvinsson, Dóra Björt Guðjónsdóttir, Egill Þór Jónsson, Hanna Björk Kristinsdóttir, Ingólfur Már Magnússon, Lilja Sveinsdóttir og Þorkell Heiðarsson. Fundinn sátu einnig Ágúst Már Gröndal, Þórdís Linda Guðmundsdóttir, Guðrún Elsa Tryggvadóttir og Tómas Ingi Adolfsson sem ritaði fundargerð. 

Þetta gerðist:

  1. Fram fer umræða um breytingu á samþykkt aðgengis- og samráðsnefndar. 

    Mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu er falið að vinna breytingar á samþykkt nefndarinnar og bera þær í framhaldinu undir aðgengis- og samráðsnefnd.

    Samþykkt.

    Fylgigögn

  2. Fram fer kosning varaformanns aðgengis- og samráðsnefndar.

    Bergþór Heimir Þórðarson er kosinn varaformaður.

  3. Fram fer kynning á yfirliti yfir aðgengismál í vinnslu hjá umhverfis- og skipulagssviði.

    Aðgengis- og samráðsnefnd leggur fram svohljóðandi bókun:

    Nefndin fagnar því að strax hafi verið brugðist við beiðni nefndarinnar um úttekt á aðgengi í stjórnsýsluhúsnæðinu á Höfðatorgi. Strax er búið að auka aðgengi með merkingum á stigaþrepum og áætlaðar eru frekari breytingar eins og betri lýsing og fleiri handrið í samráði við eiganda hússins. Næst á dagskrá er sambærileg úttekt í Ráðhúsinu.

    Aðgengis- og samráðsnefnd leggur einnig til að hafnar verði framkvæmdir við sérklefa í Vesturbæjarlaug eins fljótt og unnt er. Farið verði í framkvæmdir við sérklefann í Vesturbæjarlaug á undan framkvæmdum í Árbæjarlaug að því gefnu að hægt sé að tryggja fé til verksins. Í ljós hefur komið að ekki er hægt að hefja framkvæmdir við Árbæjarlaug fyrr en undir lok árs 2019 og verður farið í þær framkvæmdir um leið og aðstæður leyfa.

    -    Kl. 14.40 víkur Bergþór Heimir Þórðarson af fundi.

    Fylgigögn

  4. Fram fer umræða um skábraut við Kjarvalsstaði.

    Fulltrúa umhverfis- og skipulagssviðs falið að kanna stöðuna á þessu máli.

    Fylgigögn

  5. Fram fer umræða um hljóðmerkjabúnað við gönguljós.

  6. Frestað.

    Lögð er fram tillaga mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs, dags. 10. október 2019, um samræmdar aðgengismerkingar fyrir allt húsnæði á vegum Reykjavíkurborgar, sem vísað var til aðgengis- og samráðsnefndar til frekari útfærslu.

    Frestað.

    -    Kl. 15.18 víkur Björgvin Björgvinsson af fundi.

    Fylgigögn

  7. Lagðar eru fram tillögur velferðarsviðs, dags. 10. október 2019, að breytingum á reglum Reykjavíkurborgar um styrki til náms og verkfæra- og tækjakaupa fatlaðs fólks.

    Aðgengis- og samráðsnefnd leggur fram svohljóðandi bókun:

    Því er fagnað að hér er viðurkennt að fatlað fólk hættir ekki að vera fatlað fólk þó það verði 67 ára gamalt. Ráðið gerir ekki athugasemdir við breytingarnar sem hér eru lagðar til en veltir því upp hvort rétt væri að setja inn í reglurnar ákvæði um að foreldrar fatlaðra barna geti sótt um í sjóðinn fyrir þeirra hönd.

    Fylgigögn

  8. Fram fer umræða um drög að reglum Reykjavíkurborgar um stuðningsþjónustu fyrir börn og barnafjölskyldur.

    Frestað.

    -    Kl. 15.47 víkja Dóra Björt Guðjónsdóttir, Egill Þór Jónsson og Þorkell Heiðarsson af fundi.

  9. Lögð eru fram drög að umsögn um umsókn NPA miðstöðvarinnar um starfsleyfi.

    Aðgengis- og samráðsnefnd leggur fram svohljóðandi bókun:

    Aðgengis- og samráðsnefnd Reykjavíkurborgar í málefnum fatlaðs fólks fer með verkefni samráðshóps um málefni fatlaðs fólks annars vegar og notendaráðs fatlaðs fólks hins vegar. Unnið er að því að breyta samþykktum aðgengis og samráðsnefndar í þá veru að verkefni notendaráðs fatlaðs fólks séu hluti af skilgreindum verkefnum nefndarinnar. Þær umsagnir sem hér eru veittar á fundinum eru því veittar með þeim fyrirvara að notendaráðið sé hluti af samþykktum verkefnum aðgengis og samráðsnefndar. 

    Notendaráð samþykkir að veita NPA miðstöðinni jákvæða umsögn.

    Fylgigögn

  10. Lagt er fram bréf, dags. 10. október 2019, frá Gæða- og eftirlitsstofnun félagsþjónustu og barnaverndar, vegna umsóknar um starfsleyfi vegna reksturs félagsþjónustu.

    Aðgengis- og samráðsnefnd leggur fram svohljóðandi bókun:

    Aðgengis- og samráðsnefnd Reykjavíkurborgar í málefnum fatlaðs fólks fer með verkefni samráðshóps um málefni fatlaðs fólks annars vegar og notendaráðs fatlaðs fólks hins vegar. Unnið er að því að breyta samþykktum aðgengis og samráðsnefndar í þá veru að verkefni notendaráðs fatlaðs fólks séu hluti af skilgreindum verkefnum nefndarinnar. Þær umsagnir sem hér eru veittar á fundinum eru því veittar með þeim fyrirvara að notendaráðið sé hluti af samþykktum verkefnum aðgengis og samráðsnefndar. 

    Notendaráð felur mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu að senda fyrirspurn til Gæða- og eftirlitsstofnunar um ástæður þess að verktakar stofnana sem sinni heimaþjónustu þurfi að sækja um starfsleyfi.

    Fylgigögn

Fundi slitið klukkan 16:05

PDF útgáfa fundargerðar
adgengis_og_samradsnefnd_1710.pdf