Vorhreinsun á grenndarstöðvunum

Umhverfi

""

Síðustu daga hefur staðið yfir vorhreinsun á grenndarstöðvum Reykjavíkurborgar. Áætlað er að hreinsun á síðustu stöðvunum ljúki á morgun, á degi umhverfisins 25. apríl.

Rusl er alla jafna hreinsað frá stöðvunum tvisvar sinnum í viku, allan ársins hring. Þegar vetri sleppur kemur ýmislegt í ljós sem hefur safnast saman í kringum stöðvarnar og næsta nágrenni þeirra. Núna er því allt umframrusl fjarlægt, stöðvarnar sópaðar og þvegnar auk þess sem ruslið í runnunum í kring er plokkað upp.

Mikilvægt er að halda góðri umgengi við stöðvarnar svo þær verði svona fínar áfram. Meðfylgjandi myndir, teknar fyrir og eftir, tala sínu máli.