No translated content text
Aðgengis- og samráðsnefnd í málefnum fatlaðs fólks
Ár 2021, fimmtudaginn 29. apríl, var haldinn 27. fundur aðgengis- og samráðsnefndar í málefnum fatlaðs fólks. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 13.04. Fundinn sátu: Björgvin Björgvinsson, Hanna Björk Kristinsdóttir, Lilja Sveinsdóttir og Ingólfur Már Magnússon.
Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundabúnaði með vísan til heimilda í auglýsingu nr. 230/2020 um ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra skv. VI. bráðabirgðarákvæðis sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011: Egill Þór Jónsson, Hallgrímur Eymundsson og Rannveig Ernudóttir. Eftirtaldir starfsmenn sátu fundinn: Þórdís Linda Guðmundsdóttir og Tómas Ingi Adolfsson, sem ritaði fundargerð. Eftirtaldir starfsmenn sátu fundinn með fjarfundabúnaði: Anna Kristinsdóttir og Bragi Bergsson.
Þetta gerðist:
-
Fram fer umræða um aðgengisstefnu Reykjavíkurborgar. R19120168
-
Fram fer kynning á aðgengisúttekt á Austurbæjarskóla. R21040280
Ásta Camilla Gylfadóttir og Kristinn Alexandersson taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundabúnaði.
- Kl. 13.25 tekur Þorkell Heiðarsson sæti á fundinum.
- Kl. 13.42 víkur Egill Þór Jónsson af fundinum.Aðgengis- og samráðsnefnd felur formanni að hefja samtal við formann skóla- og frístundaráðs varðandi starfsemi Austurbæjarskóla út frá aðgengismálum við skólann. Formanni falið að vinna að því að aðgengis- og samráðsnefnd eigi fund með skóla- og frístundaráði.
Samþykkt.
Fylgigögn
-
Fram fer kynning á tillögu að uppsetningu á lyftu í Ásmundarsafni. R20100112
Helena Björgvinsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Aðgengis- og samráðsnefnd leggur fram svohljóðandi bókun:
Aðgengis- og samráðsnefnd þakkar kærlega fyrir kynninguna á vel heppnaðri lausn á aðgengismálum í mikilvægu húsnæði. Nefndin telur að þar sem eigi að ráðast í verulegar endurbætur í húsnæðinu sé mikilvægt að vel sé staðið að gerð lyftunnar. Þrátt fyrir að fyrri útfærsla uppfylli lágmarksstærð samkvæmt byggingarreglugerðar mælir nefndin mun frekar með stærri lyftu þar sem hún nýtist breiðari hóp hjólastólanotenda betur. Þá er ljóst að aðgengi í kringum lyftuna er með þeim hætti að mikilvægt er að lyftan sé stærri en ella.
Fylgigögn
-
Lögð er fram tillaga sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs um stofnun sérdeildar fyrir einhverfa nemendur á unglingastigi grunnskóla í Réttarholtsskóla, dags. 12. febrúar 2021, ásamt umsögn skólaráðs Réttarholtsskóla, dags. 13. janúar 2021, umsögn foreldrafélags Réttarholtsskóla, dags. 14. janúar 2021 og umsögn fjármála- og áhættustýringarsviðs, dags. 11. mars 2021.
Greinargerð fylgir. R21030115
Starfsmanni mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu er falið að semja jákvæða umsögn um málið í samráði við nefndina.
Samþykkt.
Fylgigögn
-
Lagt er fram svar Bílastæðasjóðs, dags. 29. mars., við fyrirspurn aðgengis- og samráðsnefndar, dags. 4. mars, um gjaldskyldu í bílastæðahúsum, ásamt minnisblaði frá Forum lögmönnum, dags. 26. nóvember 2020. R21030130
Frestað.
-
Lagt er fram svar frá Hopp, dags. 22. mars 2021, og svar frá Wind Mobility, dags. 8. apríl 2021, við fyrirspurn aðgengis- og samráðsnefndar, dags. 15. mars 2021, um frágang á rafhlaupahjólum í Reykjavík. R21030130
Frestað.
-
Lagt er fram erindi til ríkis og sveitarfélaga frá Hundaræktarfélagi Íslands og Félagi ábyrgra hundaeigenda, dags. 25. febrúar 2021, varðandi kostnaðarþátttöku í þjálfun og innflutningi leiðsöguhunda. R21020225
Frestað.
Fylgigögn
-
Lagt er fram erindi frá Gæða- og eftirlitsstofnun félagsþjónustu og barnaverndar, dags. 9. apríl 2021, varðandi starfsleyfisumsókn vegna þjónustu við fatlað fólk. R21020028
Frestað.
Fundi slitið klukkan 14:56
PDF útgáfa fundargerðar
adgengis_og_samradsnefnd_2904.pdf