Aðgengis- og samráðsnefnd í málefnum fatlaðs fólks - Fundur nr. 26

Aðgengis- og samráðsnefnd í málefnum fatlaðs fólks

Ár 2021, fimmtudaginn 15. apríl, var haldinn 26. fundur aðgengis- og samráðsnefndar í málefnum fatlaðs fólks. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 13.00. Fundinn sátu: Þorkell Heiðarsson, Dóra Björt Guðjónsdóttir, Björgvin Björgvinsson, Lilja Sveinsdóttir og Ingólfur Már Magnússon. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundabúnaði með vísan til heimilda í auglýsingu nr. 230/2020 um ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra skv. VI. bráðabirgðarákvæðis sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011: Egill Þór Jónsson, Hallgrímur Eymundsson og Hanna Björk Kristinsdóttir. Eftirtaldir starfsmenn sátu fundinn: Tómas Ingi Adolfsson, sem ritaði fundargerð. Eftirtaldir starfsmenn sátu fundinn með fjarfundabúnaði: Anna Kristinsdóttir, Bragi Bergsson og Þórdís Linda Guðmundsdóttir.

Þetta gerðist:

  1. Fram fer umræða um aðgengisstefnu Reykjavíkurborgar. R19120168

    Silja Lind Haraldsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

  2. Fram fer kynning á drögum að aðgerðaáætlun Reykjavíkurborgar gegn ofbeldi 2021-2023. R21010206

    Halldóra Dýrleifar Gunnarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundabúnaði.

    -    Kl. 13.30 víkur Dóra Björt Guðjónsdóttir af fundinum.

    -    Kl. 13.30 tekur Rannveig Ernudóttir sæti á fundinum.

  3. Fram fer kynning á drögum að velferðarstefnu Reykjavíkurborgar. R21040016

    Dís Sigurgeirsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundabúnaði.

    Starfsmanni mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu er falið að vinna umsögn aðgengis- og samráðsnefndar í samráði við fulltrúa í nefndinni.

    Samþykkt.

  4. Lagt er fram erindi til ríkis og sveitarfélaga frá Hundaræktarfélagi Íslands og Félagi ábyrgra hundaeigenda, dags. 25. febrúar 2021, varðandi kostnaðarþátttöku í þjálfun og innflutningi leiðsöguhunda. R21020225

    Formanni nefndarinnar og starfsmanni mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu er falið að vinna málið áfram.

    Samþykkt.

  5. Lagt er fram svar íþrótta- og tómstundasviðs, dags. 18. mars 2021, við fyrirspurn aðgengis- og samráðsnefndar, dags. 8. september 2020, um fræðslu til starfsfólks og trúnaðaryfirlýsingar. R20090043

    -    Kl. 14.47 víkja Þorkell Heiðarsson, Egill Þór Jónsson og Rannveig Ernudóttir af fundi. 

  6. Lagt er fram erindi frá Gæða- og eftirlitsstofnun félagsþjónustu og barnaverndar, dags. 9. apríl 2021, varðandi starfsleyfisumsókn vegna þjónustu við fatlað fólk. R21020028

    Starfsmanni mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu er falið að afla upplýsinga um hvaða þjónustu starfsleyfið nær til.

Fundi slitið klukkan 15:03

PDF útgáfa fundargerðar
adgengis_og_samradsnefnd_1504.pdf