Yfirkjörstjórnir að störfum í Ráðhúsi Reykjavíkur | Reykjavíkurborg

Yfirkjörstjórnir að störfum í Ráðhúsi Reykjavíkur

miðvikudagur, 11. október 2017

Í dag hófu yfirkjörstjórnir í Reykjavíkurkjördæmum norður og suður móttöku á framboðslistum og meðmælendalistum í borgarráðsherberginu í Ráðhúsi Reykjavíkur.

  • Ráðhúsið og Tjörnin
    Ráðhúsið og Tjörnin

Fundur kjörstjórnanna stóð yfir frá kl. 15 til 17 og nýttu tvö framboð; Vinstrihreyfingin – grænt framboð og Píratar, tækifæri til að skila af sér snemma. Kjörstjórnirnar funda aftur á sama stað nk. föstudag til að taka á móti gögnum frá þeim framboðum sem eftir standa en framboðsfrestur rennur út kl. 12 á hádegi þann 13. október.