No translated content text
Aðgengis- og samráðsnefnd í málefnum fatlaðs fólks
Ár 2020, þriðjudaginn 13. október, var haldinn 16. fundur aðgengis- og samráðsnefndar í málefnum fatlaðs fólks. Fundurinn var haldinn með fjarfundabúnaði og hófst kl. 12.34.
Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundabúnaði með vísan til heimilda í auglýsingu nr. 230/2020 um ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra skv. VI. bráðabirgðarákvæðis sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011: Þorkell Heiðarsson, Dóra Björt Guðjónsdóttir, Egill Þór Jónsson, Hanna Björk Kristinsdóttir, Hallgrímur Eymundsson og Hlynur Þór Agnarsson. Eftirtaldir starfsmenn sátu fundinn með fjarfundabúnaði: Anna Kristinsdóttir, Bragi Bergsson, Þórdís Linda Guðmundsdóttir og Tómas Ingi Adolfsson, sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
-
Fram fer umræða um störf stýrihóps um mótun aðgengisstefnu. R19120168
- Kl. 12.45 tekur Bergþór Heimir Þórðarson sæti á fundinum.
Aðgengis- og samráðsnefnd leggur fram svohljóðandi bókun:
Ákveðið hefur verið að vinna aðgengisstefnuna á vettvangi aðgengis- og samráðsnefndar um málefni fatlaðs fólks. Stýrihópurinn sem ber pólitíska ábyrgð á verkefninu í umboði borgarstjórnar er skipaður sömu kjörnu fulltrúum og sitja í aðgengis- og samráðsnefndinni. Þeir munu vinna stefnuna í samstarfi við notendafulltrúa nefndarinnar.
Fylgigögn
-
Lögð er fram umsagnarbeiðni, dags. 14. september 2020, til aðgengis- og samráðsnefndar í málefnum fatlaðs fólks um tillögu að umferðarskipulagi í Kvosinni. R20100019
Aðgengis- og samráðsnefnd samþykkir að fela starfsmanni mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu að taka saman athugasemdir frá fulltrúum í nefndinni og útbúa umsögn út frá þeim.
Fylgigögn
-
Fram fer umræða um aðgengismál blindra og sjónskertra. R20090160
Aðgengis- og samráðsnefnd samþykkir að fela starfsmanni mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu að útbúa fyrirspurn til samgöngudeildar út frá erindi fulltrúa ÖBÍ og öðrum ábendingum frá fulltrúum í nefndinni.
-
Lögð er fram bókun íbúaráðs Miðborgar og Hlíða, dags. 2. október 2020, vegna aðgengismála í Nauthólsvík. R20100031
Aðgengis- og samráðsnefnd felur starfsmanni umhverfis- og skipulagssviðs að láta vinna aðgengisúttekt á svæðinu.
Aðgengis- og samráðsnefnd leggur fram svohljóðandi bókun:
Aðgengis- og samráðsnefnd þakkar fyrir bókun íbúaráðs Miðborgar og Hlíða varðandi aðgengi á ylströndinni í Nauthólsvík og fagnar frumkvæði sem þessu. Aðgengis- og samráðsnefnd um málefni fatlaðs fólks hefur tekið bókunina fyrir á fundi og tekur undir mikilvægi þess að tryggja aðgengi að Nauthólsvík. Nefndin mun koma málinu í farveg með formlegri úttekt og tillögum að úrbótum. Í kjölfarið verður málinu svo fylgt eftir.
Fylgigögn
Fundi slitið klukkan 14:15
Dóra Björt Guðjónsdóttir
PDF útgáfa fundargerðar
adgengis_og_samradsnefnd_1310.pdf