Vitinn við Sæbraut tengdur

Umhverfi Mannlíf

Borgarstjóri, borgarfulltrúar og stjórn Faxaflóahafna við vitann við Sæbraut

Nýi guli innsiglingarvitinn við Sæbrautina var virkjaður í dag og tengdist þá öðrum vitum í Reykjavík. Borgarstjóri, borgarstjórn og stjórn Faxaflóahafna hittust við vitann á hádegi í dag.

Vitinn við Sæbrautina er mikilvægt öryggistæki fyrir sjófarendur en er einnig útsýnispallur og áningarstaður á gönguleið meðfram Sæbrautinni.

Vitinn leysir af innsiglingarvitann sem verið hefur í turni Sjómannaskólans frá árinu 1945. Hann þjónaði hluverki sínu þar til háhýsin við Borgartún og Hátún fóru að skyggja á geisla vitans. Innsiglingarvitarnir frá 1913-1917 í Gömlu höfninni voru notaðir sem fyrirmynd við hönnun Yrki Arkitekta á vitanum við Sæbraut.