Aðgengis- og samráðsnefnd í málefnum fatlaðs fólks - Fundur nr. 3

Aðgengis- og samráðsnefnd í málefnum fatlaðs fólks

Ár 2019, fimmtudaginn 5. september, var haldinn 3. fundur aðgengis- og samráðsnefndar í málefnum fatlaðs fólks í Reykjavík. Fundurinn var haldinn í sal Borgarráðs í ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 15:05. Fundinn sátu: Ellen Jacqueline Calmon, Egill Þór Jónsson, Dóra Björt Guðjónsdóttir, Hallgrímur Eymundsson, Sigrún Birgisdóttir og Sigurður Sigurðsson. Fundinn sátu einnig Anna Kristinsdóttir, Guðrún Elsa Tryggvadóttir, Þórdís Linda Guðmundsdóttir og Valgerður Jónsdóttir sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

  1. Fram fer kynning á umsögn notendaráðs um starfsleyfi NPA miðstöðvarinnar. 

    Ákveðið að halda annan fund í næstu viku eingöngu með notendum nefndarinnar til að skrifa umsögn um umsókn NPA miðstöðvarinnar. 

    Rósa Guðrún Bergþórsdóttir frá Gæða- og eftirlitsstofnun félagsþjónustu og barnaverndar tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  2. Fram fer umræða um aðstoð við fulltrúa í aðgengis- og samráðsnefnd í málefnum fatlaðs fólks í Reykjavík á fundum. 

    Frestað.

  3. Lögð fram að nýju tillaga og fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokks, sbr.4. lið fundargerðar aðgengis- og samráðsnefndar frá 20. júní 2019. 

    Lögð fram svohljóðandi breytingartillaga fulltrúa Pírata: 

    Aðgengis- og samráðsnefnd um málefni fatlaðs fólks telur þörf á betri umgjörð um skráningu á undanþágum og undanþágubeiðnum vegna aðgengis fyrir fatlað fólk hjá umhverfis- og skipulagssviði. Nefndin beinir þeim tilmælum til umhverfis- og skipulagssviðs að móta tillögu að umgjörð um utanumhald um skráningu á undanþágum og undanþágubeiðnum þar sem fram kemur meðal annars á hvaða grundvelli undanþágur eru veittar og þeim synjað, tímamörk vegna undanþága og hvernig endurskoðunarferli vegna undanþága skuli háttað í tengslum við aðgengi fyrir fatlað fólk. Óskað er eftir að tillagan verði kynnt nefndinni eigi síðar en í nóvember 2019.

    Breytingartillaga samþykkt og vísað ásamt fyrirspurn til meðferðar umhverfis- og skipulagssviðs.

    Fylgigögn

  4. Kosning varaformanns.

    Frestað. 

  5. Fram fer kynning á endurskipan stýrihóps um aðgengisstefnu Reykjavíkurborgar.

  6. Lagt fram erindi starfsmanns Höfðatorgs um aðgengi sjónskertra í Höfðatorgi.

    Aðgengis- og samráðsnefnd fatlaðs fólks leggur fram svohljóðandi bókun:

    Aðgengis og samráðsnefnd fatlaðs fólks krefst þess að umhverfis- og skipulagssvið bregðist tafarlaust við beiðni um merkingar á tröppur og leiðalínu fyrir sjónskerta í Höfðatorgi.

    Lögð fram svohljóðandi tillaga aðgengis- og samráðsnefndar fatlaðs fólks:

    Lagt er til að fram fari úttekt á aðgengi út frá hugmyndafræði algildrar hönnunnar í stjórnsýsluhúsunum tveimur, Ráðhúsi Reykjavíkur og Borgartúni 12 til 14.

    Samþykkt.

     

    Fylgigögn

Fundi slitið klukkan 16:26

Dóra Björt Guðjónsdóttir