No translated content text
Aðgengis- og samráðsnefnd í málefnum fatlaðs fólks
Ár 2021, fimmtudaginn 16. desember, var haldinn 36. fundur aðgengis- og samráðsnefndar í málefnum fatlaðs fólks. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 13.01. Fundinn sátu: Þorkell Heiðarsson, Bergþór G. Böðvarsson, Björgvin Björgvinsson, Rannveig Ernudóttir, Hanna Björk Kristinsdóttir og Ingólfur Már Magnússon. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði með vísan í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar varðandi fjarfundaheimild: Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir , Hlynur Þór Agnarsson og Hallgrímur Eymundsson. Eftirtaldir starfsmenn sátu fundinn: Anna Kristinsdóttir og Ágústa Rós Björnsdóttir. Eftirtaldir starfsmenn sátu fundinn með fjarfundarbúnaði: Þórdís Linda Guðmundsdóttir og Bragi Bergsson.
Guðný Bára Jónsdóttir ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
-
Fram fer kynning á verkefninu Perlufestin í Öskjuhlíð. MSS21120148.
Þórólfur Jónsson, Þráinn Hauksson og Magnús Bjarklind taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
Fylgigögn
-
Fram fer kynning á stöðu verkefnisins Betri borg fyrir börn. R19090252.
Hákon Sigursteinsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
Fylgigögn
-
Lögð fram umsögn aðgengis- og samráðsnefndar dags. 16. desember 2021, um drög að stefnu Reykjavíkurborgar um byggingar fyrir skóla- og frístundastarf. R21100283.
Samþykkt.Fylgigögn
-
Fram fer umræða um aðgengisstefnu Reykjavíkurborgar. R19120168.
-
Bréf mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu dags. 5. nóvember 2021, um skýrslu um úttekt á undirgöngum Reykjavíkur til umsagnar aðgengis- og samráðsnefndar. R21100397.
Frestað.Fylgigögn
-
Lagt fram til upplýsingar fundadagatal aðgengis- og samráðsnefndar vor 2022.
Fylgigögn
Fundi slitið klukkan 15:01
PDF útgáfa fundargerðar
adgengis_og_samradsnefnd_1612.pdf